Morgunblaðið - 24.02.1994, Side 49

Morgunblaðið - 24.02.1994, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 49 STÆRSTA TJALDIÐMEÐ BAIWÆPV MÓÐIR Einn mesti sál- fræðiþriller seinni tíma. Hún er hættu- leg - hún heimtar fjölskylduna aftur með góðu eða illu. Jamie Lee Curtis frábær í hlutverki geðveikrar móðiu*. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. * * * A.i.Mbt. Rómantísk gamanmynd Aðalhlutv. Matt Dillon, Annabella Sciorra, Marie-Louise Parker og William Hurt. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. GAMANMYND Sýnd kl. 5, 7 9 og 11. SKEMMTANIR Hljómsveitin Mannakorn Ieikur á Dansbarnum um helgina eftir nokkurt hlé með Pálma Gunnarsson og Magnús Eiríksson í fararbroddi. UBÓHEM Á föstudags- kvöldið rennur stóra stundin upp á skemmtistaðnum Bó- hem. Þá verður tekin í gagn- ið með pomp og pragt efri hæð staðarins og verður þar starfrækt diskótek. Með þessari helmings stækkun á staðnum öðlast hann sér- stöðu í skemmtanalífi borg- arinnar með biönduðum stað þ.e. diskótek uppi og lifandi tónlist á neðri hæðinni. Neðri hæðin verður áfram rekin með svipuðu sniði og áður á virkum dögum með tónleika á fimmtudögum og skemmtikvöldum á sunnu- dögum. Boðið verður upp á fjölbreytta skemmtun í framtíðinni og birtast er- lendir skemmtikraftar með reglulegu millibili og ríður finnska rokksveitin Honey B. and the T-bones á vaðið helgina 11. og 12. mars. Honey B. er okkur velkunn, enda er þetta í fimmta sinn sem hún heimsækir ísland. USSSÓL leikur á Hótel Húsavík föstudagskvöldið 25. febrúar. Fjörið hefst kl. 23. Aldurstakmark er 16 UTVEIR VINIR í kvöld, fimmtudagskvöld, heldur Bubbi Morthens tónleika sem hefjast kl. 22. Föstu- dags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Rask með Sigríði Guðnadóttur í fararbroddi. UGAUKUR Á STÖNG I kvöld, fimmtudagskvöld, leikur hljómsveitin Vinir vors og blóma. Hljómsveitin Galíleó leikur föstudags- og laugardagskvöld og Combó leikur sunnudags- og mánu- dagskvöld. Á þriðjudaginn 1. mars er 5 ára bjórafmæli og þá leikur þjóðlagahljóm- sveitin Hálft í hvoru, en hún leikur einnig á miðvikudags- kvöld. Hljómsveitin Yrja leikur nk. fimmtudagskvöld, 3. mars. ■ ÖRKIN HANS NÓA verð- ur í Grindavík nk. laugar- dagskvöld. Hljómsveitin ætl- ar að koma fram á Hafur- birninum og spila frumsam- ið efni og efni eftir aðra. ■ TVEIR VINIR OG KARAOKE Skráning fyrir undankeppni kaupstaða f karaoke er hafin. I maí mun veitingahúsið Tveir vinir hýsa keppnina fyrir Stór- Reykjavíkursvæðið, þ.e. Reykjavík, Kópavog, Mos- fellsbæ, Garðabæ, Hafnar- fjörð og Seltjarnarnes. Fjöldi undankeppna fyrir þetta svæði er háð fjölda keppenda og verða 10 kepp- endur í hverri undankeppni. Þrir efstu keppendur úr nverri undanrás komast áfram f úrslitakeppnina sem verður haldin í byrjun maí. Ur sjálfri úrslitakeppninni halda síðan þrír efstu áfram og komast á lokaúrslita- kvöldið sem verður haldið á Hótel íslandi 28. maí nk. Keppendum á þessu svæði er bent á að skrá sig sem fyrst á Tveimur vinum f síma 21255. ■ VEITINGAHÚSIÐ 22 Hin árlega söngskemmtan Sköllóttu trommunnar verður haldin í kvöld á 22 við Laugaveg og hefst kl. 22. Fram koma: Dr. Fritz, Stella, Gummi, Kokkur Kyrjan Kvæsir, RIG, Veda 3 og Inferno 5. Sjónvarsps- stöðin TV 22 er starfandi að þessu sinni og hefjast útsendingar kl. 17. Mynd- listarmennirnir Finnbogi Pétursson, Jóhann Eiríks- son, Kristrún Gunnars- dóttir og Inferno 5-hópur- inn eru einnig með Video Still-samsýningu um þessar mundir. UDANSBARINN Hljóm- sveitin Mannakorn hefur leik föstudaginn 25. febrúar eftir nokkurt hlé, en þeir félagar hafa áður leikið á Dansbarnum við góðar und- irtektir. Hljómsveitin mun leika f vetur og fram á vor á föstudögum og laugardög- um. Hljómsveitina skipa þeir Pálmi Gunnarsson, Magn- ús Eiríksson, Þórir Úlfars- son og Stefán Magnússon. Af Mannakornum er það að frétta að hljómsveitin hefur tónleikaferð um landið í far- vatninu og væntanlega mun plata fylgja í kjölfarið. UHÓTEL ÍSLAND Á föstudagskvöld verður Bftiahátíð í samvinnu við Rás 2 og Skífuna þar sem bítlalögin verða eingöngu spiluð í diskótekinu og myndir Bítlanna Help og Hard Days Night verða sýndar á stóra skjánum. Húsið verður opnað kl. 22. Eftirtaldir hljómlistarmenn munu stofna hljómsveit í til- efni dagsins, en þeir eru: Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Magnús Kjart- ansson, Friðrik Karlsson og Halli Gull. Söngvarar með þessari hljómsveit verða Pétur Kristjánsson, Birgir Hrafnsson og Stefán Hilm- arsson. Á laugardagskvöld er Sumargleðin '94 á sínum stað og er þá boðið upp á þríréttaða veislumáltíð. Hljómsveit Siggu Bein- teins leikur fyrir dansi til kl. 3. UGJÁIN, selfossi Rokkhljómsveitin Lipstick Lovers leikur föstudags- og laugardagskvöld. Sveitina skipa þeir Anton Már, Ragnar Ingi, Sævar Þór og Bjarki Kaikumo. ULA NDSKEPPNIN í KARAOKE Keppni verður haldin í Landskeppninni f karaoke um helgina. Á föstudagskvöld verður hald- in keppni á Hótel Selfossi. Laugardagskvöld verður keppni haldin I Sindrabæ, Höfn í Hornafirði. UFÓGETINN í kvöld, fimmtudag, er jazzkvöld á háaloftinu. Á neðri hæðrnni leikur trúbadorinn Bjössi gréifi. Hljómsveitin Jón forseti leikur föstudags- og laugardagskvöld og á sunnu- dagskvöld leikur trúbador- inn Hermann Arason frá Akureyri. USIGTRYGGUR DYRA- VÖRÐUR skemmtir Akur- nesingum á Kútter Haraldi á laugardagskvöldið en hljómsveitin gaf nýverið út geisladiskinn Mr. Empty. Á efnisskránni verða ný og gömul rokklög ásamt frum- sömdu efni. Sigtryggur sam- anstendur af: Eiði Alfreðs- syni, bassagítarleikara, Jó- hannesi Eiðssyni, . söngv- ara, Jóni E. Hafsteinssyni, gítarleikara og Tómasi Jó- hannessyni, rokkslagverks- leikara. SÍMI: 19000 Vegna gíf urlegrar aðsóknar setjum við KRYDDLEGIN HJORTU í A-sal í tvo daga Aðsóknarmesta erlenda myndin í USA frá upphafi. ★ ★ ★ ★ Hallur Hetgason, Pressan. ★ ★ ★ Júlíus Kemp, Eintak ★ ★ ★ Hilmar Karlsson, D.V. ★ ★ ★ 1 /2 Sæbjöm Valdimarsson, Mbl. ★ ★ ★hallar í fjórar, Ólafur Torfason, Rás 2. Aðalhlutverk: Marco Leonardi (Cinema Paradiso) og Lumi Cavazos. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Flóttí sakleysingjans „Spennandi, skuggaleg og með stfl. Carlei er orðinn það heitasta í Hollywood, þar sem öll toppnöfnin eru að raða sér upp til að vinna með honum.“ Empire Magazinc. „Stórkostleg...þetta er hin ítalska útgáfa af “The Fugitive“.“ WOR Radio. Mögnuð spennumynd, sem fjallar um ungan dreng er verður fyrir því, að fjölskylda hans er öll drepin einn fagran sunnudagsmorgun. Hann einn sleppur og leggur á flótta, en morðingjarnir fylgja fast á eftir. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuð innan 16 ára. 1 PÍAIXIÓ Tilnefnd til 8 Óskarsverðlauna. 0M.a. besta mynd, besti leikstjóri, besta aðalleikkona og besta aukaleikkona. Sigurvegari Cannes-hátfðarinnar 1993 „Píanó, fimm stjörnur af fjórum mögul.“ ★ ★★★★ G.Ó. Pressan Aðalhlutverk: Holly Hunter, (Golden Globe verðlaunin, besta aðalleikkona), Sam Neill, Harvey Keitel og Anna Paquin. Leikstjóri: Jane Campion. Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10. MAÐUR Ál\l ANDLITS * * ★A.I.MBL. Aðalhlutv.: Mel Gib- son. Sýnd kl. 4.50. 6.50, 9 „Hrífandi, spcnnandi og erólísk." (Alþýðubl.) ★ ★★1/2„MÖST“, Pressan „Yngstu leikararnir fara á koslum." (Morgunbl.) Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. íslenskt - Já takkl Veitingahúsið Naust verður 40 ára í haiist Vinsælustu réttirnir í gegn- um árin á afmælismatseðli VEITINGAHÚSIÐ Naust á 40 ára afmæli á þessu ári og hefur af þvi tilefni verið settur saman sérstakur afmælismat- seðill. A honum eru réttir sem hafa verið vinsælir í húsinu á misjöfnum tímum í gegnuni árin. Gestum hússins verður boðið upp á þríréttaða máltíð af þessum afmælismatseðli á 1.954 krónur, en veitingahúsið var einmitt stófnað árið 1954. Naustið er, að sögn Harðar Siguijónssonar veitinga- manns, elsta veitingahús landsins, en ekkert veitinga- hús hefur haft óbreyttan rekstur óslitið lengur en Naustið. Þá eru innréttingar einnig óbreyttar frá því sem var þegar Naustið var opnað 1954. Nýjasta viðbótin við þær er koníkasstofan sem opnuð var fyrir tveimur árum í hús- inu þar sem Géirsverslun var. Hörður segir Naustið fyrst og fremst vera íslenskan veit- ingastað og sjávarréttastað. Hann hafí sem slíkur notið vinsælda meðal útlendinga sem heimsækja Reykjavík á sumrin. Á afmælismatseðli er m.a. djúpsteiktur körfukjúklingur Naustsins sem Hörður segir hafa verið einn vinsælasta réttinn sem boðið hefur verið upp á í húsinu. Kjúklingurinn er djúpsteiktur og borinn fram með frönskum kartöflum í körfu. Hörður segir réttinn vera uppfinningu Naustsins og boðið hafi verið upp á hann á þeim tíma þegar kjúklingur var ekki hversdagsmatur eins og nú. Hann segir marga muna eftir þessum rétti og segir alltaf spurt um hann reglulega af gömlum við- skiptavinum. Hörður segir matreiðslumennina hafa gam- an af því að matreiða þessa rétti, þeim finnist það bæði spennandi og skemmtileg til- breyting frá þeirri matargerð sem stunduð sé í dag. Afmælisins minnst á margvíslegan hátt Hörður sagði að til stæði að minnast afmælisins á ýms- an annan hátt, t.d. með því að fá listamenn sem hafa skemmt í Naustinu í gegnum tíðina til að heimsækja stað- inn. Hefð er fyrir lifandi tón- list í Naustinu og núna skemmtir Ragnar Bjarnason gestum þess á föstudagskvöld- um með píanóleik og söng og á laugardagskvöldum situr Halldór Gunnarsson við flygil- inn og leikur og syngur fyrir gesti. Fyrir utan afmælismatseð- ilinn verður hægt að fá mat af sérréttamatseðli eins og verið hefur. Þá mun Naustið bjóða upp á sjávarréttahlað- borð í sumar og þá verður Morgunblaðið/Einar Falur Naustið 40 ára VEITINGAHÚSH) Naust beldur upp á 40 ára af- meeli sitt og gestum þess verður m.a. boðið upp á þrírettaða máltíð fyrir 1.954 krónur, en veitinga- húsið var einmitt stofnað árið 1954. einnig hægt að fá þorramat, Þetta er sérstaklega gert fyrir útlendinga sem hafa hug á_að bragða á þjóðlegum íslenskúm mat. Afmælismatseðilinn mun einnig taka einhveijum breyt- ingum þegar líða tekur á árið, nýir réttir sem notið hafa vin- sælda koma þá inn í staðinn fyrir þá sem þar eru núna en Hörður segir að af nógu sé að taka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.