Morgunblaðið - 13.03.1994, Page 1
96 SIÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
60. tbl. 82. árg.
SUNNUDAGUR13. MARZ1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kínverskir ráðamenn í viðræðum við utanríkisráðherra Bandaríkíanna
Utlendingar hætti afskipt-
um af mannréttíndamálum
Peking. Reuter.
KÍNVERSKIR ráðamenn lýstu því yfir í
gær við Warren Christopher, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, og útlendingar
hefðu ekkert með að skipta sér af mann-
réttindamálum í Kína, hvað þá að tengja
þau við viðskiptin. Kínverjar saka einnig
helsta fulltrúa Bandaríkjanna í mannrétt-
indamálum, John Shattuck, aðstoðarutan-
ríkisráðherra, um að hafa brotið kínversk
lög með því að eiga fund með kínverska
andófsmanninum Wei Jingsheng í síðasta
mánuði. Bandaríkjastjórn hótar að svipta
Kínverja bestu-kjara-samningum í við-
skiptum bæti þeir ekki úr ástandinu i
mannréttindamálum.
Warren Christopher átti að hitta að máli
í gær Li Peng, forsætisráðherra Kína, og
Jiang Zemin, forseta landsins, en það er til
marks um spennuna, sem ríkir í heimsókn
hans, að skyndilega var allri dagskrá fundar
hans með Li breytt og fundinum með Jiang
frestað í sólarhring. Síðustu daga hafa kín-
versk stjórnvöld einnig sýnt fyrirlitningu sína
á kröfum Bandaríkjamanna um aukin mann-
réttindi í Kína með því að handtaka fjöldann
allan af kunnum andófsmönnum. Sagði
Christopher í Tókýó á fimmtudag, að svo
virtist sem Kínastjórn væri að herða tökin á
landsmönnum en ekki lina.
Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, segist
Madrid. Reuter.
NORÐMENN hafa verulega breytt afstöðu
sinni í deilunni við Evrópusambandsríkin
um fiskveiðikvóta innan norskrar lögsögu
að því er Carlos Westendorp, Evrópumála-
ráðherra Spánar, sagði í fyrradag.
Spánveijar eru að mestu leyti einangraðir
innan Evrópusambandsins, ESB, í kröfu sinni
um auknar fiskveiðiheimildir við Noreg en
Westendorp sagði á blaðamannafundi í
Madrid, að þeir myndu ekkert gefa eftir í því
því aðeins munu endurnýja bestu-kjara-samn-
ingana við Kína, verði mannréttindi aukin
verulega í landinu en það yrði gífurlegt áfall
fyrir kínverskt efnahagslíf ef samningunum
yrði sagt upp. Það myndi í raun loka Banda-
ríkjamarkaði fyrir kínverskum vörum en
þangað fer þriðjungur kínversks útflutnings.
efni. Viðræður við Norðmenn um veiðiheimild-
ir heíjast aftur á þriðjudag og Westendorp
sagði, að spænsk stjórnvöld hefðu skorað á
Norðmenn að sýna samningsvilja svo unnt
yrði að ljúka þeim samdægurs. Kvaðst hann
hafa heimildir fyrir því, að sú yrði líka raun-
in með Norðmenn en skýrði það ekki nánar
að öðru leyti en því, að fyrri yfirlýsingar þeirra
um að enginn fiskur væri aflögu, ætti ekki
lengur við.
Gefa Norömenn eftir?
ÚTMÁNAÐASÓL YFIRPERLUNNI
Morgunblaðið/Magnús Fjalar
Leitað að
uýjum Orwell
NÚ um helgina fer fram í London fyrsta
eiginlega rithöfundakeppni í heimi en
hún stendur yfir í 24 klukkustundir og
sá ber sigur úr býtum, sem setur saman
frumlegustu söguna á þeim tíma. Verður
þátttakendunum, 35 að tölu, séð fyrir
tölvu, hádegisverði og kampavíni í hófi
en reykingar, blekkingar og ritstuldur
eru harðbönnuð. Telji menn þörf á að
glæða andann með meiri veigum verða
þeir að borga þær sjálfir. Það voru félag-
ar í klúbbi í Lundúnum, The Groucho
Club, sem áttu hugmyndina að keppninni
og tók þá dæmi af George Orwell, sem
samdi Félaga Napóleon á tveimur dög-
um, og Voltaire, sem lauk við Birting á
þremur dögum.
Utúrdrukk-
ið brunalið
SLÖKKVILIÐSMENN í bænum
Brjansk í Rússlandi voru svo foráttu-
drukknir þegar þeir voru að reyna að
slökkva eld í húsi í bænum að þeir tóku
ekki eftir því að slökkviliðsstjórinn
brann til bana, að sögn rússneska dag-
blaðsins Izvestíu. Slökkviliðið var sent
á nokkrum brunabílum að húsinu en
þeir fóru þaðan án þess að slökkva eld-
inn. A Ieiðinni á slökkvistöðina tóku
þeir eftir því að slökkviliðsstjórinn -
sá eini sem var ódrukkinn - hafði orð-
ið eftir í húsinu. Þegar þeir komu þang-
að aftur fundu þeir hann látinn af völd-
um brunasára. Izvestía hafði eftir sjón-
arvottum að flestir slökkviliðsmann-
anna hefðu verið svo ölvaðir að þeir
hefðu ekki farið úr bílunum til að
slökkva eldinn. Ekki bætti úr skák að
nokkrir bílanna reyndust vatnslausir.
Sættir í far-
símadeilunni
Tókýó. Reutcr.
WALTER Mondale, sendiherra Banda-
ríkjanna í Japan, átti í gær fund með
japönskum embættismönnum og var
búist við, að á honum leystist deila ríkj-
anna um aukinn aðgang bandarískra
farsíma að japanska markaðinum.
Snýst málið um bandaríska farsíma-
framleiðandann Motorola en japanskir
embættismenn komu í veg fyrir, að
hann gæti selt vöru sína á Tókýó-Nago-
ya-svæðinu en þar er fjölmennið mest.
Bandaríkjastjórn hefur hótað að beita
Japani refsiaðgerðum verði ekki úr
þessu bætt fyrir 17. mars.
Háyfirdómur
og nýliðadeild
Islensk
hönnun
18
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
A SVNNVDECI
Það
má
reyna
14