Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 29 >RULOGUM Morgunblaðið/Kristinn Farið yfir tillögur Egils ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokksins kom saman kl. 16 í gær til að fara yfir breytingartillögu þá sem Egill Jónsson, formaður landbúnaðarnefndar, hefur látið gera við búvörufrumvarpið. Þingflokkurinn hafnar tillögunum og telur þær bijóta í bága við samkomulag stjórnarflokkanna. Fulltrúar stjórnarand- stöðu styðja breytiugar FULLTRÚAR stjórnarandstöðuflokkanna í landbúnaðarnefnd styðja breytingartillögur formanns landbúnaðarnefndar. Þingflokkur fram- sóknarmanna lýsti yfir stuðningi við tillögurnar á fundi sínum í gær og fulltrúar Kvennalista og Alþýðubandalags segja að tillögurnar virð- ist vera fullnægjandi og ekki eigi að vera örðugleikum bundið að af- greiða frumvarpið með skjótum hætti út úr nefndinni. Framsóknarflokkur samþykkur Jóhannes Geir Sigurgeirsson, full- trúi Framsóknarflokks í landbúnað- amefnd, sagði að þingflokkur fram- sóknarmanna hefði samþykkt að styðja breytingartillögu formanns landbúnaðarnefndar. „Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að afgreiða þetta mál út úr nefndinni og við munum ekki standa í vegi fyrir af- greiðslu þess. í meginatriðum teljum við að það verði til bóta fyrir íslensk- an landbúnað ef þetta næðist fram í þessu formi,“ sagði hann. Innan ramma Kristín Einarsdóttir sem sat fund landbúnaðamefndar í gær fyrir hönd Kvennalistans í ijarveru Kristínar Ástgeirsdóttur sagði að Kvennalist- inn teldi breytingarnar á fmmvarp- inu koma til móts við það sem til hafi verið ætlast, þ.e. að veittar yrðu heimildir til álagningar jöfnunar- gjalda til að jafna samkeppnisstöð- una og innan ramma alþjóðasamn- inga. „Við eigum eftir að fara yfir viðaukana en eins og þetta er sett fram sýnist mér þetta vera innan þess ramma sem yfirlýsingar lágu fyrir um,“ sagði Kristín. í heildina tekið fullnægjandi Steingrímur J. Sigfússon, Al- þýðubandalagi, sem sat fund land- búnaðarnefndar í fjarveru Ragnars Arnalds sagði að tillögurnar hefðu verið kynntar í þingflokki Alþýðu- bandalagsins í gær og hann teldi að í heildina tekið væru þær fullnægj- andi og frágangur málsins nokkuð vandaður. „Eg mælti með því að við stæðum að því að ganga frá málinu á þessum nótum en þingflokkurinn hefur ekki tekið endanlega afstöðu til málsins. Mér sýnist að málið sé tæknilega og efnislega þannig að það sé að verða tilbúið til af- greiðslu,“ sagði hann. Formaður landbúnaðarnefndar EGILL Jónsson formaður landbúnaðarnefndar kemur af nefndarfund- inum í gær. una á frumvarpinu 'ámilli u máli sýnist. Þar er ég aðeins einn af 63 þingmönnum," sagði hann. Fulltrúar Alþýðuflokks ásaka Egil um að hafa ekki haft samráð við sérfræðinga ráðuneyta Alþýðu- flokksins og fjármálaráðuneytis eins og þeir segja að samkomulag hafi orðið um á fundum Jóns Baldvins og Davíðs á sunnudag en þar var rætt hvernig háttað skyldi vinnu við breytingar á frumvarpsdrögunum. Gísli Einarsson fulltrúi Alþýðu- flokks í landbúnaðarnefnd, sagðist eftir fund nefndarinnar í gær, vera óánægður með breytingartillöguna. „Þetta er unnið á allt annan máta en ég tel að mér hafi verið kynnt að ætti að vinna þetta og tel að það hafi náðst samkomulag á milli ráð- herranna. Ég sé ekki að að þær til- vitnanir sem þarna eru hafi verið. unnar samkvæmt því samkomulagi. GATT er ennþá inni í þessu en það átti að fara í umfjöllun í nefnd fimm ráðuneyta. Ég hef lagt áherslu á að breytingarnar væru í samræmi við milliríkjasamninga og í samræmi við það samkomulag sem oddvitar ríkis- stjómarinanr hafa komið sér saman um,“ sagði Gísli. Vilja fresta fundi Þingflokksfundir hófust kl. 16 þar sem farið var yfir breytingatillögu Egils. Davíð Oddsson forsætisráð- herra var með fjarvistarleyfi á Al- þingi í gær og sat ekki þingflokks- fund sjálfstæðismanna en síðdegis færði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Friðriki Sophus- syni fjármálaráðherra þau skilaboð að þingflokkur Alþýðuflokksins gæti ekki sæst á breytingartillögurnar og óskuðu eftir því að sérfræðingar við- komandi ráðuneyta og lögfræðing- arnir þrír sem hafa unnið frumvarps- drögin fyrir formann landbúnaðar- nefndar hittust á sérstökum fundi til að ná sameiginlegri niðurstöðu. Einnig fylgdu þau tilmæli að fundi landbúnaðarnefndar í dag yrði frest- að. Egill Jónsson lýst því yfir að ef fundurinn yrði haldinn þá yrði ein- göngu rætt um vörusviðið á þeim fundi. Jón Baldvin yfírgaf svo þing- flokksfund Alþýðuflokksins og sagð- ist ekki gefa yfirlýsingar um afstöðu Alþýðuflokksins fyrr en hann hefði haft samband við forsætisráðherra. Aðspurður sagði hann þó að breyt- ingartillögurnar væru brot á sam- komulagi stjórnarflokkanna frá í desember og vinnubrögðin við gerð breytingartillagnanna brytu í bága við 'samkomulag hans og Davíðs frá síðast liðnum sunnudegi. Jón Baldvin greindi Davíð svo frá afstöðu þing- flokksins í símtali um kvöldmatar- leytið í gær en reiknað er með að formennimir hittist til að fara yfír deilumálið í dag. Síðdegis í gær var boðað var til fundar í landbúnaðarnefnd kl. 10 í dag og voru fulltrúar landbúnaðar- ráðuneytis, fjárrnálaráðuneytis, ut- anríkisráðuneytis og ríkistollstjóri boðaðir á fundinn, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Breytingartillaga formanns landbúnaðamefndar Nýjum vörulista bætt við frumvarpið BREYTINGARTILLAGAN sem þrír lögfræðingar hafa unnið fyrir for- mann landbúnaðarnefndar við búvörufrumvarpið, sem lögð var fram á fundi nefndarinnar í gær, felur í sér ýmsar breytingar frá þeim drögum, sem lögð voru fyrir nefndina í seinustu viku. Umdeild málsgrein sem gerði ráð fyrir sérstöku verðjöfnunarálagi, allt að 50% ofan á verðjöfnun- argjöld, er felld út. Þá er orðalagi um það vörusvið innfluttra landbúnað- arvara, sem heimildir ráðherra í 72. grein laganna ná til, breytt og fellt út að heimildir ráðherra nái einnig til „tilsvarandi vara“. Þess í stað lét formaður landbúnaðarnefndar búa til viðaukalista, þar sem taldar eru ■>.- upp ýmsar vörutegundir með tollskrárnúmerum, sem kemur til viðbótar þeim viðaukalista, eða bannlista, sem var i frumvarpinu upphaflega og stjórnarflokkarnir höfðu náð samkomulagi um. Þá er ljóst að frumvarp- ið nær einnig til gjaldaálagningar eftir gildistöku Úrúgvæ-samkomulags GATT, þrátt fyrir mikla andstöðu Alþýðuflokksráðherranna, sem telja pólitískt samkomulag um að setja það mál í nefnd. Frumvarpið sem stjórnarflokkarnir lögðu fyrir Alþingi í byijun febrúar gerir eingöngu ráð fyrir breytingum á 52. gr. búvörulaganna vegna Hæsta- réttardómsins í skinkumálinu um hvaða landbúnaðarvörur sé óheimilt að flytja til landsins nema að fengnu leyfi landbúnaðarráðherra. í tillögu formanns landbúnaðarnefndar er greinin orðuð upp á nýtt, þar sem segir m.a.: „Vegna aðgerða við stjórn á framleiðslu og sölu landbúnaðarvara er innflutningur óheimill á þeim vör- um, sem tilgreindar eru í viðauka I með lögum þessum og flokkast í þar til greind tollskrárnúmer, nema að fengnu leyfí landbúnaðarráðherra ..." Tekið er fram að báðir viðaukalistam- ir skuli hafa lagagildi. Skilgreining landbúnaðarvara °g upphæð gjalda Tillaga formanns landbúnaðar- nefndar gerir umtalsverðar breytingar á 72. gr. búvörulaganna, sem ijallar um heimild landbúnaðarráðherra til álagningar verðjöfnunargjalda á inn- fluttar vörur, sem var breytt með sam- komulagi stjómarflokkanna í desember sl. Bæði Alþýðuflokksráðherrar og fjármálaráðunetyið hafa m.a. gagnrýnt hversu víðtækt vörusviðið væri í þeim frumvarpsdrögum sem gerð vom fyrir landbúnaðamefnd í seinustu viku. Þar höfðu verið settir upp tveir valkostir og töldu Alþýðuflokksmenn að þeir fæm út fyrir samkomulag stjómar- flokkanna í ýmsum atriðum. Var deilt um hvemig bæri að skilgreina hugtak- ið landbúnaðarvömr. í breytingum for- manns landbúnaðamefndar sem lagðar vom fram í gær er gripið til þess ráðs að skilgreina vömsviðið þannig að telja upp flölda vara í nýjum viðauka (við- auka II), sem er upp á fjórar blaðsíður og einkum ýmsar grænmetistegundir og blóm. Þar segir, að landbúnaðarráð- herra verði heimilt, til þess að jafna samkeppnisstöðu innlendra og inn- fluttra vara, að leggja verðjöfnunar- gjöld á innfluttar landbúnaðarvömr, sem tilgreindar séu í viðaukum I og II sem fylgi fmmvarpinu og að verð- jöfnun á unnum og eða samsettum vömm miðist við þátt landbúnaðarhrá- efna í verði þeirra. Mikill ágreiningur var um hver upphæð gjaldaheimilda landbúnaðar- ráðherra ætti að vera en í tillögu for- manns landbúnaðarnefndar segir: „Fjárhæð verðjöfnunargjalda má að hámarki vera mismunur annars vegar á innlendu verði hráefnis, sem ákveð- ið er samkvæmt 1. tölulið og hins vegar erlendu viðmiðunarverði, sem ákveðið er samkvæmt 2. tölulið." Síðan segir m.a., að innlent viðmið- unarverð skuli vera umsamið innlent viðmiðunarverð í fríverslunar- og milliríkjasamningum sem ísland er aðili að og bókunum við þá sem tekur til hlutaðeigandi innflutnings. Þá seg- ir um erlenda viðmiðunarverðið að það skuli ákveðið eftir því sem við á um hlutaðeigandi innflutning þannig að miðað skuli við viðmiðunarverð skv. verðjöfnunarákvæðum i bókun 3 við EES-samninginn, bókun 2 við samn- ing íslands og EB og í öðrum fríversl- unarsamningum. Einnig er gert ráð fyrir að verðið geti miðast við svokall- að utreikningsverð sem lagt var til grundvallar við umreikning innflutn- ingstakmarkana skv. ákvæðum GATT og Ioks skuli miða við það heimsmark- aðsverð sem ákvarðað er á grundvelli birtra upplýsinga frá fríverslunarsam- tökum og efnahagsbandalögum eða því verði, sem framleiðendur vöru eigi kost á að kaupa hráefni á. Tekið er fram, að jafnan skuli miða við verð á sama sölustigi nema annað leiði af ákvæðum fríverslunar- og milliríkjasamninga og að álagning verðjöfnunargjalds skuli vera í sam- ræmi við þá skilmála sem kveðið sé á um í fríverslunar- og milliríkjasamn- ingum og takmarkast hveiju sinni af því, að verðjöfnunargjald að viðbætt- um innflutningsgjöldum sé innan þeirra marka, sem skilgreind séu í fríverslunar- og milliríkjasamningum, sem ísland er aðili að. Tillaga formanns landbúnaðar- nefndar gerir áfram ráð fyrir að við ákvörðun verðjöfnunargjalda skuli ráðherra hafa nefnd þriggja ráðuneyta sér til ráðuneytis og að ef ekki náist samkomulag skuli ráðherra bera mál- ið undir ríkisstjórn áður en ákvörðun sé tekin, eins og stjórnarflokkarnir höfðu orðið ásáttir um í desember. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra . Tel þörf á að breyta frumvarpsdrögunum 4 BREYTINGARTILLÖGUR formanns tandbúnaðarnefndar voru kynntar á þingflokksfundi sjáifstæðismanna síðdegis í gser og verður umfjöliun um það haldið áfram á næsta fundi í þingflokknum, sem verður væntan- lega á mánudag. Ðavíð Oddsson forsætisráðherra var ekki á fundinum í gær en Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, telur að breyta þurfi frumvarpsdrögunum sem formaður land- búnaðarnefndar lagði fram en hann „Mér sýnist að margt í þessum til- lögum sé til bóta. Það er skýrara orða- lag og það er búið að taka út vemdar- tollsheimildina um 50% álag á verðjöfn- unargjöldin. Hins vegar tel ég að mál- ið sé ennþá á vinnslustigi og það eru þama örfá atriði sem þarf að skoða betur. Ég sé ekki ástæðu til þess á þessari stundu að blanda GATT-tollum inn í þessa umræðu enda á sú nefnd sem forsætisráðherra skipaði að fjalla um það mál. Hins vegar hefur nefndin sjálf og þar af leiðandi þingflokkamir telur jafnframt að margt sé til bóta. ekki farið i öllum atriðum yfir þá vöm- i lista sem em til skoðunar í nefndinni,“ sagði Friðrik. , Aðspurður hvort hann sæi mögu- • leika á samkomulagi milli stjórnar- . flokkanna sagðist Friðrik telja að ? málið þokaðist áfram. „Það er ljóst | að þetta tekur lengri tíma en upphaf- ; lega var áætlað og allir þeir sem hafa 1 fylgst með málinu sjá að það hefur * verið að taka breytingum á hvetjum degi undanfarna daga og jafnvel vik- ur,‘f sagði.hann. y*&#***-& -Jf A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.