Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1994 Hvers vegna vinna menn svona? Reylgavík 1920 — engin vissa um skipulag í námunda við Safnahúsið en Sambandshúsið er risið og hugmyndir um járnbrautarstöð I nágrenni Sambandshússins. eftir Skúla Norðdahl i. Hvatskeytlegt upphaf greinar Hrafns Bragasonar, forseta hæsta- réttar, knýr mig til að stinga niður penna til að andmæla og leiðrétta og ekki síst til að bera hönd fyrir höfuð tuga af grandvörum borgur- um. Af sannfæringu og einlægum huga hafa þeir óskað eftir því að fá tækifæri til að andmæla opin- berlega byggingu dómhússins á „norðurhluta lóðar safnahússins“ þ.e. á opna svæðinu að baki styttu Ingólfs Arnarsonar umkringt Safnahúsi, Þjóðleikhúsi og Amar- hvoli. Duldar getgátur um pólitísk- an tilgang andmælanna ieiði ég hjá mér að ræða. Sá sem les lista andmælenda sem birst hafa, getur sannfærst um pólitískt þversnið hópsins. Því er við að bæta að ekki hall- ast á um fjölda þeirra sem hafa hringt og beðið um að fá að taka þátt í andmælunum og hinna sem spurðir voru um viðhorf til málsins. II. Það sem hér er orðið að deilu- máli má fjalla um á ýmsa vegu. Þeir eru til sem vilja snúa því inn á brautir pólitískra þrætumála. Vegna þess að það er ekki upphaf eða bakgrunnur mótmælanna verður hér ekki sinnt slíkum mála- búnaði. Það má málefnalega fjalla um dómhús Hæstaréttar á t.d. þijá vegu: a) Hvernig staðið hefur verið að verki. b) Staðarvalið og þar af leiðandi: c) Mannvirkið sjálft. Hvernig staðið hefur að verki Almenningi verður fyrst kunn- ugt um fyrirhugaða byggingu dómhúss fyrir Hæstarétt með aug- lýsingu um samkeppni meðal arki- tekta. Slíkar auglýsingar vekja ekki almenning til umhugsunar um hvað er á seyði. Það er litið svo á að það varði aðeins arkitektana. Illu heilli er atburðarásin slíkt rugl og röð af brotnum lögum og reglu- ! gerðum að undrun sætir. Hér verða því raktar í tímaröð dagsetningar umfjöllunar og ákvarðana. 22. apríl 1986. Samþ. þingsá- lyktunartillaga um að kanna I möguleika á að nota safnahúsið j fyrir Hæstarétt, þegar Landsbóka- safnið flyst í Þjóðarbókhlöðu. Á árinu 1992 fellur ríkisstjórnin frá þeirri hugmynd og ákveður að dómhús fyrir Hæstarétt skuli byggja á lóðinni á horni Ingólfs- strætis og Lindargötu. (Kallað Lindargata 2). Vafasamt að rétt sé. Ákvörðunin hafi aðeins verið að reisa nýtt hús án þess að til- greina staðsetningu. 13. jan. 1993. Borgarstjóri skrif- ar skipulagsnefnd um erindi dóms- málaráðuneytis um að reisa dóm- hús á „Lindargötu 2“. 8. feb. 1993 vekur borgarskipu- lag athygli á því að þetta sé ekki sjálfstæð byggingarlóð (er hluti óskiptrar lóðar Safnahúss).. Bókað er: „Skipta þarf formlega lóðunum Hverfisgata 15 (Safna- 'húsið), Hverfisgata (17) 19 og Lindargötu 2. Gera þarf því tillögu að skipulagi og skiptingu svæðisins í þijár lóðir í samráði við eigend- ur, sem verði afgreidd formlega í skipulagsnefnd, byggingamefnd og borgarráði." (Svar við fyrir- spurn ráðuneytis.) 22. feb. 1993. Bókuð eru and- mæli Guðrúnar Jónsdóttur í skipu- lagsnefnd á grundvelli þess að lóð- in sé of lítil. Þá liggur fyrir tillögu- teikning Ingimundar Sveinssonar. 6. maí 1993. Boðin út arkitekta- samkeppni um dómhús Hæstarétt- ar á „Lindargötu 2“. 11. maí 1993. Skipulagsnefnd samþykkir að beina því til borgar- ráðs að það leiti eftir að fá breytt staðfestu skipulagi svæðisins frá 1986 skv. 19. gr. skipulagslaga (þ.e. án þess að auglýsa breyting- una). 27. maí 1993. Mælingadeild gerir tillögu að skiptingu lóðanna Hverfisgötu 15, Hverfisgötu 19 og Lindargötu 2. 16. júní 1993. Skipulagsstjóri synjar erindinu um breytingu skipulagsins án auglýsingar. Krefst þess að breytingin verði auglýst með fresti til athugasemda til 20. ágúst 1993. 20. júní 1993. Samkeppninni lýkur. 4. ágúst 1993. Dómsúrslit til- kynnt og opnuð syning á tillögun- um. 24. ágúst y)93. Innkaupastofn- un sækir um til skipulagsnefndar að leyft verði að byggja samkvæmt 1. verðlauna tillögunni á „Lindar- götu 2“. 26. ágúst 1993. Skipulagsnefnd samþykkir erindið og samþykkir jafnframt tillögu um breyttan byggingarreit frá fyrri samþykkt. Einnig er lagt til við borgarráð að óska eftir breytingu á staðfestu skipulagi. Guðrún bendir á mis- ræmi á samþykktum texta og dag- setningum. 16. sept. 1993. Borgarráð sam- þykkir breytingu á byggingarreit. 26. sept. 1993. Umhverfisráðu- neyti staðfestir þá breytingu án auglýsingar. 27. okt. 1993. Borgarverkfræð- ingur óskar eftir samþykki bygg- ingarnefndar til að skipta lóðunum Hverfisgötu 15, Hverfisgötu 19 og Lindargötu 2 skv. tillögu mæl- ingardeildar dags. 27.5. 1993. Hér hef ég ekki dagsetningar á hvenær þetta byggingarmál kom fyrir byggingarnefnd og hvernig umfjöllun var. Ætla má að bréf borgarverkfræðings 27. október sé ritað svo að byggingarnefnd geti tekið málið fyrir til umfjöllunar. 9. nóv. 1993. Umhverfisráðu- neytið óskar þess að skipulags- stjóm endurskoði fyrri ákvörðun vegna misræmis milli greinargerð- ar og skipulags. Desember 1993. Byggingar- nefnd samþykkir aðaluppdrætti að dómhúsi fyrir Hæstarétt á lóðinni „Lindargata 2“. 6. jan. 1994. Borgarstjórn stað- festir samþ. byggingamefndar á uppdrætti um dómhús Hæstarrétt- ar á Lindargötu 2. 10. jan. 1994. Umhverfismála- ráðuneytið staðfestir skipulags- breytinguna. 23. jan. 1994. Gmnngröftur boðinn út. Hvað felst í þessari atburðarás? 1. Samkeppnin fer fram og lýk- ur áður en skipulagi er breytt og áður en fresti til athugasemda lýk- ur. Þ.e.a.s. búið er að ákveða að byggja á þessari lóð, sem enn er ekki til formlega, hvað sem kann að fara um athugasemdir almenn- ings. 2. Byggingarnefnd tekur til af- greiðslu byggingarerindið þrátt fyrir að enn er ekki uppfyllt ein frumforsenda afgreiðslu bygging- arerindis. (Byggingarreglugerð 3.1.3. „Umsóknir skulu ... Enn fremur skal fylgja mæliblað, er sýni götunafn og númer, afstöðu húss og lóðar og hæðarlegu miðað við götu eftir því sem við á.“) Slíkt mæliblað er ekki til enn þann dag í dag. Forsenda fyrir gerð mæli- blaðs er, að fyrir liggi lögmætar samþykktir um lóðaskiptingu og að hún sé í samræmi við staðfest skipulag. Slík staðfesting fékkst fyrst 10. janúar 1994. Er það traustvekjandi undirbún- ingur sem þráfaldlega sniðgengur lög og reglur um meðferð skipu- lags og byggingarmála? Vekur það ekki upp spurningar um hvernig staðið hefur verið að öðrum þáttum undirbúnings, t.d. staðarvali, sem Umhverfi Safnahússins 1912. Skúli Norðdahl „Nú ætla menn að færa Hæstarétti í afmælis- gjöf á 75 ára afmæli réttarins dómhús sem hola á niður á svo lítilli lóð að skera verður við nögl sér húsrýmisáætl- un og girða fyrir frek- ari vöxt til að mæta framtíðarþörfum.“ forseti Hæstaréttar mærir sem sérlega vandaðan? Staðarvalið Hér er komið að kjarna deilunn- ar. Það er öllu vandasamara að fjalla þar um. Hér er erfitt að fá tak á óyggjandi staðreyndum eins og dagsettum bókunum og ákvörð- unum hér að framan. Þar leynast þó vísbendingar. í bókun skipulagsnefndar 10. maí 1993 er bókað eftir Guðrúnu Jónsdóttur: .... svæði þetta er viðkvæmt í margvíslegum skiln- ingi.“ Ennfremur bókar Guðrún: „Öll meðferð þessa máls í skipu- lagsnefnd hefur verið hroðvirknis- leg og hefur þar hvorki verið fjall- að um aðra valkosti á staðsetningu hússins né gerður samanburður á valkostum." Meirihuti nefndar- manna bendir á að árum saman hafi verið leitað staðar fyrir dóm- hús Hæstaréttar og eðlilegt sé að fjalla um Lindargötu 2 að ósk dómsmálaráðherra. Verið var að fjalla um tillögu- teikningu Ingimundar Sveinsson- ar. Við fáum varla að vita hvemig leitin á undanförnum árum hefur farið fram og á hvaða forsendum. Forsendur hljóta að ráða því hvers krafist er um eiginleika lóðarinnar. Húsrýmisþarfir eru veigamikill þáttur, sem ekki á að þurfa að deila um. Húsrýmisþarfir ráða mestu um stærðina. Afstaða til þess hvort byggingin þurfi að standa sjálfstæð frá öðrum húsum eða geti fallið inn í húsaröð eða tengst öðrum byggingum getur valdið deilum. Sá hópur sem and- mælt hefur byggingu dómhússins norðan Safnahússins hefur sjálf- sagt ekki einhuga hugmyndir í því efni. Við erum öll samhuga um að rangt sé að setja þama niður hús við svo þröngar aðstæður að þær setja skorður fyrir stærð hússins og þeim breytingum sem framtíðin kann að hafa í för með sér. Við erum ekki eins viss og for- seti Hæstaréttar um að nú hafi verið séð fýrir um þarfir Hæsta- réttar um alla framtíð. Við erum samhuga um að norðan Sanfahúss- ins þurfi að vera friðsælt rými utan við lestrarsali þess. Flest okkar eru samhuga um að stílhrein sérkenni bygginganna, sem umkringja þessa 1.600 fm spildu skuli ekki skemma með framandi of stórri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.