Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
53
URSLIT
ÍBV - Víkingur 28:33
íþróttamiðstöðin Vestmannaeyjum, íslands-
mótið, miðvikudaginn 23. febrúar 1994.
Gangur leiksins: 3:2, 5:4, 8:6, 9:8, 10:11,
13:16, 17:18, 20:21, 23:25, 25:27, 26:29,
28:30, 28:33.
Mörk ÍBV: Björgvin Þór Rúnarsson 8/2,
Zoltan Belany 7/3, Svavar Vignisson 4,
Daði Pálsson 3, Guðfinnur Kristmannsson
3, Sigurður Friðriksson 2, Magnús Amar
Arngrímsson 1.
Varin skot: Hiynur Jóhannesson 7/1 (þaraf
3/1 til mótherja), Sigmar Helgason 3 (eitt
til mótheija).
Utan vallar: 12 mínútur.
Mörk Vikings: Birgir Sigurðsson 9, Bjarki
Sigurðsson 7/2, Slavisa Cvijovic 5/1, Krist-
ján Ágústsson 5, Gunnar Gunnarsson 4,
Friðleifur Friðleifsson 3.
Varin skot: Reynir Reynisson 15 (þaraf 4
til mótheija).
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn
Ingibergsson. Mjög umdeildir.
Áhorfendur: Um 200.
Fram - Ármann.....................23:20
Laugardalshöll, 1. deild kvenna í handknatt-
leik, miðvikudaginn 23. febrúar 1994.
Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 7,
Zelka Tosic 5, Díana Guðjónsdóttir 5, Haf-
dís Guðjónsdótttir 4, Kristín Ragnarsdóttir
1, Ósk Víðisdóttir 1.
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk Ármanns: Vesna Tomajek 13, Krist-
ín Pétursdóttir 2, Herborg Hergeirsdóttir
2, Sigurlín Óskarsdóttir 1, Margrét Haf-
steinsdóttir 1, Ásta Stefánsdóttir 1.
Utan vallar: Engin.
Dómarar: Marinó G. Njálsson og Þorgerður
Gunnarsdóttir.
FH - ÍBV..........................24:24
Strandgata,
Mörk FH: Björk Ægisdóttir 8, Thelma B.
Árnadótttir 5, Björg Gilsdóttir 4, IAra Þor-
steinsdóttir 3, Hildur Pálsdóttir 3, Amdís
Aradóttir 1
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk ÍBV: Katrin Harðardóttir 9, Andrea
Atladóttir 5, Helga Kristjánsdóttir 3, Judit
Esztergal 3, íris Sæmundsdóttir 2, Stefanía
Guðjónsdóttir 1, Sara Ólafsdóttir 1.
Utan vallar: 6 minútur.
Dómarar: Þorlákur Kjartansson og Gunnar
Kjartansson.
KR-Valur..........................15:19
Laugardalshöll,
Mörk KR: Sigríður Pálsdóttir 6, Laufey
Kristjánsdóttir 5, Nellý Pálsdóttir 2, Anna
Steinsen 1, Guðrún Sívertsen 1.
Utan vallar: Engin.
Mörk Vals: Sigurbjörg Kristjánsdóttir 4,
Ragnheiður Júlíusdóttir 4, Bergiind Óma-
rasdóttir 3, Soiya Jónsdóttir 3, Hanna Katr-
ín Friðriksen 2, Gerður B. Jóhannsdóttir
1, Lilja Sturludóttir 1, Þóra Amórsdóttir 1.
Utan vallar: Engin.
Dómarar: Gunnar Kjartansson og Óii P.
Ólsen.
Haukar - Fylkir...................18:17
Strandgata,
Mörk Hauka: Harpa Melsted 7, Kristín
Konráðsdóttir 5, Heiðrún Karlsdóttir 3,
Hrafnhildur Pálsdóttir 2, Rúna Lísa Þráins-
dóttir 1.
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Fylkis: Rut Baldursdóttir 5, Eva Bald-
ursdóttir 5, Anna G. Halldórsdóttir 3, Anna
Einarsdóttir 3, Ágústa Sigurðardóttir 1.
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Óskar M. Jónsson og Högni Þ.
Júlíusson.
Víkingur - Stjarnan...............20:19
Vfkin:
Gangur leiksins: 0:3, 3:4, 6:6, 8:9, 10:9,
12:11, 13:13, 15:13, 18:15, 19:17, 20:17,
20:19.
Mörk Víkings: Inga Lára Þórisdóttir 6/2
Heiða Erlingsdóttir 5, Halla María Helga-
dóttir 4/2 Hulda Bjarnadóttir 3, Svava Sig-
urðardóttir 2.
Varin skot: Hjördís Guðmundsdóttir 9/3.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Stjörnunnar: Una Steinsdóttir 8/2,
Ragnheiður Stephensen 5, Guðný Gunn-
steinsdóttir 4, Hmnd Grétarsdóttir 1, Sig-
rún Másdóttir 1.'
Varin skot: Nina Getsko 12 (þar af þijú
til mótheija. Sóley Halldórsdóttir 1/1
Utan vallar: 6 mfnútur.
Dómarar: Vigfús Þorsteinsson og Gunn-
laugur Hjálmarsson.
■Stjaman byijaði leikinn betur og komst
í 3:0 en Víkingar náðu að jafna 6:6 um
miðjan fýrri hálfleik og eftir það var jafn;
ræði með liðunum út fyrri hálfleikinn. 1
leikhléi var staðan 12:11 Víkingum í vil.
Jafnt var á töium til að byija með f seinni
hálfleik en Vfkingar ávallt fyrri til að skora.
Þá kom góður leikkafli hjá Víkingum og
þær náðu þriggja marka forystu sem Stjörn-
unni tókst ekki að vinna upp. Hjördís Guð-
mundsdóttir, markvörður Víkings átti góð-
an leik, sérstaklega í seinni hálfieik. Inga
Lára Þórisdóttir og Heiða Erlingsdóttir léku
einnig vel. Hjá Stjömunni var best Una
Steinsdóttir.
Guðrún R. Kristjánsdóttir.
Körfuknattleikur
Snæfell - Njarðvik 92:112
fþróttahúsið Stykkishólmi, úrvalsdeildin
í körfuknattleik, miðvikudaginn 23.
febrúar 1994.
Gangur leiksins: 2:0, 17:21, 25:39, 44:60,
46:60, 54:78, 62:84, 73:90, 82:103, 92:112.
Stig Snæfells: Bárður Eyþórsson 19, Sverr-
ir Þór Sverrisson 19, Atii Rúnar Sigurþórs-
son 13, Eddie Collins 12, Hreiðar Hreiðars-
son 11, Kristinn Einarsson 8, Hreinn Þor-
kelsson 8, Þorkell Þorkelsson 2.
Stig UMFN: Ronday Robinson 28, Teitur
Öriygsson 17, Valur Ingimundarson 17,
Rúnar Árnason 15, Jóhannes Kristbjömsson
12, Friðrik Ragnarsson 11, Jón Ámason
6, Eysteinn Skarphéðinsson 4, Ástþór Inga-
son 2.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Héðinn
Gunnarsson voru lélegir og höfðu engin tök
á leiknum.
Áhorfendur: 200.
Evrópukeppni félagsliða:
A-riðill:
Mechelen - Leverkusen............70:64
Mechelen, Belgíu:
Danny Herman 17, Bill Vamer 15 — Mich-
ael Koch 23, Christian Welp 15.
Limoges - Olympiakos.............67:59
Umoges, Frakklandi:
Yong 25, Forte 13 — Paspalj 16, Tarpley 14.
Blak
Islandsmótið, 1. deild karla:
Stjaman-ÍS........................1:8
(5:15, 15:10, 13:15, 4:14)
NBA-deildin
Leikir í NBA-deildinni í fyrrinótt:
Cleveland - Minnesota.........114: 81
Indiana - Dallas..............107:101
New Jersey - Miami............ 97:123
NewYork-Seattle............... 82: 93
Houston - Denver............... 98:97
Milwaukee - Golden State......113:117
Portland - LA Clippers........120:117
Sacramento - Boston........... 95: 93
Íshokkí
Leikir í NHL-deildinni:
Winnipeg - Florida................2:3
Vancouver - Calgary...............4:4
Knattspyrna
England
Urvalsdeildin:
Newcastle - Coventry............4:0
1. deild:
Leicester - Tranmere............1:!
Vináttulandsleikur
Ashdod, ísrael:
ísrael - Georgía................2:0
Eli Ohana 2 (27., 81.).
BADMINTON
Stórtap íslands
Íslensku landsliðin í badminton
töpuðu leikjum sínum í Evrópu-
riðli heimsmeistarakeppninnar.
Stúlkurnar léku gegn Englending-
um í gærmorgun og töpuðu 5:0 og
fengu sömu meðferð gegn Hollend-
ingum. Strákarnir kepptu við Skota
og töpuðu einnig 5:0 en í mun jafn-
ari_ leikjum.
I leiknum gegn Englendingum
tapaði Elsa Nielsen 2:11 og 0:11
fyrir Sue Louis Lane, Vigdís Ás-
geirsdóttir tapaði fýrir Fionu Smith
3:11 og 3:11 og Guðrún Júlíusdótt-
ir tapaði 2:11, 2:11 fyrir Alison
Humby. Guðrún og Bima Petersen
töpuðu 3:5 og 7:15 í tvíliðaleik fyr-
ir Gowers og Wright og Þórdís
Edwald og Elsa töpuðu síðari tvíl-
iðaleiknum 1:15 og 4:15 gegn Brad-
bury og Davies.
Gegn Hollendingum tapaðLElsa
11:1 og 11:4, Birna tapaði 11:2 og
11:0 og Vigdís 11:5 og 11:4. í tví-
liðaleik töpuðu Birna og Guðrún
18:13 og 15:6 en Elsa og Þórdís
15:4 og 15:5.
í karlaflokki tapaði Broddi Krist-
jánsson fyrir David Gilmour 16:18
og 9:15, Þorsteinn P. Hængsson tap-
aði 4:15 og 16:18 fyrir Bruce Flock-
hars og Tryggvi Nielsen tepaði fyrir
Jim Mailer 6:15 og 5:15. í tvíliðaleik
töpuðu Broddi og Arni Þór Hallgríms-
son 15:18 og 5:15 fyrir Hogg og
Middlemiss og þeir Þorsteinn og
Guðmundur Adólfsson töpuðu fyrir
Gatt og Haldane 5:15 og 6:15.
Samkvæmt uppýsingum farar-
stjóra íslenska hópsins var það
markverðasta sem gerðist í tvíliða-
leiknum að Árni gleymdi stuttbux-
unum á hótelinu og tafðist leikurinn
því um 10 mínútur. Þetta bragð
náði hins vegar ekki til að slá Skot-
ana út af laginu.
Þess má geta að Englendingar
unnu Pólverja 5:0.
HANDKNATTLEIKUR
Hasar í Eyjum
Eyjamönnum tókst ekki ætlunar-
verk sitt þegar þeir fengu Vík-
inga í heimsókn í gærkvöldi, það
er a<^ na í tvö stig í
Sigfús Gunnar strembinni baráttu
Guömundsson um að halda sér í
skrifarfrá deildinni. Víkingar
EyJum unnu 28:33.
Lið ÍBV byrjaði af krafti og lék
ágætlega framan af og höfðu þá
forystu. Eftir 20 mín. leik var eins
og sóknarleikur ÍBV frysi og Vík-
ingar gengu á lagið með Gunnar
þjálfara í broddi fylkingar og leiddu
13:16 í leikhléi.
Heimamenn komu ákveðnir í síð-
ari hálfleikinn og nörtuðu jafnt og
þétt í forskot Víkinga. Þeim tókst
tvívegis að jafna en lengra komust
þeir ekki, sama hvað þeir reyndu.
Undir lokin er staðan var 28:30
fengu Víkingar vítakast sem Hlyn-
ur varði, Bjarki náði frákastinu en
Hlynur varði aftur en dómaramir
dæmdu vítakast og voru Eyjamenn
ekki par ánægðir með það. Upp úr
sauð hjá ÍBV og Sigbjörn þjálfari
fékk brottvísun sem hann var ekki
ánægður með. Hann stjakaði, að því
er virtist, við öðmm dómaranum og
hlaut að launum brottvikningu og
var útilokaður frá frekari leik. Dóm-
aramir vom ekki vinsælustu menn
að leik loknum hjá áhorfendum.
ÍBV átti ágætis kafla en leikur
liðsins hrandi þess á milli og virtist
sem einhvern neista vantaði. Leikur
Víkinga var einnig sveiflukenndur.
Gunnar þjálfari var sterkur og Birg-
ir gerði 8 mörk í síðari hálfleik þar
af flest úr hraðaupphlaupum en
hann hafði hljótt um sig í þeim fyrri.
Cvijovic ver&ur áfram
Gunnar Gunnarsson, þjálfari
Víkinga sagði aðspurður að tekist
hefði að tryggja að Slavisa Cvijovic
yrði áfram hjá liðinu. „Það var aldr-
ei búið að ákveða að hann færi.
Það komu upp fjármagnsvandræði
vegna greiðslna til hans, þetta
reyndist erfiðara en búist var við.
Það voru síðan nokkrir Víkingar
sem stungu saman nefnjum og með
hjálp góðra manna tókst að halda
honum. Það hefði verið mjög slæmt
að missa hann, því hann ermikil-
vægur liðinu," sagði Gunnar.
Cvijovic lék allan leikinn og átti
ágæta spretti. Eftir leik segja
heimamenn hann hafa slegið til eins
áhorfenda og vora mörg vitni að
því, en óvíst var hvort það hefði
meiri eftirmála.
KÖRFUKNATTLEIKUR
UMFIM á toppinn
NJARÐVÍK vann Snæfell 112:92
i Stykkishólmi í úrvalsdeildinni
í körf uknattleik f gærkvöldi.
Njarðvíkingar byijuðu leikinn
með látum með þijá bak-
verði, ákveðnir í að selja sig dýrt
__________ enda mikið í húfi,
******* efsta sætið í riðlin-
w um- Dæði Iiðin spil-
Guðnadottir . ... , i
sknfar uðu mjog hraðan
leik í byijun, en
Njarðvík komst upp með að spila
mjög gróft. Gestirnir vora mun
ákveðnari í alla bolta, fylgdu vel í
skotum sínum og náðu flestum
sóknarfráköstum. Seinni hálfleikur
var ekki mjög skemmtilegur á að
horfa, mikið um mistök undir lokin
og leikmenn ekki í jafnvægi, sér-
staklega' heimamenn.
Leikmenn verða að taka sig sam-
an í andlitinu ætli þeir sér í úrslit-
in, en Sverrir Sverrisson var bestur
að þessu sinni og stjórnaði mönnum
sínum vel. Atli Sigurþórsson, ungur
nýliði, kom á óvart og sýndi góð
tilþrif undir lokin. Hjá Njarðvík var
Ronday illviðráðanlegur og Rúnar
Árnason var sterkur, en aðrir léku
ágætlega.
HANDBOLTI
Héðinn Gilsson
Héðinn
skorinn upp
Héðinn Gilsson, landsliðsmaður
í handknattleik, sem leikur
með þýska félaginu Diisseldorf, var
skorinn upp fyrir meiðslum í öxl á
sjúkrahúsi í Stuttgart í gærmorgun.
Héðinn, sem hefur verið einn af
lykilmönnum Dusseldorf undanfar-
in ár, mun ekki leika meira með í
vetur, en hann verður frá æfingum
í tvo til þijá mánuði. Hann verður
á sjúkrahúsinu í Stuttgart í viku,
en fer fljótlega í endurhæfingu.
GOLF
Gotthjá
Sigurjom
Siguijón Arnarsson, kylfingur
úr GR, stóð sig vel á móti í
Tommy Armora mótaröðinni í vik-
unni. Leikið var á Harbor Hills velli-
numn í Orlando sem er par 72 og
erfiðleikastuðull hans er 73. Kepp-
endur vora 170 og þar af 16 áhuga-
menn. Siguijón lék á 73-69 högg-
um, eða 142 höggum sem er tveim-
ur undir pari vallarins og dugði það
í 43. sæti en mótið vanns á 134
höggum. Sigurjón varð annar af
áhugamönnunum.
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Kristinn
Fyrstu styrkþegarnir
SEX ungir knattspyrnumenn fengu staðfestingu á stuðningi íslandsbanka - KSI akademíunnar í gær. Þeir eru frá vinstri
Þorbjörn Sveinsson, Fram; Tryggvi Guðmundsson, KR; Eiður Smári Guðjohnsen, Val; Rútur Snorrason, ÍBV, Valur
Gísiason, Fram, og Helgi Sigurðsson, Fram. í fremri röð era frá vinstri Elías Hergeirsson, gjaldkeri KSÍ, Eggert Magn-
ússon, formaður KSÍ, Björn Björnsson, framkvæmdastjóri íslandsbanka, og Sveinn Skúlason, útibússtjóri.
Þrír piltar til Stuttgart
ÞRÍR piltar fara til Stuttgart í
Þýskalandi á næstunni, þar
sem þeir æfa í tæplega tvær
vikur í boði félagsins en á veg-
um íslandsbanka - KSÍ aka-
demfunnar, sem var stofnuð
s.l. haust í tengslum við leik-
mannahóp framtíðárinnar í
knattspyrnu.
Markmið akademíunnar er að
stuðla að framför í íslenskri
knattspyrnu og gerir hún það með
því að velja árlega og styrkja sex
af efnilegustu leikmönnum yngri
landsliðanna til æfingaferða og
veru hjá þekktura erlendum knatt-
spyrnuliðum, en KSÍ hefur samið
við Feyenoord í Hollandi og Stutt-
gart í því sambandi.
Samstarf KSÍ og íslandsbanka
var kynnt í gær og sagði Björn
Björnsson, framkvæmdastjóri
bankans, að samskiptin hefðu verið
góð og það væri sérstakt ánægju-,
efni að taka þátt í uppbyggingu
knattspymumanna framtíðarinnar
með þessum hætti.
Fyrir áramót fóra Eiður Smári
Guðjohnsen, Valur Gíslason og Þor-
björn Sveinsson til Feyenoord, en
n.k.- sunnudag fara Helgi Sigurðs-
son og Tryggvi Guðmundsson til
Stuttgart, þar sem þeir verða í 12
daga. Rútur Snorrason fer á sama
stað um páskana.