Morgunblaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994 t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, MÓSES AÐALSTEINSSON verkfræðingur, lést á gjörgæsludeild Landspítalans laugardaginn 26. febrúar. Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ragnheiður Mósesdóttir, Matthew James Driscoll, Kári og Katrín Þórdfs Driscoll. t Útför móður okkar og tengdamóður, ÖNNU ÞORGRÍMSDÓTTUR, sem lést 13. febrúar, hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Birna Jónsdóttir, Pétur Pétursson, Jóhanna Jónsdóttir, Anna Þorbjörg Kristjánsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Jónas Árnason, Þorgrímur Jónsson, Hulda Jósefsdóttir, Bjarni Jónsson, Hólmfrfður Árnadóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, MAGNÚS JÓNSSON, Suðurgötu 12, Keflavfk, lést að morgni 28. febrúar í Sjúkrahúsi Keflavíkur. Jarðarförin auglýst síðar. Helga Jónsdóttir, börn og tengdabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT E. JÓNSSON, Hafnargötu 120, Bolungarvík, lést í Sjúkrahúsi Bolungarvíkur 28. febrúar. Margrét Halldórsdóttir, Guðrfður Benediktsdóttir, Einar Hálfdánsson, Halldór Benediktsson, Steinunn S.L. Annasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES FR. SIGURÐSSON húsasmiður, Löngumýri 57, Garðabæ, lést í Landspítalanum sunnudaginn 27. febrúar. Hafsteinn Jóhannesson, G. Magnea Magnúsdóttir, Kristinn Jóhannesson, Áslaug Erla Guðnadóttir, Sigurður H. Jóhannesson, Brynja Guðmundsdóttir, Haukur Jóhannesson, Eygló Björk Kristinsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, GUÐJÓN GUÐJÓNSSON Stóragerði 18, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Ingibjörg Rebekka Jónsdóttir, Ingibjörg R. Guðjónsdóttir, Ólafur J. Gunnarsson. t Maðurinn minn, GUNNAR PÉTUR LÁRUSSON, Guðrúnargötu 4, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. mars 1994 kl. 13.30. Sigurlaug Sigurðardóttir. Guðlaugur Hannes- son — Minning Fæddur 21. september 1926 Dáinn 15. febrúar 1994 Mér er í minni sá dagur þegar ég fyrst hitti Guðlaug Hannesson. Þá starfaði hann á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og hafði óskað eftir að fá að ræða við líffræðistúdent við Háskólann með það í huga að að- stoða sig við tiltekið verkefni. Örlög- in höguðu því þannig að þessi líf- fræðistúdent var sá sem hér ritar. Hann talaði við stúdentinn um verk- efnið eins og hann hefði talsvert til málsins að leggja. Ég hef oft hugsað um það síðar, hve mikils virði það er þegar ungt fólk í leit að sumar- vinnu fær þannig móttökur. Sam- starf okkar Guðlaugs varð þó ekki langvinnt, en fyrir hans milligöngu fór ég í framhaldsnám. Eftir að ég kom frá námi og hóf störf á Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins, hafði Guðlaugur verið ráðinn forstöðumaður Matvælarannsókna ríkisins, sem var undanfari Hollustu- vemdar ríkisins. Fram til þess tíma hafði gerladeild RF rannsakað öll sýni fyrir heilbrigðiseftirlitið í land- inu auk þess að vinna að verkefnum fyrir fískiðnaðinn. Fyrst eftir stofnun Matvælarannsókna, árið 1976, hafði Guðlaugur skrifstofuna sína á gerla- deildinni til umráða. Þegar ég kom til starfa þótti honum ekkert sjálf- sagðara en að öðru skrifborði væri komið fyrir þar inni. Það var gaman og fróðlegt að deila skrifstofu með Guðlaugi. Honum voru hollustumál matvælaiðnaðarins hugleikin og hann hafði mikinn áhuga á eflingu íslensks matvælaiðnaðar. Upp úr 1970 voru lögð fyrir Bandaríkjaþing frumvörp um stórauknar kröfur um aðbúnað fískiðnaðarfyrirtækja sem framleiddu fyrir Bandaríkjamarkað. Hér á landi var sett á laggimar sér- stök nefnd sem hét „Tillögunefnd um hollustuhætti í fískiðnaði" til að fjalla um það hvemig íslendingar ættu að bregðast við þessum yfírvof- andi kröfum. Guðlaugur tók þátt í starfí nefndarinnar og var m.a. rit- ari hennar um tíma. Lagði nefndin til að gert yrði stórátak um allt land í að bæta búnað og umhverfí vinnslu- stöðvanna, hollustuhætti við fram- leiðsluna og aðstöðu fyrir starfsfólk. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR SVANLAUGSDÓTTIR, Hörðalandi 4, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Anna Kristófersdóttir, Ómar Arason, Harald Kristófersson, Anna Pétursdóttir, Hjalti Kristófersson og barnabörn. t Föðursystir mín, ELÍNRÓS SIGMUNDSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sem andaðist 19. þessa mánaðar, verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Vikingur Björnsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, STEFÁN GUÐMUNDSSON, Kleppsvegi 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 1. rnars, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag fslands. Þuríður Guðmundsdóttir, Haukur M. Stefánsson, Soffia Bryndfs Guðlaugsdóttir, Arnheiður S. Stefánsdóttir, Jens Gunnar Ormslev, Guðmundur Þ. Stefánsson, Jacquline Raatz, Hrefna Helgadóttir, Ingólfur Þorsteinsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, áfi og langafi, HÁKON KRISTGEIRSSON fv. verkstæðisformaður hjá Steindóri, Hjarðarhaga 38, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hins Íátna, er bent á Félag aðstandenda Alzheimer- sjúklinga, Hlíðabæ. Helga Lúthersdóttir, Finnbjörg Hákonardóttir, Ólafur Sigurðsson, Steinunn Hákonardóttir, Páll Guðmundsson, Kristborg Hákonardóttir, Kristgeir Hákonarson, Reynir Sæmundsson, Þóra Siguröardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þótt áðurnefnd frumvörp hafí að lok- um dagað uppi á Bandaríkjaþingi, var ákveðið að hrinda „frystihúsaá- ætluninni" í framkvæmd. Enginn vafí er á því að þær umbætur sem fylgdu í kjölfarið færðu fiskiðnaðinn hér á landi í einu vetfangi í fremstu röð. Þótt þetta átak hafi verið erfítt, kostnaðarsamt og umdeilt á sínum tíma, var með því lagður grundvöllur að nútímalegum fiskiðnaði á íslandi. Hollustunefndin lét frá sér fara „Handbók fyrir frystihús", sem lýsti skýrt og skilmerkilega þeim kröfum sem gera þyrfti til fiskvinnslustöðva. Þótt nú séu ýmsar nýjar stefnur í heilbrigðiskröfum til matvælaiðnað- arins er óhætt að fullyrða að Hand- bókin hefur í nær öllum atriðum stað- ist tímans tönn. Guðlaugur vann í nánum tengslum við sölusamtök frystiiðnaðarins við að skipuleggja og hrinda í fram- kvæmd gerlafræðilegu eftirliti með frystum afurðum. Arið 1971 tók Fiskvinnsluskólinn einnig til starfa í húsakynnum RF og voru margvísleg hreinlætisnámskeið skipulögð á veg- um skólans, en Guðlaugur átti sæti í fyrstu skólanefndinni. Á þessum tíma vann hann einnig ötullega að þjálfun verðandi heilbrigðisfulltrúa. I þessum störfum var Guðlaugur farsæll því hann naut verðskuldaðs trausts sem sérfræðingur. Ekki var alltaf auðvelt að sannfæra menn um nauðsynina á umbótum í hreinlætis- háttum. Þar tókst Guðlaugi hins veg- ar vel upp og átti þar stóran þátt í kurteisi hans og hæfileiki til að setja fræði sín fram á auðskilinn hátt. Enginn vafí er á því að þetta umbóta- starf átti mikinn þátt í að byggja upp það góða traust sem íslenskar fískafurðir hafa notið á erlendum mörkuðum. Það er e.t.v. einkennandi fyrir rannsóknastörf að aldrei er að vita hvenær niðurstöður nýtast, því „fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá“. Guðlaugur vann á árum áður, ásamt öðrum, að tiiraunum á Rann- sóknastofnun fískiðnaðarins með geislun fískafurða til að lengja geymsluþol þeirra. Þessi aðferð hefur legið í láginni í áratugi vegna efa- semda um öryggi hennar, en nú gæti farið að rofa til í þeim efnum. Fyrir liggja vandaðar skýrslur um þessar tilraunir sem gerðar voru við íslenskar aðstæður og unnt verður að byggja á þegar þar að kemur. Við samstarfsmenn Guðlaugs á RF kveðjum góðan félaga og sendum eftirlifandi eiginkonu hans, Ingunni Ingvarsdóttur, sonum og öðrum að- standendum samúðarkveðjur. Við Kristín minnumst með þakklæti ánægjulegra samverustunda og vin- argreiða á liðnum árum. Minningin lifir um góðan dreng. Grímur Valdimarsson. r V ERFIDRYKKJUR sími 620200 P E R L A N Wislu|)jónusi<i Erfidrykkjur Verö Irá 750 kr. á mann 614849 108 Reykjavík. Sími 31099 Opíð ölt kvöid til kl. 22,- einnlg um helgar. Skreytingar við öll tilefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.