Morgunblaðið - 13.03.1994, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994
35
New York Times um bók Ölafs Jóhanns
„Kemur ánægju-
lega á óvart“
SKÁLDSAGA Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Fyrirgefning syndanna,
kemur formlega út á morgun, 14. mars, í Bandaríkjunum, undir
nafninu „Absolution". Gagnrýnandagrein birtist um bókina í New
York Times Book Review, sem er fylgirit New York Times, og er
dreift um helgina. Pantheon Books, dótturfyrirtæki stærsta útgáfu-
fyrirtækis Bandarikjanna, Random House, gefur hana út. Yfirskrift
greinarinnar í New York Times Book Review er: „íslenskur synd-
ari nær úr sér hrolli.“ Og í undirfyrirsögn segir: „Ég bið ekki um
fyrirgefningu," segir aðalpersóna [Ólafs Jóhannsj Ólafssonar. En
hann hlýtur hana.“
Grein gagnrýnandans, David
Sacks, sem skrifað hefur um
menningarmál fyrir mörg tímarit,
er svohljóðandi [það sem birtist
innan hornklofa er frá Morgun-
blaðinu]: „Hvers vegna breytist
ljúft, heiðvirt ungmenni I skrímsli
sem hatar sjálft sig þegar aldurinn
færist yfir - haldið ofsóknaræði,
valdasjúkt, og lætur biturðina
bitna á börnum sínum? Svarið er:
Sekt. Þannig er siðferðishruninu
háttað sem kannað er í þessari
slyngu („clever") skáldsögu um
glæp og refsingu sem kemur
ánægjulega á óvart.
Fyrirgefning syndanna er
fyrsta verk hins 31 árs gamla
Olafs Jóhanns Ólafssonar á enskri
tungu, en hann hefur þegar gefið
út metsölubækur í föðurlandi sínu,
íslandi, og er sem stendur forseti
Sony Electroninc Publishing
Company, vídeó-leikjaframleið-
anda í New York. Fýrirgefning
syndanna, sem hefur áður komið
út á íslandi og er nú í þýðingu
höfundar síns, tekur á reynslu
[Ólafs Jóhanns] Ólafsssonar sjálfs
sem erlends fésýslumanns í
Bandaríkjunum.
Sagan rekur uppdiktaðar minn-
ingar Péturs Péturssonar, auðugs
innflytjanda frá íslandi sem sestur
er í helgan stein og býr í einangr-
un hátt uppi á Park Avenue í New
York, í lok ,9. áratugarins. Eitt
sinn var [Pétur] Pétursson óbil-
Fyrirgefning
syndanna
KÁPAN á bók Ólafs Jóhanns
Ólafssonar eins og hún birtist
í Bandaríkjunum.
gjam þátttakandi í heimsviðskipt-
unum, en er nú gamall og sjúkur.
Dægrastytting hans samanstend-
ur af árgangsvínum og bíómynd-
um, kynórum og að kvelja upp-
komin börn sín og fyrrum eigin-
konur. „Það væri sönn ánægja að
sjá þau beijast um arfinn, um
leið og lokið er sett á kistuna
rnína," eru heilabrot hans um fjöl-
skylduna. „Ég hef lagt á ráðin
um fyrirkomulag sem gera mun
eymd þeirra langvinna og bitra.“
[Péturj Pétursson er mikið gleði-
efni fyrir lesandann; hálfgerður
Scrooge [nirfillinn í Jólaævintýri
Dickens] og hálfgerður Neró keis-
ari. En að baki rödd þessa sællífa
niðurrifsseggs, má greina hvísl
frá angistarfullri sál.
„Syndir mínar verða ekki fyrir-
gefnar,“ segir [Pétur] Pétursson
okkur, „ég bið ekki um fyrirgefn-
ingu og fyrirgef ekkert sjálfur."
Þetta er í raun sjálfsblekking,
hann óttast það að fara til Heljar
og þráir aflausn fyrir afbrot sem
hann framdi á æskuárum og hann
hefur haldið leyndu. Á sama tíma
og kaflarnir sveiflast á milli fortíð-
ar og nútíðar - fyrstu endurminn-
ingamar eru frá þægilegum
æskudögum [Péturs] Péturssonar
á fjórða áratuginum í Reykjavík
- snýr hann á endurtekinn og
spennandi hátt til ógæfulegs ást-
arsambánds í háskólanum í Dan-
mörku á tímum hernáms nasista.
Hægt birtist okkur ástríðuglæpur
hans í tveimur mótsagnakenndum
útgáfum.
Ungi maðurinn sleppur við
handtöku eða að upp um hann
komist. En eins og Raskolnikov
hlýtur hann andlega refsingu.
Þegar hann flytur til Bandaríkj-
anna aðlagar hann nafnið enskum
sið og eltist við peninga í stað
ástar. Hann kvænist tvívegis en
tortryggnin sem sektarþrungið
leyndarmálið innrætir honum,
kemur í veg fyrir að hann geti
tilheyrt mannlegu samfélagi, eins
og sýnt er á átakanlegan hátt
með ruglingslegri væntumþykju
hans gagnvart syni sínum, hinum
blíðlynda Helga. Að lokum öðlast
[Pétur] Pétursson gamli fyrir-
gefningu - í gegnum staðfasta
ást Helga, gegnum tryggð kven-
fólks og gegnum ófyrirsjáanlega
þróun sem á rætur að rekja til
fortíðar. Vísbendingar sem gefa
til kynna að ekki hafi allt gerst á
sama hátt og [Pétur] Pétursson
minnist þess, boða óvænt endalok-
in. Þó að afhjúpunin sé ekki mjög
áhrifarík, er hún samt fullnægj-
andi.
Texti [Ólafs Jóhanns] Ólafs-
sonar er sléttur og felldur („smo-
oth“) og skýr, þó stundum dauf-
legur (,,bland“). Vegna þess að
skáldsagan beinir athyglinni ein-
dregið að Pétri Péturssyni eru
aðrir þættir minna unnir; ys og
þys Kaupmannahafnar á hemá-
msárum Þjóðveija er ekki dreginn
sérstaklega fram og sumar auka-
persónur bókarinnar, sem tala í
einkennilega formlegu hljómfalli,
virðast aðeins vera drög. En Fyrir-
gefningu syndanna tekst fimlega
að skipta á milli unga sakleysingj-
ans í Reykjavík og tærða öldungs-
ins sem býr á Park Avenue. „Hví-
líkt bam var ég á þessum árum,“
rifjar [Pétur] Pétursson upp.
„Hvílíkur einfeldningur." Les-
andinn dæmir hins vegar hversu
mikið hefur glatast."
Tónleikar í
Listasafni
Sigurjóns
Ólafssonar
TÓNLISTARSKÓLINN í
Reylyavík heldur tónleika í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudaginn 15. mars nk. og
hefjast þeir kl. 20.30. Tónleik-
arnir eru burtfarartónleikar
Gunnars Þorgeirssonar óbó-
leikara frá skólanum.
Á efnisskránni
eru Sónata í g-
moll fyrir óbó og
bassafylgirödd
eftir Telemann,
Kvartett í C-dúr
fyrir enskt hom,
fiðlu, selló og
kontrabassa eft-
ir Michael Ha-
ydn, Sónata fyrir
óbó og píanó op.
166 eftir Saint-
Saéns og Temporal Variations
(1936) eftir Benjamin Britten.
Flytjendur á tónleikunum ásamt
Gunnari eru Hrefna Unnur Egg-
ertsdóttir píanóleikari, Elín Guð-
mundsdóttir semballeikari og
nemendur Tónlistarskólans, Hall-
dór ísak Gylfason, fagott, Una
Sveinbjarnardóttir, fiðla, Sigurður
Bjarki Gunnarsson, selló, og
Bjarni Sveinbjörnsson, kontra-
bassi.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
IMI55AN
V
x
í stöðugri sókn
Silfurhúðun
25% afim elisaf^Jgttur
í tilefni 25 ára afmæ lis.ol^&P l^oðum við 25%
afslátt af allri siltyf^ú' Sijru t.d. á könnum, kerta-
stjökum ogj,«kSiamV Nýttu þóráfsíáttinn. Tilboðið gildirtil 10. mars.
Silfurhúðun, Opið:
Framnesvegi 5, Virka daga
sími 19775. frá kl. 4-6 e.h.
FAGOR
UPPÞVOTTAVÉLAR
1
mm:
STGR. - AFBORGUNARVERÐ KR. 51.500-
12 manna
7 þvottakerfi
Hljóölát 40dB
Þvottatími 7-95 mín
Sjálfv.hitastillir 55-65°C
Stillanlegt vatnsmagn
Sparnaöarrofi
Hitaþurrkun
HxBxD: 85x60x60cm
Án topp-plötu:
82x60x58cm
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ NÝTT HEIMILISFANG
RÖNNING
BORGARTÚNI 24
SÍMI 68 58 68
Meim en þú geturímyndoð þér!
HÚSEIGENDUR ATHUGIÐ
A
Þann 1. mars sl. hætti Rafmagnsveita
Reykjavíkur að skoða eldri raflagnir. I
framhaldi af þessum breytingum mun það m.a.
verða í höndum löggiltra rafverktaka að sjá unt
úttektir raflagna.
Löggiltum rafverktökum er einum heimilt að
sjá um endurbætur á raflögnum og tilkynningar
á þeim.
FÉLAG LÖGGILTRA
RAFVERKTAKA í REYKJAVÍK
Sími 91-616744
y
Vönduð Pinseeker unglingasett
Hálft sett meö poka kr. 15.500,-
Pöntunarsími 52866.
RM B.MAGNUSSON
HÓLSHRAUNI 2 • SÍMI 52866 • HAFNARFIRÐI