Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1994
Ingólfsstyttan 1
Reykjavík 70 ára
eftir Gissur
Símonarson
Fyrir sjötíu árum var styttan
af Ingólfi Arnarsyni afhjúpuð á
Amarhóli. Það var Iðnaðarmanna-
félagið í Reykjavík, sefn stóð fyrir
því að gera afsteypu af frummynd
Einars Jónssonar myndhöggvara
og afhenda hana íslensku þjóðinni
til eignar og varðveislu. Af þessu
tilefni er ekki úr vegi að rifja upp
í stórum dráttum söguna um Ing-
ólfsstyttuna á Amarhóli.
Sigurður málari hafði upphaf-
lega hreyft þessari hugmynd í
„Kveldfélaginu" svonefnda árið
1863. Hugmynd hans var að minn-
ismerki Ingólfs yrði fullgert 1874
og því yrði komið fyrir á Arnar-
hóli til minningar um þúsund ára
byggð á íslandi. Á sínum tíma
gerði Sigurður skissur af minnis-
merki Ingólfs og fyrirkomulagi
Amarhóls, eins og hann hugsaði
sér þessa framkvæmd.
í sambandi við heimsókn ís-
lenskra þingmanna til Danmerkur
árið 1906 hafði komið fram sú
hugmynd að ríkisþingið danska
gæfi íslendingum eirsteypu af
hinni frægu Jasonarstyttu Alberts
Thorvaldsens og skyldi hún
standa á Austurvelli. Fljótt kom
þó fram önnur tillaga í sumum
dönsku blaðanna, sem sé, að gefa
skyldi standmynd af Ingólfi Arn-
arsyni eftir Einar Jónsson, en
Einar hafði þá gert frumdrög að
sh'kri mynd og birtist mynd af
frumgerðinni í dönskum blöðum.
íslensku blöðin fylgdust vel með
þessu og fluttu af því fréttir.
Á fundi í Iðnaðarmannafélaginu
um miðjan september árið 1906
kom fram tillaga frá Jóni Halldórs-
syni um að félagið gengist fyrir
því að koma upp standmynd af
fyrsta landnámsmanninum Ingólfi
Árnarsyni. Kostnaður við myndina
var áætlaður 20 þúsund eða 175
kýrverð. Allir sem til máls tóku
voru meðmæltir hugmyndinni og
minntust þess ekki, að nokkurt
mál í félaginu hefði mætt þvílíkum
einhug sem þetta. Til að annast
allar framkvæmdir fyrir hönd fé-
lagsins var kosin svokölluð Ing-
ólfsnefnd og hlutu sæti í henni:
Jón Halldórsson, Magnús Benjam-
ínsson, Magnús Th. Blöndahl,
Sveinn Jónsson og Knud Zimsen.
Samþykkt var að félagið veitti tvö
þúsund krónur til gerðar styttunn-
ar. Að lokum var samþykkt að
senda Einari svohljóðandi skeyti:
„Iðnaðarmannafélagið gengst
fyrir fjársöfnun til Ingólfsmyndar
þinnar. Starfaðu öruggur."
Skeyti þetta var sent 29. septem-
ber 1906 eða sama daginn og rit-
síminn var opnaður og var það
fyrsta almenna símskeytið, sem
sent var. Ekki er það ætlun mín
að rekja hér sögu Ingólfsnefndar.
Um það má lesa í endurminningum
Knuds Zimsens „Við fjörð og vík“
og ennfremur í Sögu Iðnaðar-
mannafélagsins í Reykjavík.
í henni segir meðal annars:
Sunnudaginn 24. febrúar 1924
var gott veður, hlýtt í lofti og
austan andvari. Laust fyrir klukk-
an þijú komu iðnaðarmenn í fylk-
ingu upp á Arnarhól, en þar var
Gissur Símonarson.
„Vonandi fær Ingólfs-
styttan að standa þarna
um ókomna tíma, lands-
mönnum öllum til
ánægju. Hún er og
verður sameign ís-
lensku þjóðarinnar um
aldur og ævi.“
þá fjölmenni fyrir. Leikið var á
hom, ísland farsældar frón, en
síðan sungið kvæði eftir Kjartan
Ólafsson með nýju lagi eftir Svein-
björn Sveinbjörnsson.
Þá flutti Knud Zimsen borgar-
stjóri ræðu um Ingólf og sagði
sögu líkneskisins. Því næst gekk
formaður félagsins, Jón Halldórs-
son, upphafsmaður málsins, upp á
fótstall líkneskisins, svipti hjúpn-
um af því og afhenti landinu gjöf-
ina með stuttri ræðu.
Hann sagði m.a.:
„Háttvirta ríkisstjóm! Ég af-
hendi yður nú þessa mynd, frá Iðn-
aðarmannafélagi Reykjavíkur,
þessu landi og þessari þjóð til eign-
ar og umráða; gerið svo vel og
takið á móti henni, vemdið hana
frá árásum eyðileggingarinnar, að
svo miklu leyti sem í ykkar valdi
stendur."
Forsætisráðherra, Sigurður
Eggertz, þakkaði gjöfina með
ræðu og minntist Einars Jónsson-
ar. Því næst var leikið á horn lag
Páls ísólfssonar við kvæði Þor-
steins Gíslasonar er hann hafði ort
í tilefni dagsins og birtist í Morg-
ur.blaðinu þann dag. Síðast var
þjóðsöngurinn sunginn af öllum
mannfjöldanum.
Klukkan sjö um kvöldið hófst í
Iðnó veisla, er félagið bauð til, og
sátu hana á annað hundrað manns.
Knud Zimsen sagði þar nánar sögu
Ingólfsstyttunnar og þakkaði öll-
um sem hlut áttu að máli. Forsæt-
isráðherra mælti fyrir minni fé-
lagsins og_ sagði ágrip af sögu
þess. Jón Árnason prentari mælti
fyrir minni nefndarinnar og kom
m.a. fram í ræðu hans, að í janúar
1923 hefði komið hingað danskur
gipssteypari, sem gerði mót af
styttunni og voru þau fullgerð og
send utan 24. apríl sama ár. Voru
þar gerð sandmót fyrir eirsteyp-
una og kom hún hingað fullgerð
í lok nóvember. Kostnaður við
gipsmótið varð 6.000 kr., eða hálfu
meira en áætlað var, og eirsteypan
kostaði 15 þúsund. Alls taldi hann
kostnaðinn nema um 40 þúsund-
um króna og mest af því hefði
Iðnaðarmannafélagið gefið úr
sjóðum sínum.
Helgi H. Eiríksson mælti fyrir
minni kvenna. Kjartan Ólafsson
las kvæði til félagsins, sem fyrr
er getið. Bjarni Jónsson flutti
kveðju Einars bróður síns og Knud
Zimsen las upp kveðjuskeyti frá
honum og annað frá Sveini Björns-
syni sendiherra með heillaóskum
til félagsins og Ingólfsnefndarinn-
ar. Þá töluðu Sveinn Jónsson,
Magnús Benjamínsson og Guð-
mundur Gamalíelsson. Klemens
Jónsson atvinnumálaráðherra
MEÐAL ANNARRA ORÐA
HANNES
eftir Njörð P.
Njarðvík
Þótt ýmislegt megi setja út á
fyrirkomulag íslensku bók-
menntaverðlaunanna, bæði
hvemig bækur eru tilnefndar og
hvemig dómnefndir eru valdar,
þá hefur engu að síður svo vel
tekist til, að þau hafa enn sem
komið er ratað til höfunda, sem
standi fyllilega undir slíkri veg-
semd. Nú síðast til Hannesar Pét-
urssonar fyrir ljóðabókina Eldhyl-
ur, og er það raunar svo sjálf-
sagt, að enginn vafi gat leikið á,
hver hlyti verðlaunin að þessu
sinni. Hannes er eitt áhrifamesta
skáld samtíðar sinnar, og Eldhyl- •
ur markar enn ný tímamót í glæsi-
legum skáldferli hans.
Huldan í dalnum
Árið 1955 komu út tvær
ljóðabækur, sem standa líkt og
vörður á leið ísjenskrar ljóðagerð-
ar á 20. öld. Önnur er Sjödægra
Jóhannesar úr Kötlum, og með
henni gekk eitt helsta skáld þjóð-
arinnar til liðs við formbyltingar-
mennina með eftirminnilegum
hætti. Viðskilnaði sínum við hefð-
bundinn brag lýsir hann í ljóðinu
Rímþjóð, og segir: Loks opnaðist
veröldin mikla, og huldan steig
fijáls út úr dalnum.
Hin bókin er Kvæðabók Hann-
esar Péturssonar, fyrsta ljóðabók
ungs höfundar, sem tekið var með
miklum fögnuði, enda sleginn nýr
og ferskur tónn. Næst fremsta
ljóð bókarinnar hefst þannig:
Bláir eru dalir þínir
byggð mín í norðrinu
heiður er þinn vorhiminn
hljóðar eru nætur þínar
létt falla öldumar
að innskeijum
- hvit era tröf þeirra
Þótt huldan hafi stigið frjáls
út úr dalnum, þá á hún þar samt
heima. Hannes kemur fram á
tímamótum þar sem íslensk ljóð-
list hefur brotist úr fjötrum, hin
ófijóu átök um bragform eru í
raun að baki. Frelsið er einnig
fólgið í því að geta notað jöfnum
höndum hið fijálslegra form og
eigindir bragsins á persónulegan
hátt. Atómskáldin forðuðust vís-
anir í Ijóðum sínum, vildu að það
Iifði í eins konar tímalausu andar-
taki. Hannes var hins vegar frá
upphafi umfram allt íslenskur í
Ijóðum sínum, óijúfanlega tengd-
ur hinni sönnu þrenningu, er
Snorri Hjartarson orðaði svo vel:
landi, þjóð og tungu. Landið sjálft,
lifandi og síungt, þjóðsögur, bók-
menntir, sagan sjálf, allt sem
þjóðin man og varðveist hefur,
þetta er hinn mikli fjársjóður
þangað sem Hannes sækir í senn
efnivið sinn og viðmiðanir. — Og
vinnur úr á einkar persónulegan
hátt.
Staður, sögn, innra fyrirbæri
Við getum tekið sem dæmi
Ijóðið Drangey í Stundum og
stöðum frá 1962. Yfírborðsmynd
Ijóðsins er hin tignarlega
klettaeyja, sem Hannes hefur haft
fyrir augum í æsku, og vísun er
til þjóðsögunnar um óvættina í
Heiðnabergi, þar sem Guðmundur
biskup góði hætti vígslu sinni. En
þema Ijóðsins er hin illu öfl sem
búa innra með manninum og
bijótast fram þegar minnst varir,
líkt og í sögninni um eyjuna:
Oft þá varist sízt og sólin til þín
siglir rauðum voðum, úr hafi stigin
og lyftist þú í ljós morgunsins, tigin -
birtist hið illa, brýtur upp klettana. Skín
hið brýnda vopn sem digrar krumlur
hampa.
Slær um iðandi björgin beittum glampa.
Þannig er staðurinn og sögn
bundin staðnum tvinnuð saman
til að flytja lesandanum
áþreifanlega mynd af innra
fyrirbæri sem á sér ekki neina
áþreifanlega mynd. Einmitt þetta
hefur verið einkenni á ljóðagerð
Hannesar — þar vegast á „söngur
hjartans og hin kalda skynsemi"
eins og Jón úr Vör komst
einhveiju sinni að orði.
Evrópa enda hér
Þótt hér hafi verið lögð mikil
áhersla á hinn séríslenska þátt í
ljóðum Hannesar Péturssonar, þá
má ekki nema staðar við slíka
einföldun. Hannes hefur farið
vítt um Evrópu og sótt sér
ljóðföng í stundir og staði þeirrar
víðfeðmu hugmyndasögu sem
álfa okkar geymir. Evrópa endar
hér, eins og segir í einu ljóði, en
um leið er bent á hvar við eigum
heima, í menningarlegum
skilningi. Það er í senn húmanísk
víðsýni og innri íhygli sem
einkennir ljóðferil Hannesar,
sífelld leit menntaðs skálds að
öruggri fótfestu í ólgu
samtímans, að raunverulegum
kjarna undir því hismi stærilætis,
sjálfréttlætingar og
hégómaskapar, sem við höfum
fyrir augum og eyrum dag hvern.
Hnitmiðun Ijóðsins krefst
hófstilltrar ögunar í hugsun,
ögunar sem hefur jafnan efann
að leiðarljósi í leit sinni að
sannleika. Einmitt þannig vildi
ég lýsa ljóðagerð Hannesar.
Heimkynni við sjó
Hér gefst auðvitað ekki tóm til
að lýsa ferli hans í tíu ljóðabókum.
Ef til vill má segja að þróunin
hafi leitt til einföldunar í formi,
en jafnframt til dýpri hugsunar.
Ékki verður hjá því komist að
staldra við bókina Heimkynni við
sjó, sem kom út 1980. Skáldið
gengur um Álftanesið, virðir fyrir
sér hversdagsmyndir fjöru, hafs
og himins og finnur sér stað í
tilverunni, sköpunarverkinu, —
verður með einkennilegum hætti
eins konar miðdepill tilverunnar,
eðlilegur hluti umhverfisins og
jafnframt eins konar rödd
náttúrunnar í ytri og innri
skilningi. Skýrt dæmi um það er
síðasta ljóð bókarinnar, er beinir
hugsuninni að hinstu rökum:
Ei hálfa leið
nær hugsun mín til þín.
Ég skynja þig
en ég skii þig ekki.
Afneitun mín og hik
er ígrandun um þig.
Mín innsta hugsun
er á heimferð til þín
— og þó innan þín
sem ert allar strendur.
Mislengi
er iíf vort í hafi.
Eldhylur
Verðlaunabókin Eldhylur kom
út á liðnu hausti eftir 10 ára hlé,
og markar að ýmsu leyti enn eina
breytingu á skáldferli Hannesar.
Þijú löng kvæði bera bókina uppi
líkt og súlur eða máttarstoðir: í
upphafi, miðju og að lokum. Þetta
eru orðmeiri kvæði en fyrri ljóð
Hannesar, spanna stærri vef, og
hefjast á prósainngangi sem
markar aðstæður, og tvö þeirra
eru fleyguð slíkum
prósainnskotum. Þetta kann
mönnum að finnast nýjung, en
þeir kannast við slíkt sem ekki
hafa gleymt eddukvæðum. Þessi
þijú ljóð tengjast eins konar
þrenningu sem er landið, þjóðin
(sagan) og — sálin. Mestu skipta
að minni hyggju upphafsljóðið
Vorgestur og lokaljóðið Talað við
einhyrning.
Vorgesturinn er listaskáldið
góða er stígur fram úr koparstyttu
sinni í júní 1944 og ávarpar
ungmenni. Ljóst er af orðum hans,
að sú þjóð er hann þar sér er
ekki sú þjóð er Fjölnismenn
dreymdi um. Áfellisorð hans eru
þung, en birtir hafin þá von að
þjóðin muni þrátt fyrir allt láta
drauminn rætast.
Einhyrningurinn er alþekkt
Kriststákn á miðöldum, og ekki
fer á milli mála að það er Kristur
er birtist hinu aldna skáldi „um
víðan veg innan úr birtu sólar“.
Kjarni ljóðsins felst í ávarpsorðum
skáldsins, er hann sér
Einhyrninginn, og eru endurtekin
í lokin:
Þig átti ég að bróður
í þagnarljósi bamshjarta míns.
En þig missti ég
og þín er ég að leita, sífellt...
Þannig er leit skáldsins með
efann sér við hlið á þeirri leið er
sveigist óhjákvæmilega og líkt og
óafvitandi til upphafs síns.
Höfundur er rithöfundur og
prófessor í íslenskum
bókmenntum við Háskóla
íslands.