Morgunblaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994 Dansað í Tónabæ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Svandís A. Sigurðardóttir sigurvegari í flokki einstaklinga sýnir hér sigurdansinn. Dans Jóhann Gunnar Arnarsson LAUGARDAGINN 26. febrúar var haldin „freestyle“-keppni í Tónabæ. Alls voru keppendur 66 og kepptu þeir bæði í flokki einstaklinga og í hópum. Var keppnin hörð og skemmtileg í flesta staði. Á undanförnum árum hefur mikið og gott starf verið innt af hendi í félagsmiðstöðvum víða um landið. Þar hafa unglingar verið hvattir til að koma sér á fram- færi og fengið til þess ýmis tæki- færi og aðstoð. Er ekkert nema gott eitt um það að segja og jafn- vel mætti vera meira af slíku til að virkja þá orku sem býr í ungu fólki í dag. Laugardaginn 26. febrúar var haldin hin árlega „freestyle“- keppni í Tónabæ. Að venju voru þar margir ungir og efnilegir dansarar mættir til leiks. Bæði var keppni á milli einstaklinga og á milli hópa og að þessu sinni kepptu krakkar á aldrinum 10-12 ára. Hóparnir sem mættir voru til leiks voru 11 talsins en einstakl- ingarnir 18. Alls voru keppendur 66 að tölu, sem verður að teljast harla gott. Margir voru mættir til að fylgj- ast með sínu fólki og voru kepp- endur dyggilega studdir jafnt af ungum sem eldri áhorfendum. í keppnum sem þessari gætir oft ýmissa grasa og margar teg- undir dansa á boðstólum, en í þetta sinn verður að viðurkennast að fjölbreytnin var frekar lítil; flestir voru að dansa fönk eða hipp hopp. Það er útaf fyrir sig ekki svo slæmt nema að því leyti að allir virðast vera steyptir í sama mót, sem ekki getur verið skemmtilegt til lengdar. Reyndar var skemmtilegt að sjá bæði tvo hópa og tvo keppendur í einstakl- ingskeppninni dansa sígildan jazzballet og vóru þær sýningar mjög metnaðarfullar og • sérlega skemmtilegar á að horfa, að öðr- um ólöstuðum. Sú þróun sem orðið hefur að undanförnu í „freestyle“-keppn- um af þessu tagi hefur ekki verið öllum að skapi og verð ég að játa að þar er ég sammála í mörgum atriðum. Sem dæmi langar mig að nefna þátt fimleika í þessari þróun. Fimleikar og dans er tvennt ólíkt en því miður er þessu of oft slegið saman og missir þá dansinn gildi sitt. Það sem eftir stendur eru stökk og önnur „akró- batík“ sem ekkert á skylt við dans. Einn dómari keppninnar hafði ein- mitt orð á því að á tímbili hefði þessi keppni frekar átt eitthvað skylt við innanfélagskeppni hjá einhveiju fimleikafélaginu! Þó svo að eitt og annað sé gagnrýni vert þá var þó keppnin í heild sinni mjög hörð og skemmtileg og var þarna margt frábærra og mjög svo efnilegra dansara. Það var í raun ótrúlegt að horfa á svona ungt fólk dansa tiltölulega erfiða dansa af slíkri færni. Að sögn Báru Magnúsdótt- ur dómara var mjög erfitt að dæma þessa keppni; mikið af bráðefnilegu fólki var þarna á ferðinni og enginn einn sem skar sig úr. Eftir að allir keppendur höfðu dansað atriðin sín var komið að skemmtiatriðunum. Á meðan fóru dómararnir afsíðis til að ráða ráð- um sínum. Hópurinn Kúnst sýndi vinningsdansinn sinn frá fyrri keppninni og einnig sýndi Mar- grét Takyar íslandsmeistari í flokki einstaklinga sinn vinnings- dans. Bæði atriðin voru skemmti- legt innlegg á þessum annars ágæta degi. í hléinu skemmti einnig kynnir keppninnar, Stein- unn ólína Þorsteinsdóttir. óhætt er að segja að hún hafi slegið í gegn, en hún söng lag úr upp- færslu Þjóðleikhússins á söng- leiknum Gauragangi, sem nú er sýndur við góðar viðtökur. Stein- unn heillaði alla í salnum upp úr skónum með fallegum söng og hrífandi framkomu, eins og henni einni er lagið. Þá var komið að því að kynna úrslitin. . Dómararnir Bára Magnúsdóttir og Birgitta Svein- bjömsdóttir danskennarar og Ólöf Björk Björnsdóttir eróbikkleið- beinandi höfðu komist að niður- stöðu og voru úrslit eftirfarandi: Hópar: 1. Funk Style 2. Hún 3. Jassgengið Einstaklingar: 1. Svandís A. Sigurðardóttir 2. María Torfadóttir 3. Sigrún Birna Blomsterberg Úrslitin geta vart talist annað en sanngjörn og held ég að allir hafi mátt vera sáttir við sitt. Þetta er reyndar eins og með aðrar keppnir það er aðalatriðið að vera með, ekki endilega að vinna. Að verðlaunaafhendingu lok- inni tíndist fólk út í góða veðrið, hver til síns heima, eftir vel heppnaðan og skemmtilegan dag. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Starfandi ljósmæður á Sjúkrahúsi Suðurlands. Sjúkrahús Suðurlands Fæðingum fjölgar með bættri þiónustu , Selfossi. rekast á í Reykjavík. Nýlega voru gerðar endurbætur á annarri fæðingarstofunni í Sjúkrahúsinu. Baðker var sett upp á fæðinga- stofunni sem einn kostur í verkja- meðferð og' er hið fyrsta sinnar teg- undar hér á landi sem sett er upp í þessum tilgangi. Þá var nýlega tekið í notkun nýtt ómskoðunartæki sem gefið var af kvenfélögum í Sam- bandi sunnlenskra kvenna og rauða- krossdeildunum í Árnes- og Rangár- vallasýslu. Þetta tæki gefur marg- falt meiri möguleika í skoðun vegna ýmissa sjúkdóma í kviðarholi auk skoðana á þunguðum konum. „Ég hef trú á því að þessi aðstaða muni laða konur að því að koma hingað til að nýta þessa þjónustu sem við bjóðum hérna,“ sagði Þor- kell Guðmundsson kvensjúkdóma- læknir á Sjúkrahúsi Suðurlands. Sig. Jóns. KONUR af Suðurlandi leita í auknum mæli eftir því að fæða börn sín á Sjúkrahúsi Suðurlands. Þar kemur til bætt aðstaða, nýr- áðinn fæðinga- og kvensjúkdóma- læknir og þrengslin sem konur Leshringnr í Langholts- tírkju LESHRINGUR um siðfræði lífs og dauða hefst miðvikudaginn 2. mars kl. 18 í Langholtskirkju. Umsjón með leshringnum hafa Haukur Ingi Jónasson og María Sig- utjónsdóttir læknir. Fundirnir verða j safnaðarheimili Langholtskirkju. Lyf vegna magasárs, sveppalyf og ákveðin geðdeyfðarlyf Avísanir takmarkað- ar við 30 daga notkun ÁVÍSANIR á lyf vegna magasárs, á sveppalyf til inntöku og á ákveð- in geðdeyfðarlyf eru hér eftir takmarkaðar við 30 daga notkun í stað 100 áður, samkvæmt breytingu á reglugerð sem heilbrigðisráðu- neytið hefur gefið út. Þó er Tryggingastofnun heimilt að gefa út skírteini sem heimilar óbreytta tilhögun fyrir þá sjúklinga sem þurfa ótvírætt á lyfjunum að halda vegna langtímameðferðar. Aðrar breytingar á reglugerð um stórkaupmanna er mótmælt þeim greiðslur almannatrygginga á lyfja- kostnaði eru helstar að Trygginga- stofnun tekur þátt í greiðslum vegna lyfja sem innihalda kódein og eru notuð sem sterk verkjalyf. Áður tóku tryggingar ekki þátt í greiðslum vegna þessara lyfja. Þá eru sýklalyf útivortis færð í þann flokk lyfja sem almannatryggingar greiða ekki og er það gert til samræmis þar sem það gildir einnig um önnur sýklalyf, nema í undantekningartilfellum. í fréttatilkynningu frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu kemur fram að mikil sveppalyfjanotkun að undanförnu hafi vakið athygli og fyrir liggi að kostnaður vegna sveppalyfja hafi stigið ört á síðasta ári. Engar skýringar hafi komið fram þar að lútandi og því hafi heilbrigðis- ráðherra ákveðið að veita styrk til rannsókna á þessu sviði. Þá hefur ráðherra óskað eftir tillögum lyfja- nefndar um lausasölu magasárslyfja. Markmiðið er að hægt sé að kaupa lyfin í lyljabúðum vegna tilfallandi veikinda í samráði við lyfjafræðing, en sú tilhögun tíðkast bæði í Dan- mörku og Bretlandi. Mótmæli FÍS starfsháttum sem viðhafðir hafi verið við gerð og setningu þessarar reglu- gerðar. Þar er á það bent að sam- kvæmt lögum um.lyfjadreifingu beri lyfjaheildsölum skylda til að eiga ávallt hæfílegar birgðir skráðra sér- lyfja á lager. Þar sem tilgangur reglugerðarinnar sé að breyta notk- unarmynstri þessara lyfja þurfi vart að tíunda hve miklu óhagræði og fjárhagslegu tjóni það valdi lyfja- heildsölum þegar svona breytingar séu kynntar með svo stuttum fyrir- vara. I athugasemd frá Félagi íslenskra meinssjúkra barna, styrkinn. Styrkir krabbameinssjúk börn HLUTA af söluandvirði jólakorta í verslunum Hans Petersen hf. hefur undanfarin ár verið varið til styrktar mismunandi líknarfélögum og í ár varð Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fyrir valinu sem styrkþegi. Fékk Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna samtals 229.100 kr. til styrkt- ar starfsemi sinni. Guðrún Ruth Eyjólfsdóttir, sölustjóri verslana Hans Petersen hf., afhendir Þorsteini Ólafssyni, formanni Styrktarfélags krabba-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.