Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
Svar til útvarpsstjóra
eftír Kristínu A.
Jónsdóttur
Ágætur útvarpsstjóri, Heimir
Steinsson, varpaði fram nokkrum
spurningum í grein í Mbl. 11. febr-
úar sl., sem við teljum að hafí ver-
ið beint til okkar í áhugahópnum
um fijálsa áskrift. Þessum spurn-
ingum vil ég svara í eftirfarandi
máli, ásamt því að kasta fram
nokkrum punktum um Ríkisútvarp-
ið pg sjónvarp.
í umræddri grein fer Heimir
nokkrum orðum um eiginlegt hlut-
verk ríkissjónvarpsins. Þar ræðir
hann um hveijir ættu að tryggja
afskekktum byggðum þessa lands
aðgang að óruglaðri sjónvarpsrás
ef ekki er boðið upp á ríkisrekna,
óruglaða rás. Því er fljótsvarað,
segja má að ríkissjónvarpið sé í
raun ruglað í þeirri merkingu að
þar eru innheimt föst afnotagjöld
af öllum eigendum sjónvarpstækja
á íslandi með ákveðnum undan-
tekningum þó. Það má álykta að
margir þeirra sem „njóta“ þjónustu
ríkissjónvarpsins, myndu glaðir
greiða öðrum fijálsum sjónvarps-
stöðvum fyrir þessa þjónustu. Allir
vita að fjárhagi margra heimila er
þannig háttað að þau hafa ekki
efni á nema einni sjónvarpsstöð.
Með lögbundinni skyldugreiðslu af-
notagjalda af ríkissjónvarpinu er
búið að velja fyrir þetta fólk. Málið
er að ef almenningur hefði fijálst
val, má ætla að frjálsar sjónvarps-
stöðvar sæju hag í að koma upp
enn fleiri sendum en þeir bjóða upp
á í augnablikinu.
Þegar lögbundin afnotagjöld rík-
issjónvarpsins ber á góma, koma
alltaf upp raddir um það að þessi
gjöld séu innheimt í skjóli þeirrar
nauðsynjar að ríkissjónvarpið gegni
mikilvægu öryggishlutverki. Þau
rök eru afar léttvæg í dag, þegar
fjöldi einkarekinna útvarpsstöðva
er vafalítið tilbúinn. að axla þessa
ábyrgð og líta aðeins á það sem
aukna þjónustu við hlustendur sína.
Það má því strax strika ríkissjón-
varpið úr dæminu, því notkun sjón-
varpstækja er það háð rafmagni og
það væri aldrei hægt að treysta á
fulla nýtingu þeirra. Við þetta er
að bæta að forráðamenn ríkissjón-
varpsins hafa verið óþreytandi að
fullyrða að öryggið sé eingöngu
tryggt með útvarpi RÚV og sjón-
varpsins.
Við í áhugahópnum bárum þessa
fullyrðingu undir Guðjón Petersen,
forstjóra Almannavarna. Hann
svaraði því á eftirfarandi hátt. Sjón-
varp er ekki öryggistæki, því að
hamförum fylgir iðulega rafmagns-
leysi. Útvarpið er því það verkfæri
s.em við lítum til.
Þá spurðum við Guðjón ennfrem-
ur, í fyrsta lagi, hvemig er þessum
málum háttað í dag, og í öðm lagi,
hveijar væru óskir Almannavarna
ef þær fengju alfarið að ráða því
hvernig málum væri háttað? Svar-
aði hann því á eftirfarandi hátt. í
dag í minni háttar tilfellum, sendum
við símbréf til útvarpsstöðvanna og
þau lesa tilkynningar frá okkur.
Ef um meiri hamfarir er að ræða
er einfalt að tengja útvarpsstöðv-
amar við útvarp Almannavarna og
nýta þannig senditíðni þeirra. Það
eina sem þarf að koma til er að
stöðvarnar þurfa að hafa varaafl-
stöðvar.
í dag hafa RÚV og Bylgjan yfir
þessum búnaði að ráða. Aðrar
stöðvar era að hugleiða að bæta
þessum búnaði við hjá sér. Til að
mynda sögðu forráðamenn Aðal-
stöðvarinnar að þeir litu á það sem
þjónustu við hlustendur sína og ef
ósk kæmi um það frá Almannavörn-
um væri sjálfsagt að ganga þannig
frá hlutum að þeir kæmust nánast
fyrivaralaust inn í útsendingu
þeirra. Það era ekki allir með út-
varpið stillt á RÚV, ef Almanna-
varnaflauturnar færu í gang yrði
nóg að kveikja á útvarpinu, í því
tilfelli að allar stöðvamar væra þá
beintengdar við Almannavarnaút-
varpið.
Onnur öryggisatriði eru veður-
fréttir. Nú stendur yfír endurskipu-
lagning á allri þjónustu Veðurstof-
unnar og er þar hugsað fyrir sér-
þörfum fyrir t.d. flugmenn, sjó-
menn, bændur og vegfarendur.
Magnús Jónsson veðurstofustjóri
Nefnd um almenna fullorðinsfræðslu
Starfsmenntaráð
Hvert ber að stefna
í fræðslu fullorðinna?
Almenn fullorðinsfræðsla og starfsmenntun,
símenntun
Borgartúni 6 mánudaginn 28. febrúar 1994 ki. 13-18.
Kl. 13.00-13.15 Opnun málþingsins
menntamálaráðherra Ólafur G. Eínarsson.
Kl. 13.20-14.10 Fræðsla fullorðinna f Danmörku
Erling Klinkby, deildarstjóri í danska menntamála-
ráðuneytinu, skrifstofu fyrir fullorðinsfræðslu.
Kl. 14.15-15.30 Hver er tilgangurinn með
fræðslu fullorðinna?
Jón Torfi Jónasson, dósent, Háskóla íslands.
Hver á. að annast framboð og hverjir eiga að
bera kostnað?
Margrét S. Björnsdóttir, aðstoðarmaður
viðskiptaráðherra.
Kl. 15.30-16.00 Kaffi.
Kl. 16.00-17.00 Hvert á að vera samhengi almennrar
fullorðinsfræðslu og starfsmenntunar í atvinnulífinu?
Guðmundur Gunnarsson, Alþýðusamb. íslands,
Halldóra J. Rafnar, Vinnuveitendasamb. íslands,
Stefán Baldursson, skrifstofustjóri menntamálaráðu-
neytinu.
Kl. 17.00-17.45 Umræður.
Kl. 17.45 Ráðstefnuslit.
Ráðstefnustjóri: Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytis-
stjóri í félagsmálaráðuneytinu.
sagði nýlega í blaðaviðtali að könn-
un Félagsvísindastofnunar hefði
leitt í ljós að þessir aðilar væru því
samþykkir að borga sérstaklega
fyrir þessa þjónustu.
Það er umhugsunarvert að um-
ræðan um sjónvarp RÚV ijallar
oftast um hluti sem skipta í raun
engu máli. Því að tæknilega er
haegt að leysa flesta þá þætti sem
RÚV telur vera skyldu sína umfram
aðrar stöðvar. Við í áhugahópnum
erum einfaldlega að segja að
skylduáskriftin að RÚV sé ekki
forsendan fyrir að þessi þjónusta
sé innt af hendi. Það er ekki sann-
gjarnt að eigendur sjónvarpstækja
borgi brúsann til að halda uppi sjón-
varpi og tveimur útvarpsrásum inná
markaði þar sem aðrar stöðvar
þurfa að byggja afkomu sína alfar-
ið á auglýsingatekjum og fijálsri
áskrift. Það má hugsa sér og er í
raun eðlilegra að taka þessa skyldu
af RÚV og afhenda Pósti og síma.
Skyldan sem slík er í raun sala á
dreifingu útvarps- og sjónvarpsefn-
is. Og allir aðilar ættu að geta set-
ið við sama borð og keypt aðgang
að dreifingunni.
Að lokum þetta, nú þegar út-
varpslaganefnd situr á rökstólum
Kristín A. Jónsdóttir
„Dytti einhverjum í hug
að skylda bókakaup-
endur til að greiða fyrir
„ríkisútgefna“ bók
fyrst?“
og er að reyna að semja ný lög,
þá finnst okkur einkennilegt að for-
maður hennar skuli segja í viðtali
við fjölmiðla að þetta séu ekki að-
eins viðskiptaleg rök sem þarna
þurfi að koma til. Hann segir það
líka vera spurningu um menningar-
legt gildi. Er ekki eðlilegt að lista-
menn hafi aðgang að ljósvakamiðl-
um á sama hátt og rithöfundar
hafa að útgáfufyrirtækjum? Dytti
einhveijum í hug að skylda bó-
kakaupendur til að greiða fyrir „rík-
isútgefna“ bók fyrst, áður en þeir
gætu keypt bók af óháðu útgáfufyr-
irtæki? Það eru til mýmörg dæmi
um sambærilega hluti þar sem við
myndum telja fáránlegt að ætla að
skylda kaupendur til að greiða fyrst
fyrir ríkisútgáfuna áður en við
gætum keypt það sem okkur langar
í. Dæmið sem forsætisráðherra,
Davíð Oddsson, sagði frá í viðtals-
þætti hjá Stöð 2 þekkja allir.
Við í áhugahópi um fijálsa
áskrift að RÚV viljum eindregið
hvetja nefndarmenn útvarpslaga-
nefndar og alþingismenn alla til að
opna nú hug sinn og veita sann-
girniskröfu okkar brautargengi. Við
viljum hvetja alla sem áhuga hafa
á máli þessu til að mæta á stofn-
fund samtakanna 24. febrúar á.
Holiday Inn kl. 20.30.
Höfundur er tnlsmaður áhuga-
hóps um frjálst val á áskrift að
RUV.
Hver heimsækir
kírópraktorinn?
eftír Tryggva
Jónsson
Á starfsferli sem kírópraktor
undanfarna tæpa tvo áratugi hefur
oft komið upp sú spurning hvað
hægt er að kanna í heimsóknum
gigtsjúkra til kírópraktormeðferð-
ar. Úndanfarin ár hefur sjaldnast
verið tími áð sinna slíkum málefn-
um.
Að gefnu tilefni tók ég saman
ákveðið úrtak einstaklinga í núm-
eraröð til að sjá hvernig fólk dreif-
ist í starfsflokka sem kemur til
meðferðar á stofu mína vegna gigt-
ar í hrygg. Niðurstöðurnar eru í
samræmi við íslenskan starfalykil
unninn af Hagstofu íslands. Flesta
sjúklinga má flokka með stoðkerf-
iskvörtun í efra- eða neðrabaki. Hjá
skjólstæðingum mínum eru helm-
ingi fleiri kvartanir á vanda í neðra-
baki en kvartanir á vanda í efra-
baki. Algengasti starfshópurinn
sem sækir mig heim á tímabilinu
er þjónustu-, sölu- og afgreiðslu-
fólk. Starfsfólk sem tilheyrir stétt-
um tækna og sérmenntaðs starfs-
fólks, sérhæfðs starfsfólks í iðnaði,
sérfræðinga og skrifstofufólks eru
algengir sjúklingar á stofu minni
en kjörnir fulltrúar, æðstu embætt-
ismenn og stjórnendur, bændur og
fiskimenn, véla- og vélgæslufólk og
ósérhæft starfsfólk kemur sjaldnar
til meðferðar. Þá má einnig geta
þess að ellilífeyrisþegar, skólafólk
og öryrkjar heimsækja stofu mína.
Er þá forvitnilegt að rýna í kyn-
skiptingu allra einstaklinganna í
úrtakinu. í ljós kemur að 63% eru
kvenkyns og 37% eru karlkyns.
Ekki fær þó greinarhöfundur séð
skýringu á skiptingu kynjanna í
þessu samhengi þar sem vinnuálag,
svefnvenjur, áhersla á líkamsrækt
og matarvenjur eru svipaðar hjá
báðum kynjum.
Aldursdreifing sjúklinga sem
koma til kírópraktorsins bendir ein-
dregið á þá staðreynd að algengast
er að vinnandi fólk kemur til með-
ferðar og er mikill meirihluti á aldr-
inum 20-50 ára, eldri einstaklingar
eru færri.
Skjólstæðingar mínir lýsa gjarn-
an stirðleika og spennu í efra- eða
neðrabaki eða hvorutveggja, bólgu-
verkjum í vöðvafestum eða liðbönd-
um sem veldur sársauka í hrygg.
Starfsfólk í álagsvinnu lýsir oft
sársauka og óeðlilegri spennu og
stirðleika í neðrabaki hvort sem er
í hreyfingu eða kyrrstöðu, einnig
segir það frá tímabilum af svefn-
ieysi eða morgungigt. Skrifstofu-
fólk lýsir gjarnan sársauka og
strengjum í efrabaki sem koma af
langsetum við vinnu, einnig höfuð-
verkjum og jafnvel ógleði eða
svima. Af þeim slitgigtareinkennum
sem einstaklingar lýsa á ferli með-
ferðarinnar og könnunin nær til er
athyglisvert að flestir skjólstæðing-
ar mínir lýsa á meðferðartímanum
rénun á spennu og sársauka í
hrygg.
Vissulega gefur það vísbendingu
um nánari rannsókn á þeirri end-
ingu sem stutt meðferð nær til.
Fleiri en helmingur skjólstæðinga
minna eru aðeins um einn mánuð
í meðferð. Útkoman úr kírópraktor-
meðferð við slitgigtaeinkennum í
hrygg er mjög viðunandi þegar litið
er til tveggja þátta í meðferðarút-
komu. Annars vegar þar sem á
könnunni sést að rúmur helmingur
skjólstæðinga minna er sæmilega
góður við útskrift og rúmur þriðj-
ungur er sæmilegur. Hins vegar
koma sjúklingar að meðaltali í sjö
skipti í meðferð. Meðferðarskiptin
eru áberandi fá miðað við aðra gigt-
arþjónustu á landinu. Vísir að end-
urgreiðslukerfi er nú kominn í
gagnið. Sumir sjúkrasjóðir verka-
lýðsfélaga innan ASÍ greiða nú
Tryggvi Jónsson
„Hjá skjólstæðingum
mínum eru helmingi
fleiri kvartanir á vanda
í neðrabaki en kvartan-
ir á vanda í efrabaki.“
hluta meðferðar sambærilegum nið-
urgreiðslum og við meðferð í
sjúkraþjálfun. Enn sem komið er
hefur enginn samningur verið gerð-
ur á milli Kírópraktorafélags ís-
lands og Tryggingastofnunar ríkis-
ins.
Höfundur er kírópraktor með
takmarkað lækningaleyfi frá 1978
og starfar í Reykja vík.
Einstaklingskeppni
í norrænni skóla-
skák hefst í dag
HIN árlega einstaklingskeppni í norrænni skólaskák fer fram í
Espoo í Finnlandi dagana 24.-27. febrúar. Keppni þessi er ein
af fjórum árlegum Norðurlandamótum í skólaskák sem haldin
eru til skiptis á Norðurlöndunum.
Að þessu sinni munu eftirtaldir Kjeld, TR, D-flokkur (f.
skákmenn tefla fyrir Islands hönd:
A-flokkur (f. 1974-76): Sigur-
björn Björnsson, S.H., og Magnús
Örn Úlfarsson. B-flokkur (f.
1977-78): Helgi Áss Grétarsson,
TR, og Arnar E. Gunnarsson, TR,
C-flokkur (f. 1979-80): Jón Vikt-
or Gunnarsson, TR, og Matthías
1981-82): Bragi Þorfinsson, TR,
og Bergsteinn Einarsson, TR,
E-flokkur (f. 1983 og síðar): Sig-
urður Páll Steindórsson, TR, og
Hjalti Rúnar Ómarsson, TK, Far-
arstjórar verða Ólafur H. Ólafsson
og Ríkharður Sveinsson.