Morgunblaðið - 13.03.1994, Síða 10

Morgunblaðið - 13.03.1994, Síða 10
HÁYFIRDÓMUR OG NÝLIÐADEILD Hrafn Brag-ason: „Éað getur orðið erf- iðara að manna rétt- inn. Hvenær mega þeir sem ráðast hingað nýir búast við að komast í efri deild, ef svo má að orði komast?" Magnús Thoroddsen: „Það er ekki til hæstiréttur á íslandi heldur einungis deildaskiptur áfrýj- unarréttur." Sólveig Pétursdóttir: „Það hafa verið dæmi á undanföm- um árum um mis- munandi niðurstöður í málum sem byggj- ast á svipuðum for- sendum." Bfo /Æ fib |ði - j| Æ jj§!! o ijjj ■ f'" m fi s v£; Wm ■ iSt\ wml 'x SffiS I f§f§g «!!!{! f l IfffHff®| ’ ' lm eftir Pál Þórhallsson ÞAÐ LEEKUR enginn vafi á því að biðtími í einkamálum í Hæstarétti er mikið vandamál. Ekki er óvenjulegt að þijú ár líði frá héraðsdómi þar til dómur fellur í Hæstarétti. Af- leiðingin er sú að löghlýðið fólk veigrar sér við að standa í málaferlum en þeir sem hafa slæman málstað að veija grípa til áfrýjunar í þeim tilgangi að tefja mál. Ýmsar skýringar á þessum vanda eru nefndar, meðal annars þær að Hæstiréttur sé að drukkna í smámálum sem leiði til þess að raunveruleg ágreiningsmál og þýðingarmikil úrlausnarefni bíði lengur en forsvaranlegt er. Réttarfarsnefnd, með Hrafn Bragason for- seta Hæstaréttar í forystu, samdi frumvörp til breytinga á lögum er varða Hæstarétt og áfrýjun mála sem lögð voru fram síðastliðið haust. Þar var gert ráð fyrir fjölgun dómara um einn og að áfrýjunarheimildir yrðu verulega skertar. Lögmannafélagið mótmælti þessu frumvarpi í umsögn sinni, réttaröryggi væri stefnt í voða auk þess sem dómarar yrðu of margir í Hæstarétti og mælti með að tekið yrði upp milli- dómstig. Allsherjarnefnd Alþingis hefur nú tekið frumkvæði í málinu og samþykkti í vikunni breytingartillögur við frum- vörp réttarfarsnefndar. Þær miða að því að skapa einskonar háyfírdóm innan Hæstaréttar. Reynslumestu dómararnir skipi sérdeild innan réttarins sem fjalli um þýðingarmikil mál. Nýliðamir afgreiði hins vegar smámálin. Hæstarétti hefur tekist að koma afgreiðslu sakamála í skikkanlegt horf. Ekki líður óeðli- lega langur tími frá áfrýjun til dómsuppk- vaðningar. Enda varð ekki við það unað að menn væru sendir í fangelsi mörgum árum eftir afbrot sitt, kannski búnir að koma sér á réttan kjöl. í einkamálum eins og til dæmis skaðabótamál- um, skilnaðarmálum og málum út af peninga- skuldum er ástandið öllu lakara. Biðtíminn frá því mál er þingfest í Hæstarétti uns dómur er upp kveðinn er um tvö og hálft ár. Ástæð- an er ekki sú að dómar- amir séu svo lengi að hugsa sig um heldur • eru málin sem bíða af- greiðslu svo mörg. En hvaða afleiðingar almennt talað hefur hinn langi biðtími eftir endanlegri úrlausn mála? „Lög- hlýðnir menn, sem eru að leita að réttlætinu í hverju máli, veigra sér við þessu. En fyrir hina, sem vilja bara fresta málinu, frestur er á illu bestur, og vita að þeir muni tapa því endanlega er þetta hvatning til að áfrýja,“ segir Magnús Thorodd- sen hæstaréttarlögmaður og fyrr- verandi forseti Hæstaréttar. „Þeir sem hafa lent í alvarlegum slysum hafa oft ekki fjárhagslegt bolmagn til að bíða. Þess vegna sætta þeir sig annaðhvort við héraðsdóm þótt þeir séu ekki hundrað prósent sáttir við hann eða verða nauðugir að fall- ast á sáttatilboð tryggingarfélag- anna. Svo er það líka þessi sálræna byrði sem leggst á flesta menn sem lenda í málaferlum. Þeir eru hugs- andi um þetta meira og minna allan tímann þangað til dómur gengur. Sumir hafa óskaplega gaman af þessu, en þeir eru í algerum minni- hluta.“ Svo bætir Magnús við eftir andartaksþögn: „Maður sér þetta betur núna þegar maður horfir á þetta úr fjarlægð.“ Hann er spurður hvort málahalinn sé ekki gömul saga og ný? „Nei, veistu þegar ég var forseti réttarins, ég er ekkert að þakka mér það, var biðtíminn þetta 4-6 mánuðir í einkamálunum." Sólveig Pétursdóttir formaður allsheijarnefndar Alþingis segir að líta megi á biðtímann fyrir Hæsta- rétti sem mjög alvarlegan hlut. í því sambandi megi benda á 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem segir að menn eigi rétt á að fá úrlausn sinna mála fyrir dómstól- um eftir hæfílegan tíma. Þrengdar áfrýjunarheimildir Réttarfarsnefnd, þar sem Hrafn Bragason forseti Hæstaréttar er í forystu, gerði tillögur um lagabreyt- ingar til að létta álagi af Hæsta- rétti. í þeim felst að dómurum fjölgi úr átta í níu og áfrýjunarheimildir séu þrengdar. Ef mál varðar fjárkr- öfu þarf hún að nema 500.000 krón- um en sú upphæð er 150.000 sam- kvæmt núgildandi lögum. Ef mál varðar ekki fjárkröfu meti Hæsti- réttur hvort hagsmunirnir svari til áfrýjunarfjárhæðar. Hæstiréttur megi þó veita undanþágu frá þess- um skilyrðum ef: a) úrslit máls hafa verulegt almennt gildi, b) þau varða mikilvæga hagsmuni þess sem leitar áfrýjunarleyfis eða c) málstaður þess sem leitar áfrýjunarleyfis gefur tilefni til að ætla að dómi kunni að verða breytt svo einhveiju nemi. Tillögumar um þrengingu áfrýjunarheimilda eru vandlega rök- studdar í greinargerð með frum- varpinu. Þar segir meðal annars: „Ástæðan fyrir takmörkunum af þessum toga á skilyrðislausri heim- ild til áfrýjunar er öðru fremur þörf- in á að koma í veg fyrir að mál, sem litlu eða engu skipta, auki álag á æðra dómstigi. í því sambandi er haft í huga að tekið getur jafnlang- an tíma og sömu erfiðismuni að reka og leysa úr máli þar sem hags- munir eru hverfandi litlir og máli þar sem aðilarnir eiga mikið í húfi. Dómsmál, sem þjóna litlum eða eng- um tilgangi, geta um leið tafið fyrir framgangi mála sem einhveiju skipta." Bent er á að endurskoðun dómstólakerfisins og breytingar á réttarfarslögum hafi styrkt fyrsta dómstigið mikið. Síðan segir: „Að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.