Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 Reuter Stimpingará Vesturbakkanum ÍSRAELSKIR hermenn eru hér að flytja burt með valdi nokkra landa sína, sem reyndu að ná undir sig húsi skammt frá Hebron á Vesturbakkanum. Hétu þeir jafnframt að koma í veg fyrir samkomulag við Palestínumenn og brottflutning ísraelsks herliðs frá Vesturbakkanum og Gaza. ' Litháar undir- ritasamningum friðarsamstarf Brussel. Reuter. ALGIRDAS Brazauskas, forseti Litháens, undirritaði í gær samning við Atlantshafsbandalagið (NATO) um „Samstarf í þágu friðar“ og sagði að Litháar vildu fullgilda aðild að NATO, Evrópubandalaginu og Vestur-Evrópusambandinu. Brazauskas sagði að aðild Eystra- saltsríkjanna og Mið- og Austur-Evr- ópuríkja að NATO, Evrópubandalag- inu og Vestur-Evrópusambandinu myndi örva umbótaþróunina í þess- um löndum og í Rússlandi. „Við erum sannfærðir um að það myndi styrkja verulega áframhaldandi lýðræðisþró- un í Rússlandi," sagði forsetinn á fundi með sendiherrum NATO-ríkj- anna. Brazauskas ræddi ennfremur við Jacques Delors, forseta fram- kvæmdastjórnar Evrópubandalags- ins, og óskaði eftir nánari tengslum við bandalagið. Amedeo de Franchis, aðstoðar- framkvæmdastjóri NATO, fagnaði samningi Litháa við bandalagið um friðarsamstarf. „Hafin er nýr kafli í tengslum bandalagsins við ríki Mið- og Austur-Evrópu og í tilraunum þess til að tryggja öryggi og stöðug- Jeltsín einangraður inn- an um nýi u ráðherrana leika í Evrópu," sagði hann. Leiðtogar NATO-ríkjanna sam- þykktu fyrr í mánuðinum áætlunina um „Samstarf í þágu friðar“, en hún miðar að tvíhliða samningum um hemaðarsamvinnu við fyrrverandi kommúnistaríki, meðal annars með sameiginlegum heræfingum sem heQast síðar á árinu. Litháen er fyrsta fyrrverandi sov- étlýðveldið sem undirritar samning um friðarsamvinnu og sótti fyrr í mánuðinum um fullgilda aðild að NATO. Bandalagið er tregt til að veita ríkjum eins og Litháen aðild, einkum vegna andstöðu Rússa. Braz- auskas sagði að ekki væri hægt að líta á beiðni Litháa um aðild að NATO sem ógnun við Rússa eða önnur Evrópuríki. „Litháar gera eng- ar landakröfur á hendur nágranna- ríkjum sínum,“ sagði hann og bætti við að Litháar vildu að rússneski herinn færi þegar í stað frá Lett- landi og Eistlandi. Rússneskir her- menn hafa þegar verið fiuttir á brott frá Litháen. Brazauskas gagnrýndi yfirlýsing- ar rússnesku stjórnarinnar um ör- yggishagsmuni Rússa í Eystrasalts- ríkjunum. „Það er sérlega erfítt að skilja yfirlýsingar um sérstaka hags- muni Rússa í Eystrasaltsríkjunum, einkum vegna þess að Litháen og hin Eystrasaltsríkin voru aldrei lög- mætir hlutar af Sovétríkjunum.“ Lokauppgjöri spáð milli umbótasinna og harðlínumanna á næstunni Moskvu, Pétursborg. Reuter. UMBÓTASINNINN Sergei Dúbínín tók við embætti fjármálaráð- herra í Rússlandi í gær en talið er, að honum muni reynast erfitt að fá aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar til að fallast á skoð- anir sínar í rikisfjármálunum. Haft er eftir heimildum meðal stuðningsmanna Borísar Jeltsíns, forseta Rússlands, að hann sé eins og á báðum áttum og eigi æ erfiðara með að takast á við þann pólitíska raunveruleika, sem blasir nú við í landinu. Sum- ir hans nánustu samstarfsmanna telja, að lokauppgjörið milli umbótasinna og harðlínumanna sé á næstu grösum. Oliver North fer í framboð til þingsins Washington, Richmond. Reuter, The Daily Telegraph. OLIVER North, einn af aðalmönnunum í íran-kontra hneykslinu, hóf í gær baráttu sína fyrir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings, þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir að ljúga að þingnefnd sem rannsak- aði málið fyrir sjö árum. Oliver North er fyrrverandi undir- ofursti í sjóhernum og einn af um- deildustu mönnum Bandaríkjanna vegna aðildar hans að leynilegri vopnasölu til írans og fjárhagsaðstoð við kontra-skæruliða í Nicaragua, sem Bandaríkjaþing hafði bannað. Hann vakti mikla athygli þegar hann varði gerðir sínar; sumir litu á hann sem hetju og föðurlandsvin en aðrir sem fláráðan öfgamann. North sagði í viðtalsþættinum „Larry King Live“ í CNN-sjónvarp- inu að hann hefði ákveðið að sækj- ast eftir því að verða frambjóðandi repúblikana í Virginíu í kosningun- um til öldungadeildarinnar vegna mikils stuðnings almennings og vegna þess að sér virtist sem stjórn- málamenn brygðust ekki við kröfum kjósenda. Áhorfendum var gefínn kostur á að hringja og leggja spurn- ingar fyrir North og einn þeirra kallaði hann „lygara" sem hefði „svívirt herbúninginn". „Ég laug ekki. Ég sagði sannleikann ... sann- leikurinn særði menn.“ Líklegt þykir að North verði fyrir valinu sem frambjóðandi repúblik- ana, en það verður ákveðið á flokks- þingi í Virginíu í júní. Keppinautur hans er James Miller, sem var fjár- lagastjóri Hvíta hússins í forsetatíð Ronalds Reagans. Miller er lýst sem litlausum tæknikrata með mikla reynslu af stjómmálum. Öldungadeildarþingmaðurinn Charles Robb verður að öllum líkind- um frambjóðandi demókrata í kosn- ingunum, sem verða í nóvember. Robb er eiginmaður dóttur Lyndons B. Johnsons, fyrrverandi forseta, Lindu Bird, og hefur átt í vök að veijast vegna hneykslismála, m.a. ásakana um framhjáhald og þátt- töku í veislum þar sem eiturlyfja var neytt. Þingmaðurinn hefur vísað þessum ásökunum á bug. North hóf baráttuna í Norfolk, stærstu flotastöð heims. Fjölmargir hafa atvinnu af hernum á þessum slóðum og líklegt þykir að North njóti mikils stuðnings á meðal þeirra. North leggur áherslu á fjölskyldu- gildi og harðari aðgerðir til að stemma stigu við glæpum í málflutn- ingi sínum. Ljóst er að kosningabar- átta hans á eftir að vekja mikla at- hygli því sjónvarps- og útvarpsstöðv- ar, auk dálkahöfunda blaðanna, keppast um að fá hann í viðtöl. • North hefur einnig komið sér upp öflugri fjáröflunarvél; þrenn samtök sem tengjast honum hafa safnað rúmlega 23 milljónum dala, jafnvirði 1,6 milljarða króna, frá árinu 1988 og komið sér upp póstlista með nöfn- um hálfrar milljónar manna. Vestrænir stjórnarerindrekar segja, að Dúbínín sé umbótasinnaður en óvíst, að hann hafi sama myndug- leika til að bera og Borís Fjodorov, fyrrverandi fjármálaráðherra, sem kom yfirleitt sínu í gegn þótt öll sund virtust lokuð. Dúbínín heyrir auk þess beint undir Víktor Tsjerno- myrdín forsætisráðherra og mun því eiga erfitt með að leita eftir stuðn- ingi Jeltsíns. Engin von um skynsamlega stefnu Fjodorov studdi Dúbínín sem eft- irmann sinn en í viðtali við Moskvu- sjónvarpið í fyrrakvöld sagði hann, að eins og nú væri komið væri öll von úti um skynsamlega stefnu í peningamálum. Átti hann þá meðal annars við þá yfirlýsingu Tsjerno- myrdíns, að nauðsynlegt væri að beita „öðrum aðferðum" í baráttunni gegn verðbólgunni, hugsanlega verð- og launastöðvun og víðtæku, opinberu eftirliti. Alexander Zave- ijúkha aðstoðarforsætisráðherra og yfirmaður landbúnaðarmála hefur auk þess lagt til, að landbúnaðinum verði lagðar til 40 trilljónir rúblna, 26 milljarðar dollara, á næstu sex árum en Fjodorov sagði, að það myndi leiða til ofurverðbólgu á skömmum tíma. Jeltsín forseti var í Pétursborg í gær þar sem minnst var, að 50 ár eru liðin síðan aflétt var umsátrinu um borgina í síðari heimsstyrjöld. Var það haft eftir embættismönnum, sem voru í för með honum en vildu ekki láta nafns síns getið, að forset- inn virtist eiga stöðugt erfiðara með að fást við hinn nýja raunveruleika í rússneskum stjórnmálum. „Það erfítt að átta sig á hvað hann er að hugsa eða hvað hann ætlast fyrir,“ sögðu þeir. Beðið eftir Jeltsín Mjög lítið hefur farið fyrir Jeltsín síðustu daga en það er alkunna, að stundum er eins og einhver höfgi leggist yfir hann. Það hefur hins vegar yfirieitt verið fyrirboði ein- hverra tíðinda og þótt hann hafi margar ráðgjafa, hefur hann ávallt tekið sínar stærstu ákvarðanir al- einn. „Þessum þagnartíma hlýtur að vera að ljúka,“ sagði Víktor Losbak, ritstjóri dagsblaðsins Moskvufrétta. „Við megum nú eiga von á yfirlýs- ingu frá forsetanum." Umbótasinninn Sergei Júshenkov, þingflokksformaður Valkosts Rúss- lands, skoraði í gær á Jeltsín að víkja Tsjernomyrdín forsætisráðherra úr embætti til að bjarga umbótastefn- unni. Sagði hann, að verstu grun- semdir um stefnu stjórnarinnar væru að rætast auk þess sem ljóst væri, að völdin væru að færast úr höndum forsetans til forsætisráðherrans. Ýmsir nánir stuðningsmenn Jelts- ins segja, að lokauppgjörið milli umbótasinna og harðlínumanna hafi ekki enn farið fram en það sé stutt í það. „Örlög Rússlands eru að ráð- ast þessa dagana, þessar klukku- stundirnar,“ sagði Fjodorov, fyrrver- andi fjármálaráðherra, í gær. PdO-verksmiðjan í Blackburn framleiðir um fjórðung allra geisla- diska, sem seldir eru í breskum versl- unum. Talsmenn Philips hafa viður- kennt að þeir viti ekki nákvæmlega hvers vegna diskamir eyðileggjast. Þó er talið að brennisteinn, sem berst með andrúmsloftinu, éti sig inn í nítrósellulósahúðina sem er ysta lag disksins og gangi þar saman við silf- urhúðina á disknum og myndi málma. Það veldur dökkum brons- blettum sem koma á endanum í veg fyrir að geislaspilarinn geti „lesið“ diskinn. PdO er eini framleiðandinn sem setur silfurhúð undir nítrósellulósa- -----» ♦ «----- Lög gegn of- beldi í kvik- myndum Washinglon. Reuter. MEIRIHLUTI Bandaríkjamanna styður setningu laga til að tak- marka ofbeldi í kvikmyndum. Það er skoðun þeirra að kvikmyndaof- beldi leiði til aukins ofbeldis í sam- félaginu. í könnunum á vegum ABC/Day One kemur í ljós að 77% Bandaríkja- manna telja að flestar kvikmyndir í seinni tíð bjóði upp á of mikið of- beldi, 68% sögðust telja að kvik- myndaofbeldi leiði af sér ofbeldi í samfélaginu og 54% sögðu að setja bæri lög til að stemma stigu við kvikmyndaofbeldi. lagið. Aðrir framleiðendur notast við ál. Philips telur að silfrið sé næmara fyrir skemmdum af völdum brenni- steins en ál og fyrirfinnist brenni- steinn í plasthylkinu eða pappírnum í því, muni diskurinn eyðileggjast. Þá getur brennisteinn sem berst með andrúmsloftinu svo og það að geyma geisladiska í heitu og röku um- hverfí, haft áhrif til hins verra, segir í New Scientist tímaritinu. Þær upplýsingar fengust hjá Skíf- unni, sem flytur inn geisladiska frá Philips, að ekki hafi borið á þessu vandamáli í geisladiskum sem keypt- ir eru hér á landi þar sem þeir eru framleiddir í Þýskalandi. Bretland Neyðarlína vegna ónýtra geisladiska EIGENDUR geisladiska sem framleiddir hafa verið fyrir Philips-fyr- irtækið hafa margir hverjir horft upp á diskana eyðileggjast, skömmu eftir að þeir voru keyptir. Segir í frétt breska blaðsins Independent að Philips hafi komið upp nokkurs konar neyðarlínu fyrir viðskipta- vini sína. Segir fyrirtækið að séu diskarnir merkir „Made in the UK for PdO“ við miðjuna, séu líkur til þess að þeir muni verða blettóttir og ekki hægt að spila þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.