Morgunblaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994
45
Morgunblaðið/Arnór
Þrír frakkar með Ulfari
ÍSLANDSMEISTARAR kvenna í sveitakeppni. _ Frá vinstri eru
Esther Jakobsdóttir, Valgerður Kristjónsdóttir, Úlfar Eysteinsson
fyrirliði, Anna Þóra Jónsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir. Hjördís
Eyþórsdóttir var fjarverandi.
Ungir íslandsmeistarar
ÍSLANDSMEISTARAR spilara 25 ára og yngri. Frá vinstri eru
Karl O. Garðarsson, Stefán Asmundsson, Magnús Magnússon og
Sigurbjörn Haraldsson.
Islandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni
14 ára Islandsmeistari
í flokki yngri spilara
Sveit Þriggja frakka varði titilinn í kvennafiokki
__________Brids______________
Guðm. Sv. Hermannsson
SVEIT Þriggja frakka varði
Islandsmeistaratitil kvenna í
sveitakeppni um helgina.
Keppt var um titilinn í 12.
skipti og hefur Esther Jak-
obsdóttir nú unnið hann 11
sinnum. Sveit Kvikk sf. vann
íslandsmót yngri spilara í
sveitakeppni. Einn liðsmaður
Kvikk, Sigurbjörn Haralds-
son, er aðeins 14 ára gamall
og er hann yngsti íslands-
meistari sem krýndur hefur
verið í brids.
Sex sveitir kepptu til úrslita í
kvennaflokki og sveit Þriggja
frakka tók snemma forustu.
Sveit Erlu Siguijónsdóttur fylgdi
henni þó fast eftir og þessar
sveitir spiluðu saman í síðustu
umferðinni. Þá voru Þrír frakkar
með 10 stiga forustu þannig að
Erla varð að vinna leikinn 20-10
til að ná titlinum.
í þessum síðasta leik var mik-
ið um sveiflur og fóru fleiri til
sveitar Erlu. En sú stærsta, 18
IMP-stig, fór til sveitar Þriggja
frákka þegar annað parið í sveit
Erlu fór 500 niður á fjórum hjört-
um dobluðum og hitt parið fór
1400 niður á 5 tíglum dobluðum
í sama spilinu. Leikurinn endaði
17-13 fyrir Erlu en íslands-
meistaratitillinn fór til Þriggja
frakka, sem endaði með 100 stig
en Erla endaði með 94 stig.
í sigursveitinni spiluðu Esther
Jakobsdóttir, Valgerður Krist-
jónsdóttir, Anna Þóra Jónsdóttir,
Ljósbrá Baldursdóttir og Hjördís
Eyþórsdóttir. Með Erlu spiluðu
Kristjana Steingrímsdóttir,
Dröfn Guðmundsdóttir og Guð-
laug Jónsdóttir. í þriðja sæti,
með 75 stig, var sveit Sendibíla-
stöðvarinnar Þrastar. Hana skip-
uðu Ólína Kjartansdóttir, Hulda
Hjálmarsdóttir, Grehte Iversen
og Sigríður Eyjólfsdóttir.
Sigursælir norðanmenn
Keppnin í flokki yngri spilara
var einnig jöfn og spennandi og
börðust ljórar sveitir lengi vel
um sigurinn, Kvikk sf., Halldórs
Más Sverrissonar, LA Cafés og
Sparisjóðs Siglufjarðar. Fyrir-
fram þóttu sveitir Sparisjóðsins
og Kvikk sigurstranglegastar en
fyrir síðustu umferð var Kvikk
efst með 152 stig, Halldór Már
var í öðru sæti með 142 stig og
Sparisjóðurinn var í 3. sæti með
141 stig. í síðustu umferðinni
tapaði Kvikk, 12-18, fyrirRagn-
ari T. Jónassyni frá Isafirði og
endaði því með 164 stig. Halldór
Már tapaði 9-21 fyrir Birni
Brynjólfssyni og datt við það í
4. sætið. Sparisjóðsmenn unnu
sinn leik 21-9 og enduðu með
162 stig en það dugði aðeins í
2. sætið og sveit LA Cafés skaust
í 3. sætið með 25-5 sigri í síð-
ustu umferð og endaði með 153
stig.
Sveit Kvikk skipuðu Karl O.
Garðarsson, Stefán Ásmunds-
son, Magnús Magnússon og
Sigurbjörn Haraldsson. Karl og
Stefán hafa áður unnið íslands-
mót yngri spilara í tvímenningi
og Magnús er fyrrverandi ís-
landsmeistari í einmenningi.
Þetta er hins vegar fyrsti Is-
landsmeistaratitill Sigurbjöms
sem er aðeins 14 ára gamall en
hefur undanfarið vakið mikla
athygli og vann meðal annars
afmælismót Soffíu Guðmunds-
dóttur á Akureyri í vetur.
Sveit Sparisjóðsins skipuðu
Ólafur og Steinar Jónssynir, sem
eru íslandsmeistarar í sveita-
keppni, og Skúli Skúlason og
Stefán Stefánsson sem eru ís-
landsmeistarar yngri spilara í
tvímenningi. Sveit LA Cafés var
skipuð Erlingi Arnarsyni, Stefáni
Jóhannssyni, Inga Agnarssyni
og Aron Þorfinnssyni. Þess má
geta að hann er sonur Estherar
Jakobsdóttur.
Það er athyglisvert að lang-
flestir verðlaunahafarnir í yngri
flokknum eru landsbyggðar-
menn. Sigurvegararnir eru frá
Akureyri og Suðurlandi, silfur-
verðlaunahafamir eru Siglfirð-
ingar og Akureyringar og tveir
bronsverðlaunahafanna eru Sel-
fyssingar.
____________Brids_______________
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
íslandsmótið í sveitakeppni -
Undanúrslit
Sl. sunnudag var dregið í riðla í
undankeppni íslandsmótsins í sveita-
keppni sem hefgst 11. marz nk.
Verða riðlarnir þannig skipaðir:
A-RIÐILL:
1. Tryggingamiðstöðin Reykjavík
2. Aron Þorfmnsson Reykjavík
3. Jóhann Stefánsson Nl. vestra
4. L.A. Cacé Reykjavík
5. Björn Friðriksson Nl. vestra
6. Guðlaugur Sveinsson Reykjavík
7. Metró Reykjavík
8. Jón Þ. Bjömsson Vesturland
B-RIÐILL:
1. Eiríkur Kristófersson Vestfirðir
2. Glitnir Reykjavík
3. Brynjar Olgeirsson Vestfirðir
4. Hjólbarðahöliin Reykjavík
5. Magnús Magnússon Nl. eystra
6. Vélaleiga Sigga Þór Austurland
7. Sparisjóður Keflavíkur Reykjanes
8. Herðir Austurland
C-RIÐILL:
1. Alfreð Viktorsson Vesturland
2. Þorgeir Jósefsson Vesturland
3. Valur Símonarson Reykjanes
4. Borgarapótek Reykjavík
5. V.Í.B. Reykjavík
6. Símon Simonarson Reykjavík
7. Birgir Orn Steingrsson Reykjanes
8. Þorsteinn Bergsson Austurland
D-RIÐILL:
1. Sparisjóður Siglufjarðar Nl.
vestra
2. Icemac Suðurland
3. Sigfús Þórðarson Suðurland
4. Kristófer Magnússon Reykjanes
5. Brynjólfur Gestsson Suðurland
6. H.P. kökugerð Suðurland
7. Kjöt og fiskur Reykjavík
8. Landsbréf Reykjavík
E-RIÐILL:
1. Hermann Tómasson Nl. eystra
2. Hlynur Magnússon Vestfirðir
3. S. Ármann Magnússon Reykjavík
4. Bíóbarinn Reykjavík
5. Sigurbjörn Haraldsson Nl. vestra
6. Sproti-Icy Austurland
7. Kristján Blöndal Nl. vestra
8. Sigurður Sigurjónsson Reykjavík
Morgunblaðið/Arnór
Nei, þetta er ekki hattasýning — það er verið að draga í undan-
keppni Islandsmótsins í sveitakeppni. Það er frkvstj. Bridssam-
bandsins, Elín Bjarnadóttir, sem stjórnar framkvæmdinni.
- Morgunblaðið/Magnús Gíslason
Hótel við Staðarskála
VEITINGAMENNIRNIR í Staðarskála eru að leggja síðustu hönd á framkvæmdir við nýtt hótel á Stað.
Nýtt hótel við Staðarskála
AÐ Stað í Hrútafirði er verið að Ijúka byggingu nýs hótels í tengsl-
um við starfsemi Staðarskála. Á hótelinu eru 18 tveggja manna
herbergi, öll með baði. Þar er rúmgóður veitingasalur og setustofa.
Áformað er að taka hótelið í notkun í byijun júní.
Gistiaðstaða hefur verið tak- aukið gistirými skapist möguleikar
mörkuð í Staðarskála og löngu orð-
ið tímabært að bæta úr því,“ segir
Magnús Gíslason, veitingainaður í
Staðarskála. Hann leggur áherslu
á að aðstaðan verði ákjósanleg fyr-
ir fundi og minni ráðstefnur.
Magnús segir að í tengslum við
á fjölbreyttri þjónustu við gesti
Staðarskála. í framtíðinni verði
lögð rík áhersla á að auka framboð
á afþreyingu ýmiskonar. Skipulagð-
ar verða dagsferðir í hópferðabif-
reið frá staðnum, til dæmis á
Strandir, í Borgarfjörð og að
Breiðafirði. Þá nefnir hann göngu-
ferðir til áhugaverðra staða í ná-
grenninu.
Að vetrinum verður lögð áhersla
á útivist, til dæmis ferðir á vélsleð-
um og snjóbíl og dorgveiði. í vetur
hefur Flugbjörgunarsveitin í Vest-
ur-Húnavatnssýslu staðið fyrir
dorgveiðiferðum að Arnarvatni
stóra í samvinnu við Dorgveiðifélag
íslands. Hefur verið farið flesta
laugardaga.
p1
^=EI==
IB,— ,b|
I TILEFNI DAGSINS
SELJUM VIÐ MAT OG
ÁMUÖL Á 5 ÁRA
GÖMLU VERÐI
Kringlukráin er opin alla daga vikunnar,
sunnudaga til fimmtudaga frá kl. 12 til 01,
föstudaga og laugardaga frá kl. 12 til 03
KRINGLUKRÁIN
Restaurant - Pub Borgarkringlunni
P1
Islenskt
ámuöl