Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 15 þakkaði fyrir hönd gesta. Nokkrar ræður frá þessum degi birtust í blöðum. í grein í Morgunblaðinu (110. tbl. 24) segir: „Það er bjart yfir svip Ingólfs landnámsmanns, þar sem hann ber ) við loft á Arnarhólstúninu og hvessir sjónir á haf út. Vér Reyk- víkingar megum vera þakklátir listamanninum Einari Jónssyni fyrir það, að hann hefur gefið oss Ingólf þannig, sem vér getum $ hugsað oss hann mestan og best- an. Og vér megum líka vera þakkl- átir Iðnaðarmannafélaginu fyrir það, að það hefur nú, þrátt fyrir ótal örðugleika, komið því verki í framkvæmd að reisa líkneskið þarna og áfhenda landinu jafn dýrmæta gjöf eins og það er. En eitt verða allir að vera samtaka um, ef Ingólfslíkneskið á að fá að njóta sín, þar sem það nú er. Og það er að prýða og varðveita þann reit, sem er umhverfis líkneskið. Arnarhólstúnið á að vera bæjar- prýði Reykjavíkur ...“ Vorið 1924 var Arnarhólstúnið friðað fyrir öllum ágangi, svo að ekki yrði eyðilagður umbúnaður sá, er gerður hafði verið um styttu Ingólfs. Blöðin höfðu mjög gagn- rýnt umgengni þar í kring. Á fundi í Iðnaðarmannafélaginu 1948 stakk Sigurður Halldórsson F upp á því að setja upp eitthvert merki á Ingólfsstyttuna. Engin ákvörðun var tekin í því efni. Það var svo árið 1982 á 115 ára af- mæli félagsins að stjórn félagsins setti upp málmskjöld á fótstall styttunnar með áletuninni: „Myndastyttu þessa gaf Iðnaðar- mannafélagið í Reykjavík íslensku þjóðinni árið 1924.“ Á síðastliðnu ári var Ingólfs- styttan tekin niður að tilhlutan Reykjavíkurborgar og sett í við- gerð, fótstallurinn var brotinn nið- ur og hóllinn lækkaður. Við þær framkvæmdir komu í ljós jarðvist- arleifar, sem enn á eftir að vinna úr. Heldur var tómlegt að líta upp á hólinn eftir að Ingólfur hvarf þaðan. Nú hefur hóllinn verið lækkaður til muna, en fótstallur- inn sjálfur er í svipaðri hæð og sá gamli. Eftir er að koma fyrir málmskildinum frá Iðnaðar- mannafélaginu á fótstall styttunn- ar. Að endingu þetta, nú er líknesk- ið af fyrsta landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni komið aftur á Arnarhóí og hefur verið fært örlít- ið til. Nú er það nákvæmlega í markleið, frá aðalinngangi Seðla- banka íslands, eftir hinni æva- fornu reglu Pýþagórasar (3.4.5.). En talið er að eftir henni hafi landnámsmenn byggt, er þeir námu hér land í upphafi, saman- ber rannsóknir og kenningar Ein- ars Pálssonar, vinar míns. Von- andi fær Ingóífsstyttan að standa þarna um ókomna tíma, lands- mönnum öllum til ánægju. Hún er og verður sameign íslensku þjóðarinnar um aldur og ævi. Höfundur er formaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Þrír fiskifræðingar á Veiðimálastofnun Niðurstöður ekki hraktar GAGNRÝNI sem fram hefur komið á túlkun þriggja fiskifræðinga | Veiðimálastofnunar á upplýsingum um fylgni milli hafsvæða og fiskistofna er ekki til þess fallin að hrekja hana, segir Þórólfur Antonsson fiskifræðingur, einn vísindamannanna. Hann segir að ekki sé búið að hrekja niðurstöðurnar sem séu mjög skýrar og þótt menn deili um túlkun standi upplýsingarnar eftir. „Það er ekkert nýtt að menn deili um túlkun á niðurstöðum rannsókna. En í þessu tilviki eru niðurstöðurnar mjög skýrar, það er mikil fylgni hjá mörgum fiski- stofnum milli hafsvæða sem eru 2.500 kílómetra hvort frá öðru og því spyijum við hvemig túlka megi þessi gögn öðruvísi og það hefur hvergi komið fram. Fyrr er ekki hægt að taka efnislega á þeirri gagnrýni sem fram hefur komið. Þótt okkar túlkun sé tekin burt standa upplýsingarnar eftir og ekki hafa borist aðrar haldbær- ar skýringar. Það sem eftir stend- ur er að þetta ætti að vera vísind- unum til framdráttar," segir Þó- rólfur. > I > > > - ★ GBC-Pappírstætarar Þýsk framleiðsla Ýmsar stærðir og gerðir fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 á þessi einstöku tilboð í nokkra daga, Eldhúsáhöld úr plasti SUBLIM glas endurunnið gler ELVAN gólfiampi svartur ”^995,- FONTEN flaska 1.795,- AVIN gó flampi gyll/króm 2.503,- ZIRKO 4 57 skermu * PLAKAT 50x70 sm. LAVIN gólflam )i svart/hA ítt 3.995,- \ ISOBAR halogen borðlampi, 2 litir RUTIG viska stykki, 6 í pakka SIGGE SNAGG bókastoð ADONIS púði fej*. 45x45 sm. inP^ýmsir litir FONTEN vasi NOCTURNE vasi r 595 SIGGE SNAGG hilla KANJON skál ýmsir litir RAGU ofnfast mót í strákörfu 2 stk. í'pakka 595^ HARANG trébakki - fyrir fólkið í landinu KRINGLUNNI 7 • SIMI: 91 -686Ó50 gSgsSS&h-. At ÝMINGARSA Okkur vantar sífellt meira pláss fyrir nýjar vörur, því bjóðum við upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.