Morgunblaðið - 13.03.1994, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994
Morgunblaðið/Kristinn
Það
eftir Guðrúnu Guðiaugsdóttur
SENN líður að því að nefnd sem skipuð var til
að endurskoða viss atriði hinna nýju skaðabóta-
laga ljúki störfum. Nokkur ungmenni áttu óupp-
gerð mál þegar þessi nýju lög gengu í gildi þann
1. júlí s.l. Eitt af viðfangsefnum umgetinnar
nefndar var að leggja mat á hvort lagalega sé
unnt að breyta skaðabótalögunum til að bæta
stöðu fólks sem orðið hafði fyrir líkamsljóni
fyrir gildistöku laganna en á enn óuppgerð
skaðabótamál. Hrafnhildur Thoroddsen er ein
úr fámennum hópi ungmenna sem þetta gildir
um. Ef hún fengi skaðabætur í samræmi við
ákvæði eldri laga ætti hún að fá um níu milljón-
ir króna, ef mál hennar verður gert upp sam-
kvæmt nýju lögunum fær hún 22 milljónir króna.
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við Hrafnhildi um
aðstæður hennar og fram-
tíðaráætlanir fyrir skömmu. Hrafn-
hildur býr í foreldrahúsum, en
móðir hennar Auður Guðjónsdóttir
hefur barist hart fyrir því að dóttir
hennar fái dæmdar skaðbætur eft-
ir nýju lögunum. Hrafnhildur slas-
aðist mikið þegar bíll sem hún var
farþegi í ók í veg fyrir strætisvagn
á mótum Laugavegs og Vitastígs.
„Ég man það síðast til mín fyrir
slysið að vinkona mín, sem ók bíln-
um og lést í slysinu, talaði um að
sólin færi í augun á henni. Eftir
það man ég ekkert fyrr en ég var
komin á Grensásdeild mörgum vik-
um seinna,“ segir Hrafnhildur. Við
sitjum saman við eldhúsborðið á
Nesbala 56, sem er hús á einni
hæð, einkar vel hannað fyrir mann-
eskju í hjólastól. Hrafnhildur er
tvítug að aldri en lítur út fyrir að
vera mun yngri, svo grannvaxin
og barnsleg í andlit sem hún er.
„Ég var búin að ljúka einu ári í
menntaskóla þegar ég slasaðist en
er núna byrjuð aftur,“ segir hún
og skenkir mér kók í glas. Sjálf
fær hún sér sígarettu. „Það var
heldur betur átak að byrja aftur,
ég var í hjólastól, nánast heyrnar-
laus og átti við minnisleysi að
stríða, sem hvort tveggja hefur háð
mér í náminu. Heyrnin hefur þó
stöðugt farið skánandi og minnið
er líka að lagast,“ segir hún. Hrafn-
hildur talar hægt og þarf stundum
að leita að réttum orðum. „Ég
byijaði bara í einu fagi, þýsku, en
hana hafði ég lært áður, ég var í
Þýskalandi áður en ég slasaðist.
Nú er ég komin í fimm fög og
orðin stúdent í þýsku. Þótt ég sé
svolítið spastísk í höndum þá get
ég vel skrifað, enda er ég búin að
æfa mig mikið.“ Skólafélögum sín-
um segist Hrafnhildur helst kynn-
ast þegar hún fer út að reykja.
Þegar hér er komið sögu kemur
Auður móðir Hrafnhildar heim úr
bakaríi og gefur okkur kleinuhringi
með karamellukremi. Brátt bætast
fleiri í hópinn, Ingibjörg Þórðar-
dóttir og Margrét Reynarsdóttir
koma í heimsókn frá Suðurnesjum.
Hrafnhildur Thor-
oddsen
og Margrét
Reynarsdóttir
slösuóust illa og
eiga óuppgerö
skaóabótamól.
Þaó skiptir þaer
miklu móli aó
ókvæói hinna nýju
skaóabótalaga
gildi þegar
skaóabætur þeirra
veróa reiknaóar út
Margrét á það sameiginlegt með
Hrafnhildi að vera á „gulu ljósi“
hvað slysabætur snertir. Hún á
óuppgert skaðabótamál en slasað-
ist skömmu áður en nýju skaða-
bótalögin gengu í gildi. Hún slas-
aðist í bílslysi fyrir rösku einu og
hálfu ári og fékk mikið höfuðhögg
og skaddaðist illa á auga. Um-
merki eftir slysið eru þó furðu lítil
að sjá en þar með er ekki öll sag-
an sögð: „Ég er mjög oft með
höfuðverk og sé ekki í fókus nema
beint fram fyrir mig. Ef ég ætla
að einbeita mér við lestur fæ ég
fljótlega svo mikinn höfuðverk að
ég verð að hætta. Ef ég er úti í
kulda fæ ég líka mikinn höfuðverk
og líka ef ég fer í sund án þess
að hafa sundhettu,“ segir Margrét.
Móðir hennar segir að einkunnir
Margrétar hafi lækkað til muna
eftir slysið. „Hún var áður ágætur
námsmaður," segir Ingibjörg. „Það
verður að teljast til mikillar fötlun-
ar í nútímaþjóðfélagi að tapa miklu
af námsgetu sinni og ef þetta ekki
lagast er hætt við að Margrét
muni gjalda þetta slys dýru verði
þegar hún fer seinna að vinna fyr-
ir sér, geta hennar til að vinna og
möguleikar hennar í starfsvali
verða þá miklu minni en ella hefði
verið.
Auðvitað megum við samt
þakka fyrir að ekki fór ver. Mitt
viðhorf til lífsins hefur mikið breyst
eftir þetta slys. Áður hugsaði ég
talsvert um hin ytri gæði lífsins,
en þegar ég sat í óvissu og beið í
fjóra sólarhringa eftir að dóttir
mín kæmist til meðvitundar breytt-
ist verðmætamatið. Þegar sam-
viskusamur hjúkrunarfræðingur
sagði við mig í afsökunartón að
þurft hefði að klippa sundur Lew-
i’s bolinn hennar Margrétar þegar
hún kom á Slysadeildina þá vissi
ég varla hvort ég átti að gráta eða
hlægja, svo lítils virði verða öll
heimsins gæði og merki þegar að
alvöru lífsins kemur.“
Hrafnhildur Thoroddsen var
ekki eins heppin og Margrét, slys-
ið sem hún lenti í hefur skilið eftir
sig mikil og varanleg merki á lík-
ama hennar og sál. Þegar við tvær
förum inn í stofu til þess að spjalla
betur saman vill hún hvíla sig á
hjólastólnum: „Maður verður að
passa að fá ekki sár á botninn,"
segir hún og hefur með aðstoð
móður sinnar reist sig upp og tek-
ið sér stöðu á sínum grönnu leggj-
um. Þetta getur hún með_ hjálp
spelkna og göngugrindar. „Ég hef
oft fengið mikið af legusárum sem
er hryllilega erfitt að gærða. Ég
reyni því að sitja ekki lengur en
sjö tíma samfellt,“ segir hún.
En hvaða framtíðaráætlanir
skyldi Hrafnhildur gera, tvítugu
manneskjan? „Mig langar til þess
að geta unnið eitthvert líknarstarf.
Ég ætlaði áður að verða tónlistar-
manneskja, ég spilaði mikið á
píanó, fiðlu og blokkflautu og fikt-
aði við gítar. Nú get ég bara glamr-
að aðeins á fiðluna,“ segir Hrafn-
hildur. „Ef ég fengi 22 milljónir í
slysabætur myndi ég kaupa mér
litla íbúð svo ég geti stefnt að
auknu sjálfstæði í lífinu. Hluta
bótanna myndi ég nota sem líf-
eyri, enda eru þær til þess ætlað-
ar, þær eru hugsaðar sem ævitekj-
ur hins slasaða einstaklings. Því
sem eftir yrði myndi ég veija til
þess að leita eftir læknishjálp í
útlöndum. Ég held að þar sé meiri
tækni, t.d. í taugaskurðlækning-
um, kannski er þar eitthvað hægt
að gera fyrir fæturna á mér. Eg
hef smá mátt í vinstri fætinum en
engan í þeim hægri. Ég er að gera
mér vonir um að hægt sé að styrkja
þann vinstri meira. Það má reyna,
ekkert gerist ef maður reynir ekk-
ert,“ segir hún og horfír niður til
mín af spelkunum með sínu örlítið
skakka brosi.
Ég spyr hvað hún geri sér til
skemmtunar. „Ég á erfitt með að
hafa samband við mína jafnaldra.
Ég hef tapað mínum gömlu vinkon-
um, enda er ég í öðrum málum,
þær eru í barneignarmálum en ég
í heilsuvandamálum. Um karlmenn
hugsa ég ekki. Ekki vegna þess
að mér sé alveg sama, heldur af
því að ég á nóg með að reyna að
ná betri hpilsu. Þar næst er að fá
menntun og reyna að komast
áfram. Einhveija skemmtun verð-
ur maður þó að hafa af lífinu. í
minni aðstöðu er sú skemmtun
smá, lífið gengur mest út á bar-
áttu. Fyrir rösku ári var mér farið
að líða svo illa, andlega og líkam-
lega að lífið var orðið mér alger
plága. Þá vildi mér til að fyrrum
atvinnurekandi minn hvatti mig til
þess að ganga í Veginn, kristilegt
samfélag. Þar hef ég fengið mikla
andlega og jafnvel líkamlega hjálp.
Mesta gleði mín er að æfa líkam-
ann og finna framfarir, þótt þær
komi mjög hægt. Slíkt gerist með
þjálfun og hún er dýr. Ég lít til
þess með von í hjarta að ég fái
dæmdar slysabætur eftir nýju lög-
unum, það myndi gera mér kleift
að vera í æfingum, öðlast sjálf-
stæði í lífinu og leita mér frekari
læknishjálpar.“