Morgunblaðið - 24.02.1994, Page 29

Morgunblaðið - 24.02.1994, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 29 >RULOGUM Morgunblaðið/Kristinn Farið yfir tillögur Egils ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokksins kom saman kl. 16 í gær til að fara yfir breytingartillögu þá sem Egill Jónsson, formaður landbúnaðarnefndar, hefur látið gera við búvörufrumvarpið. Þingflokkurinn hafnar tillögunum og telur þær bijóta í bága við samkomulag stjórnarflokkanna. Fulltrúar stjórnarand- stöðu styðja breytiugar FULLTRÚAR stjórnarandstöðuflokkanna í landbúnaðarnefnd styðja breytingartillögur formanns landbúnaðarnefndar. Þingflokkur fram- sóknarmanna lýsti yfir stuðningi við tillögurnar á fundi sínum í gær og fulltrúar Kvennalista og Alþýðubandalags segja að tillögurnar virð- ist vera fullnægjandi og ekki eigi að vera örðugleikum bundið að af- greiða frumvarpið með skjótum hætti út úr nefndinni. Framsóknarflokkur samþykkur Jóhannes Geir Sigurgeirsson, full- trúi Framsóknarflokks í landbúnað- amefnd, sagði að þingflokkur fram- sóknarmanna hefði samþykkt að styðja breytingartillögu formanns landbúnaðarnefndar. „Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að afgreiða þetta mál út úr nefndinni og við munum ekki standa í vegi fyrir af- greiðslu þess. í meginatriðum teljum við að það verði til bóta fyrir íslensk- an landbúnað ef þetta næðist fram í þessu formi,“ sagði hann. Innan ramma Kristín Einarsdóttir sem sat fund landbúnaðamefndar í gær fyrir hönd Kvennalistans í ijarveru Kristínar Ástgeirsdóttur sagði að Kvennalist- inn teldi breytingarnar á fmmvarp- inu koma til móts við það sem til hafi verið ætlast, þ.e. að veittar yrðu heimildir til álagningar jöfnunar- gjalda til að jafna samkeppnisstöð- una og innan ramma alþjóðasamn- inga. „Við eigum eftir að fara yfir viðaukana en eins og þetta er sett fram sýnist mér þetta vera innan þess ramma sem yfirlýsingar lágu fyrir um,“ sagði Kristín. í heildina tekið fullnægjandi Steingrímur J. Sigfússon, Al- þýðubandalagi, sem sat fund land- búnaðarnefndar í fjarveru Ragnars Arnalds sagði að tillögurnar hefðu verið kynntar í þingflokki Alþýðu- bandalagsins í gær og hann teldi að í heildina tekið væru þær fullnægj- andi og frágangur málsins nokkuð vandaður. „Eg mælti með því að við stæðum að því að ganga frá málinu á þessum nótum en þingflokkurinn hefur ekki tekið endanlega afstöðu til málsins. Mér sýnist að málið sé tæknilega og efnislega þannig að það sé að verða tilbúið til af- greiðslu,“ sagði hann. Formaður landbúnaðarnefndar EGILL Jónsson formaður landbúnaðarnefndar kemur af nefndarfund- inum í gær. una á frumvarpinu 'ámilli u máli sýnist. Þar er ég aðeins einn af 63 þingmönnum," sagði hann. Fulltrúar Alþýðuflokks ásaka Egil um að hafa ekki haft samráð við sérfræðinga ráðuneyta Alþýðu- flokksins og fjármálaráðuneytis eins og þeir segja að samkomulag hafi orðið um á fundum Jóns Baldvins og Davíðs á sunnudag en þar var rætt hvernig háttað skyldi vinnu við breytingar á frumvarpsdrögunum. Gísli Einarsson fulltrúi Alþýðu- flokks í landbúnaðarnefnd, sagðist eftir fund nefndarinnar í gær, vera óánægður með breytingartillöguna. „Þetta er unnið á allt annan máta en ég tel að mér hafi verið kynnt að ætti að vinna þetta og tel að það hafi náðst samkomulag á milli ráð- herranna. Ég sé ekki að að þær til- vitnanir sem þarna eru hafi verið. unnar samkvæmt því samkomulagi. GATT er ennþá inni í þessu en það átti að fara í umfjöllun í nefnd fimm ráðuneyta. Ég hef lagt áherslu á að breytingarnar væru í samræmi við milliríkjasamninga og í samræmi við það samkomulag sem oddvitar ríkis- stjómarinanr hafa komið sér saman um,“ sagði Gísli. Vilja fresta fundi Þingflokksfundir hófust kl. 16 þar sem farið var yfir breytingatillögu Egils. Davíð Oddsson forsætisráð- herra var með fjarvistarleyfi á Al- þingi í gær og sat ekki þingflokks- fund sjálfstæðismanna en síðdegis færði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Friðriki Sophus- syni fjármálaráðherra þau skilaboð að þingflokkur Alþýðuflokksins gæti ekki sæst á breytingartillögurnar og óskuðu eftir því að sérfræðingar við- komandi ráðuneyta og lögfræðing- arnir þrír sem hafa unnið frumvarps- drögin fyrir formann landbúnaðar- nefndar hittust á sérstökum fundi til að ná sameiginlegri niðurstöðu. Einnig fylgdu þau tilmæli að fundi landbúnaðarnefndar í dag yrði frest- að. Egill Jónsson lýst því yfir að ef fundurinn yrði haldinn þá yrði ein- göngu rætt um vörusviðið á þeim fundi. Jón Baldvin yfírgaf svo þing- flokksfund Alþýðuflokksins og sagð- ist ekki gefa yfirlýsingar um afstöðu Alþýðuflokksins fyrr en hann hefði haft samband við forsætisráðherra. Aðspurður sagði hann þó að breyt- ingartillögurnar væru brot á sam- komulagi stjórnarflokkanna frá í desember og vinnubrögðin við gerð breytingartillagnanna brytu í bága við 'samkomulag hans og Davíðs frá síðast liðnum sunnudegi. Jón Baldvin greindi Davíð svo frá afstöðu þing- flokksins í símtali um kvöldmatar- leytið í gær en reiknað er með að formennimir hittist til að fara yfír deilumálið í dag. Síðdegis í gær var boðað var til fundar í landbúnaðarnefnd kl. 10 í dag og voru fulltrúar landbúnaðar- ráðuneytis, fjárrnálaráðuneytis, ut- anríkisráðuneytis og ríkistollstjóri boðaðir á fundinn, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Breytingartillaga formanns landbúnaðamefndar Nýjum vörulista bætt við frumvarpið BREYTINGARTILLAGAN sem þrír lögfræðingar hafa unnið fyrir for- mann landbúnaðarnefndar við búvörufrumvarpið, sem lögð var fram á fundi nefndarinnar í gær, felur í sér ýmsar breytingar frá þeim drögum, sem lögð voru fyrir nefndina í seinustu viku. Umdeild málsgrein sem gerði ráð fyrir sérstöku verðjöfnunarálagi, allt að 50% ofan á verðjöfnun- argjöld, er felld út. Þá er orðalagi um það vörusvið innfluttra landbúnað- arvara, sem heimildir ráðherra í 72. grein laganna ná til, breytt og fellt út að heimildir ráðherra nái einnig til „tilsvarandi vara“. Þess í stað lét formaður landbúnaðarnefndar búa til viðaukalista, þar sem taldar eru ■>.- upp ýmsar vörutegundir með tollskrárnúmerum, sem kemur til viðbótar þeim viðaukalista, eða bannlista, sem var i frumvarpinu upphaflega og stjórnarflokkarnir höfðu náð samkomulagi um. Þá er ljóst að frumvarp- ið nær einnig til gjaldaálagningar eftir gildistöku Úrúgvæ-samkomulags GATT, þrátt fyrir mikla andstöðu Alþýðuflokksráðherranna, sem telja pólitískt samkomulag um að setja það mál í nefnd. Frumvarpið sem stjórnarflokkarnir lögðu fyrir Alþingi í byijun febrúar gerir eingöngu ráð fyrir breytingum á 52. gr. búvörulaganna vegna Hæsta- réttardómsins í skinkumálinu um hvaða landbúnaðarvörur sé óheimilt að flytja til landsins nema að fengnu leyfi landbúnaðarráðherra. í tillögu formanns landbúnaðarnefndar er greinin orðuð upp á nýtt, þar sem segir m.a.: „Vegna aðgerða við stjórn á framleiðslu og sölu landbúnaðarvara er innflutningur óheimill á þeim vör- um, sem tilgreindar eru í viðauka I með lögum þessum og flokkast í þar til greind tollskrárnúmer, nema að fengnu leyfí landbúnaðarráðherra ..." Tekið er fram að báðir viðaukalistam- ir skuli hafa lagagildi. Skilgreining landbúnaðarvara °g upphæð gjalda Tillaga formanns landbúnaðar- nefndar gerir umtalsverðar breytingar á 72. gr. búvörulaganna, sem ijallar um heimild landbúnaðarráðherra til álagningar verðjöfnunargjalda á inn- fluttar vörur, sem var breytt með sam- komulagi stjómarflokkanna í desember sl. Bæði Alþýðuflokksráðherrar og fjármálaráðunetyið hafa m.a. gagnrýnt hversu víðtækt vörusviðið væri í þeim frumvarpsdrögum sem gerð vom fyrir landbúnaðamefnd í seinustu viku. Þar höfðu verið settir upp tveir valkostir og töldu Alþýðuflokksmenn að þeir fæm út fyrir samkomulag stjómar- flokkanna í ýmsum atriðum. Var deilt um hvemig bæri að skilgreina hugtak- ið landbúnaðarvömr. í breytingum for- manns landbúnaðamefndar sem lagðar vom fram í gær er gripið til þess ráðs að skilgreina vömsviðið þannig að telja upp flölda vara í nýjum viðauka (við- auka II), sem er upp á fjórar blaðsíður og einkum ýmsar grænmetistegundir og blóm. Þar segir, að landbúnaðarráð- herra verði heimilt, til þess að jafna samkeppnisstöðu innlendra og inn- fluttra vara, að leggja verðjöfnunar- gjöld á innfluttar landbúnaðarvömr, sem tilgreindar séu í viðaukum I og II sem fylgi fmmvarpinu og að verð- jöfnun á unnum og eða samsettum vömm miðist við þátt landbúnaðarhrá- efna í verði þeirra. Mikill ágreiningur var um hver upphæð gjaldaheimilda landbúnaðar- ráðherra ætti að vera en í tillögu for- manns landbúnaðarnefndar segir: „Fjárhæð verðjöfnunargjalda má að hámarki vera mismunur annars vegar á innlendu verði hráefnis, sem ákveð- ið er samkvæmt 1. tölulið og hins vegar erlendu viðmiðunarverði, sem ákveðið er samkvæmt 2. tölulið." Síðan segir m.a., að innlent viðmið- unarverð skuli vera umsamið innlent viðmiðunarverð í fríverslunar- og milliríkjasamningum sem ísland er aðili að og bókunum við þá sem tekur til hlutaðeigandi innflutnings. Þá seg- ir um erlenda viðmiðunarverðið að það skuli ákveðið eftir því sem við á um hlutaðeigandi innflutning þannig að miðað skuli við viðmiðunarverð skv. verðjöfnunarákvæðum i bókun 3 við EES-samninginn, bókun 2 við samn- ing íslands og EB og í öðrum fríversl- unarsamningum. Einnig er gert ráð fyrir að verðið geti miðast við svokall- að utreikningsverð sem lagt var til grundvallar við umreikning innflutn- ingstakmarkana skv. ákvæðum GATT og Ioks skuli miða við það heimsmark- aðsverð sem ákvarðað er á grundvelli birtra upplýsinga frá fríverslunarsam- tökum og efnahagsbandalögum eða því verði, sem framleiðendur vöru eigi kost á að kaupa hráefni á. Tekið er fram, að jafnan skuli miða við verð á sama sölustigi nema annað leiði af ákvæðum fríverslunar- og milliríkjasamninga og að álagning verðjöfnunargjalds skuli vera í sam- ræmi við þá skilmála sem kveðið sé á um í fríverslunar- og milliríkjasamn- ingum og takmarkast hveiju sinni af því, að verðjöfnunargjald að viðbætt- um innflutningsgjöldum sé innan þeirra marka, sem skilgreind séu í fríverslunar- og milliríkjasamningum, sem ísland er aðili að. Tillaga formanns landbúnaðar- nefndar gerir áfram ráð fyrir að við ákvörðun verðjöfnunargjalda skuli ráðherra hafa nefnd þriggja ráðuneyta sér til ráðuneytis og að ef ekki náist samkomulag skuli ráðherra bera mál- ið undir ríkisstjórn áður en ákvörðun sé tekin, eins og stjórnarflokkarnir höfðu orðið ásáttir um í desember. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra . Tel þörf á að breyta frumvarpsdrögunum 4 BREYTINGARTILLÖGUR formanns tandbúnaðarnefndar voru kynntar á þingflokksfundi sjáifstæðismanna síðdegis í gser og verður umfjöliun um það haldið áfram á næsta fundi í þingflokknum, sem verður væntan- lega á mánudag. Ðavíð Oddsson forsætisráðherra var ekki á fundinum í gær en Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, telur að breyta þurfi frumvarpsdrögunum sem formaður land- búnaðarnefndar lagði fram en hann „Mér sýnist að margt í þessum til- lögum sé til bóta. Það er skýrara orða- lag og það er búið að taka út vemdar- tollsheimildina um 50% álag á verðjöfn- unargjöldin. Hins vegar tel ég að mál- ið sé ennþá á vinnslustigi og það eru þama örfá atriði sem þarf að skoða betur. Ég sé ekki ástæðu til þess á þessari stundu að blanda GATT-tollum inn í þessa umræðu enda á sú nefnd sem forsætisráðherra skipaði að fjalla um það mál. Hins vegar hefur nefndin sjálf og þar af leiðandi þingflokkamir telur jafnframt að margt sé til bóta. ekki farið i öllum atriðum yfir þá vöm- i lista sem em til skoðunar í nefndinni,“ sagði Friðrik. , Aðspurður hvort hann sæi mögu- • leika á samkomulagi milli stjórnar- . flokkanna sagðist Friðrik telja að ? málið þokaðist áfram. „Það er ljóst | að þetta tekur lengri tíma en upphaf- ; lega var áætlað og allir þeir sem hafa 1 fylgst með málinu sjá að það hefur * verið að taka breytingum á hvetjum degi undanfarna daga og jafnvel vik- ur,‘f sagði.hann. y*&#***-& -Jf A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.