Morgunblaðið - 28.01.1994, Page 23

Morgunblaðið - 28.01.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 23 Umhverfisráðherra segir flutning veiðistjóra prófstein Ákvörðunin brýtur ekki í bága við lög FULLYRÐINGAR sem heyrst hafa í fjölmiðlum um að ákvörðun um flutning’ embættis veiðistjóra til Akureyrar tengist ágreiningi við aðila innan þess eru ósannar með öllu, segir Ossur Skarphéð- insson, umhverfisráðherra. „Þetta er þvættingur sem ég nenni ekki að ræða, svo fráleitt er það að tengja þetta tvennt,“ segir Ossur. „Slíkar sögur koma mér hins veg- ar ekkert á óvart, kom ekki ein- mitt slík umræða upp á sínum tíma þegar Skógrækt ríkisins var flutt austur á land?“ Starfsmenn veiði- sljóraembættis eru í Félagi ís- lenskra náttúrufræðinga og í Kjarafélagi viðskipta- og hag- fræðinga og óskuðu félögin eftir að BHMR athugaði réttarstöðu starfsmanna og hvort flutningur- inn sé lögmætur. Birgir Björn Sig- urjónsson, framkvæmdastjóri BHMR, segir að að álitið sé nú í vinnslu hjá laganefnd og eigi nið- urstaða að liggja fyrir í dag, föstu- dag. Ossur segir að áður en ákvörðun var tekin um flutninginn hafi allar hliðar hans verið kannaðar og ljóst sé að ákvörðunin bijóti ekki á neinn hátt í bága við lög. Hugmyndin sé heldur ekki ný af nálinni og hafi honum verið kynntar hugmyndir í fyrstu viku sinni í ráðherraembætti sem höfðu verið ræddar innan þess um að sameina embætti veiðistjóra Náttúrufræðistofnun íslands. „í des- ember sl. tókum við yfir Náttúru- fræðistofnun Norðurlands með sér- stökum lögum, sem varð þar með að Setri Náttúrfræðistofnunar Is- lands á Akureyri. Þar eru mjög góð- ir vísindamenn á grasafræðisviði,. auk jarðfræðings, en hins vegar eng- inn dýrafræðingur og stofnunin því of lítil og veik í alla staði. Ljóst var að hægt væri að styrkja stofnuna verulega með því að bæta við hana veiðideild, þar sem sætu þrír mennt- aðir sérfræðingur á þessu sviði í framtíðinni. Þá væri þetta orðin mótuð stofnun sem sinnt geti alhliða náttúrurannsóknum," segir Össur. Prófsteinn á flutninga Starfsmenn embættis veiðistjóra, sem eru fjórir talsins, hafa gagnrýnt ákvörðun umhverfisráðherra opiner- lega, og m.a. kvartað yfjr skorti á samráði við starfsmenn. Össur segir að þegar flytja eigi stofnanir út á land sé það pólitísk ákvörðun sem ráðuneytið taki sjálft. Þegar slík ákvörðun hafi verið tekin í grundvall- aratriðum, sé hins vegar eðlilegt að haft sé samráð við starfsmenn við- komandi stofnunar eða stofnana um hvernig haga eigi flutningunum. „Þetta á við um hversu langan tíma menn þurfa að fá til að gera upp Davíð heim- sækir höfuð- stöðvar Rauða krossins DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð- herra, heimsótti höfuðstöðvar Al- þjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í Genf í gær. í fréttatilkynningu frá Alþjóðaráð- inu segir að forseti ráðsins, Cornelio Sommaruga, hafi tekið á móti ís- lenska forsætisráðherranum og látið í ljós þakklæti fyrir þann stuðning sem Rauði kross íslands veitti Al- þjóðaráðinu með fjárframlögum og mannafla sem starfaði á vegum ráðs- ins á átakasvæðum víða um heim. Þá segir að þeir Davíð Oddsson og Sommaruga hafi rætt ástandið í Bosníu Herzegóvínu og þær hörm- ungar sem hið langvinna stríð þar leiddi yfir fólk. hug sinn hvort þeir hyggist flytja, hvenær eðlilegt er að flutningum stofnunarinnar sé endanlega lokið til nýs umhverfis, ásamt öðru sem því tengist og ýmsum skilyrðum starfs- manna. Embætti veiðistjóra sinnir verkefnum sem tengjast að verulegu marki landsbyggðinni. Þess vegna er eðlilegt að slík stofnun sé staðsett þar. Engin stofnun ríkisins sem ég veit um er jafn vel faliin til flutninga og þessi, og það er kristaltært í mín- um huga að gangi ekki að flytja stofnun af þessu tagi út á lands- byggðina, er rétt að menn hætti öll- um hugleiðingum um að flytja stofn- anir frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta er prófsteinn á hugmyndina um að flytja ákveðnar stofnanir héðan,“ segir Össur. Morgunblaðið/Kristinn Sundkennsla ífrostinu LÍFIÐ gengur sinn vanagang í kuldanum. Myndin var tekin í Laugar- •dalslauginni í vikunni þegar María Guðmundsdóttir kenndi 6. bekk S í Laugarnesskóla sund. SVEIN ANDRA15. SÆTI Ráðdeild í borgarrekstri Reykjavíkurborg er stórt og vel rekið fyrirtæki. Það er einkenni vel rekins fyrirtækis að það bregst við samdrætti með endurskipulagningu rekstrar og hagræðingu. Sést það glöggt á 200 milljóna króna lækkun á rekstrarkostnaði SYR. SVEINN ANDRI SVEINSSON, borgarfulltrúi hefur lagt áherslu á að á næsta kjörtímabili verði brugðist við samdrættinum þannig: 1. Verkefni á vegum borgarinnar verði boðin út í meira mæli en nú tíðkast. 2. Breytt verði rekstrarformi borgarfyrirtækja í eiginlegum rekstri þannig að rekstur verði nútímalegri. 3. Gerðar verði tilraunir með rammafjármögnun borgar- stofnana, þar sem völd stjómenda og ábyrgð verði aukin. Við neðangreindir sjálfstæðismenn lýsum yiir stuðningi okkar við framboð SVEINS ANDRA SVEINSSONAR borgarfulltrúa í 5. sæti: Agnar Fr. Svanbjömsson, verslunarmaður Andri Teitsson, verkfræðingur Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Amar Jónsson, stjórnmálafræðingur Atli Atlason, viðskiptafræðingur Ámi Oddur Þórðarsson, viðskiptafræðingur Ásgeir Bolli Kristinsson, káupmaður Áshildur Bragadóttir, stjómmálafræðingur Franz Jezorski, fasteignasali Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Gísli Pálsson, verkfræðingur Guðmundur Baldursson, tjármálastjóri Guðmundur Magnússon, prófessor Gylfí Sigfússon, fjármálastjóri Hildur Hauksdóttir, auglýsingastjóri Hilmar Böðvarsson, framkvæmdastjóri Hrund Hafsteinsdóttir, lögmaður Jóhanna Gunnarsdóttir, lögfræðingur Jón Sigfússon, viðskiptafræðingur Knútur Hallsson, fyrrv. ráðuneytisstjóri Lúðvíg Árni Sveinsson, rekstrarhagfræðingur Magnús Jónasson, framkvæmdastjóri Sigurður Friðriksson, viðskiptafræðingur Svanbjöm Thoroddsen, hagfræðingur Sveinbjöm Sævar Ragnarsson, forstjóri Torfi Dan Sævarsson, verkfræðingur Tómas Jónsson, héraðsdómslögmaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.