Morgunblaðið - 13.03.1994, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.03.1994, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994 Minning Richard Pálsson Fæddur 27. september 1920 Dáinn 4. mars 1994 Þú Guð míns lífs, ég loka augum mínum, í liknarmildum fóður-örmum þínum, og hvíli sætt, þótt hverfí sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. (M. Joeh.) Á morgun, 14. mars 1994, fer fram frá Fossvogskirkju í Reykjavík útför föðurbróður míns, Richards Pálsson- ar, en hann lést á öldrunardeild Land- spítalans, Hátúni, föstudaginn 4. mars sl. Richard var fæddur í Vestmanna- eyjum 27. september 1920, sonur hjónanna Matthildar ísleifsdóttur og Páls Oddgeirssonar, kaupmanns og útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. Heimili þeirra stóð í Miðgarði við Vestmannabraut og þar ólst Richard upp elstur sinna systkina, en hin yngri eru ísieifur Ánnas, f. 1922, búsettur í Reykjavík, Oddgeir, f. 1923, búsettur í Bandaríkjunum, Anna Regína, f. 1928, búsett í Reykjavík og Bergljót, f. 1933, bú- sett á Akureyri. Hálfbróðir þeirra er Rúdólf Pálsson, f. 1931, búsettur í Reykjavík. Að Richard stóðu kunnar ættir. Páll faðir hans var sonur síra Odd- geirs Þórðarsonar Gudmundsens á 'Ofanleiti í Vestmannaeyjum, hins síð- asta gömlu Eyjaprestanna eins og Sigfús M. Johnsen bæjarfógeti kemst að orði í Sögu Vestmannaeyja. Síra Oddgeir var prestur Vestmanneyinga við mikinn orðstír í 35 ár. Hann var sonur Þórðar sýslumanns, alþingis- manns og kammerráðs Guðmunds- sonar, sem Guðni Jónsson segir í Sögu Hraunshverfis á Eyrarbakka hafa verið valinkunnan sæmdar- mann. Kona síra Oddgeirs var Anna dóttir síra Guðmundar í Amarbæli í Ölfusi Einarssonar Johnsens, en hann 'var bræðrungur við Jón Sigurðsson og bróðir Ingibjargar, eiginkonu Jóns. . Kona Þórðar kammerráðs Guð- mundssonar var Jóhanna Andrea Lárasdóttir Knudsen, en móðir Þórð- ar var Sigríður Helgadóttir prests á Eyri í Skutulsfírði Einarssonar, systir síra Áma stiftprófasts í Görðum á Álftanesi Helgasonar. Matthildur, móðir Richards, var dóttir ísleifs bónda í Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum Guðnasonar og konu hans, Sigurlaugar Guðmundsdóttur. Móðir Sigurlaugar var Guðný Páls- dóttir prófasts og þjóðfundarmanns í Hörgsdal á Síðu Pálssonar. Richard ólst upp ásamt systkinum sínum við mikið ástríki foreldra sinna. Matthildur ísleifsdóttir var glæsileg kona og mikilhæf. Hún var stórmynd- arleg húsfreyja og bjó fjölskyldu sinni fagurt heimili. Auk starfa á heimilinu tók hún virkan þátt í daglegri önn og umsvifum manns síns. Hún lést langt um aldur fram 1945, aðeins hálffimmtug að aldri. Var fráfall Matthildar þungbær missir fyrir eig- inmann hennar og böm. Fáum miss- eram síðar leystist heimilið í Mið- garði upp og Páll fluttist til Reykja- víkur. Páll Oddgeirsson stundaði ýmsan atvinnurekstur í Vestmannaeyjum, gerði m.a. út bátana Heijólf og Heimaklett og rak verslun í stórhýsi sem hann reisti við Bárugötu. Hann var í mörgu langt á undan sinni samt- íð. Hann hóf ræktun í Heimaey þar sem kallaðir era Oddgeirshólar og síðar á Breiðabakka. Naut hann í þessu atorku og krafta sona sinna. Eins beitti Páll sér fyrir því að reist var hið fagra líkneski eftir listamann- inn Guðmund Einarsson frá Miðdal framan við Landakirkju í Vestmanna- eyjum til minningar um Eyjamenn sem látist hafa af slysförum. Páls verður minnst sem athafnamanns og hugsjónamanns sem auk annarra starfa réðst í jarðrækt og land- græðslu í Vestmannaeyjum. Eftir hefðbundna skólagöngu í Vestmannaeyjum hélt Richard til Reykjavíkur til náms við Verslunar- skólann. Verslunarprófi lauk hann 1940. Richard tók sér fyrir hendur margvísleg störf um sína daga, al- menn störf jafnt og skrifstofustörf. Hann stundaði sjómennsku, var m.a. á toguram bæjarútgerðar Reykjavík- ur, Þorkeli mána og Hallveigu Fróða- dóttur. Á togaraárunum fór hann nokkra saltfisktúra á Grænland, en slíkir túrar á Grænlandsmið þar sem fiskurinn var saltaður um borð í gömlu síðutoguranum, hafa ekki ver- ið á færi neinna aukvisa. Árið 1955 dvaldist Richard nokkra mánuði í Meistaravík á Grænlandi við gerð mannvirkja í tengslum við námugröft þar um slóðir. Af verslunar- og skrifstofustörfum Richards má telja störf á skrifstofu elliheimilisins Grundar, á endurskoð- unarskrifstofu N. Manscher, hjá Heildverslun Ásbjöms Ólafssonar og hjá Pósti og síma. Síðustu starfsár sín rak Richard eigið fýrirtæki, Út- vegsþjónustuna hf., sem hann stofn- aði til að hafa með höndum bókhald og skyld störf. Richard Pálsson háði löngum í lífi sínu harða innri glímu en hann sigr- aði að lokum í þeirri baráttu. Á síð- ustu áram átti hann við mikla van- heilsu að stríða en naut umhyggju vandamanna og góðrar umönnunar hjúkranarfólks. Riehard Pálsson var greindur mað- ur og vel lesinn líkt og merkiskonan Sigurlaug amma hans í Miðgarði. Málamaður var hann góður og ritaði fallega hönd. Hann var áhugasamur um ættfræði og unni átthögum sín- um, Vestmannaeyjum, þar sem hann óskaði að vera færður til hinstu hvílu. Hann fylgdist glöggt með þjóðmálum og aðhylltist hugsjónir sjálfstæðis- manna. Á yngri árum þótti hann glæsimenni. Jafnan bar hann sig tig- inmannlega eins og hann átti ætt til. Richard var vinsæll og vel látinn af öllum sem þekktu hann. Við fráfall Richards flyt ég samúð- arkveðjur systkinum hans og öðru skyldfólki. Blessuð sé minning Ric- hards Pálssonar. Ólafur ísleifsson. Móðurbróðir minn, Richard Páls- son, er látinn eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Hann var fæddur í Vestmannaeyjum 27. september 1920, elsti sonur Matthildar ísleifs- dóttur og Páls Oddgeirssonar kaup- manns og útgerðarmanns þar. Systk- ini hans era, ísleifur Annas, fæddur 1922, Oddgeir, fæddur 1923, Anna Regína, fædd 1928, og Bergijót, fædd 1933. Richard ólst upp i Vestmannaeyj- um. Eftir venjulegt skólanám settist hann í Verslunarskólann og lauk þar námi 1940. Hann minntist oft á vera sína í Verslunarskólanum, lærifeður og skólafélaga og hélt fram á síðustu ár sambandi við skólasystkini sín. Eftir verslunarskólapróf lá leiðin til baka til Vestmannaeyja þar sem hann vann við bókhaldsstörf og skrif- stofustjómun hjá útgerðar- og fisk- verkunarfyrirtæki. Richard hafði meðfram skóla stundað sjó frá Eyjum og á vissum tímamótum sneri hann sér að togarasjómennsku. Um tuttugu ára skeið var Richard ýmist við bókhaldstörf í Reykjavík eða stundaði hann sjó á togurum eða var við farandvinnu. Hann vann um tíma á Grænlandi og var á síld á Raufarhöfn. Þrátt fyrir ýmsar svipt- ingar vildi hann helst vera í skiprúmi hjá vissum skipstjórum, og var Pétur Þorfinnsson í miklu uppáhaldi hjá honum. Sama gilti um vinnu í landi, starfaði hann um margra ára skeið með hléum hjá Ásbirni Ólafssyni. Um fímmtugsaldur þótti honum hann hafa svalað ævintýraþrá sinni og lét af fýrri háttum. Hann starfaði árum saman hjá Bæjarsímanum í Reykjavík við bókhald. Vinnustaður hans var þá við Austurvöll og kom iðulega fyrir að fyrri skipsfélagar og samferðamenn mæltu sér mót við hann og gat Richard þá oft liðsinnt þeim. Jafnframt störfum sínum hjá Sím- anum aðstoðaði hann menn við bók- hald á kvöldin. Voru það einkum aðilar tengdir útgerð og fiskvinnslu. Hans störf voru vel metin og íjölgaði þeim sem vildu njóta þjónustu hans. Lá þá beinast við að gera aukavinn- una að aðalvinnu og stofnaði hann 1978 með tveim öðrum Útvegsþjón- ustuna, fyrirtæki sem sérhæfði sig í bókhaldi og uppgjöram fyrir sjávarút- veginn. Um tíma blómstraði fyrirtæk- ið og veitti nokkram vinnu auk eig- endanna. Eftir að einn þremenning- anna gekk úr fyrirtækinu minnkuðu umsvifin, en þegar afleiðingar slyss sem Richard hafði lent í mörgum áram áður tóku sig upp dró mjög úr starfsorku hans. Á sama tíma lagði hinn félagi hans, Sigurður J. Hall- dórsson, áherslu á aðra starfsemi, svo rekstur Útvegsþjónustunnar hefur verið mjög takmarkaður á undanförn- um_ áram. Útvegsþjónustan var lengst af með skrifstofu í Tjarnargötu 14 og þangað lögðu leið sína margir kunningjar og vinir Richards og var þar oft spjall- að. Þegar Richard taldi sig ekki hafa orku til að standa fyrir rekstri á eig- in skrifstofu sinnti hann þeim við- skiptamönnum er hann hafði lengst unnið fyrir heima, þar til starfskraft- ar vora þorrnir. Lauk þannig þessum bókhaldsstörfum eins og þau hófust, við skrifborðið í Gyðufelli 14. Þar sem Richard var ókvæntur og barnlaus átti hann oft leið um heim- ili foreldra minna. Fyrst á Akureyri, en Richard var um tíma á norðlensk- um toguram, og síðan í Reykjavík. Heimili okkar var oft fyrsti viðkomu- staður hans þegar komið var úr löng- um sjóferðum. Hann var hændur að bömum og lagði sérstaka rækt við systrabörn sín sem hann hafði mikið samband við og vildi styðja þegar á þurfti að halda. Á seinni árum þegar systrabörnin voru komin með maka og börn naut hann þess að fylgjast með þeim og fá þau í heimsókn. Grun- ar mig að hann hafi alltaf átt ein- hvern glaðning í poka fyrir böm mín, en þeim þótti gaman að heimsækja þennan frænda sinn. Ég minnist sérstaklega frá æsku minni þegar hann hafði stutt stopp í Reykjavík á leið úr iöngum saltfisk- túr með Karlsefni á ijarlæg mið og var á leið til Esbjerg í Danmörku með verðmætan afla. Þá vildi hann endilega fá að vita hvernig hann gæti glatt mig. Ég var þá nýbyijaður í skátunum og minntist á að gaman væri að eignast skátabelti. Þó búast hefði mátt við að sjómaður kominn út í hinn stóra heim eftir margra mánaða túr hefði eitthvað annað að snúast en leita uppi skátabúð í danskri borg þá linnti Richard ekki leit fyrr en hann hafði keypt á mig flest það sem skátastráka dreymdi helst um. Þó oft væri vík á milli vina, er ég var til sjós eða við nám og störf er- lendis héldum við alltaf sambandi. Sumum þótti hann hijúfur, en gagn- vart þeim sem þekktu hann var hann blíður og mikill vinur vina sinna. Minnist ég þess að þegar ég var um tíma á síðutoguram þá var ég í skip- rúmi með fyrri skipsfélögum Ric- hards. Báru þeir honum vel söguna fyrir dugnað, drenglyndi og heiðar- leika og var ljóst að hann var vel látinn af samferðamönnum sínum. Eftir að Richard hafði látið af fyrri lífsháttu festi hann kaup á íbúð í Gyðufelli 14. Hann bjó þar um sex ára skeið með Unni Guðmundsdóttur en þau slitu samvistir, og síðan einn. Hann vildi vera sjálfstæður og engum háður. Þegar fram í sótti og þrekið þvarr hélt hann enn fast við að sjá um sig sjálfur. Ekki var við það kom- andi að sækja um dvöl á Hrafnistu, þó öllum væri ljóst að hann gæti illa búið einn. „Ég er ekki alveg tilbúinn til þess,“ sagði hann. Þegar loks hann var tilbúinn og umsókn lögð inn vora kraftar hans þrotnir. Hann lést á öldr- unardeild Landspítalans föstudaginn 4. mars eftir hálfs annars árs legu þar sem einkar vel hafði verið hlúð að honum af hæfu og alúðlegu starfs- fólki. Þegar Richard talaði um heim átti hann við Vestmannaeyjar. Hann hafði lengi látið í ljós ósk um að þeg- ar hann væri allur yrði jarðneskum leifum hans komið fyrir í grafreit foreldra hans í Eyjum. Að lokinni útför á mánudag liggur leið hans í síðasta sinn „heim til Eyja“. Blessuð sé minning Richards Páls- sonar. Páll Hermannsson. I.O.O.F. 10 = 1753148 = Sp. □ MÍMIR 5994031419II6 Frl. □ GIMLI 5994031419 III = 1 I.O.O.F. 3 = 1743148 = O Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. w SÍK, KFUM/KFUK, KSH Kristniboðsvika - Með nýtt land undir fótum Upphafssamkoma í Breiðholts- kirkju í dag kl. 17.00. „Með nýtt land undir fótum" - Benedikt Jasonarson talar. Upphafsorð hefur Jón Baldursson. Kvartett syngur og sr. Ólafur Jóhannsson hefur þátt sem nefnist: „I landi stórborganna". Kaffi selt fyrir samkomuna frá kl. 15.00 og bænastund 16.40. Barnastundir á sama tíma. Samkomur Kristniboðsvikunnar eru öllum opnar - líka þér. Sðmhjálp Almenn samkoma í Þribúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16. Mikill almennur söngur. Vitnis- burðir Samhjálparvina. Kórinn tekur lagið. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Fjölbreyttar páskaferðir 1. Snæfellsnes - Snæfellsjök- u11, 3 dagar (31/2-2/4). Jökul- ganga, strandgöngur. Gist á Lýsuhóli. Sundlaug. 2. Landmannalaugar, skíða- gönguferð, 5 og 3 dagar. (Frá 31/3-4/4 eða 2/4) Gist í sælu- húsinu Laugum. Séð um flutning á farangri frá Sigöldu. 3. Miklafell - Síðujökull - Lakagígar, skíðagönguferð 5 dagar. (31/3-4/4). Gist í húsum við Miklafell og Blágil. 4. Kjalvegur, skiðagönguferð, 6 dagar (30/3-4/4). Gist (skálum F.f. 5. Þórsmörk, 3 dagar (2.-4. apríl). Gist í Skagfjörðsskála. Gönguferðir við allra hæfi. Við minnum einnig á jeppaferð 24.-27. mars: Snæfell - Goða- hnjúkur á Vatnajökli - Geld- ingafell. Upplýsingar og farmiö- ar i ferðirnar á skrifstofunni Mörkinnl 6. Ferðafólag íslands. SlttÖ ougtýsingor Hjálpræðis- herinn Kirkjustrætí 2 Kl. H.OOSamkirkjuleg útvarps- guðsþjónusta í Dómkirkjunnl. Eric Guðmundsson talar. Gospelkórinn syngur. Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Lautinant Sven Fosse talar FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Árshátíð F.í. og Horn- strandafara 19. mars Hátíðin verður laugardagskvöld- ið 19. mars á Hótel Selfossi. Þetta verður ein besta skemmt- un ársins. Meðal dagskrárliða eru ávarp leiðtogans, gítarspil, einsöngur, karlakvartett, ávarp leiðtogans, gítarspil, einsöngur, karlakvartett, Skollertríóið, stuttmynd sérstaklega fram- leidd fyrir hátíðina, spurninga- keppni og tískusýning með nýj- ustu straumum í útillfsfatnaði. Veglegir happdrættisvinningar. Fordrykkur og glæsilegt kvöld- verðarhlaðborð. Hljómsveitin Karma leikur fyrir dansi. Rútu- ferð frá Mörkinni 6 kl. 18.00. Pantið og takið miða fyrir fimmtudag. Skemmtun fyrir alla, ekki bara Hornstrandafara. Ferðafélag fslands. VEGURINN Kristið samlétag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Fjölskyldusamvera kl. 11.00. Eitthvað við allra hæfi. Almenn samkoma kl. 20.00 Jeff Whalen prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. „Þegar þér leitið mfn af öllu hjarta vil ég léta yður finna mig - segir Drottinn." i meðiuul YWAM - ísland Samkoma í Breiðholtskirkju f kvöld kl. 20.30. Þorsteinn Krist- iansen prédikar. „Ég vil kenna þér og fræða þig um veg þann er þú átt að ganga". Lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Ferðir Ferðafélagsins um helgina: Sunnudaginn 13. mars verða þessar ferðir: 1. Kl. 10.30. Skfðaganga frá Bláfjöllum og niður í Lækjar- botna. Verð kr. 1.100. 2. Kl. 13.00. Létt skfðaganga meðfram Sandfellinu f Lækjar- botna. Verð kr. 800,- 3. Kl. 13.00. Gengið um Heið- mörkina, þægileg gönguferð fyrir alla. Verð kr. 800,- Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin og Mörkinni 6. Ferðafélag (slands. UTIVIST iHallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferðir sunnud. 13. mars Kl. 10.30. Fljótshlíð að vetri. Kl. 10.30. Skíðaganga yfir Mos- fellsheiði. Dagsferðir sunnud. 20. mars Kl. 10.30. Vitagangan 3. áfangi og fjölskyldugangan. Aðalfundur Útivistar verður haldinn þriðjudaginn 15. mars nk. kl. 20.00 í salnum á Hallveigarstíg 1. Tillögur til laga- breytinga liggja frammi. Fram- vísa þarf félagsskírteinum fyrir árið 1993 við innganginn. Árshátíð Útivistar 1994 verður haldin föstudagskvöldið 18. mars f Hlógarði f Mos- fellsbæ. Miðaverð aðeins kr. 2.900. Sjáumst! Útivist. Orö lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma og sunnu- dagaskóli kl. 11.00. Allir hjartan- lega velkomnir í sjónvarpsút- sendingu á OMEGA kl. 16.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Mike Fitzgerald. Barnagæsla og barnasamkoma á sama tfma. Allir hjartanlega velkomnir. Tónlistarefni - bækur Nýir geisladiskar: Steve Taylor, Bruce Carrol, Acapella praise, D.C. Talk (á geisladiskum og kassettum) o.fl. Úrval uppbyggi- legra bóka fyrir börn sem full- orðna. Mjög hagstætt verð. Mik- ið úrval af erlendum bókum og gjafavöru. Ný sending. yersluniryjþ^^j Hátúni 2, sími 25155. ml'

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.