Morgunblaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Ffaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1,103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
V ítahringnr rúss-
neskra stjórnmála
Sú ákvörðun þings Rússlands,
Dúmunnar, að veita þeim sak-
aruppgjöf sem stóðu að valdaráns-
tilrauninni í Sovétríkjunum í ágúst
1991 og uppreisninni gegn stjórn
; Borís Jeltsíns forseta í október í
fyrra mun verða til þess að auka
enn frekar á þann óstöðugleika'sem
einkennir stjórnmálaástandið í
Rússlandi. Leiðtogar uppreisnar-
innar í október, Alexander Rútskoj
og Rúslan Khasbúlatov, eru nú
frjálsir menn á ný og hættan er
sú að öfl þjóðernishyggju og aftur-
halds styrkist við þessa þróun mála.
Afleiðingarnar geta orðið hinar al-
; varlegustu ekki síst þegar haft er
í huga að Rússar hafa á ný skil-
greint áhrifasvæði sitt og eru tekn-
ir að fylgja mun afdráttarlausari
utanríkisstefnu en áður.
Khasbúlatov og Rútskoj eru
'ábyrgir fyrir því að um 140 manns
týndu lífi í bardögum í Moskvu í
; októbermánuði en þá stóðu þeir
fyrir skipulagðri uppreisn gegn
stjórn Borís Jeltsíns, hins löglega
kjörna forseta Rússlands. Andrei
Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss-
Iands, lýsti yfir því í viðtali um
helgina að menn þessir væru rétt-
nefndir glæpamenn og þá ætti að
■ geyma á bak við lás og slá. Þessi
; ummæli rússneska utanríkisráð-
herrans gefa ekki einungis til
kynna hversu alvarlegum augum
, hann lítur þessa þróun, þau sýna
,-einnig vanmátt stjórnar Jeltsíns og
/gefa því ekki tilefni til bjartsýni.
Alexander Rútskoj, sem var
varaforseti Jeltsíns, nýtur mikillar
virðingar innan ákveðinna þjóðfé-
lagshópa og ekki spillir fyrir að
í hann er stríðshetja frá Afganistan.
Er Rútskoj var sleppt úr haldi á
laugardag ásamt Khasbúlatov létu
,rþeir sem á móti honum tóku í ljós
þá von að hann yrði síðar forseti
Rússlands. Alexander Rútskoj er
mun líklegri til að ná árangri sem
leiðtogi þjóðernisöfgamanna en
Vladímír Zhírínovskíj. Þótt óger-
legt sé að segja til um hvort Rútskoj
gefur kost á sér í næstu forseta-
kosningum í Rússlandi, sem fram
eiga að fara árið 1996, má fullvíst
telja að hann geti auðveldlega
myndað um sig stjórnmálahreyf-
ingu. Honum myndi ennfremur
veitast létt að ná til þeirra sem
kusu flokk Zhírínovskíjs í þing-
kosningunum enda fer aðdáendum
hans óðum fækkandi. Raunar má
fullyrða að þau öfl sem tryggðu
sigur Zhírínovskíjs í þingkosning-
unum séu nú tekin að leita að nýj-
um leiðtoga. Vera kann að þessi
þróun og sú staðreynd að Rútskoj
er nú frjáls maður haldist í hend-
ur, þannig að öfl á borð við öryggis-
lögregluna fyrrverandi, KGB, telji
nú að Zhírínovskíj hafi þjónað hlut-
verki sínu.
Um Khasbúlatov gegnir öðru
máli. Hann er frá Tsjetsjeníu, hér-
aði sem lýst hefur yfir sjálfstæði
frá Rússlandi, og pólitískan styrk
sinn hefur hann sótt til helstu borg-
arinnar þar, Grozny. Khasbúlatov
heyrir sögunni til í rússneskum
stjórnmálum. Rússar hafa upp til
hópa hina megnustu andúð á fólki
frá Kákasus-svæðinu og segja
t.a.m. glæpahópa þaðan ábyrga
fyrir flestu því sem úrskeiðis hefur
farið í Moskvu á undanförnum
árum. j
Samþykkt Dúmunnar sýnir svo
ekki verður um villst að áhyggjur
sem fjölmargir fréttaskýrendur létu
í ljós eftir síðustu þingkosningar
áttu rétt á sér. Nýja þingið mun
ekki síður en hið eldra reynast
Jeltsín forseta erfiður andstæðing-
ur. Forsetinn getur, samkvæmt
stjórnarskránni, leyst þingið upp
en líklegra má þó telja að hann
reyni frekar að friðmælast við þing-
heim á næstunni. Stjórn Jeltsíns
hefur ekki verið sannfærandi í að-
gerðum sínum á undanförnum vik-
unl og þar virðist ákveðið ráðleysi
ríkjandi. Undantekning er þó frum-
kvæði Rússa í Bosníu-deilunni, sem
reyndist mikill sigur. Sjálfur virðist
forsetinn orðinn nokkuð vígmóður
og vera kann að sá linnulausi línu-
dans sem hann hefur neyðst til að
stíga í valdabaráttunni sé tekinn
að segja til sín.
Af hálfu forsetans liggur ekki
fyrir óyggjandi yfírlýsing um að
hann hyggist draga sig í hlé 1996.
Hvað sem því líður er ljóst að and-
stæðingar Borís Jeltsíns hafa nú
komist í ákjósanlegt sóknarfæri.
Stjórn Jeltsíns virðist veik, hún
mun ekki ná að stórbæta lífskjörin
á næstu tveimur árum, þau munu
frekar fara versnandi og þolinmæði
Vesturlanda gagnvart forsetanum
fer minnkandi. Þetta á ekki síst
við um mikilvægasta forysturíkið,
Bandaríkin, en þar telja margir að
of langt hafi nú þegar verið gengið
í stuðningi við Jeltsín og lýsa eftir
„raunhæfari" stefnu. Vera kann
að forsetinn og utanríkisráðherra
hans séu við það að einangrast
innan rússneska stjórnkerfisins og
að Jeltsín geti því ekki beitt þeim
miklu völdum sem honum eru
tryggð samkvæmt stjómarskránni.
Á Vesturlöndum taka menn einkum
eftir því að aukin harka einkennir
utanríkisstefnuna og áhrifasvæði
hefur verið -skilgreint í samræmi
við hagsmuni á sviði öryggis- og
efnahagsmála. Þessi þróun hefur
ekki orðið til þess að treysta stöðu
Jeltsíns í vestri og raunar heldur
ekki á heimavelli enda þykir flest-
um Rússum sjálfgefíð að svo öflugt
veldi með svo langa sögu standi
vörð um slíka grundvallarhagsmuni
sína.
Þróunin í Rússlandi er mikið
áhyggjuefni. Það er ekki til marks
um styrka stjórn að menn sem
stóðu fyrir vopnaðri uppreisn gegn
löglega kjörnum forseta Rússlands
fyrir örfáum mánuðum skuli nú
ganga lausir. Leiðtogum Vestur-
landa ber nú að koma þeirri skoðun
á framfæri í Rússlandi að þeir telji
uppgang öfgaafla ekki líklegan til
að þjóna- hagsmunum alþýðu
manna þar. Jafnframt mega menn
hvergi bila í stuðningi sínum við
hinn lýðræðislega kjörna forseta
Rússlands.
Markús Örn Antonsson borgarstjóri í ræðu á fundi Aflvaka hf.
Hægt að ná viðunandi at-
vinnustigi innan 5-10 ára
UNNT er að auka umsvif hér á
landi og ná viðunandi atvinnu-
stigi innan 5-lO^ára með mark-
Sturla Böðvarsson þingmaður Sjálf-
stæðisflokks er fyrsti flutningsmaður
frumvarpsins um bann við botnvörpu-
veiðum í hólfi á Breiðafirði. Hann
sagði við Morgunblaðið að þegar lög
um veiðar í landhelginni voru sett
hefði verið gert ráð fyrir að bátar allt
að 105 tonn að stærð fengju að veiða
í sérstöku hólfi á firðinum. „Síðan
hefur þróunin orðin sú að nú er miðað
við 26 metra langa báta, sem nú eru
margir hverjir með togkraft og búnað
til veiða eins og togarar. Því hefur
það verið krafa útvegsmanna við
Breiðafjörðinn að þessu hólfí verði
lokað fyrir togveiðum," sagði Sturla.
Of margir bátar
Þá hafa þingmenn Vesturlands lagt
fram þingsályktunartillögu um að
banna dragnótaveiðar í Faxaflóa á
árunum 1995-2000 og rannsaka á
meðal lífríki flóans meðal annars með
tilliti til þess hver séu áhrif dragnóta-
veiða á viðkomu bolfískstofna í Faxa-
flóa. Nú hafa 15 bátar leyfí til kola-
veiða í dragnót á þessu svæði.
Ingibjörg Pálmadóttir þingmaður
Framsóknaiflokks er fyrsti flutnings-
vissum samræmdum aðgerðum
sem taka mið af breyttum og
breytilegum viðskiptaháttum í
maður tillögunnar. Hún sagði að drag-
nótaveiðar hefðu verið bannaðar í
Faxaflóa frá 1971 til 1979 þegar tveir
bátar fengu leyfi til að veiða í tilrauna-
skyni. Árið 1981 var banninu form-
lega aflétt og á síðasta ári höfðu 15
bátar leyfi til að veiða kola í dragnót
á svæðinu. •
„Ég tel eðlilegt að kolinn sé nýttur
en þessir bátar eru orðnir svo margir
og afkoma þeirra er orðin léleg þar
sem of margir bátar eru að bítast um
of lítinn afla. Þá segja reyndir sjó-
menn á Faxaflóasvæðinu að það sé
mikill munur nú á ýsugengd nú en
þegar dragnótaveiðar voru bannaðar.
Nú sé ýsan nánast horfin af svæðinu.
Ég hef einnig verið í sambandi við
sérfræðing hjá Hafrannsóknarstofnun
sem telur að dragnót sé ekki eins
hættuleg og menn vilji vera láta, en
það sé búið að hleypa allt of mörgum
bátum inn. Við treystum okkur þó
ekki til að velja úr til dæmis fimm
báta úr hópnum og heimila þeim veið-
ar. Þess vegna teljum við nauðsynlegt
að banna dragnótaveiðarnar í fímm
ár, meðan verið er að rannsaka áhrif
veiðanna," sagði Ingibjörg.
heiminum, að því er fram kom í
ræðu Markúsar Arnar Antons-
sonar borgarstjóra á fundi Afl-
vaka Reykjavíkur hf. á föstudag-
inn var.
í þessu felst meðal annars, að því
er fram kom í ræðunni, að auka
viðskipti með sjávarfang sem og
hvers kyns viðskipti með tækni,
þekkingu og búnað tengdan sjávar-
útvegi og að stórauka þjónustu við
vaxandi fjölda erlendra ferðamanna
flesta mánuði ársins. Heilsuborgin
Reykjavík verði einn aðalþátturinn
í uppbyggingu ferðaþjónustunnar.
Stórauka þarf verðmætasköpun
Nefnt er að stórauka þurfi verð-
mætasköpun á grundvelli vaxandi
rannsókna-, þróunar-, og markaðs-
starfsemi til dæmis á svið mat-
væla-, efna- og lyfjaiðnaðar, svo og
á ýmsum sviðum rafeinda-, stýri-,
og upplýsingatækni. Þá er bent á,
að auka þurfi útflutning á verkefn-
um á grundvelli heildarlausna, þar
sem íslendingar hafa sérþekkingu,
svo sem á sviði sjávarútvegs, orku-
veitna, heilsugæslu, lækninga og í
tengslum við afmarkaða þætti rann-
sókna og mannvirkjagerðar.
Einnig er bent á, að finna þurfi
samræmdar lausnir á vandamálum
frumherja í atvinnulífinu, hvort
heldur er í tengslum við frísvæði eða
annað það umhverfi sem gerir þeim
kleift að njóta stuðnings hver af
öðrum. Þá þurfi að bæta og auka
samgöngur á suðvesturhorninu,
einkum í tengslum við Sundahöfn
og Keflavíkurflugvöll. Auka þurfi
sveigjanleika og gera boðleiðir
greiðfærari innan íslensks stjórn-
kerfis til að auðvelda nýsköpun og
fjárfestingu útlendinga hérlendis og
jafna þurfi atkvæðisrétt í þingkosn-
ingum og stækka og efla sveitarfé-
lögin.
Þingmenn Vesturlands um Faxaflóa
Vilja bann við
dragnótaveiðum
ÞINGMENN úr öllum flokkum, þar á meðal allir þingmenn Vestur-
lands, hafa lagt fram á Alþingi breytingartillögu við lög um veiðar í
landhelginni sem miðar að því að banna veiðar með botnvörpu í ákveðnu
hólfi á Breiðafirði. Þá hafa þingmenn Vesturlands lagt fram þingsálykt-
unartillögu um að banna dragnótaveiðar í Faxaflóa til aldamóta.
Frjálsræði í bú-
vöruviðskiptum
eftirBjörn Bjarnason
Það gengur aftur í umræðum um
landbúnaðarmál, að Alþýðuflokkur-
inn hafí þar sögulega sérstöðu með-
al íslenskra stjórnmálaflokka. Hún
er sögð felast í því, að flokkurinn
gæti hags neytenda umfram aðra.
Þannig sagði til dæmis í Reykjavík-
urbréfí Morgunblaðsins síðastliðinn
sunnudag, þegar fundið var að því,
að fáir alþingismenn hefðu orðið til
þess að taka upp jafn harða máls-
vörn fyrir sjónarmið neytenda og
gert hefði verið vegna hagsmuna
bænda: „Alþýðuflokkurinn hefur
hins vegar fylgt hefðbundinni stefnu
sinni, sem á sér áratugasögu." Má
helst skilja þennan málflutning á
þann veg, að Alþýðuflokkurinn hafi
ætíð fylgt annarri stefnu í þessum
málum en aðrir stjómmálaflokkar.
Álíka mikið hald er í söguskoðun
af þessu tagi og ef fullyrt væri, að
þeir, sem nú veita utanríkisráðuneyt-
inu pólitíska forystu á vegum Ál-
þýðuflokksins, hefðu alla tíð verið
eindregnir stuðningsmenn aðildar
íslands að Atlantshafsbandalaginu
(NATO) og varnarsamstarfsins við
Bandaríkin. Gunnar Helgi Kristins-
son, dósent í stjórnmálafræði, segir
í bókinni Islensk þjóðfélagsþróun
1880-1990, sem kom út fyrir jólin:
„Vaxandi tilhneigingar til verndar-
stefnu gætti á millistríðsárunum, hér
á landi eins og erlendis. Innflutning-
ur landbúnaðarvara var bannaður
og innlenda markaðnum var skipt
upp milli bænda með opinberri verð-
stýringu."
Að baki þessari þróun til vaxandi
ríkisafskipta á millistríðsárunum
stóð bandalag Framsóknarflokks og
Alþýðuflokks, en undir handleiðslu
Jónasar Jónssonar frá Hriflu var það
hlutverk Alþýðuflokksins að sætta
íbúa í bæjum við forystuhlutverk
bænda í stjórnmálum. „Innflutnings-
höft á landbúnaðarvörum og verð-
stýring innlenda markaðarins voru í
þágu bænda, en Alþýðuflokkurinn
studdi þau einnig, enda óttuðust
margir Álþýðuflokksmenn afleiðing-
ar þess ef miklir fólksflutningar yrðu
úr sveitum í bæi, og fleiri til að keppa
um atvinnu,“ segir Gunnar Helgi. í
umræðum um landbúnaðarmál nú á
tímum þarf að fara allt aftur til þess-
ara ára til að átta sig á eðli þeirrar
stefnu, sem nú er að breytast með
alþjóðasamningum um aukið frelsi í
viðskiptum með landbúnaðarvörur.
Eru þannig rangar fullyrðingar um
að Alþýðuflokkurinn hafi jafnan haft
sérstöðu sem málsvari frelsis í við-
skiptum með landbúnaðarvörur.
Tökin létt
Frá því að Framsóknarflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn lögðu grunninn
að miðstýrðu ríkiskerfi við stjórn
landbúnaðar í skjóli innflutnings-
banns fyrir um það bil sextíu árum,
hefur Alþingi oft tekist á við mikinn
vanda við setningu laga um landbún-
aðarmál og búvörur. Sigurður Líndal
prófessor hefur gert fræðilega úttekt
á þessari lagasmíð og birt niðurstöð-
ur sínar opinberlega. Þar kemur
fram sú lögfræðilega skoðun, að með
framsali á valdi á þessu sviði hafi
Alþingi farið á svig við stjórnar-
skrána. Er óhjákvæmilegt að hugað
verði að þeirri rökstuddu gagnrýni,
þótt síðar verði.
Forsjárhyggjumenn á Islandi voru
ekki einir á báti, þegar þeir festu
landbúnaðinn í bönd á sínum tíma.
Þróunin var svipuð annars staðar.
Allt fram á síðustu ár hefur búvörum
verið haldið utan alþjóðlegra við-
skiptasamninga. Nú er þetta að
breytast eins og við íslendingar höf-
um kynnst, annars vegar af samn-
ingunum um evrópska efnahags-
svæðið (EES) og hins vegar í síð-
ustu lotunni um viðbót við GATT-
samkomulagið, sem nær til viðskipta
á heimsmælikvarða.
Innan Sjálfstæðisflokksins hefur
náðst góð sátt um það, hvernig stað-
ið skuli að samningum, sem miðast
að auknu fijálsra;ði í viðskiptum með
landbúnaðarvörur. Flokkurinn studdi
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994
27
Tuttugu og átta verkefni fá styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla
Ljóð, umhverfisvemd
og- handbók fá mest
Morgunblaðið/Júlíus
Slökkviliðsmenn að störfum við bilskúrinn á Guðrúnargötu.
Kveikt í þremnr húsum
KVEIKT var í þremur húsum í Reykjavík um helgina. Miklar
skemmdir urðu á bílskúr við Guðrúnargötu og bílasölu við Bílds-
höfða en slökkviliði tókst að koma í veg fyrir að afdrep borgar-
starfsmanna við Miklatún yrði eldri að bráð.
Skóli Heiti Kostn.
Ártúnsskóli Ljóð í lifandi Ijósi þús.kr. 450
Dalbrautarskóli Styrking nemenda við flutning í heimaskóla 385
Foldaskóli Breytt námsskipulag í 8. til 10. bekk 360
Norskukennarar Typisk norsk, kynning á norsku í dönskukennslu 300
Laugarnesskóli Hringrás efna — minna sorp 180
Vogaskóli Heildstæður skóli 385
Ölduselsskóli Útilíf. Ný valgrein í 10. bekk 200
Ölduselsskóli Skipulag kennslu og skráning gagna í náttúrfræði 330
Öskjuhlíðarskóli Tumi og fjársjóðurinn — söngleikur 200
Álftanesskóli Að efla samskiptahæfni nemenda 320
Digranesskóli Deildarnámskrá fyrir einhverfa 320
Víðistaðaskóli Nordisk identitet — norræn samsemd 150
Engidalsskóli Tenging leikskóla og grunnskóla 250
Garðaskóli Ottekt á núverandi hópa- og bekkjakerfi í 8.-10. bekk 300
Grunnskóli Tungumálakennsla með tölvusamskiptum 295
Grindavíkur Kópavogsskóli Handbók um samstarf heimila og skóla 395
Lækjarskóli Heildtæk skólastefna — Leiðarvísir og myndband 350
Grunnskóli Umhverfið mitt 300
Þingeyrar Grunnskólinn Samvinna skóla um náttúrufræðikennslu 300
á ísafirði, Bolungarvík, Súðavík og Grunnskóli Mosvallahrepps Reykhólaskóli Grænn vetur — umhverfísvænir lífshættir 430
og Kársnesskóli
Gagnfræðaskólinn Tenging sérdeildar og vistheimilis við grunnskóla 250
á Sauðárkróki Borgarhólsskóli Hljóðfæranám fyrir alla, 3. hluti 370
Hrafnagilsskóli, Söguaðferðin 250
Lundarskóli,
Síðuskóli Hvammshlíðarskóli Námsmat í sérskóla 80
Stórutjarnarskóli Áætlanagerð í skólaíþróttum 150
Heppuskóli Dönskukennsla sniðin að þörfum nemenda 300
Grunnskólinn íslenskukennsla — móðurmálið sem heild 305
í Skógum Reykholtsskóli Umhverfisvænn skóli 312
Samtals 8.217
Um klukkan hálfátta á Iaugar-
dagskvöld var tilkynnt að kveikt
hefði verið í húsi við hverfastöð
borgarstarfsmanna við Miklatún.
Eldur hafði verið lagður í rusla-
tunnu við húsið og hafði eldur bor-
ist í einn vegg hússins. Rífa þurfti
klæðningu frá veggnum. Eldurinn
hafði þá ekki náð að breiðast út
og reyndist slökkviliði auðvelt að
ráða niðurlögum hans.
Hálftíma síðar var tilkynnt um
eld frá bílskúr viði hús við Guðrún-
argötu. Mikinn reyk lagði frá hús-
inu þegar slökkviiið kom á staðinn.
Mestur eldur logaði við rusl á gólfi
bílskúrsins og réði slökkviliðið nið-
urlögum eldsins á skömmum tíma.
Það var svo um klukkan 21 á
sunnudagskvöld að maður sem fór
Björn Bjarnason
„EES-samningurinn
hefði ekki náð fram að
ganga á Alþingi nema
með stuðningi þeirra,
sem nú er að ósekju
hallmælt sem andstæð-
ingum frjálsari við-
skipta með búvörur.“
aðild íslands að EES og niðurstöð-
una í GATT-lotunni, sem lauk nú í
desember. Á þessu sviði eins og svo
mörgum, sem snerta íslenskt at-
vinnulíf, stöndum við að róttækum
breytingum í takt við alþjóðlega þró-
un. Forystumenn bænda hafa áttað
sig á nýjum aðstæðum og þess gæt-
ir mjög víða, að bændur hafi fullan
hug á að laga sig að þeim með skjót-
um hætti.
akandi um Bíldshöfða varð var við
reyk frá húsi bílasölu við götuna.
Hann ók að húsinu og sá þá að
logaði frá bensínbrúsa undir hús-
inu. Maðurinn hafði strax samband
við slökkvilið sem stefndi vakthaf-
andi liði á staðinn. Talsverður eldur
var í húsinu, einkum í gólfi og
slökktu reykkafarar og slökkviliðs-
menn hann á skömmum tíma. Tals-
verðar skemmdir urðu innanhúss á
bílasölunni. Undir húsinu fannst
bensínbrúsi sem tusku hafði verið
troðið í.
Hjá RLR fékkst í gær staðfest
að í öllum þremur tilvikunum væri
talið víst að um íkveikju hefði ver-
ið að ræða. Ekki er vitað hveijir
voru að verki en unnið er að rann-
sókn málanna.
Stuðningur meirihluta
Um þessar mundir vill Alþýðu-
flokkurinn ekki kannast við samstarf
sitt við Jónas frá Hriflu á sínum tíma
um að koma innflutningsbanni á
búvörur og setja hömlur á almenn
viðskipti með þær, sem var ekki síst
í þágu Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga (SÍS) með alkunnum
afleiðingum. í opinberum umræðum
er Alþýðuflokknum auk þess dyggi-
lega hjálpað við að þurrka út þennan
kafla úr sögu sinni. í því skjóli vilja
alþýðuflokksmenn treysta sig í sessi
sem sérstaka talsmenn neytenda.
Ástæðulaust er að gleyma því, að
matarverð lækkar af fleiri ástæðum
en erlendri samkeppni, eins og
sannaðist um síðustu áramót við
lækkun virðisaukaskatts á þau.
EES-samningurinn hefði ekki náð
fram að ganga á Alþingi nema með
stuðningi þeirra, sem nú er að ósekju
hallmælt sem andstæðingum fijálsari
viðskipta með búvörur. Alþingi sam-
þykkir ekki heldur þingsályktunartil-
lögu um heimild fyrir utanríkisráð-
herra til að fullgilda GA'IT-samkomu-
lagið, nema þar sé meirihluti fýrir því.
Vandræðin á Alþingi vegna land-
búnaðarmála eiga ekki rætur að
rekja til átaka um þátttöku okkar í
hinu alþjóðlega samstarfi. Samstarf
á vettvangi Sjálfstæðisflokksins hef-
ur tryggt stuðning meirihluta þing-
manna við aðild að milliríkjasamn-
ingum um aukið fijálsræði í viðskipt-
um með búvörur. Barátta fyrir þessu
fijálsræði er ekki stríð neytenda
gegn bændum. Friðsamleg niður-
staða fæst ekki, ef vegið er að örygg-
iskennd bænda við erfiðar aðstæður.
Pólitísk sátt verður ekki, ef alið er
á tortryggni í skjóli rangfærslna um
sögulegt hlutverk og stefnu.
Höfundur er þingmadur
Sjálfstæriisflokksins í Reykjavík.
NÝLEGA var úthlutað úr Þróun-
arsjóði grunnskóla fyrir skólaár-
ið 1994-95 og fengu 28 verkefni
styrki en 33 aðilar og skólar
standa að verkefnunum. Hæstu
styrkirnir runnu til Ártúnsskóla
í Reykjavík, sem fékk 450 þúsund
til að vinna að verkefninu Ljóð
í lifandi ljósi, Kópavogsskóli í
Kópavogi fékk 395 þúsund til að
búa til handbók um samstarf
heimila og skóla og Reykhóla-
skóli á Reykhólum ásamt Kárs-
nesskóla í Kópavogi fengu 430
þúsund til að vinna verkefnið
Grænn vetur - umhverfisvænir
lífshættir. Alls nam upphæð um-
sókna 40,4 milljónum króna en
til úthlutunar voru 8,2 milljónir
króna en tilgangur sjóðsins er
að styrkja nýjungar, tilraunir og
þróunarverkefni í grunnskólum.
Læra ljóð og lög
Hæstan styrk fékk verkefnið
Ljóð í lifandi ljósi í Ártúnsskóla í
Reykjavík. Ellert Borgar Þoi-valds-
son, skólastjóri, segir að í skólanum
kenni hann 10-12 ára börnum valin
ljóð eftir viðurkennd skáld, sem
samin hafi verið lög við. Krakkarn-
ir byija á því að læra ljóðin, teikna
myndir við þau og svara spurning-
um á sérstök verkefnablöð og að
lokum syngja þau ljóðin.
Ellert segir Magnús Kjartansson,
hljómlistarmaður, hafi tekið lögin
og útsett þau í tóntegund sem
krakkarnir geti sungið í og sett
undirleik nokkur þeirra inn á spólu.
Alls sé búið að fullvinna þannig um
tíu ljóð og segir hann að styrkurinn
verði notaður til þess að fullvinna
öll þau ljóð sem til álita komi og
setja tónlist við þau á spólur og
gera verkefnin þannig úr garði að
þau fleiri skólar geti notað þau í
framtíðinni.
Samskipti skóla og heimila
Ólafur Guðmundsson, skólastjóri
í Kópavogsskóla, segir að markmið-
ið með verkefninu í sínum skóla sé
að gefa út handbók sem gefur hug-
myndir að samstarfi heimila og
skóla og er áætlað að hún verði
tilbúin haustið 1995. Hann segir
að lítið sé í lögum og reglugerðum
um grunnskóla hvernig samskipt-
um heimila og skóla skuli háttað
og það sé að mestu í höndum skóla-
stjórnenda.
„Það er verið að reyna að finna
farveg fyrir þessi samskipti,“ segir
hann. „Það er verið að reyna að fá
foreldrana meira inn.“ Einnig sé
ætlunin að auðvelda foreldrum og
kennurum samstarfið bæði á vett-
vangi skólastjórnar og bekkjarins.
Tveir ólíkir skólar
Verkefni Kársnesskóla og Reyk-
hólaskóla er líklega fyrsta verkefn-
ið sem er unnið af mjög ólíkum
skólum frá mismunandi landshlut-
um, segir Áslaug Guttormsdóttir,
kennari við Reykhólaskóla, en hún
er ein þeirra þriggja kennara sem
vinna að undirbúningi verkefnisins
Grænn vetur - umhverfisvænir lífs-
hættir. Hinar tvær sem vinna við
undirbúning verkefnisins kenna við
Kársnesskóla en ástæða samvinn-
unnar segir Áslaug vera að hún
hafi kennt við Kársnesskóla þar til
síðasta haust er hún flutti vestur á
Reykhóla.
Verkefnið er alhliða umhverfís-
fræðsla, segir Áslaug, og er mark-
mið þess að láta nemendur verða
virka í umhverfisvernd. „Við ætlun
þannig að koma skilaboðunum inn
á heimilin,“ segir hún.
Meðal annars verða nemendur
látnir gera athuganir á umhverfi
sínu, t.d. mæla súrt segn. Einnig
verður þeim kenndar leiðir til að
minnka sorp og spara rafmagn.
Hún segir að verkefnið sé aðeins
farið af stað í Kársnesskóla en
ætlunin sé að fara á fullt með það
næsta haust.
Sex manna úthlutunarnefnd
metur umsóknirnar og gerir tillögur
til menntamálaráðherra um styrk-
veitingu. í nefndinni sitja fulltrúar
frá Kennaraháskóla íslands, Há-
skóla íslands, Kennarasambandi
íslands, Hinu íslenska kennarafé-
lagi, Skólastjóraélagi íslands og
menntamálaráðuneytinu.
Félag sumarbústaðaeigenda við Þingvallavatn stofnað
Yill gott samstarf
um skipulagsmál
FÉLAG sumarhúsaeigenda við Þingvallavatn var stofnað á fundi
á sunnudag þar sem samþykkt var ályktun um að félagið óski
eftir góðu samstarfi við skipulagsyfirvöld og hreppsnefndir um
þær tillögur að svæðisskipulagi sem nú eru til umfjöllunar og
lýsa yfir vilja til þess að stuðla að því að við ákvörðun um fram-
tíðarnotkun svæðisins verði vel gætt að umhverfisvernd.
Um 600 sumarbústaðir eru við
Þingvallavatn og í ályktun fundar-
ins er vitnað til þess að við sumar-
bústaðina hafi hvað mest verið unn-
ið að ræktun svæðisins og gróður-
setningu.
„Sumarbústaðaeigendur harma
ef amast á við sumarbústöðum við
vatnið og eru uggandi yfir því, að
ætlunin sé að þrengja að þeim og
rétthöfum lóða með óþörfu ofskipu-
lagi og réglum. Sumarbústaðaeig-
endur telja að vel megi fara saman
vera þeirra við vatnið og annarra
landsmanna sem vilja njóta nátt-
úrufegurðar og útivistar umhverfis
Þingvallavat.n,“ segir í ályktun
stofnfundarins.
í stjórn Félags sumarhúsaeig-
enda við Þingvallavats voru kjörnir
Reynir Jónsson formaður, Ásgeir
Thoroddsen, Sigrún Dungal, Val-
garð Briem, Ari Bergmann Einars-
son, Finnur Björgvinsson og Helgi
Straumfjörð.