Morgunblaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994 Signý Sæmundsdóttir sópran og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanó- Ieikari. Háskólatónleikar í Norræna húsinu Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu á morgun miðvikudag- inn 2. mars koma fram þær Signý Sæmundsdóttir sópran og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og eru um hálftími að lengd. Á tónleikunum verða flutt sönglög eftir Hans Pfitzner, Ölmu Mahler og Joseph Marx. Hans Pfitzner var á fyrri hluta þessarar aldar mikils metinn í heimalandi sínu. Einkum þótti og þykir enn óperá hans „Palestrína" vera mikið snilldarverk. Sönglög þau sem flutt verða á tónleikunum eru skrifuð á árunum 1888-1889. Tónlist hans er hárómantísk og skrifuð undir áhrifum frá Sehu- mann, Brahms og Wagner. Alma Mahler var eiginkona tón- skáldsins Gustavs Mahler. Hann fór fram á að hún hætti að skrifa eigin tónlist og segir í bréfí til hennar 1901; „getur þú ekki ímyndað þér mína tónlist sem þína“? Eftir hana liggja aðeins 14 sönglög og verða fjögur þeirra flutt á tónleikunum. Joseph Marx var austurrískt tón- skáld, fræðimaður og gagnrýnandi. Þegar Tónlistarháskólinn í Vín var stofnaður 1924 varð hann fyrsti rektor skólans. Sem tónskáld er Marx þekktastur fyrir sönglög sín. Signý Sæmundsdóttir stundaði söngnám við Tónlistarskólana í Kópavogi og Reykjavík og fram- haldsnám við Tónlistarháskólann í Vínarborg og lauk þaðan einsöngv- araprófi 1988. Signý hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífi hérlendis. Hún hefur komið fram sem ein- söngvari með Sinfóníuhljómsveit íslands, Kammersveit Reykjavíkur og ýmsum kórum og einnig tekið þátt í óperuuppfærslum Islensku óperunnar. Síðast söng hún hlut- verk Sylvíu í Sardasfurstynjunni vorið 1993. Þóra Fríða Sæmundsdóttir lauk píanókennaranámi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík vorið 1978. Síðan lá leið hennar til Þýskalands. Eftir að hafa lokið diplomaprófí frá Tór.listarháskólanum í Freiburg im Breisgau hélt hún áfram námi við Tónlistarháskólann í Stuttgart. Þar lagði hún áherslu á ljóðaflutning. Eftir að hún kom heim hefur hún tekið þátt í ýmiss konar tónleikum og leikið í útvarpi og sjónvarpi. Handhöfum stúdentaskírteina er boððinn ókeypis aðgangur, en að- gangseyrir fyrir aðra er 300 krónur. Orgeltónleikar ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Listvinafélag Hallgrímskirkju stóð fyrir tónleikum í Hallgríms- kirkju sl. sunnudag og lék orgel- leikari kirkjunnar, Hörður Áskels,- son, verk eftir Buxtehude, Kjell Mörk Karlsen og J.S. Bach. Tón- leikarnir hófust á tokkötu í F-dúr eftir Buxtehude og þar eftir lék Hörður þijá sálmforleiki yfir sálminn Faðir vor, sem á himnum ert, þar sem Buxtehude beitir þremur mismunandi úrvinnsluað- ferðum, af þeim glæsibrag sem þessum snillingi var einum lagið. Hörður lék þessi verk mjög vel, með skírri hendingainótun og fal- legri raddskipan. Heimskautasinfónía heitir org- elverk eftir Kjell Mörk Karlsen og frumflutti Hörður . 3. og 4. kafla verksins að þessu sinni. Scherzo ostinato heitir sá 3. og er hann á köflum magnaður þrá- stefjaleikur, sem reynir töluvert á leikni orgelleikarans. Hörur lék scherzo-kaflann mjög vel, svo og 4. þáttinn, sem ber heitið Lilja fragment. í Lilju-kaflanum ríkti ósætti á milli þessa gamla sál- malags og einlitra þrástefja úr- vinnslunnar hjá Karlsen og taldi undirritaður sig skynja þetta ósætti í flutningi Harðar. Má vera að hér komi til fordómar, sem tengjast væntumþykju á þessu einstæða sálmaverki íslenskra þjóðlaga og þessvegna sé erfitt að sætta sig við að lagið sé tætt sundur í þrástefjaða útfærslu. Hörður Áskelsson. Það brá fyrir nokkuð öðrum hugsunarhætti í kóralforspilinu fagra, Schmiicke Dich, og passa- kaglíunni miklu í c-moll eftir meistara Jóhann Sebastían, en þar fór Hörður á kostum. Sam- skipan radda, mótun tónhendinga var glæsileg í kóralforspilinu og í passakaglíunni var kaflaskipanin mjög vel útfærð og fúgan þrungin spennu, sem Hörður náði fram án þess að ofgera verkinu. Mörg- um hættir til að leika bassastefið með þrumandi röddum en hjá Herði var sérlega gott jafnvægi á milli raddanna og allur flutningur verksins vandaður og stílhreinn. Sólveig Eggertsdóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson Gallerí Sólon íslandus við Bankastræti er um margt nokkuð sérstakur sýningarstaður. Salur- inn er á hæðinni fyrir ofan kaffi- hús, sem breytist í öldurhús á kvöldin; mjög hljóðbært er á milli, þannig að oft verður lítið um þann frið, sem flest myndlist þarf til að njóta sín sem best. Rýmið er nokkuð stórt, og getur því hentað vel undir ólík listaverk; í því er hins vegar aðeins einn góður sýn- ingarveggur, og gefur rýmið því á stundum takmarkaða möguleika í sambandi við uppsetningu sýn- inga. Hins vegar hefur tekist vel til við uppsetningu sýningar Sól- veigar Eggertsdóttur, sem nýlega er hafin í sýningarsalnum. Sólveig Eggertsdóttir stundaði um tíma nám í listaskóla í Frakk- Iandi, en útskrifaðist frá högg- myndadeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands fyrir fjórum árum; frá þeim tíma hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýning- um og haldið tvær einkasýningar. Sýningu sína að þessu sinni nefnir Sólveig „Brot“, og vísar með því til þess heims minninga, sem sýningin snýst um, eða eins og hún orðar það sjálf: „Það sem ég veit um fortíðina eru brot. Það sem ég man úr fortíðinni eru brot.“ Og líkt og brot minning- anna eru oft sveipuð móðu tímans, eru þeir hlutir sem listakonan notar í verk sín að mestu huldir vaxi í ýmsum litum, og flest verk- in mótuð í mjúk form skálarinn- ar, sem vitnar um hina eilífu hringrás. Verkin eru unnin út frá brotum af styttum úr gifsi, sem væntan- lega hafa borist til lands á fyrri hluta aldarinnar til að skreyta list- snauð heimili íslendinga. Margir kannast við þessar styttur af bal- lerínum, soldátum, börnum og dýrum, sem hafa prýtt mörg hý- býlin hér á landi og gera ef til vill enn; í þessum styttum birtist draumkenndur heimur ævintýra, hamingju og glæsileika heims sem var Ijarlægur hinum íslenska meðaljóni. Hér eru minningarn- ar steyptar í vax og settar upp á vegg í eins konar altaristöflum eða minningarplöttum; mislitt vaxið hylur gifsbrotin, og gefur þeim mismunandi vægi hlýju og kulda, eftir því sem við á. Einkum eru töflurnar skemmtilegar hvað varðar þessar litastemmningar. Uppsetning verkanna er afar vel heppnuð. Öll eru þau á stóra veggnum; töflurnar settar í röð til hliðar, en hringmyndirnar síðan með óreglulegum hætti um annan hluta veggjarins, og mynda sterka heild mislitra og misstórra verka, með opna gjörð sem eins konar kjölfestu. Hin einstöku styttubrot eru ekki alltaf jafnáberandi í verk- unum, oftast sett inn sem miðlæg- ur kjarni, sem hæfir minningum. En sem fyrr segir eru þetta aðeins brot; í raun eru þau snjáð, daufleg og molnuð, gjörsneydd þeim ævintýraljóma sem eitt sinn gerði þau merkileg. Minningar eru hins vegar nokkuð annars eðlis; þó almennt séu þær óljósar og þokukenndar, er þar alltaf að finna einstök atvik, sem lýsa sem leiftur í gegnum þokuna, tær og björt í öllum smáatriðum. Það eru slík brot gefa minningum gildi, en ekki hið almenna mistur, sem jafnvel er nú þegar tekið að um- vefja síðustu viku, hvað þá at- burði sem ár eða áratugir skilja frá okkur. Þetta leiftrandi eðli minning- anna kemur ekki fram í þessum verkum, heldur eru þau helguð þokunni; sem slík er líklegt að þau verði fljótlega einnig umvafin henni í hugum flestra sýning- argesta, þrátt fyrir ágæta upp- setningu. Sýning Sólveigar Eggertsdótt- ur, „Brot“, í Gallerí Sólon íslandus við Bankastræti stendur til mánu- dagsins 14. mars. CAPUT-TONLEIKAR _________Tónlist Jón Ásgeirsson Caput-hópurinn hélt tónleika á Kjarvalsstöðum sl. laugardag undir yfirskriftinni „Ég er loksins farinn að skrifa fallega tónlist", sem vekur menn til umhugsunar um það hvað tónskáld 20. aldarinnar hafa í raun verið að gera. í efnisskrá er ágæt grein eftir Hjálmar H. Ragnarsson, um stöðu nútímatónlistar og telur hann að menn hafi séð „stóra sann- leikann" í ýmsum kerfum, sem í sjálfu sér voru ekki hættuleg en við að framfylgja þeim, hafi þau skaðað framgang tónlistar og svo vitnað sé í nefnda grein: „. .. í tónlistinni höfuní við átt okkar stórasannleik, sem varpað hefur dimmum skugga yfir öldina. Hann byggist á kenningunni um jafngildi tónanna og hefur gengið undir nafninu tólftónatónlist eða raðtónlist.“ Hjálmar fjallar einnig um tónlistartiíraunir sem einkennt hafa þessa öld og þar stendur meðal annars: „Krafan um nýstárleika kom í stað kröfunnar um endurnýjun og í kjölfarið hrönnuðust tilraunasmíðar upp hver annarri meðalmennsku- legri.“ Þá taldi Hjálmar að kerfis- hugmyndir hafi sumar verið áhuga- verðar, lógískar, einfaldar í notkun en steindauðar. Allt hefur þetta lengi verið til umræðu manna í millum en fáir þorað að segja hug sinn. Eitt af því sem undirrituðum þótti sérlega merkilegt í grein Hjálmars var staðhæfing hans að tónlist nú- tímans ætti sér ekki „sameiginlegt tungutak" og því skildi almennur hlustandi ekki inntak verkanna og gæti að takmörkuðu leyti notið þeirra. Þetta getur átt við að nokkru leyti en einmitt á þessu sviði hefur popptónlistin náð að búa til nýtt sameiginlegt alþjóðlegt tungutak, og t.d. hafa íslenskir höfundar popp- tónlistar náð tökum á þessu „málf- ari“. Þá ber einnig að hafa í huga að tónlistarumhverfi manna er mismun- andi og er hver hópur um sérstaka tónlist því eins konar málfarshópur, hefur t.d. tileinkað sér málfar kam- mertónlistar og þá ýmist barokktón- listar, klassískrar, rómantískrar eða nútímatónlistar, tónlistarmálfar ákveðinna hljóðfæra og söngtónlist- ar, er aðgreinist svo eftir því hvort um er að ræða „Lieder“ eða óperu- tónlist. Caput-hópurinn hefur lagt sig eftir hinu fijálsa málfari nútíma kammertónlistar og náð góðu sam- bandi við sambærilega málfarshópa erlendis og unnið það verk af sam- viskusemi að gefa hlustendum kost á að dæma að eigin raun og þar í er fólgið mikilvægi „málfarshópa" eins og Caput-manna. Á tónleikun- um sl. laugardag fann undirritaður sig hafa mjög gaman af málfarshug- myndum, eins og þær birtust í part- ítu fyrir fiðlu og píanó eftir Lut- oslawsky, sem Hildigunnur Hall- dórsdóttir og Helga Bryndís Magn- úsdóttir léku mjög vel, og sónötu fyrir selló og píanó eftir Schnittke, sem Sigurður Halldórsson og Daníel Þorsteinsson náðu að túlka mjög vel og ná fram sterkum stemmningum þessa sérkennilega tónskálds. Söngvar frá löngu liðnum árum eftir Arvo Párt voru mjög fallega fluttir af Sverri Guðjónssyni, en sem söngverk ef það ákaflega sparsamt og í raun tónfátækt, rétt eins og verkið hafi aðeins verið hannað en aldrei fullunnið, hafandi þó í sér grunnþætti fegurðar og vera gætt barnslegum innileik. Tónöl-skipan verksins og undarlegur nýstárleiki ætti að draga til sín andstæða málf- arshópa og þannig hafa nokkuð breiðan hóp áheyrenda. Tvö síðustu verkin, eftir Steve Reich og Terry Riley, eru tilrauna- verk og eins og Hjálmar lýsir slíkum verkum í áðurnefndri grein, eru þau lógísk, einföld en steindauð tónlist og gildir einu hversu vel tókst til um flutninginn. Líklega eru til málf- arshópar sem sækja sér gleði og fullnægja listnautn sinni með því að hlusta á slíka tónlist og þá standa allir frammi fyrir þeirri staðreynd að virða beri rétt þeirra til að búa sér það listumhverfi sem þeim þókn- ast og þjónar þörfum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.