Morgunblaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994 31 sem dómar misgamalla hrossa frá ólíkum sýningarárum voru lagðir að jöfnu. Einstaklingssýningarnar eru lík- lega vinsælasti hluti kynbótaþáttar- ins þar sem fram koma nýjar stjörn- ur en það er einmitt það sem áhorf- endur vilja. Að ætla sér að spá í hvaða hross muni bianda sér þar í toppbaráttuna er nær útilokað á þessu stigi málsins. Að vísu, með því að líta yfir dóma síðasta árs, má leiða getum að því hvaða hross muni koma fram í sex vetra flokkum -en um yngri flokkana er ill mögulegt að spá. Línur skýrast í forskoðun og best að láta nægja að fylgjast með framvindu mála í henni þegar þar að kemur. Hinsvegar má geta hér lágmarkseinkunna sem farið verður eftir við val hrossa inn á mótið. Stóð- hestar 6 vetra og eldri þurfa að ná 8,05. Stóðhestar 5 vetra 7,95. Stóð- hestar 4 vetra 7,80. Hryssur 6 vetra og eldri 8,0, hryssur 5 vetra 7,90 og hryssur 4 vetra 7,80. Alltaf hefur þeirri skoðun skotið upp kollinum að velja ætti fyrirfram ákveðinn fjölda hrossa í hvern flokk en ekki fara eftir lágmarks einkunnum. Telja ýmsir að dómar séu alltaf harðari landsmótsár og vilja rökstyðja það með þeim hætti að dómarar séu að reyna að tryggja að ekki fari of mörg hross inn á mót hverju sinni. Aðspurður um það hversvegna þess- ari leið hefði verið hafnað sagði Kristinn að samkvæmt útreikningum væru einkunnir landsmótsár fyllilega í jafnvægi við önnur ár þannig að þessi kenning stæðist engan veginn. En hvers vegna þessi leið hafi ekki verið valin sagði hann að þar væri farið eftir vilja hestamanna. Sagði hann að á síðasta ársþingi LH hafi þessi mál borið á góma í kynbóta- nefnd þingsins en enginn séð ástæðu til að bera fram tillögu þess efnis að fjöldi kynbótahrossa yrði ákveðinn fyrirfram. Búið er að dagsetja forskoðun sem fram fer fyrir landsmót og má sjá á meðfylgjandi töflu að hún tekur mun skemmri tíma en áður. Munar þar mestu að tvær dómnefndir verða að störfum. Önnur, sem Þorkell Bjarna- son hrossaræktarráðunautur veitir forstöðu, mun dæma á Norðurlandi og Austfjörðum að Vestur-Húna- vatnssýslu undanskilinni en hin dóm- nefndin, þar sem Kristinn Hugason mun ráða ríkjum, dæmir á Suður- og Vesturlandi auk Vestur-Húna- vatnssýslu. Með þeim munu starfa héraðsráðunautar og eru uppi hug- myndir um að starfandi ráðunautar á Norðurlandi muni dæma fyrir sunn- an og öfugt. Sagði Kristinn þetta gert til að tryggja hlutleysi og betri yfirsýn. Nýtt kynbótamat verður reiknað út að aflokinni forskoðun og verður fullbúið 20. júní og mun þá liggja • fyrir röð afkvæmahrossa til verð- launa á landsmótinu. Sýningargjöld fyrir hvert hross verða 2.050 krón- ur, hefur hækkað um 50 krónur frá síðasta ári og segir Kristinn það í samræmi við hækkun vísitölu búíjár. Á landsmótinu er gert ráð fyrir að byggingardómar á hryssum úr for- skoðun verði að mestu látnir standa. Kynbótadómar munu hefjast þriðju- daginn 28. júní en dagskrá mótsins verður kynnt nánar síðar. KRIPALUJOGA Jóga er líkamleg og andleg iðkun. Námskeið hefjast í byrjun mars fyrir byrjendur og lengra komna. Reyndir kennarar. JógastöMn Heimsljós Skeiíunni 19,2. hæð, s. 679181 (kl. 17-19). Mc’tsMublcu) ú hverjum degi! mánaða ábyrgð á notuðum Daihatsu og Volvo bílum í eigu Brimborgar! 1 o O % ÁBYRGÐ Opið laugardaga kl. 10:00 - 17:00 Það getur verið töluverð áhætta að kaupa notaðan bíl. Þú getur auðveldlega sannreynt að útlit bflsins sé í lagi en fæstir hafa getu né aðstöðu til að sannreyna hvað leynist undir yfirborðinu. Þess vegna býður Brimborg hf. SEX mánaða ábyrgð á notuðum Daihatsu og Volvo bflum í eigu Brimborgar. Allir notaðir bflar af þessum tegundum eru yfirfarnir af þjónustumiðstöð Brimborgar og þar er allt lagfært sem er í ólagi áður en bflarnir eru seldir. Þannig er öryggi þitt tryggt. Ábyrgðin giidir til sex mánaöa eða að 7500 km. og allt er í ábyrgð nema yfirbygging bilsins. faxafeni s - sImi 9i-6SS870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.