Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 19 Um löggæslumálin, aö gefnu tilefni eftir Gunnar Jóhann Birgisson í Morgunblaðinu í gær ritar Eg- ill Sigurðsson bréf til þess að koma á framfæri stuðningi við hugmyndir mínar um að flytja forræði löggæslu- mála í borginni frá ríki til borgarinn- ar. Um leið og ég vil þakka Agli stuðninginn, bið ég' Morgunblaðið að koma eftirfarandi á framfæri í þessu sambandi. Ástæðan fyrir því að ég tel yfír- stjóm löggæslumála í borginni betur komna hjá borgarstjórn en ríkinu er sú að ég er sannfærður um að með því kjörnir fulltrúa Reykvíkinga fái aukin áhrif í þeim efnum verði auðveldara en hjá fjarlægu ríkisvaldi að beina mannafla og fjármunum lögreglunnar sérstaklega að þeim málefnum sem Reykvíkingar telja brýnast að tekist sé á við hveiju sinni. Undir stjórn Reykjavíkurborg- ar sem er ábyrg gagnvart Reykvík- ingum sjálfum er líklegra að iögð verði áhersla á að lögregla í borg- inni hafi ávallt yfir að ráða þeim mannafla og tækjakosti sem nauð- synlegur er til þess að hún geti sinn verkefnum sínum. Margir telja að undir stjórn ríkisvaldsins hafí því miður orðið misbrestur á því þrátt fyrir góðan vilja löggæslumanna. Sjálfur tel ég mig þekkja lög- gæslumál í Reykjavík allvel, því auk þess að vera starfandi lögmaður í borginni starfaði ég á háskólaárum mínum sem sumarmaður í lögregl- unni og vann þá meðal annars við löggæsju á götum borgarinnar. Ég get fullvissað Egil Sigurðsson og Gunnar Jóhann Birgisson aðra lesendur um það að eftir þau kynni veit ég að það traust sem Reykvíkingar bera til lögreglu sinnar er verðskuldað. Ég er sannfærður um að nái sú hugmynd fram að ganga að sveitarfélögin fái forræði löggæslumála verður það til þess að efla enn frekar það traust og einnig gæti það orðið til þess að reynsla og viðhorfa lögreglumanna nýtist betur við ákvarðanir um stjórnun löggæslunnar. Höfundur er lögmaður í Reykjavík og þátttakandi í prófkjöri sjáifstæðismanna í borginni. Hörð kosningabarátta krefst sterkra frambjóðenda Inga Jóna Þórðardóttir Rétt kona á réttum stað Inga í 2. sætið Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Baldur Guðlaugsson endurkjörinn formaður STJÓRN Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík var öll endur- kjörin á aðalfundi sem haldinn var laugardaginn 22. janúar sl. Fundurinn var haldinn í lok kjör- dæmisþings reykvískra sjálfstæðis- manna. Á aðalfundinum var minnst látinna félaga, flutt skýrsla um störf ráðsins á starfsárinu, kosnir fulltrú- ar í flokksráð og rætt um stjórn- málaviðhorf, borgarstjórnarkosn- ingarnar í vor og kosningarstarfíð framundan. Fundarstjóri var Magn- ús L. Sveinsson, forseti borg- arstjórnar. Baldur Guðlaugsson var kjörinn formaður og auk hans voru kjörnir til setu í stjórn þau Árni Sigfússon, Garðar Ingvarsson, Gunnar Jóhann Birgisson, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Jóna Gróa Sigurðar- dóttir og Kjartan Gunnarsson. Auk framangreindra sitja í stjórn fulltrúaráðsins formenn allra sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, 17 að tölu. Úrslit kosninga geta ráðist af vali í prófkjöri. Höfum þetta í huga þegar við veljum framboðslista fyrir kosningarnar í vor og stillum upp sigurlista! Stuðningsmenn Ingu Jónu Þórðardóttur Skrifstofa stuðningsmanna, Vesturgötu 2, (Alafoss- húsinu). Símar 16560 og 16561. Opið 10-22. AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1984-1 .fl. 1988- 1.fl.A6 ár 1989- 1 .fl.D 01.02.94 - 01.08.94 01.02.94 - 01.02.95 10.02.94 kr. 64.468,70 kr. 26.563,80 kr. 20.671,40 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1994. SEÐLABANKIÍSLANDS --------------------------\ Útsala - Útsala 50-70% afslóttur til mánaðamóta. Verslunin f lytur. Verslunin okkar Strandgötu 9, s. 651588, Hafnarfirði. V__________________________) RevkjarvíKurvegi 72 Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.