Morgunblaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994
VIÐSKIFn AIVINNULÍF
Verðbréfaþing
Veltuhraði langt undir
meðaltali Norðurlanda
VELTUHRAÐI á Verðbréfaþingi íslands í langtímaskuldabréfum
var 0,16 á síðasta ári miðað við meðalmarkaðsverðmæti ársins
og er J>að miklu minna en gengur og gerist á hinum Norðurlöndun-
um. I Danmörku var veltuhraðinn á skuldabréfamarkaði með
langtímaskuldabréf tæplega 8, hjá Norðmönnum um 5,5 og tæp-
lega 6 hjá Svíum. í Finnlandi er veltuhraðinn um 0,5. Þessar
upplýsingar komu fram í ræðu Tómasar Arnar Kristinssonar hjá
Verðbréfaþingi Islands á aðalfundi þingsins í gær.
tæplega sjöfölduðust miðað við
1992, en þess ber þó að geta að
þá voru hlutabréfaviðskipti á
Verðbréfaþingi rétt að hefjast.
Veltuhraðinn í hlutabréfaviðskipt-
um á þinginu var 0,06 árið 1993
en var að meðaltali 0,5 á Norður-
löndunum.
Bjórsala ATVR
1989-93
Sala áfengis 1988-93
Alkóhóllítrar á mann 15 ára
og eldri
Aukin áfengissala sem
varð með tilkomu
bjórsins er nú horfin
1988 1989 1990 1991 1992 1993
Veltan á Verðbréfaþingi á síð-
asta ári var alls rúmlega 75 millj-
arðar króna. Þar voru um 58 millj-
arðar á peningamarkaði, spariskír-
teinaviðskipti voru um 14 milljarð-
ar og húsbréfaviðskipti um þrír
milljarðar. Til samanburðar má
geta þess að heildarviðskipti Verð-
bréfaþings árið 1992 námutæpum
7 milljörðum króna. Spariskír-
teinaviðskiptin þrefölduðust milli
ára og húsbréfaviðskipti fimmföld-
uðust. „Þó þetta séu í sjálfu sér
ánægjuleg tíðindi, þá er ansi langt
í það að veltuhraðinn hér á landi
sé eitthvað í líkingu við það sem
gerist hjá nágrönnum okkar á
öðrum Norðurlöndum,“ sagði
Tómas í ræðu sinni. „Það ættu því
að vera verulegir vaxtarmöguleik-
ar á þessum markaði í framtíð-
inni.“
Veltuhraði í
hlutabréfaviðskiptum var 0,06
Hlutabréfaviðskipti á síðasta ári
TÖLVUHÁSKÓLI — Nýiega fésti Tölvuháskóli Verslunar-
skóla íslands kaup á Progress þróunarhugbúnaði. Á myndinni má
sjá þá Þorvarð Elíasson, skólastjóra Verslunarskólans og Rúnar Sig-
urðsson, framkvæmdastjóra Tæknivals handsala samninginn um
kaupin.
Fræðsla
Bankar
Gjöldunum safnað
saman til gjaldfærslu
Fyrirkomulag gjaldfærslu breytist þegar þjónustugjöld verða tekin upp
ÞEGAR gjaldtaka fyrir ýmis konar þjónustu, sem hingað til hefur
verið ókeypis, verður tekin upp hjá viðskiptabönkunum í næsta mán-
uði verður fyrirkomulagi gjaldfærslu breytt. í stað þess að gjaldfæra
jafnóðum verður færslum safnað saman og þær gjaldfærðar með vissu
miilibili.
Að sögn Brynjólfs Helgasonar,
aðstoðarbankastjóra Landsbanka ís-
lands, er fyrirkomulagið nú þannig
að gjaldfærslur eru gerðar samdæg-
urs og koma fram á næsta yfirliti
viðskiptareiknings. Þannig megi
segja að sú færsla sé kvittun bank-
ans fyrir þjónustunni.
Brynjólfur segir að nú sé í undir-
búningi annað fyrirkomulag sem sé
bæði einfaldara og skýrara og sé
það sérstaklega hugsað fyrir fyrir-
tæki sem fá útskriftir allt að því
daglega. Það felist í því að að þjón-
ustugjöldin verði skuldfærð fyrir
einn mánuð í senn. Brynjólfur sagð-
ist gera ráð fyrir að þetta fyrirkomu-
lag yrði komið í framkvæmd fyrir
lok næsta mánaðar.
Gjaldfært 10 dögum eftir að
yfirlit er gefið út
Sigurveig Jónasdóttir, upplýs-
ingafulltrúi íslandsbanka, segir ekki
rétt sem kemur fram i frétt í Morg-
unblaðinu á fimmtudag um kvittanir
vegna þjónustugjalda að ekki sé
hægt að fá kvittanir fyrir tékkheft-
um. Þær sé að sjálfsögðu hægt að
fá, það þurfti bara að biðja um
þær. Hún segir að ekki sé búið að
útfæra þjónustugjöldin í smáatriðum
en hún geri ráð fyrir að þau komi
fram á reikningsyfirlitum. Þá komi
fram á þeim hvað hafi safnast upp
á tímabilinu og þjónustugjöldin síðan
gjaldfærð 10 dögum seinna í einni
upphæð. Hún segir misjafnt hvenær
viðskiptavinir fái yfirlit, sumir dag-
lega, aðrir einu sinni í mánuði en
flestir á 45 færslna fresti.
Sigurveig segir það stefnu bank-
ans að draga sem mest úr pappírs-
notkun á öllum sviðum og að það
verði ekki gefnar sérstakar kvittanir
nema menn óski eftir þeim sérstak-
lega.
Efnahagsmál
Þyzki seðlabankinn
auðveldar vaxtalækkun
Tölvuháskóli Versló
fær þróimarhugbúnað
TÖLVUHÁSKÓLI Verslunarskóla íslands hefur fest kaup á Progr-
ess þróunarhugbúnaði frá Tæknivali hf. að verðmæti um 6 milljónir
króna. Tölvuháskólinn hyggst nota Progress til kennslu í fjórðu
kynslóðarforritun á einmenningstölvum með AS/400 gagnagrunni.
Forrit sem skrifuð eru í Progress er hægt að nota óbreytt í 149
gerðum tölva m.a. undir Windows, Motif, VMS og OS/400.
Frankfurt. Reuter.
ÞÝZKI seðlabankinn hefur auðveldað framkvæmd hóflegrar lækkunar
vaxta á peningamörkuðum, skömmu eftir að sjö helztu iðnríki heims,
G7, létu í Ijós bjartsýni á að takast mundi að ná tökum á verðbólgunni
í heiminum. „Þetta er fyrsta skrefið í þá átt að auðvelda lántökur,"
sagði kunnur hagfræðingur.
Tæknival og samstarfsaðilar
hafa þróað hugbúnað í Progress í
6 ár, að því er segir í fréttatilkynn-
ingu. Nú nota á þriðja hundrað ís-
lensk fyrirtæki hugbúnað sem hefur
verið skrifaður í Progress og Óðals-
hugbúnaður sem er samstarfsaðili
Tæknivals hefur selt fyrstu Pro-
gress hugbúnaðarpakkana sína til
Asíu. í tengslum við kaup Tölvuhá-
skólans á Progress mun erlendur
sérfræðingur kynna hugbúnaðinn
1. mars nk. i hátíðarsal Verslunar-
skóla íslands.
Seðlabankinn hyggst bjóða fjár-
magn á peningamörkuðum í vikunni
með mismunandi háum vöxtum, en
þeir hafa verið 6% síðan í desember-
byijun. Hagfræðingar telja að þessi
tækniiega lagfæring eigi að veita
svigrúm til ,jaðarlækkunar“ vaxta
á endurkeyptum verðbréfum, sem
eru mikilvægustu peningamarkaðs-
vextir bankans og hafa áhrif á aðra
vexti á peningamarkaði. „Ég er
sannfærður um að seðlabankinn vill
lækka þessa vexti,“ sagði aðalhag-
fræðingur BHF-Bank, Hermann
Remsperger.
Lækkun vaxta mundi styrkja
þýzka peningamarkaðinn, sem hefur
mætt öflugum þrýstingi að und-
anförnu vegna uggs um að hærri
vextir í Bandaríkjunum kunni að
hægja á þróun í átt til eðlilegra
ástands í peningamálum, þótt efna-
hagsbatinn í Þýzkalandi sé óviss.
Lækkun peningamarkaðsvaxta í
Þýzkalandi hefur þótt sennileg síðan
seðlabankinn tilkynnti lækkun for-
vaxta um '/>% í 5,25% 17. febrúar.
Horfurnar jukust enn þegar
frammámenn G7-iðnríkjanna iétu í
ljós bjartsýni á því að takast mætti
að draga úr verðbólgu. „Verðbólgan
hefur hjaðnað,“ sagði Lloyd Bent-
sen, fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna, eftir fund ráðherra frá Japan,
Þýzkalandi, Frakklandi, Bretlandi,
Ítalíu og Kanada nálægt Frankfurt.
Þýzki fjármálaráðherrann, Theo
Waigel, sagði að G7-ríkin hefðu
færzt talsvert nær því marki að
tryggja hagvöxt án verðbóigu. í
Bæjaralandi var tilkynnt á mánudag
að verðbólga í febrúar hefði minnkað
í 2,9% úr 3,2%. Verðbólga í helztu
fylkjum Þýzkalands hefur ekki verið
lægri en 3% síðan í júlí 1982. Spáð
er að verðbólga í Vestur-Þýzkalandi
í febrúar lækki í 3,2% úr 3,5% í jan-
úar.