Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 Ptor&mmMwÖÍÖ UJjJUJuL£Jl Veist þú að í Gagnasafni Morgunblaðsins er að flnna greinarogfréttir um JAFNRÉTTI 03 Framkvæmdaáætlun um iafhrétti kynjanna: Hlutur kvenna í nefndum í og ráðum verði aukinn Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, hefur kynnt skýrslu um framkvæmdaáætlun rfkisstjórn- arinnar til fjöguna ára um að gerð- ir til að ná fram jafhrétti kynjanna. | - Morgunblaðið 12. mars 1991 Skilningur á mikilvægi jafnréttis kynja fer vax- andi ár frá ári þó svo að launamálin hafi lítið | lagast Ellefu kærur bárust kærunefnd % iafnréttismála á árinu 1993, eða um helmingi færri en árið á * undan, þegar alls barst 21 kæra vegna meints brots á jafnréttis- | lögunum, þar af voru sjö aftur- I kallaðar, en aldrei hafa jafh- | margar kærur borist á einu ári ogþá. % - Morgunblaðið 14. janúar 1994 Evrópuþingið: Tillaga um nýtt kvennaár Brussel.frá Krislófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Þingmenn á þingi Evrópubanda- lagsins í Strassborg hafa skorað á framkvæmdastjóm bandalagsins að beita sér fyrir því í samvinnu við Evrópuráðið og OECD, að árið 1989 verði helgað baráttu fyrir auknu iafnrétti karla og kvenna í menntun og starfsþjálfun. - Morgunblaðið ló.júlí 1988 Hvort sem er vegna starfa eöa áhugamála getur áskrift aö Gagnasafnl Morgunblaösfns komiö aö góöu gagni. Allir sem eiga einmenningstölvu geta oröiö áskrifendur og nýtt sér þær upplýsingar sem eru í gagnasafninu. Hægt er að leita í safninu eftir oröum, nöfnum, dagsetningum, höfundum ofl. ofl. Allar upplýsingar veitlr Strengur hf. í síma 624700 eöa 685130. STRENGUR hí. Hagkaup selur Vita Verde-kvenfatnað VERSLUN Hagkaups í Kringlunni hefur hafið sölu á Vita Verde- kvenfatnaði frá danska fyrirtækinu Bestseller. Svala Ólafsdóttir, innkaupamaður í dömudeild, segir að um sé að ræða frjálslegan tísku- fatnað fyrir konur á öllum aldri. Svala sagði að Bestseller væri með verksmiðjur víða um heim og framleiddi m.a. fatnað fyrir Vera Moda. Verð í þeim verslunum væri lágt en stefnt væri að enn lægra vöruverði í Hagkaup. Hún sagði að nýr fatnaður í hóf- legu upplagi myndi berast í verslun- SS selur innmat fyrir gæludýrafóður SAMNINGAVIÐRÆÐUR um kaup fjölþjóðafyrirtækisins Ped- igree Petfoods á innmat frá Slát- urfélagi Suðurlands eru á loka- stigi. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélagsins, segist vona að hægt verði að hefja útflutning í vor. Hann áætlar að 20 til 40 tonn fari út á þessu ári. Hins vegar segir hann söluverð ekki endanlega frágengið. Steinþór sagði að í framhaldi af innflutningi á Pedigree-hundamat og Wiskas-kattamat hefði komið upp sú hugmynd hvort nýta mætti viðskiptatengslin og selja fyrirtæk- inu hráefni. Viðræður hefðu hafist í árslok 1992 og væru nú á loka- stigi. Hann sagði að um væri að ræða innmat, t.d. lungu og vélindu úr hefðbundnum sláturdýrum, nýru úr öðrum sláturdýrum en sauðfé og lifur og hluta úr maga 'af nautgrip- um. Innmaturinn hefur annars veg- ar verið urðaður, og hefur kostnað- ur við urðunina verið 2-3 kr. fyrir hvert kíló, og hins vegar verið nýtt- ur í loðdýrafóður og 5 kr. fengist fyrir kg. Alls fellur til um 100 tonn af innmati að þessu tagi á landinu öllu ár hvert. Kröfuharðir kaupendur Aðspurður sagði Steinþór erfitt Léttreyktur og soðinn Holtakjúklingur í GÆR kom á markaðinn létt- reyktur og soðinn kjúklingur. Um er að ræða vöru frá Reykja- garði hf., svokallaðan Holta- kjúkling. Geymsluþol er hálfur mánuður. Kjúklingurinn er ófrosinn og því kæliværa. Hann er tilbúinn til neyslu, það má skera hann niður í salöt, pottrétti eða hita upp í ofni eða örbylgjuofni. Kílóverðið er 799 krónur í Hagkaup. ■ að segja til um hversu mikið af því væri hæft til útflutnings og hann lagði áherslu á að kaupendurnir væri kröfuharðir um hráefni. Hins vegar áætlaði hann að á bilinu 20 til 40 tonn færu út á þessu ári og ykist magnið væntanlega í framtíð- inni. Hann sagði að markmiðið með útflutningnum væri að skapa aukin verðmæti og auknar gjaldeyristekj- ur. ■ SS með einkaleyfi á JL Quality Foods SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur fest kaup á einkaleyfi til framleiðslu og sölu á vör- um sem JL Quality Foods í Bretlandi hefur þróað. Einkaleyfíð var í eigu Mark- lands hf. Eftir 1. mars býður SS við- skiptavinum sínum því New Yorkers-hamborgara, einn og fleiri í pakka, og bama New Yorkers-hamborgara, einn og sex í pakka. ■ ina á tveggja til þriggja vikna fresti og væri fyrsta sendingin þegar komin. í henni væru m.a. bolir, vesti, skyrtur, gallabuxur og jakkar fýrir vorið og ættu allar konur að finna þama eitthvað við sitt hæfi. Af hverju kostar rúmlega fimm þúsund að færa símanúmer milli húsa? ÞAÐ kostar 5.322 krónur að flytja síma á milli húsa svo framarlega sem flutningurinn er innan sama símstöðvarsvæð- is. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa hjá Pósti og síma, liggur mismikil vinna á bak við flutning hveiju sinni en símnot- endur greiða hins vegar þetta jafn- aðárgjald sem er ákveðið í gjald- skrá sem samgönguráðherra gefur út. Þessi greiðsla er fýrir breyting- ar á tölvuskráningu og tengingu nýja númersins og aftengingu þess gamla. Tengingin er gerð í við- komandi símstöð og tekur stuttan tíma ef vitað er hvaða númer var fyrir á nýja staðnum. Ef það er ekki vitað eða ef verið er að tengja Innflutningur á vél sem skúrar og skrúbbar HÚN HEITIR Svopper og kostar tæplega 80 þúsund krónur. Eggert Ólafs- son hefur hafið innflutning á sænskum þveglavélum, sem hann kynn- ir í fyrirtækjum og heimahús- um. í samtali við Daglegt líf sagði Eggert að vélin gengi fyrir rafhlöðu sem hlaðin væri í þar til gerðu hleðslutæki og entist hver rafhlaða í klukkustund í einu. „Einn lítri af vatni er settur í vél- ina og sá þvegill sem hentar þeim gólffleti sem ætlunin er að þvo Frædagar í Blómavali SÁNINGATÍMINN er nú að ganga í garð og bera fræhillur blómaverslana nú þess merki. Svokallaðir frædagar byija í Blómavali í dag og standa fram á sunnudag. Á meðan á þeim stendur mun Hafsteinn Hafliðason sýna við- skiptavinum réttu handtökin og svara fyrirspurnum um fræ og sán- ingu, en nú er rétti tíminn til að sá fyrir vinsælustu sumarblómunum, svo sem eins og stjúpum og petún- íum. í tilefni frædaga verður Blómaval með lagerhreinsun á ýmiss konar sáðvörum og bökkúm. ■ Mexíkóskir dagar hefjast á Hótel Loftleiðum Á morgun hefjast Mexíkósk- ir dagar á Hótel Loftleiðum. Hilda Torres og Angelica Cantu frá Mexíkó ráða ríkjum í eldhúsinu og gítarleikararnir Patricio og Enrici ætla að leika fyrir gesti. Dansmærin Rosa Torres mun dansa. Mexíkóskir drykkir verða á boðstólum. Mexíkósku dögunum lýkur 6. mars. ■ hveiju sinni. Með vélinni er hægt að skúra allar tegundir gólfefna auk þess að yfirborðshreinsa teppi.“ ■ númer í fyrsta sinn í húsnæðinu þarf hins vegar að senda mann á staðinn til að tengja í götuskápum og í húskassa. ■ i > > > I í > » b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.