Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 11 og vitnað er til hér í upphafi. Sjónar- mið þau, sem taka mið af sagnfestu- kenningunni, eru svo langt frá að vera í tísku um þessar mundir að Bjama Guðnasyni hefur varla þótt ómaksins vert að andmæla þeim. Það eru önnur og »lærðari« viðfangsefni sem fræðimenn eru að glíma við nú á dögum. »Heiðarvígasaga er saga einstakl- inga, sem flestir eru fulltrúar ákveð- inna hugsjóna og hafa því almennt leiðsagnargildi fyrir mannlega hegð- un,« segir Bjarni. Það er hans sjónar- mið. Vissulega hefur hann nokkuð til síns máls. Rökleiðsla hans er bæði nákvæm og yfirgripsmikil. Fyrst og fremst er hún þó skemmti- leg. Eftir megni leitast hann við að koma reglu á alfa þá flækju sem 13. öldin sýnist hafa verið, skorða við- fangsefnið innan ramma hinna ka- tólsku miðalda jafnframt því að hann ljær höfundinum vænan skammt af friðarboðskap 20. aldar. Því kveður hann söguna miklu yngri en hingað til hefur verið talið. Að taka svona skýra afstöðu hefur sína ótvíræðu kosti. Aldrei þykir stórmannlegt að slá úr og í né tryggja sig með enda- lausum varnöglum. Að lestri loknum má vel hugsa sér að skoðanir Bjarna séu réttar — ef viðfangsefnið er skoð- að og metið út frá sama sjónar- horni! En sjónarhomin eru fleiri. Og ekki þar með sagt að öll önnur séu röng. Hvorir tveggja, sagnfestumenn og bókfestumenn, hafa nokkuð til síns máls. Trúin á sannfræði sagn- anna ber ekki vitni um einskæran barnaskap eins og margur hyggur. Sú skoðun, að þær séu skáldskapur einber, er ekki heldur fjarstæð með öllu. Raunar tekur Bjarni fram að saga sé »ekki annaðhvort sannleikur eða skáldskapur, hún er hvort- tveggja«. í þeim orðum felst mála- miðlun sem flestir ættu að geta sætt sig við. Allar kennisetningar eru bæði réttar og rangar. Hver ný kenn- ing fellur eins og steinn í hleðslu sem sífellt hækkar. Það er einungis mannlegt að hver ritskýrandi leggi áherslu á það sem hann hefur sjálfur fram að færa. Um ritskýring Nor- dals var oft sagt að hún væri lífguð af skáldlegu innsæi. Og var að sjálf- sögðu sagt þeim mikla manni til lofs. Þar sem Bjarni Guðnason er einnig skáldritahöfundur má vafalaust segja eitthvað svipað um þessa rit- gerð hans. Hún kveikir hugmyndir fremur en hún svari spurningum. Túlkun Heiðarvígasögu er sem sagt bæði yfirgripsmikil og þaulunnin bók, og þar að auki ljós og skýr — hvort sem hún nú færir mann nær sannleikanum eður ei, það verður tíminn að leiða í ljós. undanförnu.“ Næsta sýning verður föstudaginn 25. febrúar, 19. sýning sunnudaginn 27. febrúar, næst síðasta sýning föstudaginn 4. mars og síðasta sýning sunnudaginn 6. mars. Tónlist Niflung-ahringurinn í Óperuklúbbnum Niflungahringurinn eftir Richard Wagner verður sýndur á vegum Óperu- klúbbsins um helgina og í næstu viku. Um er að ræða uppfærslu leikstjórans Patrice Chereau, sem sett var upp á Wagner-hátíðinni í Bayreuth á aldaraf- mæli hátíðarinnar árið 1976. Þessi upptaka hefur verið sýnd f sjón- varpi vfða um lond og f helstu hlutverk- um eru Donald Mclntyre sem Óðinn, Gwyneth Jones sem Brynhildur, Peter Hoffmann sem Siegmund, Jeannine Alt- meier sem Sieglinde, Manfred Jung sem Siegfried, Heinz Zednik sem Loki og Mímir, Matti Salminen sem Hunding og Fasolt, Hanna Schwarz sem Frigg og Fritz Hubner sem Fáfnir og Hagen. Stjórnandi er Pierre Boulez. Þar sem valdir kaflar úr Niflunga- hringnum verða teknir til sýninga á lista- hátíð í vor er tilvalið að kynnast verkinu öllu á sýningum Óperuklúbbsins, segir í kynningu. Sýnt verður af mynddiskum með enskum skjátextum sem hér segir: Laug- ardag 26. febrúar kl. 15; Rínargullið. Sunnudag 27. febrúar kl. 14; Vaikyijan. Þriðjudag 1. mars kl. 19; Siegfried. Fimmtudag 3. mars. ki. 19; Ragnarök. Sýningarnar verða haldnar á Vest- urgötu 36b og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. HAGKAIJP ff/Mf Maj Britt WingS0 Ibióðleg fi/rirsœla DAGBOK RÁÐHÚSIÐ. Nú stendur yfir ljósmyndasýningin „Island við aldahvörf" í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og lýkur henni nk. sunnudag. Opið er virka daga milli kl. 8.20 og 19 og laugardaga og sunnudaga milli kl. 12 og 18. LANDSSAMBAND aldraðra hefur opna skrifstofu alla virka daga frá kl. 13-16 og veitir jafn- framt uppl. um utanlandsferðir í s. 621899. ______ FÉLAG eldri borgara í Rvík og nágrenni. Bridskeppni, tví- menningur, kl. 13 í dag í Risinu, Hverfisgötu 105. EYFIRÐINGAFÉLAGIÐ er með spilakvöld á Hallveigarstöðum í kvöld kl. 20.30 og er það opið öllum. KVENFÉLAG Hafnarfjarðar- kirlyu heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 1. mars nk. kl. 20.30 í safnaðarathvarfinu Suðurgötu 11. Jónína Steingrímsdóttir, for- maður Bandalags kvenna, Hafn- arfirði, kynnir Nordisk Forum. Ostakynning, kaffiveitingar. REIKI-HEILUN. Öll fimmtu- dagskvöld kl. 20 er opið hús í Bolholti 4. FLÓAMARKAÐSBÚÐIN, Garðastræti 2, er opin þriðju- daga, fimmtudaga og föstudaga frá kl, 13-18.___________ KIRKJUSTARF______________ ÁSKIRKJA: Opið hús fyrir alla aldurshópa í dag kl. 14-17. Bibl- íulestur kl. 20.30. Fyrsta Móse- bók. Árni Bergur Sigurbjömsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Mömmu- morgunn kl. 10.30. HALLGRÍMSKIRKJA: Kvöld- bænir með lestri Passíusálma kl. 18. HÁTEIGSKIRKJA: Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Kvöldsöng- ur með Taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. LANGHOLTSKIRKJA: Vina- fundur kl. 14-15.30 í safnaðar- heimilinu. Umfjöllun um efri árin. Leiðbeinandi Sigrún Gísladóttir. Aftansöngur kl. 18. LAUGARNESKIRKJA: Kyrrð- arstund kl. 12. Orgelleikur, altar- isganga, fyrirbænir. Léttur máls- verður í safnaðarheimili að stund- inni lokinni. NESKIRKJA: Hádegissamvera í dag kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Umræður um safnaðarstarfið, málsverður og íhugun Orðsins. BREIÐHOLTSKIRKJA: Mömmumorgunn föstudag kl. 10-12. FELLA- og Hólakirkja: Æsku- lýðsfundur 10-12 ára kl. 17 í dag. KÁRSNESSÓKN: Starf með eldri borgurum í safnaðarheimil- inu Borgum í dag kl. 14-16.30. SELJAKIRKJÁ: Frímerkjaklúb- bur í dag kl. 17. HJALLAKIRKJA: Opið hús fyrir eldra sóknarfólk í dag kl. 14-17. Umsjón: Anna Sigurkarlsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Fræðslu- kvöld kl. 20.30 í röðinni „Hvað er kristið siðferði?". Dr. Siguijón Árni Eyjólfsson. Kaffi, umræður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.