Morgunblaðið - 19.05.1994, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FASTEIGNASALA
Sudurlandsbraut 10
Ábyrgð - Reynsla - Öryggi
Hilmar Valdimarsson.
SÍMAR 687828 og 687808
2ja herb.
LAUGARNESVEGUR
Góð 2ja herb. 68 fm íb. á 2. hæð. Góð-
ar svalir. Útsýni yfir Sundin.
3ja herb.
ENGIHJALLI
Vorum að fá í sölu fallega 3ja
herb. 80 fm fb. á t. hæð í lyftuh.
Nýtt parket. Flísal. bað. Skipti á
2ja herb. íb. mögul.
RAUÐARÁRSTÍGUR
Ný 3ja herb. 94 fm endaíb. á 3. hæð í
nýl. lyftuh. Bílskýli. Þvhús og geymsla
í íb. Gólf parketlögð. Stórar suöur- og
vestursv. Innang. úr stigahúsi í bílskýli.
4ra—6 herb.
BÓLSTAÐARHLÍÐ
GRETTISGATA
Vorum að fá í sölu 4ra herb. 109 fm íb.
á 1. hæð. Gott verð.
DALSEL
Vorum að fá í sölu 4ra herb. 106 fm íb.
á 1. hæð ásamt bílskýli. Laus. V. 7,5 m.
FLÚÐASEL
Mjög falleg 4ra herb. íb. á 1. hæð ásamt
aukaherb. á jarðh. Þvhús og búr innaf
eldh. Parket. Suðursv. Hús og íb. í mjög
góðu ástandi.
EIÐISTORG
Vorum að fá í aölu glæsil. 4ra
herb. 100fm íb’ á 2. hæð. Tvenn-
ar svalir.
FURUGRUND - 4RA
OG EINSTAKLÍB.
Falleg 4ra herb. 100 fm Ib. á 1. hæð
ásamt einstaklíb. i kj. Verð 8,3 millj.
SÓLHEIMAR
Glæsii. 4ra herb. 101 fm ib. á
4. hæð (lyftuh. Nýl. gler. Parket.
Stórar og góðar svelir.
HÁTEIGSVEGUR
FaHeg 146 fm hwð i fjögre ib.
hóai. Bilsk. 3 svefnherb. á sér-
gangi. 3 stofur. Tvennar svalír.
Mjög góð eign.
Einbýli - radhús
ÁSHOLT - MOS.
Glæsil. einbhús á einni hæð 140
fm. 50 fm bílsk. 4 svefnherb.
Vandað3r innr. Góð lóð með heit-
um pottl. Gott verð.
VIÐARÁS
Nýtt 168 fm einb. á einni hæð ásamt
40 fm bílsk. Vandað og vel hannað hús
þó ekki alveg fullb. Lóö frág. Stutt í
skóla og ekki yfir umferðargötu að fara.
UNUFELL
Glæsil. endaraðh. 254 fm. Kj. u.
öllu húsinu. 4 svefnherb., garð-
skáli, bílskúr. Eign í sérfl.
Hilmar Valdimarsson,
Slgmundur Böðvarsson hdl.,
Brynjar Fransson.
Sjábu hlutina
í víbara samhengi!
- kjarni málsins!
SVEITASTJORIMARKOSNINGAR
Húsavík
Sigurjón
Benediktsson
. Kristján
Ásgeirsson
Stefán
Haraldsson
Jón Asberg
Salomonsson
Oddviti sjálfstæðismanna
Vill sameina at-
vi n n ufy r i rtæki n
Húsavik. Morgunblaðið.
SIGURJÓN Benediktsson, efsti mað-
ur á lista Sjálfstæðisflokksins á
Húsavík, telur að sameina eigi rekst-
ur þeirra atvinnufyrirtækja sem bær-
inn er aðili að og gera með því einn
aðila ábyrgan fyrir rekstrinum.
Framtíðarverkefnið sé síðan að sélja
hlutabréf bæjarins í fyrirtækjum.
Atvinnumálin eru efst á baugi í kosn-
ingabaráttunni.
Fjórir listar eru boðnir fram á
Húsavík: A-listi Alþýðuflokks, B-listi
Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæð-
isflokks og G-listi Alþýðubandalags,
Samtaka um kvennalista og óháðra.
Eru þetta sömu listar og við síðustu
kosningar, þá fengu framsóknarmenn
4 menn og sjálfstæðismenn 2 og
mynduðu meirihluta. Alþýðuflokks-
menn fengu 1 mann og G-listi 2.
Ágreiningur um stefnuna í
atvinnumálum
Jón Ásberg Salomonsson, efsti
maður á A-listanum, segir að það
sé aðalbaráttumál flokksins að ná
tveimur monnum inn í bæjarstjómina
til að geta staðið betur að málum
og fellt meirihlutann. Hann segir að
atvinnumálin verði ávallt í fyrirrúmi.
„Atvinna er auðvitað undirstaða vel-
ferðar og grundvöllur fyrir þróun
bæjarfélagsins." Hann nefnir einnig
nauðsyn þess að koma upp hjúkrun-
ardeild fyrir aldraða við sjúkrahúsið
og heimavist við Framhaldsskólann.
Stefán Haraldsson, efsti maður
Framsóknarflokks, segir að flokk-
urinn telji brýnast að útrýma at-
vinnuleysinu og vinna gegn þeim
áhrifum sem sá ógnvaldur hafi nú
þegar á einstaklinga og fjölskyldur.
„Það verður best gert með því að
skapa atvinnufyrirtækjum sem hag-
stæðust skilyrði til starfa. Við teljum
að styrkja þurfi eiginfjárstöðu Fisk-
iðjusamlagsins, Höfða og íshafs og
skipa rekstri þeirra þannig að hluta-
bréf í þeim verði markaðshæf. Við
það skapast grundvöllur fyrir aukið
utanaðkomandi fjármagn,“ segir
Stefán. Siguijón Benediktsson,
efsti maður á D-listanum, segir að
það ha'fi forgang að koma útgerð og
fiskvinnslu á réttan kjöl og þar með
atvinnumáiunum. Hann telur að
sameina eigi rekstur þeirra atvinnu-
fyrirtækja sem bærinn sé aðili að og
stærsti eigandi og með því gera einn
aðila ábyrgan fyrir rekstrinum.
Framtíðarverkefni sé svo að selja
hlutabréf bæjarins í atvinnufyrir-
tækjunum.
Kristján Ásgeirsson, efsti maður
á G-listanum, segir að taka verði á
baráttunni í atvinnumálunum og
gegn atvinnuleysinu á félagslegum
grundvelli. Hann telur að félagsleg
eign í öllum stærri atvinnufyrirtækj-
um bæjarins, sé forsenda fyrir
traustu atvinnulífi og öruggri af-
komu Húsvíkinga. Reynslan sýni að
einstaklingsframtakið sé þess ekki
umkomið að tryggja öllum vinnu.
Hella
14 k gull Verðkr. 3.400
l\l- og E-listi
sameina
kraftana
Hellu. Morgunblaðið.
AÐSTANDENDUR N-lista og E-
lista sem mynda meirihluta í hrepps-
nefnd Rangárvallahrepps (Hellu og
nágrenni) með tvo fulltrúa hvor,
sameina krafta sína í kosningunum
nú og bjóða fram S-lista sjáifstæðis-
manna og óháðra áhugamanna um
sveitarstjórnarmál. K-listi almennra
hreppsbúa hefur einn fuiltrúa og
býður áfram fram.
„Við viljum stuðla að frekari sam-
vinnu og sameiningu sveitarfélaga,"
segir Viðar H. Steinarsson, efsti
maður K-listans, „en við ætlum að
byija á því að sameina sveitina okk-
ar, Rangárvallahrepp, með vegteng-
ingu frá Oddavegi að Bakkabæjar-
vegi. Önnur meginmál eru atvinnu-
málin. Þar viljum við móta stefnu
sem byggir á grunni þess sem fyrir
Stúdentastjaman
hálsmen eða prjónn
Jön Spunilsson
laugaveg 5 - sími 13383.
Óli Már
Aronsson
Viðar H.
Steinarsson
er, t.d. frekari úrvinnslu á landbún-
aðarafurðum, betri nýtingu á hesta-
íþróttasvæðinu á Gaddstaðaflötum,
flugvelli, torfæruaksturssvæði o.fl.
Auk þess má nefna þá miklu mögu-
leika sem náttúra og saga sveitarinn-
ar býður upp á. Nægir þar að nefna
Heklu, Odda, Keldur og Hvanngil,"
segir Viðar.
íþróttahús á dagskrá
S-listinn ætlar að beita sér fyrir
mörgum góðum málum, að sögn Ola
Más Aronssonar, efsta manns list-
ans. „Nefna má íþróttavöll og skóla-
hús sem eru í byggingu og þarf að
ljúka við. Að því loknu þarf að hefj-
ast handa við byggingu íþróttahúss.
Vinna þarf að vegabótum í hreppnum
og auka götulýsingu í Gunnarsholts-
hverfinu. Efla þarf starfsemi Dvalar-
heimilisins Lundar í öldrunarmálum.
Vinna þarf markvisst að úrbótum í
fráveitumálum samkvæmt nýrri
reglugerð um mengunarvarnir. En
að styrkja atvinnulífið og auka fjöl-
breytni þess er það sem efst er í
mínum huga fyrir næsta kjörtímabil.
Jafnframt þarf traustur fjárhagur
sveitarfélagsins og góð þjónusta við
íbúana að sitja í fyrirrúmi hjá þeim
sem veljast til setu í sveitarstjórn,"
segir Óli Már.
Egilsstaðir
Lognmolla
einkennir
baráttuna
Egilsstöðum. Morgunblaöið.
LOGNMO-LLA lýsir best kosninga-
baráttunni á Egilsstöðum fyrir
komandi sveitarstjórnarkosningar.
Lítið er um opinber ágreiningsmál,
en eins og annars staðar eru at-
vinnumálin ofarlega á baugi. Fjórir
listar eru í framboði að þessu sinni.
Það eru B listi framsóknarmanna,
D listi sjálfstæðismanna, H listi
óháðra og G listi Alþýðubandalags.
Það eru sömu flokkar og síðast
þegar kosið var. Núverandi meiri-
hluta mynda Framsókn með 3 menn
og óháðir með 1 mann, en 7 manns
eru í bæjarstjórn.
Atvinnumálin á oddinum
Broddi Bjarnason efsti maður á
lista Framsóknar telur brýnast að
halda áfram því uppbyggingarstarfi
sem staðið hefur undanfarin ár.
Mikið hefur verið byggt á Egilsstöð-
um, bæði íbúðarhúsnæði og at-
vinnuhúsnæði, og er fólksfjölgun á
kjörtímabilinu 13%. Broddi segir
mikið hafa verið byggt og má nefna
þar félagsmiðstöð, byijað var á
sundlaug sem tekin verður í notkun
næsta vor, sorpstöð sem vakið hef-
ur athygli víða um land og félags-
legum íbúðum íjölgaði um rúm
200%, úr níu í þijátíu. Hann segir
fjárhagsstöðu bæjarins mjög góða
og á ekki von á öðru en kjósendur
meti verk bæjarstjórnar að verðleik-
um.
I nýútkomnu blaði sjálfstæðis-
manna gefur að líta m.a. hugmynd-
Einar Rafn Broddi
Haraldsson Bjarnason
ir til aukinnar atvinnuuppbygging-
ar, breytingar á skilvirkni í stjórnun
bæjarfélagsins, bætingu skólakerf-
isins, jafnt leikskóla, grunnskóla
sem menntaskólans, og aukna upp-
byggingu á íþróttamannvirkjum.
Einar Rafn Haraldsson oddviti sjálf-
stæðismanna segir að skipta þurfi
um áherslur í stjórnun bæjarins.
Aðaláhersla sjálfstæðismanna verð-
ur á atvinnumálin og aðbúnað íbú-
ana. Einar segir það lýsandi dæmi
um áhugaleysi bæjarstjórnar á
málefnum Egilsstaða, að ekki hefur
ennþá komið neitt fram varðandi
stefnu þeirra og áherslur fyrir kom-
andi kosningar. Hann segist hafa
fundið fyrir góðum meðbyr undan-
farið og ekki sé ástæða til annars
en bjartsýni.
Alþýðubandalagið setur einnig
atvinnumálin á oddinn undir slag-
orðinu, Sókn til nýrrar aldar. í þeim
tillögum er að finna Frugmyndir að
þátttöku bæjarins í atvinnumálum
með framlagningu hlutafjár er komi
úr sérstökum nýsköpunarsjóði.
í málefnaskrá H-lista óháðra er
að fínna tillögur er lúta að flestum
sviðum sveitarstjórna. Þar segir
meðal annars að bæjarstjórn eigi
að vinna að því að fá opinberar
stofnanir fluttar til Egilsstaða og
unnið skuli að sameiningu sveitarfé-
laga á Héraði.
Suðurnesjabær
Sjálfstæðisflokkur
nálægt meirihluta
Keflavík. Morgunblaðið.
ATVINNUMÁL eru sett á oddinn
hjá flokkunum ijórum, Sjálfstæðis-
flokki, Alþýðuflokki, Framsóknar-
flokki og Alþýðubandatagi, sem
bjóða fram í bæjarstjórnarkosning-
unum í Suðurnesjabæ, nýju samein-
uðu sveitarfélagi í Keflavík, Njarð-
vík og Höfnum. Á kjörskrá verða
tæplega 7.000 manns, 5.240 í
Keflavík, um 1.600 í Njarðvík, um
70 í Höfnum og verður kosið um
11 bæjarfulltrúa. Nýja sveitarfélag-
ið verður fimmta stærsta sveitarfé-
lag landsins með rúmlega 10.000
íbúa og spannar yfir ríflega 149
ferkílómetra lands.
í Keflavík hefur Sjálfstæðis-
flokkur myndað meirhluta ásamt
Framsóknarflokki. í síðustu kosn-
ingum fékk Sjálfstæðisflokkur fjóra
bæjarfulltrúa, Framsókn einn og
Alþýðuflokkur þtjá af níu. í Njarð-
vík eru sjálfstæðismenn einnig í
meirihlutasamstarfi, þar fékk flokk-
urinn þrjá fulltrúa af sjö og myndar
meirihluta ásamt fulltrúa óháðra.
Þar fékk Alþýðuflokkur tvo fulltrúa
og Framsókn einn.
Skoðanakannanir hafa gefið vís-
bendingu um að sjálfstæðismenn
séu mjög nálægt því að fá hreinan
meirihluta í nýja sveitarfélaginu og
spá kannanir þeim ýmist fimm eða
sex bæjarfulltrúum. Alþýðuflokkur
fengi þijá, Framsóknarflokkur tvo
og Alþýðubandalag ýmist einn eða
engan.
Fyrstir upp úr öldudalnum
„Það er vitaskuld draumurinn að
fá hreinan meirihluta," sagði Ellert
Eiríksson bæjarstjóri í Keflavík og
oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Við
tókum við erfiðu búi og höfum tek-
ið til hendinni við erfiðar aðstæður.
Það hefur verið niðursveifla í at-
vinnulífínu á landinu, við urðum
fyrstir til að fara í þá niðursveiflu
Anna Margrét
Guðmundsd.
Ellert
Elríksson
en við verðum líka fyrstir upp úr
henni.“ Ellert sagði að atvinnumálin
yrðu sett á oddinn undir kjörorðinu:
Atvinna til frambúðar. Stefnt yrði
að koma upp markaðs- og atvinnu-
skrifstofu undir stjórn markaðs- og
atvinnumálanefndar til að markaðs-
setja sveitarfélagið. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði auk þess sett fram
stefnuskrá með 68 punktum í 11
málaflokkum þar sem tekið væri á
flestum málum.
„Forsendur blómlegs atvinnulífs
í nýju sameinuðu sveitarfélagi er
gott og öflugt atvinnulíf og því vilj-
um við koma á fót þjónustumiðstöð
atvinnulífs sem veita muni atvinnu-
lífinu og fólki í atvinnuleit þjón-
ustu,“ sagði Anna Margrét Guð-
mundsdóttir oddviti Alþýðuflokks-
ins. Anna Margrét sagði að auk
þess vildi flokkurinn stofna sjóð til
uppbyggingar atvinnulífsins sem
hefði það markmið að halda utan
um, veita ábyrgðir og styrki og til
að sjá um hlutafjár- og kvótakaup.
Anna Margrét sagði að skoðana-
kannanir sem gerðar hefðu verið
væru varla marktækar þar sem
næstum hélmingur hefði ekki tekið
afstöðu. Anna Margrét sagði að
Alþýðuflokkurinn leggði mikla
áherslu á að komast í meirihluta-
samstarf til að hafa áhrif og móta
nýtt sveitarfélag.