Morgunblaðið - 13.03.1994, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994
laga, Bjarna Tómassonar. En hann
varð bráðkvaddur að kvöldi dags
hinn 4. mars sl. Margs er að minn-
ast og margt að þakka eftir nær
hálfrar aldar trausta vináttu og sam-
skipti. En óhjákvæmilega myndast
tómarúm í tilveruna, þegar fornvinir
okkar hverfa á braut í hinzta sinn.
Bjarni Tómasson var fæddur hinn
10. janúar 1918 í Reykjavík og ólst
þar upp. Foreidrar hans voru hjónin
Tómas Jónsson trésmiður og verk-
stjóri er stofnaði Efnalaug Reykja-
víkur, sem hann rak um árabil, og
Bjarnína Bjarnadóttir. Faðir hans
lézt á besta aldri vorið 1936 en
móðir hans 29. mars 1970. Bjarni
fór ungur í Verzlunarskóla íslands
og lauk þaðan brottfararprófi 18 ára
gamall vorið 1936 með hárri ein-
kunn. Faðir hans andaðist þá um
vorið og tók Bjarni, sem var elstur
fjögurra systkina, við rekstri efna-
laugarinnar að honum látnum. Hann
var síðan forstjóri hennar í þrjátíu
ár til vors 1966. Þá réðst hann í
þjónustu Iðnaðarbanka íslands hf.
og starfaði þar og síðar I íslands-
banka hf. unz hann hætti störfum
vegna aldurs á haustdögum 1990.
Hann var lengst af deidlarstjóri í
ýmsum deildum bankans að undan-
skildum þremur árum, sem hann var
útibússtjóri í Hafnarfirði.
Mér er kunnugt um, að Bjarni
naut mikils og verðskuldaðs trausts
yfirmanna sinna. Engum sem hafði
af honum einhver kyni gat blandast
hugur um, að það rúm, þar sem
hann átti sæti, var vel skipað. Eng-
inn þurfti að draga í efa, að spor
drengskaparmanns og mannkosta
hlutu að sjást hvarvetna, þar sem
hann hefði haslað sér völl í þjóðfélag-
inu. Vera má, að það sé þjóðinni
meira tjón en metið verði, þegar
miklir hæfileikar og farsælar gáfur
koma ekki að þeim notum sem efni
standa til, vegna eðlislægrar hóg-
værðar og hlédrægni einstakling-
anna sjálfra.
Bjarni Tómasson var mikill gæfu-
maður í einkalífi. Hann kvæntist
mætri konu og góðri á 25 ára af-
mæli sínu hinn 10. janúar 1943, ídu
Ingibjörgu Tómasdóttur og áttu þau
50 ára hjúskaparafmæli, fyrir rösk-
lega einu ári. Þau áttu fagurt og
vistlegt heimili, þar sem gestrisni
og einlæg alúð mætti ávallt þeim,
sem að garði bar. Hún er mikill
kvenkostur og góður. Það er mál
þeirra sem til þekkja, að með þeim
hafi verið jafnræði mikið. Þau áttu
saman eina dóttur, Birnu Guðrúnu,
og kjördóttur, Hildi Halldóru. Þær
bera æskuheimili sínu fagurt vitni
og hafa reynst þjóð sinni traustir
og dugandi þegnar.
Bjarni Tómasson hafði mikil af-
skipti af félagsmálum. En honum
var ógeðfellt að láta nokkuð á sér
bera í þeim efnum og forðaðist jafn-
an að ota sjálfum sér fram á þeim
vettvangi en hann aflaði sér trausts
og virðingar félaga sinna með hóg-
værð og prúðmennsku. Þeir hafa
efalaust komist að raun um, að
hveiju máli, sem honum var falið,
var vel borgið í höndum hans. Hér
skal fátt eitt talið, sem mér er kunn-
ugt um. Hann var formaður Félags
efnalaugaeigenda um árabil. Þá átti
hann lengi sæti í stjórn Félags frí-
merkjasafnara og var formaður þess
um skeið. Hann var um árabil for-
maður Félags starfsmanna Iðnaðar-
bankans og fulltrúi þess félags á
þingum Sambands íslenskra banka-
manna. Þá starfaði hann um skeið
í Rotary-hreyfingunni. Einnig starf-
aði hann mikið og lengi í félagsskap
Oddfellowa. Mér er kunnugt um að
þar voru honum falin fjölmörg og
margþætt trúnaðarstörf í áratugi.
Hann gekk þeim félagsskap á hönd
snemma árs 1950 og var að lokum
falið starf ritara í yfirstjórn Odd-
fellow-reglunnar.
Bjarni Tómasson var gætinn mað-
ur og orðvar en jafnframt léttur í
lund og oft með gamanyrði á vör,
stilltur vel og einstakt prúðmenni.
Hann var athugull og glöggur að
greina aðalatriði frá aukaatriðum í
hveiju máli. Ég ætla, að stærðfræði
og raunvísindi hafi legið vel fyrir
honum í skóla. í skóla lífsins reynd-
ist hann raunsær en um leið mann-
legur (humanisti) í bestu merkingu
þess orðs.
Ég minnist nálega fimmtíu ára
traustrar og einlægrar vináttu
Bjarna Tómassonar nú, þegar leiðir
skiljast. Við áttum saman óteljandi
ánægjustundir við dagleg störf og
margs konar störf að félagsmálum
að ógleymdum ferðalögum bæði hér
heima og erlendis. Bjarni var
skemmtilegur ferðafélagi, víðlesinn
og fróður og fljótur að kynnast fram-
andi þjóðum og einstaklingum.
í kunnu erfiljóði eftir Einar Bene-
diktsson skáld segir svo:
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
í þessum ljóðlínum felst máske
svar við ýmsum áleitnum spurning-
um um lífið og dauðann. En áreið-
anlega geta þær veitt hrelldum sál-
um huggun og styrk á myrkum ör-
lagastundum og mildað þær undir,
er sárast svíða.
Svo undarlegt sem það kann að
virðast nemur dauðinn vini okkar
ekki aðeins á braut heldur færir þá
jafnframt nær okkur en lífð sjálft
getur að jafnaði gert. Kær látinn
vinur verður okkur, sem eftir stönd-
um, enn kærari, bundinn okkur enn
sterkari böndum með auðlegð og
góðra og ljúfra minninga. Sönn vin-
átta á sér morgun en ekkert kvöld
og ekkert sólarlag. Auðlegð hennar
þrýtur aldrei hversu oft sem hennar
er notið.
Bjarni Tómasson er farinn þá
braut, er bíður okkar allra. En minn-
ingar lifa um ljúfmenni, er í engu
mátti vamm sitt vita. „Hann fór á
undan, dauðans gata er greið. Við
göngum eftir — komum sömu leið.“
Ingibjörg Inga-
dóttir - Minning
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
í dag er til moldar borin kær
vinkona mín, Ingibjörg Ingadóttir.
Mjög fannst mér sárt þegar mér
var tilkynnt að hún Ingibjörg mín
væri farin, þessi fallega, unga og
góða manneskja. Okkur fannst allt-
af svo gaman að setjast inn á kaffi-
hús, fá okkur eitthvað gott og
spjalla. Þar gátum við setið í tvo
tíma eða lengur. Það var alltaf
gaman að vera í kringum Ingi-
björgu, hún var svo góð og
skemmtileg að manni leið svo vel
og gleymdi bæði stund og stað. Ég
sé fyrir mér þessi fallegu dökk-
brúnu, glitrandi augu og dökkbrúnt
axlasítt hár hennar. Mér finnst hún
sitja hérna hjá mér núna og við
séum að spjalla og ég að spyija
hana álits á því sem ég er að skrifa.
Þetta virðist allt svo sjálfsagt en
maður veit aldrei fyrr en hrifsuð
hefur verið af manni kær vinkona,
sem manni fyndist að ætti að fá
að lifa miklu miklu lengur. En ég
veit að svona góð manneskja eins
og hún lendir í góðum höndum hjá
Guði sínum. Ég veit að hann mun
gæta hennar eftir bestu getu þarna
uppi hjá sér, sem ég held að sé
dásamlegur staður, en alltaf vill
maður halda í fólkið sitt og vonar
að það fari ekki þangað strax, sem
skiljanlegt er.
Hún Ingibjörg okkar mun lifa,
hér niðri líka, hún mun lifa í huga
og hjarta okkar allra. Ég bið góðan
Guð að styrkja hann Gulla í þessari
miklu sorg. En í þessum orðum vil
ég kveðja góða vinkonu og þakka
henni allar þær góðu stundir er við
áttum saman og bið Guð að varð-
veita minningu hennar.
Við hjónin vottum eiginkonu hans,
dætrum, tengdasonum og öðrum
ástvinum dýpstu samúð okkar. Það
má vera þeim huggun stór á skilnað-
ar- og saknaðarstund að eiga ljúfar
minningar um elskulegan dreng-
skaparmann, er í engu mátti vamm
sitt vita.
Við minnumst áratuga vináttu
Bjarna Tómassonar og óskum hon-
um blessunar allra góðra vætta og
fararheilla inn í land eilífðarinnar.
Jón Sigtryggsson.
Kveðja frá
Oddfellowreglunni
Með örfáum orðum skal hér
minnst Bjarna Tómassonar, sem
varð bráðkvaddur 4. þessa mánaðar.
Bjarni gekk ungur að árum í
Oddfellowregluna, árið 1950, og
hafði því starfað í félagsskap okkar
í 44 ár er hann lést.
Hann reyndist ávallt hinn ágæt-
asti liðsmaður í röðum okkar og
voru öil störf hans innan reglunnar
einkar farsæl og árangursrík, enda
voru honum falin margvísleg verk-
efni og trúnaðarstörf innan félags-
skapar okkar, er hann sinnti með
sóma.
Bjarni var góður félagi og prúð-
menni hið mesta, stefnufastur og
kom ávallt óhikað sjónarmiðum sín-
um á framfæri á þann veg, að vel
skildist.
Að leiðarlokum eru þökkuð góð
kynni og ánægjulegar samveru-
stundir á liðnum árum um leið og
ég flyt eftirlifandi eiginkonu hans,
ídu Tómasdóttur, og aðstandendum
öllum dýpstu samúð.
Friður veri með sálu hans. Frið-
helg sé minning hans.
Geir Zoéga.
Það var gott fýrir ungan mann,
nýkominn úr skóla, að hefja störf í
Iðnaðarbankanum vorið 1970. Sam-
starfsmenn tóku hlýlega á móti mér
og ég eignaðist nýja vini. í þeim
hópi var Bjarni Tómasson. Við áttum
eftir að vinna náið saman um tveggja
áratuga skeið.
Bjarni Tómasson hóf störf í Iðn-
aðarbankanum í ársbyijun 1966 og
starfaði þar síðan í hartnær ald-
arfjórðung. Gegndi hann margvís-
legum trúnaðarstörfum. Ollum störf-
um sínum sinnti hann af stakri vand-
virkni, trúmennsku og ósérhlífni.
Samstarfsfólki sínu sýndi hann
ávallt vináttu og hlýhug og við-
skiptavinum virðingu og hjálpsemi.
Öllum þótti vænt um Bjarna Tómas-
son. Við fráfall hans lifir minningin
um góðan dreng.
Að leiðarlokum kveður fyrrum
samstarfsfólk í Iðnaðarbanka og nú
íslandsbanka Bjarna Tómasson með
hlýhug og virðingu og þakkar af
heilum hug samstarfið og vináttuna.
Við sendum eiginkonu Bjarna, ídu
og fjölskyldu hjartanlegar samúðar-
kveðjur og biðjum algóðan Guð að
gefa þeim styrk.
Valur Valsson.
Kveikt er Ijós við ljós,
burt er sortans svið.
Angar rós við rós,
opnast himins hlið.
Niður stjömum stráð,
engill fram hjá fer.
Drottins nægð og náð
boðin alþjóð er.
(Stefán frá Hvítadal.)
Bróðir minn, t
SÍMONS. BECH
andaðist á Elliheimilinu Grund fimmtudaginn 10. mars.
Svala S. Bech.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
BERGÞÓRA JÓRUNN GUÐNADÓTTIR,
Álfhólsvegi 82,
Kópavogi,
andaðist á heimili sinu 10. mars.
Sigurður Guðmundsson,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓHANNA ELÍASDÓTTIR
Grenimel 30,
Reykjavík,
andaðist á Landakotsspítala föstudaginn 11. mars sl.
Andrea Elísabet Kristjánsdóttir,
Margrét Kristjánsdóttir, Jón Friðgeir Einarsson,
Bragi Kristjánsson, Bjarnfríður Árnadóttir,
Sjöfn Kristjánsdóttir,
og barnabörn.
t
Fyrrverandi sambýlismaður, faðir og afi,
HARALDURSTEFÁNSSON,
Austurbergi 36,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 10. mars.
Sjöfn Helgadóttir,
Ragna Jóna Haraldsdóttir,
Halla Sjöfn Jónsdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
Skaftahlíð 13,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 15. mars kl.
13.30. Blóm eru vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minn-
ast hennar er bent á líknarstofnanir.
Ágúst Loftsson,
börn og tengdabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KARLAUÐUNSSON
útgerðarmaður,
Austurgötu 7,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar-
kirkju þriðjudaginn 15. mars kl. 15.00.
Vigdís Jónsdóttir,
Jón Vignir Karlsson, Hjördís E. Ingvarsdóttir,
Auðunn Karlsson, Þorbjörg Simonardóttir,
Níels Karlsson, Jóhanna Pétursdóttir,
Sigurður Karlsson, Jóhanna S. Ingadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför bróður okkar,
RICHARDS PÁLSSONAR,
Gyðufelli 14,
ferfram frá Fossvogskirkju mánudaginn
14. mars kl. 13.30.
ísleifur A. Pálsson,
Oddgeir Pálsson,
Anna Regína Pálsdóttir,
Bergljót Pálsdóttir.
Sylvía Þórarinsdóttir.