Morgunblaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.03.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994 7 Komst með börn út úr brennandi húsi ELDUR kom upp í ibúðarhúsi við Holtsgötu á laugardagskvöld. Kona sem bjó í íbúðinni komst út úr brennandi íbúðinni með tvö börn sín. Talið er að kviknað hafi í út frá brauðrist í eldhúsi. Rjúklingabringur frá Kanada Málið sent umboðs- manni Alþingis FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur staðfest afturköllun tollstjórans í Reykjavík á heimild til að flytja til landsins soðnar kjúklinga- bringur frá Kanada, sem tollstjórinn hafði áður veitt innflutnings- heimild fyrir. Að sögn Hauks Hjaltasonar hjá Dreifingu sf. mun hann vísa þessu máli til umboðsmanns Alþingis, en hann segir með öllu óskiljanlegt hvernig sljórnvöld hafi tekið á þessu máli. Eldurinn uppgötvaðist um klukkan hálfellefu um kvöldið þegar hjón á kvöldgöngu sáu reyk leggja frá hús- Lést af höf- uðáverkum HOLLENSKA konan sem bíll kast- aðist á við gatnamót Kringlumýr- arbrautar og Laugavegar á föstu- dag lést á gjörgæsludeild Borgar- spítalans á sunnudagsmorgun. Hún hlaut mikla höfuðáverka við slysið og komst aldrei til meðvitund- ar. Hún hét Janna Hendrikje, 37 ára gömul, fædd 10. júní 1956. Hún var búsett í bænum Epe í Hollandi og lætur eftir sig eiginmann og tvö börn. -----♦ ♦ ♦--- Menntamálaráðuneytið Rekstrar- gjöld inn- an ramma fjárlaga Rekstrargjöld stofnana mennta- málaráðunetyis voru innan ramma fjárlaga á seinasta ári. Framlög til framhaldsskóla urðu 63 milljón- um króna innan við áætlun, en grunn- og sérskólar fóru 43 millj- ónir framúr fjárlögunum. Greiðslur til háskólastofnana námu rúmum 2,2 milljörðum sem er nánast sama fjárhæð og fjárlög heimiluðu en grunn- og sérskólar fóru 43 millj. umfram fjárlög en til reksturs þeirra fóru rúmlega 4,3 milljarðar í fyrra. „Þessi niðurstaða sýnir veruleg umskipti til hins betra miðað við næstu tvö ár á undan. Frá árinu 1991 hafa greiðslur til fram- haldsskóla lækkað um 90 m.kr. mið- að við fast verðlag, eða um 2,6% og greiðslur til héraðs- og grunnskóla hafa lækkað um 210 m.kr. eða 4,3%,“ segir í skýrslu fjármálaráðu- neytisins. Vaxta- og geymslugjöld 100 millj. untfram fjárlög Á fjárlögum seinasta árs var gert ráð fyrir 6 milljarða kr. greiðslum til landbúnaðarmála skv. nýja bú- vörusamningnum en þær urðu 6,4 milljarðar. Mesta frávikið, 220 millj. kr. stöfuðu af auknum niðurgreiðsl- um á miðju seinasta ári vegna kjara- samninga. Þá voru greiðslur vaxta- og geymslugjalds tæplega 100 millj. kr. hærri en fjárlög heimiluðu og er ástæðan að vextir reyndust hærri en og sala dræmari en ráð var fyrir gert. ---------*—*—*--- Lundinn kominn Vestmannaeyjum. LUNDINN sást á sjónum sunnan við Eyjar í fyrsta skipti á þessu ári á sunnudaginn og er fuglinn óvenju snemma á ferðinni nú. Guðjón Björnsson frá Gerði sá lundann sunnan við Geirfuglasker. Hann sagði að talsvert hefði verið af fuglinum á sjónum en einnig hefðu stórir hópar verið á flugi og sagði Guðjón, að þetta hefði helst minnt á lóuhópana þegar þeir koma til lands- ins á vorin. Guðjón sagði, að hann vissi ekki til að lundinn hefði áður verið hér á ferð svo snemma. „Ég hef verið til sjós í nær 71 ár og ég hef aldrei áður orðið var við lunda á sjónum svo snemma árs.“ - Grímur inu og sáu skömmu síðar hvar konan kom hlaupandi út úr húsinu með börnin í fanginu. Mæðginin höfðu verið sofandi en konan vaknað við að eldur var laus í húsinu og hlaupið út með börnin. Slökkvilið kom fljótt á staðinn og tókst fljótlega að vinna bug á eldin- um en íbúðin skemmdist talsvert af eldi, vatni og reyk. Mestar urðu skemmdir í eldhúsi, þar sem upptök eldsins voru. Innbú og hús munu vera tryggt en fólkið hafði nýlega lokið endurbót- um á húsinu. Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðsmenn berjaset við eld- inn á Holtsgötu á laugardags- kvöld. „Við erum komin á endastöð í stjórnsýslunni og það verður ekki nema hjá umboðsmanni Alþingis sem verður hoggið á hnútana. Eg tel að hér sé um að ræða vítaverða valdníðslu sem byggist á hættuleg- um hringlandahætti í stjórnsýsl- unni sem stórskaðar okkur erlend- is,“ sagði Haukur. Hann sagði að ef álit umboðsmanns Alþingis yrði Dreifingu sf. í hag teldi hann fulla ástæðu til að fara með málið fyrir dómstóla og fá hlutaðeigandi aðila þar dæmda fyrir lögbrot. DAEWOO 29" RISATÆKI Býður nokkur betur? Við bjóðurri nú nýjustu gerð af DAEWOO/MARK 29" litsjónvarpstækjum, hlöðnum tækninýjungum: Verð aðeins krí)«).ÍMH) eða kr / 29" flatur, kantaður skjár „Super Black Screen" (flestir bjóða aðeins 28") t/ Nicam Stereo, 2x25w magnari. ✓ Frábær hljómgæði, 4 hátalarar, Super Woofer og Super Dome. */Textavarp með íslenskum stöfum. i/ Fullkomin fjarstýring. */ Stillanlegur tímarofi. */ Scart tengi. 89.1)00 Borgartúni 28 “S 622901 og 622900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.