Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 27
26
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 25. MARZ 1994
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Kostnaður
atvinnuveganna
Landssamband íslenzkra útvegs-
manna kynnti í fyrradag nið-
urstöður úttektar, sem gerð var fyr-
ir samtökin á olíukostnaði útgerðar-
innar. Niðurstaðan varð sú, að út-
gerðin gæti sparað um 650 milljón-
ir króna á ári með því að koma upp
nýju olíudreifingarkerfi. Á blaða-
mannafundi, sem LÍÚ efndi til af
þessu tilefni, sagði Kristján Ragn-
areson, formaður samtakanna, að
LÍÚ hefði í sjálfu sér ekki áhuga á
að byggja upp fjórða dreifingarkerf-
ið hér en útgerðin teldi núverandi
kerfi mjög ósanngjamt. Olíufélög-
unum væri skylt lögum skv. að selja
hveijum viðskiptavini á sama verði,
hvort sem um mikil eða lítil við-
skipti væri að ræða. Að auki væri
lögbundin flutningsjöfnun á olíu.
Á blaðamannafundinum sagði
Kristján Ragnarsson m.a.: „Við er-
um að sýna fram á, að núverandi
dreifingarkerfi þriggja olíufélaga er
ekkert samkeppniskerfi heldur lok-
að kerfí, þar sem ekki er eingöngu
við olíufélögin að sakast heldur lög-
gjafann, sem fyrirbyggir alla sam-
keppni. Við höfum bjargfasta trú á
því, að ef þetta kerfi verður afnum-
ið, þá muni okkur bjóðast aðrir kost-
ir hjá olíufélögunum. Þá eigum við
kost á því, sem stórkaupendur, að
fá olíuna á lægra verði.“
í samtali við Morgunblaðið í gær
vegna úttektar LÍÚ sagði Kristinn
Bjömsson, forstjóri Skeljungs hf.
m.a.: „Mín skoðun hefur verið sú,
að á meðan flutningsjöfnunarkerfið
er við lýði, þá er ekki eðlileg sam-
keppni á milli olíufélaganna, en
hvort hún hafi svo stórkostleg áhrif
eins og Kristján Ragnarsson hefur
látið í ljósi, að hún komi til með að
lækka olíulítrann um 5 krónur veit
ég ekki, hvort er rétt.“
Hvort sem hægt er að draga úr
olíukostnaði sjávarútvegs um 650
milljónir króna á ári eða eitthvað
lægri upphæð er auðvitað alveg
ljóst, að það er gífurlegt hagsmuna-
mál sjávarútvegsins að hér verði
breyting á. Fyrsta skrefið í þá átt
er að fella niður flutningsjöfnun á
olíu. Nú fjalla þingflokkar stjórnar-
flokkanna um frumvarp viðskipta-
ráðherra um þetta efni og þess er
að vænta að það strandi ekki á
andstöðu landsbyggðarþingmanna.
Það er auyðvitað stórfellt hags-
munamál útgerðarinnar og þar með
landsbyggðarinnar að olíukostnað-
urinn lækki verulega.
Fleiri þættir í grunnkostnaði at-
vinnuveganna hafa verið til umræðu
að undanfomu en olíukostnaður út-
gerðarinnar. í samtali við Morgun-
blaðið í gær vísaði Guðmundur
Smári Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Sæfangs í Grandarfírði, m.a.
til hinnar svonefndu Drewry-skýrslu
um flutningskostnað til og frá land-
inu og sagði m.a.: „Mitt litla fyrir-
tæki, sem var með 350 milljón króna
veltu á síðasta ári, þurfti að borga
yfir 20 milljónir í flutninga. Það
hlýtur að vera hægt að lækka þenn-
an lið, því á meðan við höfum verið
að skera niður alla kostnaðarliði,
þá hefur þetta setið eftir. Gjaldþrot
Hafskips var geysilega dýrt, en þá
hækkuðu reikningamir mínir um
25% sama dag og Hafskip fór á
hausinn en ég flutti mikið með
Hafskip. Ég tel fáránlegt, að öll
þessi tæknibylting, sem síðan hefur
átt sér stað í flutningum, hefur ekki
skilað okkur neinum lækkunum."
Drewry-skýrslan svonefnda var
unnin á vegum Félags ísl. stórkaup-
manna og hins svonefnda Flutn-
ingakauparáðs. Fyrirtækið, sem
vann skýrsluna, er þekkt ráðjgjafar-
fyrirtæki í skipaflutningum. I stuttu
máli er komizt að þeirri niðurstöðu
í skýrslunni að flutningagjöld til og
frá Islandi séu verulega hærri en á
Norður-Atlantshafi að öðra leyti og
á sambærilegum skipaflutningaleið-
um innan Evrópu. Ennfremur, að
upp- og útskipunargjöld hafí hækk-
að hér á sáma tíma og þau hafí
staðið í stað annars staðar. Og loks
kemst Drewry-fyrirtækið að þeirri
niðurstöðu, að skipaflutningar hér
séu lokaður markaður, þar sem lít-
illi samkeppni sé fyrir að fara.
Talsmenn skipafélaganna hafa
mótmælt þessum niðurstöðum
Drewry harðlega og telja, að flutn-
ingagjöld hafí lækkað, að upp- og
útskipunargjöld hafí lækkað og
hafnarstjórinn í Reykjavík hefur
mótmælt þeirri skoðun ráðgjafar-
fyrirtækisins, að erlend skipafélög
geti ekki athafnað sig hér.
Hver svo sem niðurstaðan er um
nákvæmni í skýrslugerð Drewry fer
tæpast á milli mála, að sá kostnað-
arliður atvinnuveganna, sem snýr
að flutningum og uppskipun og út-
skipun, er hár miðað við það_, sem
tíðkast víða annars staðar. I ljósi
þess, að kostnaður af þessu tagi
skiptir miklu máli og á dijúgan þátt
í að skapa þann verðgrunn, sem
þjóðin býr við, og með hliðsjón af
tilvitnuðum ummælum fram-
kvæmdastjóra Sæfangs í Grundar-
firði, er full ástæða til að frekari
umræður fari fram um þetta mál
og að skipafélögin geri ítarlegri
grein fyrir sínum sjónarmiðum í
þessu máli en þau hafa gert fram
til þessa.
Olíukostnaður útgerðar og flutn-
ingskostnaður atvinnuveganna era
grandvallarþættir í kostnaði ís-
lenzkra atvinnuvega. Það skiptir
auðvitað miklu máli fyrir afkomu
atvinnuveganna að hægt sé að ná
þessum kostnaðarliðum eins langt
niður og mögulegt er. Það verður
fyrst og fremst gert með virkri sam-
keppni en að auki þurfa stjórnvöld
að koma við sögu, þar sem tilefni
er til. Þessi grunnkostnaður skiptir
ekki bara máli fyrir atvinnulífið
heldur einstaklinga og heimili í
smáu og stóru. Við búum á eyju
langt norður í hafi. Við verðum að
flytja mikið af okkar nauðsynjum
til landsins og útflutningsvörur okk-
ar frá landinu. Fiskiskipafloti okkar
er knúinn olíu. Þessir kostnaðar-
þættir í rekstri atvinnuveganna
koma við sögu í daglegum rekstrar-
kostnaði heimilanna alveg með
sama hætti og hjá atvinnufyrirtækj-
unum. Þess vegna ber að fagna
þeirri hreyfingu sem nú er komin á
umræður um þessa tvo stóra kostn-
aðarliði í rekstri atvinnufyrirtækja
og heimila.
JON SIGURÐSSON SEÐLABANKASTJORI UM ÞJOÐARBUSKAPINN A ARSFUNDI SEÐLABANKA ISLANDS I GÆR
Meiri stöðugleiki en nokkru
sinni fyrr í sögu lýðveldisins
Ríkisverðbréfaeign Seðlabankans hefur vaxið um 6-7 milljarða frá því í októberlok
BETRA jafnvægi og meiri stöðugleiki ríkti í þjóðarbúskapnum á síð-
asta árí en nokkru sinni fyrr í 50 ára sögu íslenska lýðveldisins og
það gerðist þrátt fyrír andstreymi í efnahagsmálum vegna skerðingar
aflaheimilda hér heima fyrir og efnahagslægðar í mikilvægum mark-
aðslöndum. Þetta kom fram í ræðu Jóns Sigurðssonar seðlabanka-
stjóra og formanns bankastjórnar Seðlabanka Islands á ársfundi bank-
ans í gær. Síðan sagði hann: „Vonir eru við það bundnar að með þess-
um árangrí verði kleift að ijúfa þá kyrrstöðu sem einkennt hefur
verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum undanfarin ár. En einmitt í efna-
hagslægðinni hafa verið gerðar þær endurbætur á umgjörð alls við-
skiptalífs í landinu sem ættu að greiða fyrir framförum. Sett hafa
verið ný lög um innflutning, gjaldeyrisviðskipti og gengismál, um verð-
bréfaviðskipti og starfsemi lánastofnana. Þá hafa ný samkeppnislög
einnig verið sett. Öll þessi nýja löggjöf byggist á viðskiptafrelsi og
opnum mörkuðum. Með henni er lagður grundvöllur að frjálsari við-
skiptum innanlands og milli Islands og annarra landa og þar með virk-
ari markaðsverðmyndun og betri nýtingu framleiðsluaflanna.“
Yfirlitsræða
JÓN Sigurðsson formaður bankastjórnar Seðlabankans flytur ræðu
sína.
Blaðað í skýrslu
SIGHVATUR Björgvinsson viðskiptaráðherra blaðar í ársskýrslu Seðlabankans. Honum á hægri hönd er
Ágúst Einarsson formaður bankaráðs og á vinstrí hönd Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri.
Viðskíptaráðherra í ræðu á ársfundi Seðlabankans
Veiðileyfagjald komi í veg
fyrir raungengissveiflur
SIGHVATUR Björgvinsson viðskiptaráðherra sagði á ársfundi Seðla-
banka Islands í gær, að ein leið og kannski sú einasta til að koma í
veg fyrir þær miklu raungengissveiflur sem eigi upptök sín í sjávarút-
vegi sé að taka upp veiðileyfagjald þegar hagur sjávarútvegsins batni
á ný, en uppgangur í sjávarútvegi hafi ávallt þrengt að öðrum atvinnu-
greinum og þeim gengið illa að glíma við hækkandi raungengi á upp-
gangstímum.
Fram kom að sjávarafli, útflutn-
ingur og landsframleiðsla jókst á síð-
asta ári og viðskipti við útlönd urðu
í fysta skipti hagkvæm frá árinu
1986. Hins vegar rýmuðu viðskipta-
kjör vegna lægra útflutningsverðs
svo þjóðartekjur lækkuðu um tæp-
lega 1% þrátt fyrir um 1% vöxt lands-
framleiðslu. Atvinnuleysi hafí farið
vaxvandi á árinu og sé nú alvarleg-
asta áhyggjuefni í efnahagsmálum
og verðbólga sem hafí aukist tíma-
bundið í kjölfar gengisfellingarinnar
á síðasta ári sé nú með því minnsta
sem þekkist. Við ýmis vandamál sé
hins vegar að glíma í þjóðarbúskapn-
um. .Grundvöllur vöruútflutnings hafí
lítið breikkað og íjármunamyndun
og þjóðhagslegur spamaður í hlut-
falli af landsframleiðslu sé í sögulegu
lágmarki og dragi það úr möguleik-
um til hagvaxtar. Vaxandi skuld-
setning þjóðarbúsins á undanförnum
árum setji því hins vegar takmörk
hvað hægt sé að auka hagvöxt með
aðgerðum sem örvi eftirspum. „Þrá-
látur halli á ríkissjóði hefur verið
undirrót viðskiptahalla og skulda-
söfnunar og haldið uppi hærra vaxta-
stigi en samrýmst getur viðunandi
hagvexti. Halli á ríkisbúskapnum er
undirrót skuldasöfnunar á liðnum
áram. Það er því afar mikilvægt að
þeim hluta hallans sem ekki tengist
efnahagslægðinni verði eytt á nokkr-
um næstu árum með skipulegum
hætti. Slík stefna í íjármálum, sem
mörkuð yrði til nokkurra ára, er for-
senda hvors tveggja, að raunvextir
lækki hér á landi og Islendingar við-
haldi því trausti sem þeir hafa áunn-
ið sér á erlendum lánamörkuðum,
en það er afar mikilvægt, svo háðir
sem þeir eru aðgangi að erlendu
lánsfé."
Verðbólga gæti blossað upp
Jón sagði að árangur í verðlags-
málum kunni að vera að nokkru leyti
háður efnahagslægðinni og verð-
bólga geti blossað upp þegar betur
ári ef ekki sé gætt varfæmi í pen-
inga- og ríkisfjármálum. Hins vegaf
sé mikilvægt að hafa í huga að hjöðn-
un verðbólgunnar hafí bæði verið
staðfest í verði vöru og þjónustu, sem
sé hinn hefðbundni mælikvarði, og
í þróun eignaverðs á árinu 1993.
Hann sagði að reynslan hefði sýnt
að gengislækkunin í lok júní hefði
verið vel ráðin og raungengi krón-
unnar á síðari hluta ársins hefði ver-
ið með því allra lægsta sem verið
hefði síðustu þrjá áratugi. Þessar
gengisaðstæður þurfí að haldast til
að greiða fyrir eflingu útflutnings
og nýjungum í atvinnulífínu. Nauð-
synlegt sé að fullt traust sé á gengi
íslensku krónunnar þegar síðustu
hindranirnar á fjármagnsflutningum
milli íslands og annarra landa séu
að hverfa. Slíkt traust skapist aðeins
með styrkri stjóm peninga- og ríkis-
fjármála og því sé aðhald í fjármála-
stjórn enn mikilvægara þegar fullt
frelsi sé í gjaldeyrismálum.
Jón fjallaði síðan um vaxtaþróun-
ina og aðgerðir Seðlabankans í þeim
efnum og sagðist vera þess fullviss
að raunvaxtalækkunin á síðasta ári
hefði ekki verið möguleg ef hér hefði
ekki verið starfandi skipulegur pen-
inga- og verðbréfamarkaður. Seðla-
bankinn hafí sýnt að hafa megi ráð-
andi áhrif á vexti með viðskiptaleg-
um aðgerðum ef rétt sé á haldið.
Hann rakti þær aðgerðir sem bank-
inn hefði gripið til í kjölfar yfírlýsing-
ar ríkisstjómarinnar um að ný spari-
skírteini yrðu ekki seld með hærri
raunvöxtum en 5% og sagði að skipta
mætti þeim í þijá megináfanga. í
fyrsta lagi kaup á spariskírteinum
ríkissjóðs á eftirmarkaði til að lækka
vextina í 5% en þeir hefðu verið 7,5%
í árbyijun 1993. Þetta hefði tekist
en spariskírteinaeign bankans hefði
aukist um 1,7 milljarða frá lokum
október. í öðra lagi hefði bankinn
hafíð viðskipti með húsbréf í janúar-
byijun í ár til að lækka ávöxtunar-
kröfu þeirra úr 5,5% í um 5,2% og
næmi nú húsbréfaeignin um 1,6
milljarði króna. í þriðja lagi hefði
verið talin nauðsyn á að ávöxtun rík-
isvíxla á eftirmarkaði lækkaði og
hefði hún lækkað í 4,4% í kjölfar
aðgerða bankans og sú lækkun hefði
síðan verið staðfest í útboði. Eign
bankans í ríkisvíxlum hefði aukist
úr 1,9 milljörðum í októberlok í 4,4
milljarða nú. „í heild hafa kröfur
Seðlabankans á ríkissjóð í formi
markaðsbréfa af ýmsu tagi og að
meðtöldum húsbréfum og breyting-
um á viðskiptareikningum vaxið frá
því í lok október 1993 um sex til sjö
milljarða króna eftir því hvort lækk-
un verðbréfaeignar vegna endur-
hverfra viðskipta er talin með eða
ekki. Þessi þróun veldur nokkrum
áhyggjum, og hún minnir sannarlega
á nauðsyn þess að dregið verði úr
lánsfjárþörf ríkisins með fjárlögum
fyrir árið 1995 og árin þar á eftir
til þess að festa vaxtalækkunina í
sessi og treysta forsendur fyrir frek-
ari breytingum."
Vextir lækka tæplega meira
Jón sagði að samanburður við
vexti erlendis leiddi í ljós að vextir
hér á peningamarkaði væru með því
lægsta sem gerðist í Evrópu. Vextir
bankalána væra hins vegar í hærra
lagi í samanburði við evrópska vexti.
Síðar sagði hann: „Samanburður við
önnur lönd er mikilvægur því að
hann sýnir okkur m.a. að vextir hér
á landi muni tæplega lækka almennt
meira en orðið er nema samfara frek-
ari vaxtalækkun í umheiminum,
einkum í Evrópu, því að engar for-
sendur eru til þess að vextir geti
almennt verið lægri hér á landi en
annars staðar. Raunvaxtastigið hér
á landi, sem og víða í Evrópu, er
þó enn allhátt. Hins vegar virðist
nær útilokað að þrýsta langtíma-
raunvöxtum neðar nú með peninga-
aðgerðum eingöngu, eins og mikil
kaup Seðlabankans á verðbréfum að
undanfömu sýna. Lykillinn að því
að ná raunvöxtum niður á stig sem
samrýmanlegt er eðlilegu langtíma-
jafnvægi er þess vegna sá að ríkis-
sjóður dragi úr lánsfjáreftirspurn
sinni á komandi árum, eins og ég
hef þegar vikið að.“
Jón nefndi einnig að til þess að
tryggja eðlilega vaxtamyndun væri
nauðsynlegt að breyta vaxtalögum
meðal annars þannig að dráttarvexti
megi ákveða sem álag á samnings-
bundna vexti en ekki sem tiltekinn
vaxtafót sem Seðlabankinn setji.
Hann rakti undirbúning Seðlabank-
ans að opinberu skuldabréfaútboði
íslenska ríkisins í Bandaríkjunum að
íjárhæð 200 milljónir dala og sagði
að niðurstaða þess sýndi að íslenska
ríkið eigi um þessar mundir kost á
að taka lán erlendis til langs tíma
með innan við 3% raunvöxtum, en
því aðeins sé það raunhæfur kostur
að lánsfjárþörf íslenska ríkisins sé í
hóf stillt.
Efnahagshorfur
Um efnahagshorfumar sagði hann
að tvennt þyrfti öðm fremur til varan-
legs hagvaxtar hér á landi hvað sem
liði íslenskri hagstjóm og auðlindum.
Annars vegar þyrfti aðgang að mörk-
uðum og hins vegar hagvöxt í mark-
aðslöndum. „Fyrra skilyrðið er nú
betur uppfyllt en fyrr því að samning-
urinn um Evrópska efnahagssvæðið
og nýr GATT-samningur ætti að
t^yggja íslenskum útflytjendum
greiðari aðgang að helstu mörkuðum
og betri viðskiptakjör en áður. Árið
1993 er merkisár í sögu alþjóðlegrar
efnahagssamvinnu vegna þessara
tveggja samninga auk samningsins
um Norður-ameríska fríverslunar-
svæðið, NAFTA, sem er mikilvægur
fyrir milliríkjaviðskipti í þeim heims-
hluta og þar með fyrir hagvöxt í
heiminum. Þessir nýju viðskiptasamn-
ingar ná ekki einungis til viðskipta
með vörur, heldur einnig með þjón-
ustu og til hreyfingar ftármagns og
vinnuafls. í þeim felst framhald þeirr-
ar þróunar sem hófst á sjötta ára-
tugnum og hefur haft í fór með sér
öran vöxt fijálsra milliríkjaviðskipta
og vaxandi samkeppni sem hefur
borið uppi hagvöxt og batnandi lífs-
kjör. Það er sérstaklega mikilvægt
fýrir fámenn ríki eins og ísland að
þjóðréttarsamningar séu í gildi á sviði
efnahagsmála og viðskipta, því að
þau ná aðeins að njóta sín í krafti
laga og réttar, en ekki valds.
Nú þegar aðildarríki EES önnur
en ísland eru á leið inn í Evrópusam-
bandið er mikilvægt að íslendingar
kanni af yfirvegun og án tafar alla
kosti sem þeir eiga í þessari nýju
stöðu. Markmiðið hlýtur jafnan að
vera að tryggja íslenskum þegnum
sem best tækifæri til framfara og
sjálfstæðrar tilveru bæði efnahags-
lega og stjómarfarslega. Við breytt-
ar samgöngur og samskipti verða
kjör fólks ekki tryggð nema með
milliríkjasamstarfi.
Síðara 'ytra skilyrðið til framfara
á íslandi, hagvöxtur í markaðslönd-
um, er ekki jafnaugljóslega uppfyllt
um þessar mundir og hið fyrra. Þó
bendir margt til þess að botni í þeirri
efnahagslægð, er ríkt hefur í heimin-
um, hafí víðast verið náð á árinu
1993 annars staðar en í sumum lönd-
um Austur-Evrópu. Horfur virðast á
rúmlega 2% hagvexti í OECD-ríkjum
á árinu 1994 og 2,5% 1995. Heim-
sviðskiptin eru talin munu vaxa tvö-
falt hraðar. Viðskiptakjör hrávöra-
framleiðenda — annarra en olíuríkja
— ættu að batna, einkum á árinu
1994.
Það er einnig jákvætt við efna-
hagsspár alþjóðastofnana um þessar
mundir að búist er við því að verð-
bólga fari áfram hjaðnandi í flestum
ríkjum. Eftir öllu þessu að dæma
ætti efnahagslegt ytra umhverfi ís-
lendinga að verða fremur hagstætt
næstu árin. Því meira reynir á að
hyggilega sé búið heima fyrir.
Á líðandi ári gætir að sjálfsögðu
áhrifa aflatakmarkana í þorskveið-
um, en ýmis önnur skilyrði hér heima
eru hagstæð. Raungengi er lágt,
vextir mun lægri en áður, og skattar
af fyrirtækjum eru einnig lægri. Allt
ætti þetta að hvetja til aukinnar
framleiðslu og útflutnings. Þá gefa
aðrir fískstofnar en botnlægir allgóð-
ar vonir um afla. Nýliðun mikil-
vægra fískstofna virðist með besta
móti, og má þvi vænta aukins afla
eftir nokkur ár.
Auðvitað ríkir óvissa um afla af
íjarmiðum og landanir erlendra
veiðiskipa, en þaðan ættu þó að vera
líkur á viðbót, svo sem varð á árinu
1993. Þegar horft er til lengri tíma
er þó mikilvægast að hvetja til ný-
sköpunar, einkum í útflutningsgrein-
um. í því efni er ekki síst mikilvægt
að halda opnum mörkuðum fyrir
vöru og þjónustu og ftármagn. Að
því má leiða sterk rök að lokaður
fjármagnsmarkaður komi síður að
sök meðan hagvöxtur byggist um-
fram allt á tiltölulega augljósum og
auðteknum kostum við nýtingu nátt-
úruauðlinda. Þegar kemur að nýting-
armörkum auðlinda og hagvöxtur
verður að byggjast á hátækni og
markaðssókn í alþjóðlegri sam-
keppni, fara aðstæður á fjármagns-
markaði og viðskiptafrelsi hins vegar
að skipta meira máli. Islendingar
standa einmitt við slík mörk um þess-
ar mundir. Takist að leysa skipulags-
vanda í sjávarútvegi og landbúnaði
með fullri aðlögun að markaðsbú-
skap í þessum greinum, ættu hag-
vaxtarlíkur að batna.
Það er mikilvægt að umbótum á
fjármagnsmarkaði verði haldið
áfram. Opinn fjármagnsmarkaður er
sérstakiega mikilvægur fyrir vaxtar-
skilyrði smárra og miðlungsstórra
fyrirtækja sem helst gefa von um
nýsköpun og hagvöxt á næstu árum.
Takist þetta vel ættu íslendingar að
geta náð hagvexti á síðari helmingi
þessa áratugar a.m.k. til jafns við
aðrar OECD-þjóðir, þar sem víðast
hvar er spáð 2,5-3% árlegum vexti
til aldamóta."
Að lokum þakkaði Jón samstarf
og samskipti þann tíma sem hann
hefði gegnt starfí í Seðlabankanum
og á öðram vettvangi, en hann hverf-
ur innan skamms til starfa fyrir
Norræna fjárfestingarbankann.
Ágúst sagði að rekstur Seðlabank-
ans hefði verið með hefðbundnum
hætti á síðasta ári. Rekstrarkostnað-
ur hefði numið 596 milljónum króna
og lækkað um 4,5% að raungildi frá
fyrra ári, en rekstrarkostnaðurinn
hefði einnig lækkað á milli áranna
1992 og 1991. Þetta væri mjög
ánægjulegt í ljósi þess að bankinn
hefði fengið aukinn verkefni. Hagn-
aður á síðasta ári hefði numið 1,5
milljörðum króna og hefðu þá verið
Sighvatur gerði að umtalsefni í
ræðu sinni að ýmsu leyti góðan
árangur í efnahagsmálum á síðasta
ári og sagði að það hefði tekist að
stöðva skuldasöfhun í útlöndum á
árinu. Vonaðist hann til að héðan í
frá tækist okkur að grynnka verulega
á erlendum skuldum þjóðarinnar.
Slæm skuldastaða bindi hendur
stjómvalda og komi í veg fyrir að
hægt sé að mæta tímabundnum efna-
hagserfíðleikum með erlendum lán-
tökum. Fyrir þessu fínni þjóðin nú.
„Það er að vísu ávallt álitamál hve-
nær erlendar skuldir eru famar að
vaxa þjóð yfír höfuðið en reynsla
frænda okkar í Færeyjum undirstrik-
ar rækilega að full ástæða er til að
fara með gát í þeim efnum. Því verð-
um við að leggja áherslu á aðhalds-
semi og ráðdeild þegar efnahagslífíð
réttir úr kútnum á ný, neita okkur
um stundargleði en greiða fyrst niður
erlendar skuldir. Efnahagslegt sjálf-
stæði þjóðarinnar kann að velta á því
að okkur takist þetta í stað þess að
sleppa algerlega fram af okkur beisl-
inu eins og á síðasta þensluskeiði á
áranum 1984-1987,“ sagði hann.
greiddir 1,2 milljarðar í opinber
gjöld. Hagnaðurinn stafaði fyrst og
fremst af gengisendurmati, sem
næmi um 2 milljörðum, en genginu
var breytt í júnílok. Gjaldeyrisforðinn
var um áramót 31’ milljarður sem
svaraði til tæpra fímm mánaða al-
menns vörainnflutnings. Eigið fé
hefði verið í árslok 13,4 milljarðar
og hefði eiginfjárhlutfallið vaxið úr
22,6% í 23,9%.
Ágúst sagði í ræðu sinni að svig-
„í þessu sambandi er vert að rifja
upp hið erfíða nábýli iðnaðar og
ýmissa þjónustugreina við sjávarút-
veginn. Uppgangur í sjávarútvegi
hefur ávallt þrengt að öðram grein-
um og þeim hefur gengið illa að
glíma við hækkandi raungengi á
uppgangstímum. Ef við viljum skjóta
fjölbreyttari stoðum undir efnahags-
starfsemi hér í landi með því að
byggja upp öflugan innlendan iðnað
og öflugar innlendar þjónustugrein-
ar, t.d. ferðamannaþjónustu, sem
eiga að geta keppt við erlend fyrir-
tæki hvort heldur á markaði hér í
landi eða erlendis verðum við að búa
þessum greinum eðlileg starfsskil-
yrði. í því felst m.a. að koma í veg
fyrir þær miklu raungengissveiflur
sem eiga upptök sín í sjávarútvegi.
Ein leið til þess, kannski einasta leið-
in til þess, er að taka upp veiðileyfa-
gjald þegar hagur sjávarútvegs batn-
ar á ný,“ sagði Sighvatur ennfremur.
Vaxtalækkun mikilvægur
árangur
Hann sagði að einn merkasti við-
burðurinn í efnahagslífinu á síðasta
rúm ríkja til sjálfstæðra aðgerða á
svið peninga- og gengismála hefði
minnkað verulega undanfarin ár.
Fjölþjóðlegar ákvarðanir marki
stefnuna á þeim vettvangi og einstök
ríki verði að laga sig að því hvort
sem þeim líki betur eða verr. „Aukið
fijálsræði í heimsviðskiptum og
aukning alþjóðaviðskipta eru þættir
sem munu móta hagstjórn í ná-
grannalöndunum og þá einnig hér-
lendis. Við eigum aldrei að óttast
vinda fijálsræðis í viðskiptum. Það
gilda engin sérstök lögmál í efna-
hagsmálum á íslandi. Oft er sagt
að Island hafi slíka sérstöðu að ekki
sé hægt að nýta reynslu annarra
þjóða til fulls. íslensk vandamál þurfi
íslenskar lausnir. Þetta er oftast
byggt á misskilningi og getur verið
hættulegt fyrir þjóð sem á allt sitt
ári væri sú vaxtalækkun sem varð
síðla árs. Mikilvægt væri að sá
árangur festist í sessi. Vextir á ríkis-
víxlum hafí haldið áfram að lækka
og því sé tímabært að athuga hvort
ekki sé svigrúm til þess að banka-
vextir geti lækkað enn frekar. „Það
er hins vegar ljóst að erfíð afkoma
lánastofnana um þessar mundir, sem
einkum stafar af umtalsverðum
framlögum í afskriftareikning útlána
til að mæta hugsanlegum útlánatöp-
um, setur almennri vaxtalækkun
ákveðin mörk. Þegar haft er í huga
að enn frekari lækkun vaxta er at-
vinnulífi landsmanna nauðsyn hljóta
augu manna að beinast að banka-
og sjóðkerfinu og kostnaðinum við
þá miðlun fjármagns sem þar fer
fram. Era lánastofnanir of margar?
Er yfírbyggingin í einstökum stofn-
unum of mikil? Er þörf nýrrar hugs-
unar og róttækra aðgerða? Ég efast
ekki um að þessum spumingum
svara flestir játandi í hljóði en tína
síðan til ýmis rök um hið gagnstæða
þurfí þeir að svara upphátt. í máli
sem þessu, máli sem er brýnt hags-
munamál atvinnufyrirtækja og heim-
ila í landinu verða sérhagmunir, —
hvort heldur einstaklinga eða hags-
munahópa, að víkja fyrir almanna-
heill,“ sagði hann einnig.
Sighvatur þakkaði að lokum Jóni
Sigurðssyni seðlabankastjóra sam-
starfið á liðnum árum og ámaði
honum heilla í nýju starfi.
undir fijálsum heimsviðskiptum og
góðri nýtingu auðlinda," sagði Ág-
úst.
17 milljarðar í vaxtagreiðslur
Hann sagði að brýnasta verkefnið
væri að lækka erlendar skuldir, þótt
þær hafí ekki aukist á síðasta ári
að raungildi. Þær hafí samt hækkað
um 28 milljarða króna og vaxta-
greiðslur til útlendinga hafi numið
17 milljörðum króna í fyrra.
Ágúst færði Bimi Tryggvasyni,
aðstoðarbankastjóra, sem lætur af
störfum hjá bankanum á næstunni
fyrir aldurs sakir, bestu þakkir fyrir
störf hans, en hann hefur verið
starfsmaður bankans frá upphafí og
Jóni Sigurðssyni, bankastjóra, sem*
hverfur til starfa fyrir Norræna fjár-
festingarbankann.
Ágúst Einarsson formaður bankaráðs Seðlabankans á ársfundinum
Yið eignm aldrei að óttast
vinda fijálsræðis í viðskiptum
Á SÍÐUSTU þremur árum hafa verið lagðir 27 miftjarðar króna á
afskriftarreikning banka og fjárfestingarsjóða og á sama tíma hafa
17 miHjarðar króna verið endanlega afskrifaðir. Þetta kom fram í
ræðu Agústs Einarssonar, formanns bankaráðs Seðlabankans, á
ársfundi bankans í gær. Fram kom að afkoma bankakerfisins hefði
verið betri á síðasta ári en árið 1992. Arðsemi eigin fjár hefði ver-
ið um 2,6% og því færi víðs fjarri að það væri viðunandi.