Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 43 BANDARIKIN Dóttir Reagans segir foreldrana vanhæfa Nancy og Ronald Reagan meðan þau bjuggu í Hvíta húsinu. Dóttir þeirra, Patti, er um þessar mundir á fyrirlestraferðalagi, þar sem hún segir m.a. frá því að móðir sín hafi lamið sig og að faðir sinn hafi neitað að viðurkenna staðreyndir málsins. Los Angeles. The Daily Telegraph. Patti Davis, dóttir Ronalds og Nancy Reagan, fyrrverandi forsetahjóna Bandaríkjanna, er nú á fyrirlestraferðalagi um Bandarík- in, þar sem hún dregur upp heldur dökka mynd af foreldrum sínum. í fyrirlestrunum lýsir Davis því hvernig sömu vandamál komu upp hjá Reagan-hjónunum í barnaupp- eldinu og við stjórn landsins og segir hún foreldra sína hafa verið „vanhæfa“. Fyrirlestrarnir bera yfirskriftina „Að ná sér eftir að alast upp hjá vanhæfum foreldrum“ og greiða áhorfendur 40 dali, tæpar 3.000 krónur, fyrir að hlýða á þá. Áhorfendur hlýða m.a. á Davis segja frá því er móðir hennar barði hana í æsku og að faðir sinn hafi neitað að viðurkenna hvað hafi gerst. Að sögn Davis urðu óeirðirn- ar í Los Angeles vegna þess að faðir hennar hafði „afneitað" þeim vanda sem steðjaði að í borginni á sama hátt og hann „afneitaði" þeim vandamálum sem börn hans áttu við að stríða. Stjórn hans á níunda áratugnum hafi átt sök á að óeirð- irnar brutust út áratug síðar. Þegar íran-kontramálið kom upp segir Davis að viðbrögð föður síns hafi minnt sig sterklega á viðbrögð hans heima fyrir. „Iran-kontra var stækkuð mynd af heimilislífi okk- ar,“ segir hún. „Allt snerist um að fela það sem gerðist á bak við lukt- ar dyr. Fólki var sagt að halda sér saman eða breyta frásögnum sín- um. Þannig var tekist á við allt það sem foreldrum mínum þótti óþægi- legt. Faðir minn brást við íran- kontra-hneykslinu á sama hátt og þegar ég sagði honum að mamma hefði barið mig árum saman. Hann hreinlega trúði því ekki sem gerst hafði.“ I fyrirlestrum sínum mælir Davis með fyrirgefningu til að ná bata. Segist hún ekki aðeins hafa fyrir- gefið foreldrum sínum heldur einnig náð sáttum við þau. Hún segist nú sjá að vandamál föður síns hafi fyrst og fremst verið það að hann hafi átt erfitt með að lýsa tilfinning- um sínum, fremur en að hann hafi verið eigingjarn og fjarlægur. Hún segist nú hafa samúð með móður sinni og telur hana hafa verið hrædda en ekki kaldlynda og grimma. Hún hafi fundið öryggi í því að stjórna fólki. Patti Davis hefur skrifað þrjár sjálfsævisögulegar skáldsögur og eigin ævisögu. Hún viðurkennir fús- lega að hún hafi verið harðlega gagnrýnd fyrir að skrifa um innstu leyndarmál fjölskyldunnar en kveðst telja að hún hafi ekki gert neitt óheiðarlegt. Ætlun hennar , hafi ekki verið að særa fólk, heldur beri henni skylda til að deila þess- ari erfiðu lífsreynslu með öðrum. Arið Afmœlis' veisla fyrir aðeins: krónur var veitingarekstur hafinn í Naustinu Nú bjóðum við þér að velja þríréttaða máltíð a£ sérstökum afmælismatseðli fyrir aðeins 1954 kr. A honum er að finnaýmsa þekkta rétti sem lögðu grunninn að varanlegum vinsældum staðarins. nfanJ' tóndstlUn Veitingahúsið Naust —19 9 Borðapantanir í síma 17759 TILBOÐ íslenskar bækur á tilboði: Látum steinana tala....kr. 1.595 Vígslan.................kr. 990 Hendur Ijóssins........kr. 1.995 Boðberar Ijóssins......kr. 990 Carola.................kr. 990 Bókin um veginn........kr. 990 ■ Draumar...............kr. 490 Yoga heimspekibækurnar..kr. 600 Leitin inn á við.......kr. 990 Auktu styrk þinn.......kr. 990 Ástin og stjörnumerkin.kr. 590 Mikael handbókin...........kr. 990 Mörg líf, margir meistarar.kr. 990 Heilsufæði.............kr. 980 Forlagaspá Kiros..... kr. 500 - og margar fleiri. Valdir titlar af erlendum bókum með 40% afslætti. TILBOÐ á snældum, snyrtivörum og nuddolíum. M0NDIAL orkujöfnunararmböndin með 25% afslætti ÞESSI AFSLÁTTARTILBOÐ GILDA FRAM í MIÐJAN MARS Borgarkringlunni, sími 811380 Póstkröfuþjónusta - Greiðslukortaþjónusta ilsts H . Það styttist í 1. ma / Tryggðu sumarleyfisferðina '94 á lága verðinu. BORCAÐU FERÐINA FYRIR VERÐTIL 28. FEBRÚAR OC NÝTTU ÞÉR 28. FEB. EINSTAKT VERf>. KAUP/AANNAHÖFN 23.900 ÓSLÓ 23.900 STOKKHÓLMUR 25.900 ÚAUTABORC*** 25.900 FÆREYJAR 14^00* LONDON 23.900* CLASCOW 17.900* AMSTERDAM 23.900* LÚXEMBORC 25.900* PARÍS FRÁ 28/4 1994 25.900* HAMBORG 25.900* FRANKFURT 27.900* VÍN FRÁ 25/6 1994 27.900* ZURICH FRÁ 7/5 1994 27.900* MÍLANÓ FRÁ 16/7 1994 27.900* BARCELONA frá 17/6 1994 27.900* VERÐFRA 1./ÁARSTII 30.APRÍL 26.900 26.900 27.900 27.900 15.900* 26.900* 20.900* 26.900* 27.900* 27.900* 27.900* 29.900* 29.900* 29.900* 29.900* 29.900* Ferðir skulu farnar á tímabilinu 15. apríl til 30. september 1994. Lágmarksdvöl 7 dagar. Hámarksdvöl 1 mánuður. Ákveðnir brottfarardagar. Bókunarfyrirvari 21 dagur. Staðfestingargjald er 5.000 kr. * Veið gildir eingöngu í beinu flugi Flugleiða. **Miðað við tvo fuliorðna og tvö böm (2ja-l 1 ára). Ferð keypt fyrir ***Flogið til Kaupmannahafnar og áfram með SAS. Flugvallarskattar eru ekki innifaldir í verði. ísland 1.310 kr., Þýskaland 255 kr., Danmörk 710 kr., Holland 245 kr., ftalía 595 kr., Frakkland 215 kr., Noregur 590 kr., Færeyjar 3.270 kr. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18). FLUGLEIDIR Traustur íslenskurferðafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.