Morgunblaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994
TALKIN6
jBWTttvau Kfisniai! imujvs irsiMon
BlffiSWJWfllfll&ar JtKDJinKar*iWittiKSJnfliSr[1IBGBIiiti
FLEIRI POTTORMAR
Hver man ekki eftir Pottorma-
myndunum tveimur, sem
slógu öll met út um allan heim!
Nú er uppáhaldsfjölskylda
allra mætt í þriðja sinn og er
farin i hundana.
Takið bátt í spennandi kvikmynda-
getraun á Stiurnubín-línunni í síma
991065. Glæsileg verölaun eru í
bnöi: ársmiöi í Stjnrnubín, My
First Sony-hljómtæki Irá Japis auk
boðsmiða á myndina. Jtuk bess
veita aðgöngumiðar fyrir hunda hjá
Dýraríkinu. Verð kr. 39,90 mínútan.
í NÝJU OG STÓRGLÆSILEGU STJÖRNUBÍÓI
„Afbragðs góðir stólar“ ★ ★ ★ ★ S.V. MBL.
Frumsýnir spennutryllinn
í KJÖLFAR
MORÐINGJA
STRIKIHC DISTANCE
-100 VOLTA SPTNNUMYND
Sýnd kl.5,9.05 og11.
B. i. 16 ára.
Old
sakleysisins
Tilnefnd til 5
Óskarsverðlauna.
Sýnd kl. 6.45.
Síðustu sýn.
KR. 350
u. I. maia. rvrv. 03U
WttttttttttttttttttttttttttttmH
Morgunblaðið/Arnór
Frá afhending'u endurlífgunarbúnaðarins sl. laugardag. Talið frá vinstri: Sigurður
Jónsson forseti Kiwanisklúbbsins Hofs, Jón Hjálmarsson forsvarsmaður íþróttahúss-
ins, Guðmundur Th. Ólafsson, Sigurjón Kristinsson formaður styrktarnefndar og Sig-
urður Ingvarsson formaður húsnefndar, en Sigurður veitti búnaðinum viðtöku.
Garður
Kiwanisklúbburinn Hof
gaf endurlífgunarbúnað
Garði.
SL. LAUGARDAG afhenti Kiwanisklúbburinn Hof for-
svarsmönnum íþróttahússins endurlífgunarbúnað til
björgunar frá drukknun. Þetta eru þrjár stærðir af
öndunarbelgjum sem notaðir eru í stað munn-við-munn-
aðferðarinnar.
gjg BORGARLEIKHUSIÐ sími 680-680
^I^LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Stóra svið kl. 20:
• GLEÐIGJAFARNIR eftir Neil Simon.
með Árna Tryggvasyni og Bessa Bjarnasyni.
FRUMSÝNING fim. 3/3 örfá sæti laus, 2. sýn. fös. 4/3, grá kort
gilda uppselt, 3. sýn. mið. 9/3, rauð kort gilda, fáein sæti laus,
4. sýn. sun. 13/3, blá kort gilda, fáein sæti laus.
• EVA LUNA leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar
Jónasson unnið upp úr bók Isabel Allende.
Lau. 5/3 uppselt, sun. 6/3 uppselt, fim. 10/3, fös. 11/3 upp-
selt, lau. 12/3 uppseit, fim. 17/3, lau. 19/3 uppselt, fim. 24/3,
fös. 25/3 uppselt, sun. 27/3.
Geisladiskur meö lögunum úr Evu Lunu til sölu í miðasölu.
ATH. 2 miðar og geisladiskur aðeins kr. 5.400.
Litla svið kl. 20:
• ELÍN HELENA e Árna Ibsen
Aukasýning fös. 4/3 og lau. 5/3, allra síðustu sýningar.
Ath.: Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn
eftir að sýning er hafin.
Miðasalan er opin frá ki. 13-20 alla daga nema mánudaga.
Tekið á móti miðapöntunum i síma 680680 kl. 10-12 alla virka
daga. Bréfasimi 680383. - Greiðslukortaþjónusta.
ÍSLENSKA
LEIKHÚSIÐ
HllfU HÍSINB, NHTUIiOLTI 21. SÍMI124121
VÖRULYFTAN
eftir Harold Pinter
í leikstjórn Péturs Einarssonar.
Leikmynd: Gunnar Borgarsson.
Lýsing: Sigurður Guðmundsson.
Hljóðmynd: Hilmar Örn Hilmarsson.
Leikarar: Halldór Bjömsson og
Þórarinn Eyfjörð.
Frimsýning þriöjud. 1. mars kl. 17.11,
uppselt.
Miðvikad. 2. mars kl. 17.11, uppselt.
Fimmtud. 3. mirs kl. 17.11, uppselt.
Liimrd. S. mirs kl. 21.11, laus sæti.
Miiipantinir í Hinu húsinu, sími 124321.
Siguijón Kristinsson for-
maður styrktarnefndar hjá
Kiwanisklúbbnum afhenti
búnaðinn og Sigurður Ing-
varsson formaður húsnefnd-
ar veitti honum viðtöku.
Öndunarbelgirnir eru af
þremur stærðum. Minnsti
belgurinn er fyrir ungbörn,
miðstærðin fyrir börn og
unglinga og stærsti belgur-
inn fyrir fullorðna.
Starf Kiwanisklúbbsins
Hofs hefur verið með hefð-
bundnum hætti í vetur. Þó
má geta þess að félagið
endurvakti þorrablótin í
Garðinum, sem legið höfðu
niðri í tæpan áratug. Ágóð-
inn, sem af þorrablótinu
varð, rann til Björns Finn-
bogasonar kjörforseta sem
slasaðist illa í slysi á þrett-
ándanum í vetur. Þá má og
geta þess að si. fimmtudag
voru 11 félagar frá Selfossi
í heimsókn hjá klúbbnum.
Félagar í Kiwanisklúbbn-
um Hofi eru nú 28.
- Arnór
Kringlukráin
með afmælisverð
í DAG eru liðin 5 ár síðan sala á áfengu öli var Ieyfð hér
á landi og í dag er Kringlukráin 5 ára.
Af því tilefni býður ostafyllt tortellíni með skinku
Kringlukráin upp á lækkað
verð á mat og öli á næst-
unni. Þannig verður íslensk
kjötsúpa á boðstólum fyrir
380 krónur, kringlusamloka
með frönskum á 430 krónur,
síldardiskur á 530 krónur og
og sveppum á 630 krónur, svo
dæmi séu tekin.
Ámuöl af krana lækkar
einnig í tilefni afmælisins.
Lítill Egils gull kostar 250
krónur og stór kostar 390
krónur.
JÓÐLEIKHÚSIÐ sími 1 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
• GAURAGANGUR eftir Óiaf Hauk Símonarson.
7. sýn. á morgun mið. 2. mars, uppseTt, 8. sýn. sun. 6.
mars, uppselt, - lau. 12. mars, uppselt, - sun. 13 mars,
uppselt, fim. 17. mars, uppselt, - fös. 18. mars, uppseit,
- fim. 24. mars, uppselt, - lau. 26. mars, uppseit.
MENNINGARVERÐLAUN DV 1994
• MAVURINN eftir Anton Tsjekhof
Lau. 5. mars, allra síðasta sýning.
• ALLIR SYNIR MÍNIR eftir Arthur Miller.
Fös. 4. mars - fös. 11. mars -.lau. 19. mars - fös. 25.
mars. Sýningum fer fækkandi.
• SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson
Ævintýri með söngvum
Sun 6. mars kl. 14, nokkur sæti laus, - lau. 12. mars kl. 14,
- sun. 13. mars kl. 14, nokkur sæti laus.
• ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN
Frumsýning fim. 3. mars kl. 20 - 2. sýn. lau. 5. mars kl. 14 -
3. sýn. mið. 9. mars kl. 20 - 4. sýn. fim. 10. mars kl. 20 -
5. sýn. sun. 20. mars kl. 20.
Smíðaverkstæðið kl. 20.30:
• BLÓÐBRULLAUP eftir Federico Garcia Lorca
Fös 4. mars - fös. 11. mars, uppselt, - lau. 19. mars.
Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa
gestum í salinn eftir að sýning er hafin.
Litla sviðið kl. 20.00:
• SEIÐUR SKUGGANNA eftir Lars Norén
Fim. 3. mars - lau. 5. mars - fös. 11. mars - lau. 12. mars.
Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn eftir að sýning er
hafin.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga
frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti
símapöntunum virka daga frá kl. 10.00.
Græna línan 996160.
Muniö hina glæsilegu þriggja rétta máltið ásamt
dansleik.
LEIKHUSKJALLARINN
- ÞAR SEM LÍFIÐ ER LIST -
UR DAGBOK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
25. - 28. febrúar 1994
Um helgina eru skráðar
414 færslur í dagbókina.
Af þeim eru 104 umferðar-
mál. Flestir hafa verið
kærðir vegna hraðaksturs,
eða 54 talsins. Þegar færðin
er eins góð og um helgina
vilja ökumenn gleyma sér
og aka þá margir hveijir
hraðar en leyfileg hámarks-
hraðamörk segja til um. Við
þær aðstæður verða oft
flest og alvarlegustu um-
ferðarslysin. Um helgina
var tilkynnt um 25 umferð-
aróhöpp. Slys á fólki urðu
í tveimur tilvikanna. Und-
anfarna viku hefur verið
tilkynnt um 60 umferðaró-
höpp og 9 umferðarslys til
lögreglu, en í raun er um-
ferðaróhappatíðnin miklum
mun hærri því meirihluti
óhappatilvikanna er til-
kynntur beint til trygginga-
félaganna. Á sama tímabili
hafa 174 ökumenn verið
kærðir fyrir of hraðan akst-
ur og 108 fyrir önnur um-
ferðarlagabrot.
Lögreglan lokaði tveimur
bruggverksmiðjum um
helgina. Önnur og sú stærri
var staðsett í sumarbústað
rétt við Mosfellsbæ, en hin
var í Vogunum í Reykjavík.
Á báðum stöðunum var
hellt niður talsverðu af
landa og lagt hald á tæki.
Tvö tæki höfðu verið í notk-
un á fyrrnefnda staðnum.
Lögreglan hafði fylgst með
aðstandendum verksmiðj-
anna um tíma og þegar
þeir hófu rekstur að nýju
lét hún til skarar skríða með
fyrrnefndum árangri. Lög-
reglan veit enn af nokkrum
aðilum, sem iíklegir eru til
framleiðslu að fenginni
reynslu. Þá veit hún af ein-
staklingum er veitt hafa
þessum aðilum liðsinni, s.s.
við flutning hráefnis, at-
hyglinni verður engu að síð-
ur beint að þeim sem og
hinum á næstunni. Nauð-
synlegt er að málum þess-
ara manna verði fylgt
ákveðið eftir og að þeir fái
sem fyrst viðurlög í sam-
ræmi við afbrot þeirra. Og
þá væri ekki verra að sett
verði í reglugerð að bannað
verði að flytja inn, framleiða
og eiga brugggerðartæki
hér á landi, nema með sér-
stöku leyfi.
Á sunnudag fundu lög-
reglumenn brugg í bifreið,
sem þeir höfðu stöðvað í
austurborginni. Ökumaður
og farðþegar voru færðir á
lögreglustöðina.
Á föstudagskvöld var til-
kynnt um eld í húsi við
Árbæjarblett. Hús þetta er
í eigu börgarinnar og höfðu
borgarstarfsmenn þarna
kaffiaðstöðu. Grunsemdir
eru um að um íkveikju hafi
verið að ræða.
Á laugardagskvöld var
tilkynnt um eld í bílskúr við
Guðrúnargötu. Mjög mikill
eldur var í skúrnum, en
slökkvilið gekk greiðlega að
slökkva eldinn. Grunur leik-
ur á að um íkveikju hafi
verið að ræða.
Skömmu síðar var til-
kynnt um eld í húsi við
Holtsgötu. Allt tiltækt
slökkvilið var sent á stað-
inn. Þarna var einnig um
umtalsverðan eld að ræða.
Kona, sem var heima ásamt
tveimur börnum sínum,
hafði vaknað við hávaða frá
reykskynjara og komist út.
Talið er að kviknað hafi í
út frá þvottavél í kjallara.
Miklar skemmdir urðu af
völdum elds, reyks og vatns.
Á sunnudagsmorgun var
tilkynnt um yfirstandandi
innbrot í húsi í Fenjunum.
Tveir menn flúðu af vett-
vangi. Slóð þeirra var rakin
af lögreglumönnum með
aðstoð sporhunds. Einn
hinna grunuðu innbrots-
þjófa náðist fljótlega. Grun-
semdir eru um hver hinn
er, en sá hefur margsinnis
komið við sögu mála hjá
lögreglu. Athæfi mannanna
var tekið upp á myndband,
en vegna tíðra innbrota í
söluturna sem hafa spila-
kassa að geyma, hafa eig-
endur sumra þeirra brugðið
á það ráð.
Á sunnudag var tilkynnt
um reyk á stigagangi húss
í Seljunum. Tilkynnandi
komst inn um glugga á
íbúðinni og opnaði íbúðina
fyrir björgunarliði. Pottur
hafði gleymst á eldavél í
íbúðinni, en hún var mann-
laus.
Um kvöldið var tilkynnt
um lausan eld í húsi við
Bíldshöfða. Um var að ræða
sumarhús, sem notað var
sem skrifstofuhúsnæði.
Mun einhver hafa hellt elds-
neyti undir húsið og kveikt
í. Gaus upp af því mikill
eldur. Slökkviliðinu tókst
þó fljótlega að ráða niður-
lögum eldsins. Talsverðar
skemmdir urðu á húsinu.
Um helgina þurfti lög-
reglan að hafa afskipti af
10 ökumönnum, sem grun-
aðir eru um að hafa verið
undir áhrifum áfengis. Þrír
þeirra höfðu lent í umferð-
aróhöppum áður en til
þeirra náðist. Það er rétt
að allir geri sér grein fyrir
því að tryggingafélögin
gerðu endurkröfu á u.þ.b.
eitt hundrað ökumenn á sl.
ári vegna umferðaróhappa,
sem þeir urðu valdir að.
Langflestir þeirra reyndust
hafa verið undir áhrifum
áfengis. Á stundum var um
verulegar fjárhæðir að
ræða. Enginn ætti því að
aka eftir að hafa drukkið
áfengi.