Morgunblaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994
Gasolíuverð lágt í Rotterdam
Verð óbreytt
hér á næstunni
Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson
Færeyingar flylja
ÞRJÁR færeyskar fjölskyldur, alls 12 manns, komu til Hríseyjar á laugardaginn var, en þar hefur fólk-
ið fengið atvinnu. Myndin er tekin þegar fólkið er að stíga á landi í eynni eftir sjóferð með ferjunni
Sævari frá landi.
Færeysku fjölskyldumar komu út í Hrísey á laugardaginn var
Fólk í atvimiuleit sýnir áhuga
HRÍSEYINGUM fjölgaði umtals-
vert um helgina þegar færeysku
fjölskyldurnar frá Fuglafirði
fluttu þangað búferlum. Fólkið
hefur fengið vinnu hjá frystihúsi
KEA í eynni.
„Við erum mjög ánægð með
þessa fjölgun," sagði Jónas Vigfús-
son sveitarstjóri í Hrísey. „Það er
alltaf ánægjulegt þegar hægt er að
veita atvinnulausu fólki vinnu, sama
hvaðan það kemur.“
búferlafiutningum Færeyinganna
til Hríseyjar hefur fólk víða af land-
inu látið í ljós áhuga á staðnum og
sagði sveitarstjórinn að fyrirspum
hefði komið frá Tálknafirði um at-
vinnu og húsnæði og eins hefði
maður úr Reykjavík verið að skoða
hús í eynni fyrir helgi með kaup í
huga.
„Þetta er auðvitað einhæf vinna
sem í boði er, fyrst og fremst fisk-
vinna og það er meiri þörf fyrir
kvenfólk en karla,“ sagði Jónas, en
hvað húsnæðismál varðar sagði
hann að eitthvað væri á lausu af
húsnæði, „en það er byijað að
þjappast."
GASOLÍUVERÐ hefur verið lágt á Rotterdam-markaði undan-
farið og var tonnið selt á tæplega 140 dollara kringum 17. og
18. febrúar, miðað við „basis-fob-verð“ en um 143 dollarar við
seinustu skráningu. „Basis-fob“ er olíuverð án flutningsgjalda
og trygginga en „cargo-cif“ er olíuverð með tryggingu og flutn-
ingsgjöldum og því nokkru hærra. Yfirleitt kaupa olífélögin hér
olíu miðað við „cargo-cif“ eða sambærilega viðmiðun ytra. Tals-
menn íslensku olíufélaganna sögðu í samtali við Morgunblaðið
í gær að verð á gasolíu myndi ekki lækka um mánaðamótin nú
og óvíst væri með verðbreytingar á næstunni. Verð væri hins
vegar endurskoðað jafnóðum í samræmi við varanlegar verð-
sveiflur ytra.
Um seinustu áramót lækkaði
verð á gasolíu í samræmi við lækk-
að heimsmarkaðsverð og sagði
Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj-
ungs, að verðið hefði lítið breyst
síðan þá að meðaltali, hvorki til
hækkunar né lækkunar. „Þegar
við lækkuðum í desember vorum
við með sama verð og nú, þannig
að ég á ekki von á neinum verð-
breytingum á næstunni, að
minnsta kosti á meðan ekkert til-
efni er fyrirsjáanlegt,“ sagði Krist-
inn. Bjarni Bjarnason, fulltrúi for-
stjóra Esso-Olíufélagsins tók í
svipaðan streng.
Að sögn Kristins halda olíufélög
almennt að sér höndum um þessar
mundir og bíða eftir niðurstöðu
fundar OPEC-ríkja 25. mars nk.,
en þar verður athugað hvort sam-
staða náist um að minnka fram-
leiðslu sem gæti haft mikil áhrif á
olíuverð. Samstaða um slíkt sé þó
ekki líkleg.
Endurskoðað um miðjan
mánuð
Kristján B. Ólafsson, fjármála-
stjóri Olíuverzlunar íslands, sagði
að fyrirtækið ætti von á olíusend-
ingu eftir fyrstu viku í mars og
yrði verð endurskoðað um miðjan
mánuð ef tilefni gæfist til. Svartol-
ía hafi hins vegar hækkað verulega
á heimsmarkaði en vegna ágætar
birgðarstöðu geti fyrirtækið boðið
svartolíu á óbreyttu verði enn um
sinn.
Fimm stjórnarþingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi
Áhugi á flutningum
Auk Færeyinganna er fimm
manna fyölskylda frá Stokkseyri að
flytja til Hríseyjar á næstunni.
„Þetta er fólk sem var atvinnulaust
en hefur fengið vinnu hér og er
búið að festa kaup á íbúðarhúsi,"
sagði Jónas. í kjölfar atvinnu-
ástandsins í landinu og frétta af
Fimmtudagsfrídagar færð-
ir og tekiim upp sumartími
FIMM stjórnarþingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu
á Alþingi um að láta kanna hvort rétt sé að taka upp sumar-
tíma hér á landi og hvort flytja eigi til fimmtudagsfrídaga,
svo sem sumardaginn fyrsta og uppstigningardag, og lengja
þannig helgar. Einnig verði kannaðir möguleikar á að lögfesta
vetrarfrí og stytta sumarfrí á móti.
Arekstur
á Þjórsár-
dalsvegi
HARÐUR árekstur varð rétt hjá
bænum Haga í Gnúpverjahreppi
um kvöldmatarleytið í gær þegar
Mitsubishi-pallbíl var ekið framan
á Toyota-jeppa. Að sögn lögregl-
unnar á Selfossi er ökumaður pall-
bílsins grunaður um ölvun við
akstur. Hann meiddist lítillega, en
fólkið í jeppanum slapp ómeitt.
Ökumaður pallbílsins var einn á
ferð en tveir voru í jeppanum. Pall-
bílnum var ekið norðaustur Þjórsár-
dalsveg en jeppanum í gagnstæða
átt og lenti pallbíllinn framan á jepp-
anum. Að sögn lögleglunnar er það
mesta mildi að ekki skuli hafa farið
verr.
Flutningsmenn tillögunnar eru
Vilhjálmur Egilsson, Árni R. Árna-
son, Einar K. Guðfinnsson og Árni
M. Mathiesen þingmenn Sjálfstæð-
isflokks og Gísli S. Einarsson þing-
maður Alþýðuflokks. Þeir leggja
til að Alþingi feli ríkisstjórninni
að skipa nefnd til að kanna þessi
atriði. í greinargerð segir að það
sé talsvert hagsmunamál fyrir at-
vinnulífið að breyta núverandi
fyrirkomulagi, en margoft hafi
verið kvartað undan því að núver-
anóWskipan mála dragi úr fram-
leiðni atvinnulífsins og veiki sam-
keppnisstöðu þess.
Betri sumarstemmning
í greinargerðinni kemur einnig
fram að Framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins hafi lagt fram til-
lögu um samræmdan sumartíma í
aðildarríkjunum, að klukkan verði
færð fram um eina klukkustund í
lok mars og til baka síðasta sunnu-
dag í október. Sagt er að þeir sem
þurfa að hafa samskipti við Vest-
ur-Evrópu yfir sumartímann kvarti
undan því að samskiptatíminn
minnki verulega við að tímamis-
munurinn aukist úr einni klukku-
stund í tvær. Því geti mikill tími
og fyrirhöfn sparast með því að
taka upp sumartíma hér á landi
„Ef tekinn er upp sumartími
færist hið náttúrulega hádegi frá
um hálftvö til um hálfþijú á dag-
inn. Þetta þýðir að í raun mundi
þjóðin vakna fyrr á sumrin og byija
daginn fyrr. En það þýðir líka að
sólarinnar nýtur lengur þegar fólk
kemur úr vinnu og þá getur verið
þokkalega hlýtt á sumardögum
nokkuð fram eftir deginum. Þetta
gefur því þjóðinni betra tækifæri
til þess að njóta sumarsins og skap-
ar án efa betri sumarstemmningu
með öllu sem því fylgir," segir í
greinargerðinni.
Frídagar skapa erfiðleika
Þá er bent á að íslendingar taki
þijá fasta frídaga á fimmtudögum,
skírdag, uppstigningardag og sum-
ardaginn fyrsta. Þetta fyrirkomu-
lag sé nokkuð sérstakt og skapi
erfiðleika í atvinnulífi þar sem
vinnuvikan slitni sundur. Því hafi
oft vaknað sú spuming hvort ekki
sé heppilegt að. flytja fimmtu-
dagsfrídagana að helgum og jafn-
vel taka þá á öðrum tíma og nærri
hafi legið að samið væri um það
í kjarasamningum að flytja að
minnsta kosti einn þessara daga
til. Lagt er til að skoða hvort hægt
sé að tengja þessa daga til skiptis
við 17. júní eða sjómannadaginn
og gera þannig langar helgar með
aukafrídegi á föstudegi eða mánu-
degi.
Loks er lagt til að gerð verði
rækileg úttekt á því hvort ekki sé
skynsamlegt að setja ákvæði í lög
um orlof að tiltekinn lágmarks-
hluti orlofs sé tekinn utan sumar-
leyfistímans. Bent er á að þetta
sé til þess fallið að auðvelda fyrir-
tækjum almennt starfsemi sína og
auk þess geti þetta haft mikla
þýðingu fyrir innlenda ferðaþjón-
ustu þar sem það hvetji íslendinga
til aukinna ferðalaga á vetrum um
eigið land.
í dag
Búnaðarþing
Halldór Blöndal, landbúnaðarráð-
herra, segir landbúnaðinn illa undir
samkeppni búinn 18
Styrkir til grunnskóla________
Tuttugu og átta verkefni hljóta
styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla
27
FSA sýknað____________________
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
sýknað af kröfu sjúkraliða sem
slasaðist við störf 20
Leiðari ______________________
Vítahringur rússneskra stjómmála
26
íþróttir
► Knattspymulandslið Bóliv-
íu leikur á íslandi í mai - Magn-
ús Scheving Evrópumeistari í
þolfimi - Heimsmet í sundi hjá
Sigrúnu Huld Hákonardóttur
Sokolov
tryggði sér
signr í lokin
JOHANN Hjartarson, Sokolov og Van Wely.
ÍSLANDSBANKAMÓTINU í
skák lauk í gær á Akureyri. Ivan
Sokolov vann Jóhann Hjartarson
og tryggði sér þar með sigur á
mótinu. Hann hlaut 9 vinninga.
í öðru sæti varð Hollendingurinn
Van Wely, sem í gær vann Henn-
ing Danielsen, en hann hlaut ll/i
vinning.
Jóhann Hjartarson varð þriðji
með 7 vinning, Helgi Ólafsson hlaut
6V2 vinninga eftir sigur á Ólafi
Kristjánssyni í gær, en Klaus Berg,
sem vann Gylfa Þórhallsson í gær,
og Margeir Pétursson, sem vann
Björgvin Jónsson í síðustu umferð-
inni, deildu fimmta sæti með 6 vinn-
inga.
Önnur úrslit í síðustu umferð
urðu þau að De Firmian vann Þröst
Þórhallsson.
í verðlaun fyrir sigur sinn á
mótinu hlaut Sokolov 3.200 banda-
ríkjadali eða rúmar 220 þúsund
krónur. Verðlaunafé á mótinu var
alls 9.150 dalir eða um 650 þúsund
krónur.