Morgunblaðið - 25.03.1994, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 25.03.1994, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1994 Farsi Hvernig gengur með sjálfvirka aðstoðarmanninn, sem þú útveg- aðir í staðinn fyrir silakeppinn hann Knút? HÖGNI HREKKVÍSI „ PAÞl HRERKVÍs 1... KALUASXJf^ \ KV'IÞPÓ/U/•'" BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Hvaða skrípaleikur? Frá Sævarí Tryggvasyni: EKKI alls fyrir löngu birtist bréf- kom frá Ingibjörgu Sólrúnu í Bréfi til blaðsins þar sem hún hellir úr skálum reiði sinnar yfir skrifum Víkverja í Morgunblaðinu. Mér þóttu skrif þessi alveg með eindæm- um hrokafull. Þó gekk nú alveg fram af manni eftir prófkjör sjálf- stæðismanna í Reykjavík, þegar hún kallaði prófkjörið „skrípaleik" og þar með að við kjósendur Sjálf- stæðisflokksins værum ekki hæfir til að velja okkur fólk til forustu í borgarstjórn. Ég veit ekki betur en að þeir sem ekki stóðu sig hafi fall- ið og aðrir komið í þeirrá stað. Þannig er lýðræðið. Við veljum sjálf. Það er ekki lýðræði þegar nokkr- ir aðilar koma saman í kaffispjall og úthluta ákveðnum sætum fyrir vissa klíku, það kallast einræði. Það er til háborinnar skammar að kjósendum skuli vera boðið upp á slíkt framboð þar sem Ingibjörg Sólrún ætlar bara að fara aftur í þingstörf ef hún nær ekki kosningu í borgarstjóraembættið. Þetta er móðgun við kjósendur. I Reykjavík hafa orðið gífurlegar breytingar síðustu árin með lagfær- ingum á hinum ýmsu svæðum þar Gagnasafn Morgxmblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. sem fjölskyldum borgarbúa gefst kostur á því að nýta sér til afþrey- ingar og tómstundastarfa. Það er af mörgu að taka, t.d. Fjölskyldugarðinn í Laugardal, Húsdýragarðinn, lagfæringar við Tjörnina og höfnina, stórkostlegt útivistarsvæði við Nesjavallavirkjun og svona mætti lengi telja þar sem framsýni og bjartsýni hafa verið höfð að leiðarljósi. Hveijir voru á móti kaupunum á Nesjavöllum? Við þurfum sterka og framsýna borgarstjórn en ekki glundroða vinstri flokkanna er ætla að bjóða Frá Sigurbjörgu Björgvinsdóttur: Nú er svo komið að hógværar konur eins og ég geta ekki lengur orða bundist. Hvað geta fjölmiðlar gengið langt í að mismuna kynjun- um í fréttaflutningi án þess að gefa skýringu? Tilefni þessara skrifa er frétta- flutningur Stöðvar 2 af umsækjend- um um stöðu seðlabankastjóra fímmtudaginn 17. mars sl. Þar var fréttamaðurinn að greina frá hveij- ir áttu þær umsóknir sem viðskipta- ráðherra hafði falið bankaráði Seðlabankans að gefa umsögn um. Allir karlkyns umsækjendur voru nafngreindir og birtar myndir af þeim. Síðan leyfir fréttamaðurinn sér að segja: „... auk þess eru tvær konur ...“, nafngreinir þær, en ekki var haft fyrir því að lofa þeim sem sátu og horfðu á fréttirnar þetta kvöld að beija þær augum. Hvers vegna ekki? Spyr sá sem ekki veit. En er þetta eðlilegur fréttaflutn- ingur? Er öllum umsækjendum gert hér jafnt undir höfði? Er verið að fram borgarstjóraefni sem ætlar að flýja af hólmi ef hún tapar. Kjósendur í Reykjavík ættu ekki að láta blekkjast af þessu nýja framboði sem er fyrirboði hafta og punktakerfis. Kjósum frekar borg- arstjóm sem er framsýn og dug- andi, látum ekki fámenna klíku í kringum Ingibjörgu Sólrúnu rugla okkur í ríminu, því þar er „skrípa- leikurinn". SÆVAR TRYGGVASON, Litlagerði 2, Reykjavík. mismuna kynjunum? Áttu ekki allir umsækjendur rétt á að fá sömu umfjöllun í þessum fréttatíma? Ef svo er ekki, hvers vegna? Nú hef ég enga sérstaka ástæðu til að ímynda mér að fréttastjóri Stöðvar 2 sé með vitund og vilja að mismuna kynjunum. Eða hvers vegna ætti hann að vera að því? Hann hlýtur að vita rétt eins og ég að slík vinnubrögð eru óviðeig- andi og þjóna engum tilgangi. En hver er þá ástæðan? Er þetta ef til vill ómeðvitað? Og er það ef til vill líka ómeðvitað, að karlmenn sjáist oftar á skjánum í fréttum en kvenmenn? Ég vona svo sannarlega að svo sé og að meðvitund fréttastjóra fjöl- miðlanna fari að vakna til vitundar um, að konur eru ekkert „auk þess“ í þessu þjóðfélagi. SIGURBJÖRG BJÖRGVINS- DÓTTIR, formaður Freyju, félags framsókn- arkvenna í Kópavogi. ... auk þess eru tvær konur... Víkverji skrifar Heimsmyndin breytist með hveijum deginum og lönd sem áður voru fjarlæg og framandi verða nær okkur en áður. Er þrengst hefur um hér heima hafa menn svipast um utan landsteinana og sjá víða sóknarfæri. Fyrirtæki eins og Aðalverktakar eru í landvinningum meðal annars í Eystrasaltslöndum og hefði slíkt talist til stórtíðinda fyrir nokkrum árum þegar verkefni fyrirtækisins voru einskorðuð við Keflavíkurflug- völl. Fleira má nefna sem einhvern tímann hefði þótt ótrúlegt, til dæm- is að verkfræðifyrirtæki hafa verið að svipast um á Gaza-svæðinu og í Kína. Utgerðarmenn reyna að gera samninga um veiðar á fjarlæg- um miðum og aðrir leita að „smug- um“ víða um heim og skrá skip sín í löndum sem íslendingar hafa varla heyrt nefnd áður eins og t.d. í Mið- Ameríkuríkinu Belize. Lífeyris- og verðbréfafyrirtæki leita>leiða til að ávaxta fé sitt og umbjóðenda sinna á sem bestan hátt og meðal mögu- leika er að fjárfesta í Asíu. Ekki má gleyma því að skammstafanirn- ar ESB, EB, EES, GATT eru orðn- ar hversdagslegar fyrir notendur fjölmiðla þó svo að þýðing þeirra virðist vefjast fyrir æði mörgum. xxx En það er á fleiri vegu sem tengslin aukast og ekki ein- göngu út á við heldur hafa menn einnig reynt að fá þekkingu og styrk erlendra fyrirtækja inn í land- ið. Sem dæmi má nefna að í byijun næsta mánaðar verður sú breyting á hótelum Flugleiða; Esju og Loft- leiðum, að þau verða merkt Scandic-hótelkeðjunni, starfsfólkið klæðist einkennisbúningum Scandic og þjónusta verður þaðan í frá í samræmi við staðla Scandic, sem selur þjónustu sína í meira en 100 hótelum í Norður-Evrópu. Flugleið- ir vonast til að nýting á Hótel Loft- leiðum og Hótel Esju batni um 10% vegna þessa samstarfssamnings. xxx Fjölvarpið, sem Stöð 2 nefnir svo, hefur farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum sjón- varpsáhorfendum þó svo að einhver hundruð manna hafi gerst áskrif- endur. Húsráðandi einn í fjölbýlis- húsi í borginni var ákveðinn í því að kaupa sér ekki þessa þjónustu, honum fannst hann einfaldlega ekki þurfa á henni að halda, hann hefði ekki efni á henni og hefði annað við tímann að gera en horfa á þessa rás til viðbótar við það sem fyrir er á markaðnum. Auk þess var hann ekki alls kostar sáttur við kynningu og framsetningu á þessum mögu- leika. Hvort sem honum líkaði betur eða verr við fjölvarpið var það hon- um greinilega ætlað því einn daginn er hann var að fikta í stillingum á sjónvarpstækinu kom fréttasending erlendrar stöðvar á skjáinn. Hann var kominn með fjölvarp. Maðurinn heldur helst að þessi þjónusta hafi lekið inn á tækið hans frá ná- granna, sem gerðist áskrifandi. Maðurinn veit ekki alveg hvað hann á að gera við þennan óboðna gest sem kominn er inn á heimilið. Hann vill gjarnan losna við hann en þorir vart að segja frá þessu af ótta við að verða rukkaður. xxx Skrifari getur ekki annað en vor- kennt starfsfólki í söluturnum og sjoppum þar sem spilakassar eru. Víkveiji hefur tekið eftir því að víða er reynt, eins og á að gera, að banna börnum að spila í peninga- kössum, sem yfirleitt er að finna á slíkum stöðum. Þegar mikið er að gera getur starfsfólkið þó engan veginn staðið í þessum lögreglu- störfum og krakkarnir eru óhrædd- ir við að skjótast í kassana og freista gæfunnar. Það hefur lítið að segja þó vinningar séu yfirleitt ekki greiddir til barnanna ef þau eru ekki orðin 16 ára. Krakkar fínna sér alltaf leið til að koma vinnings- miðunum í pening og reyndar hafa þeir sem eru undir aldri alltaf haft leiðir til að nálgast það sem þeim er bannað. Það er spuming hvort ekki á að fjarlægja kassa úr sjopp- um sem til dæmis eru staðsettar nálægt skólum og öðrum stöðum sem krakkar sækja mikið á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.