Morgunblaðið - 24.02.1994, Side 51

Morgunblaðið - 24.02.1994, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 51 Konur eru öngfvar kýr Frá Einari Ingva Magnússyni: Ef einhver fer til hjúkrunarfræð- ings í enskumælandi landi, er eins möguleiki á því að fræðingurinn sé kvenkyns eins og karlkyns. Þar getur hann verið hún. Kyngrein- ingu er ekki hægt að koma auga á í þessu tilviki í enskri tungu. Þann- ig er einnig að verða hér á Is- landi, þó tungumálið bjóði upp á allt annað og betra. íslenskan er það „fullkomið" mál, að sem betur fer gerir hún fólki auðveldara að skilja hvaða hugtök í málinu þýða og standa fyrir. Á íslensku er því hægt að sjá og heyra hvort tiltekinn fræðingur er karlkyns eða kvenkyns. Slík skil- greining er fólki til hægðarauka og auðveldar skilning og tjáskipti. I íslensku máli eru orð til eins og hjúkrunarmaður og hjúkrunarkona, forstöðukona og forstöðumaður, þó báðir einstaklingar séu að sjálf- sögðu af kyni manna, manneskjur. En ég er undrandi á þeim mann- eskjum, sem vilja afmá úr íslensku máli kyngreiningu starfstitla. Því kyngreining starfstitla er okkur sem skiljum málið til mikilla hægð- arauka. Það er mikill misskilningur hjá þessum konum (kvenmönnum) sem eru kvenkyns menn af manna kyni, að einhver minnkunn sé fólgin í kyngreiningu. Málið býður uppá þennan skilningsauka, og hví ekki að nota það? Er einhver minnkunn í því að vera kona en ekki karlmað- ur? Mér finnst kominn tími til þess, að breyta þeirri stefnu, sem viss hópur kvenmanna er að leiða málið okkar, íslenskuna, út í. Ameríkanar reka sumir upp stór augu, þegar þeir sjá, að lögregluþjónninn er kona (kvenkynsvera af mannkyni), en ekki maður (karlkynsveran sömu tegundar). Bara svona til að taka eitthvert dæmi. Á íslandi heyrist æ oftar að kvenkyns lögregluþjónar séu lögreglumenn, sem í sjálfu sér er ekkert rangt. Konur og karlar eru bæði menn, en menn geta ekki verið konur, þó konur geti verið menn. Verum ekki að rugla háþró- uðu máli, sem íslenskan er, í takt við enskuna, eða minnimáttarkennd sumra kvenna. Notum kyngrein- ingu okkar háþróaða tungumáls og tölum um lögreglukonur og lög- reglumenn, hjúkrunarkonur og hjúkrunarmenn, forstöðukonur og forstöðumenn. Hví ekki að nota þessi hjálpartæki íslenskrar mál- fræði? Mér finnst að konur geti verið stoltar yfir kynhlutverki sínu, eins og Guð skapaði þær, ekki síður en „venjuiegir" karlmenn eru með sitt hlutverk. Hvað er að því að kven- menn, séu kallaðir konur? Mér fínnst það bara „gott mál“. Á sama hátt og ekki verður villst á körlum og nautum, villist heldur enginn á konum og kúm. EINAR INGVI MAGNÚSSON, Heiðargerði 35, Reykjavík. Pennavinir FRÁ Filippseyjum skrifar 29 ára bandarískur karlmaður sem safnar símakortum og frímerkjum: Richard Nochbar, Q Plaza 207, 1900 Cainta, Rizal, Philippines. EINHLEYPUR 23 ára Slóvaki, prentari, með áhuga á ferðalögum og tónlist: Jaroslav Garaj, Hliny VII - Gabajova 2, 010 01 Zilina, Slovakia. SAUTJÁN ára finnsk stúlka með áhuga á hjólreiðum, sundi, skíðum, tónlist, bréfaskriftum: Jaana Manninen, Járvenpaantie 190, 44150 Áánekoski, Finland. FRANSKUR 36 ára sundkennari, kvæntur og þriggja barna faðir, skrifar á ensku: Nicolas Mautrot, 1 Rue Alphonse Daudet, 44110 Chateaubriant, France. GHANASTÚLKA 21 árs með áhuga á blaki, tónlist og bréfa- skriftum: Joyce Okpati, c/o Mr. Samuel Okpati, Tema Thread Company, P.O. Box 628, Tema, Ghana. VELVAKANDI ÞÖKKUM ÞAÐ SEM VEL ER GERT ÉG TALA fyrir minn munn og annars lesanda Morgunblaðsins á Selfossi er ég þakka fyrir það sem vel er gert, eins og okkur ber að gera. Reykjavíkurbréf Morgun- blaðsins sl. sunnudag, þann 20. febrúar, gladdi okkur mjög og okkur finnst verulega ánægju- legt að sjá, að loksins er einhver hjá blaðinu, sem skrifar af raun- verulegri þekkingu um málefni Evrópu og Evrópubandalagið, og virðist hafa kynnt sér málið rækilega. Kærar þakkir. Margrét Eggertsdóttir, Garðabæ. GÓÐ ÞJÓNUSTA HJÁSVARTA SVANINUM MÉR finnst sérstök ástæða til að þakka fyrir góða þjónustu hjá starfsfólki í Svarta svaninum, Laúgavegi 118, sem er reyndar Rauðarárstígsmegin. Þar hef ég getað farið inn í hjólastólnum mínum og skoðað myndbönd í rekkum og hjólað um eftir vild því aðgengið getur ekki verið betra. Alveg slétt frá útidyrum. Afgreiðslufólkið hefur gert allt til að létta um fyrir .mér með alla afgreiðslu á góðum varningi sem þar er að fá og sendi ég því bestu þakkir um leið og ég bendi hjólastólafólki og öðrum á að líta þangað inn. Ein í hjólastól. TAPAÐ/FUNDH) Lyklakippa tapaðist LYKLAKIPPA, merkt Sparisjóði Hafnarfjarðar, með fjórum lykl- um, tapaðist sl. föstudag, líklega á Laugavegi, en þó ekki víst. Finnandi vinsamlega hringi í sima 688190 fyrir hádegi. Lyklakippur fundust LYKLAKIPPUHRINGUR með tveimur húslyklum fannst við Frostaskjól við KR-heimilið sl. föstudag. Einnig fannst önnur kippa með rauðu coca-cola-merki og á henni eru tveir lyklar. Upp- lýsingar í síma 620730. Hringur fannst GAMALL gullhringur með blá- um steini fannst fyrir utan Stiga- hlíð 28 sl. föstudag. Upplýsingar í síma 811974 á milli kl. 12 og 15.. Seðlaveski tapaðist á Ömmu Lú LÍTIÐ svart seðlaveski með skólaskírteini og skilríkjum tap- aðist á Ömmu Lú fimmtudaginn 10. febrúar sl. á árshátíð Kvennaskólans. Finnandi vin- samlega hringi í síma 683790. Týndir skór SVARTIR uppreimaðir leðurskór af stúlku (hermannaskór) töpuð- ust í Sundlaug Vesturbæjar sl. mánudag. Fqreldrar barna á þessu svæði eru beðnir að athuga hvort börn þeirra hafi komið heim í ókunnugum skóm. Upp- lýsingar í síma 616888. GÆLUDÝR Köttur í óskilum BLÁGRÁR fressköttur með hvít- ar loppur, bringu og höku fannst við Toyota-umboðið í Kópavogi fyrir rúmri viku. Hann er ungur og ógeltur. Kannist einhver við köttinn er hann vinsamlega beð- inn að hafa samband í síma 650514. Guðrún. ÞESSI læða hefur dvalist nokk- urn tfma í Kattholti og langar heim til sin. Kannist einhver við gripinn er hann vinsamlega beð- inn að sækja hann. Kattholt er opið á milli kl. 14 og 16. Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. } 'tl'l -II,■■ I.ÍM Ókeypis löglræðiaðstoð á hverju f immtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012 ORATORf félag laganema 94029 Excel námskeið Tölvu- og verkfræðiþjónustan TölvusKóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90 Námskeið í sjálfsrækt helgina 26. og 27. febr. árangur-Meit Leiðbeinandi Guðrún G. Bergmann Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum og verkefnum sem beinast að því að: Efla sjálfstraustið ✓ Byggja upp jákvætt viðhorf gagnvart eigin útliti ✓ Þjálfa tjáningu ✓ Vinna með staðfestingar ✓ Draga fram jákvæða persónuþætti ✓ Kanna uppranafjölskvlduna og stöðu sína innan hennar ✓ Læra að greina innrætingu úr umhverfinu y/ Setja sér markmið og læra leiðir til að ná þeim ✓ Hugleiðslur og aðrar þroskandi æfingar Námskeiðið stendur frá kl. 10—17.30 hvem dag í sal SVFR við Háaleitisbraut. 10% afsláttur fyrir félaga í Nýaldarsamtökunum. 10% þátttakenda geta sótt um fiía þáttöku, ef þeir eiga í greiðsluerfiðleikum. upplýsingar í vcrsluninni Betra 1 Biddu um Banana Boat þegar þú vilt 99,7% Aloe Vera Þú kemst ekki nær sjálfri Aloe Vera plötunni, sárasmyrsli náttúrunnar. Prófaöu 99,7% hreina Aloe Vera gelið frá Banana Boat á brunasár, þurra eða sprungna húð, útbrot o.þ.h. Þú finnur ekki mun á því og að brjóta Aloe Vera blað og bera hlaupið úr því beint á þig. Gerðu verðsamanburð á 99,7% hreina Aloe Vera gelinu frá Banana Boat og útþynntum Aloe Vera gelum. 99,7% hreina Aloe Vera gelið frá Banana Boat fæst í 6 misstórum túpum og brúsum með eða án pumpu. Verð frá kr. 540,- desilítrinn til kr. 988,- hálfur lítri. 99,7% hreina Aloe Vera gelið frá Banana Boat fæst í Heilsuvali, Barónsstíg 20, og í öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur. Pað fæst líka í vönduðum apótekum, snyrtivöruverslunum, sólbaðsstofum og víðar, ásamt breiðri Aloe Vera húðvörulínu frá Banana Boat (Body Lotion, varasalva, sólkrem o.m.fl.). Biddu um Banana Boat þegar þú vilt hreina hágæðajurtavöru á góðu verði. HEILSUVAL - Barónsstíg 20 ■ff 626275 og 11275 SAMSTARFSVERKEFNIÐ TÓNWTFWRAUA 23. febrúar, kl. 20.00 íþróttahúsinu v/ Vesturgötu 24. febrúar, kl. 20.00 íþróttahúsi Sólvallaskóla SOV** 26’ febrúar, kl. 14,00 íþróttahúsinu Digranesi Hljómsveitarstjóri: Juha Nikkola Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir Kynnir: Sverrir Guðjónsson Danshöfundur: David Greenall Listdansflokkur æskunnar EFNISSKRÁ Richard Wagner: Forspil að 3. þætti Lohengrin Pjotr Tsjajkofskíj: Fiðlukonsert Sigvaldi Kaldalóns/ úts: P.P.P.: Á Sprengisandi Fjöldasöngur: Hver á sér fegra föðurland Ó blessuð vertu sumarsól Island ögrum skorið Maurice Ravel: Bolero SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Hljómsvelt allra íslendlnga OZZZOo

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.