Morgunblaðið - 19.05.1994, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Verk íslenskrar listakonu fjarlægð af sýningu hennar á Spáni
Þóttu of eró-
tísk fyrir sýn-
ingarsalinn
MYNDLISTARSÝNING sem íslenskur mynd-
listarnemi á Spáni, Sigurbjörg Jóhannesdóttir,
tekur nú þátt í hefur fengið talsverða umfjöllun
í spánskum fjölmiðlum, þar sem 11 mynda henn-
ar voru fjarlægðar fyrir opnun sýningarinnar
vegna kynferðislegs innihalds þeirra. Myndirnar
voru þó settar upp að nýju degi síðar, eftir nokk-
urt málþóf. Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sem kall-
ar sig Sibbu, er á Iokaönn í MHÍ en situr í ár
sem gestanemandi í málun við fagurlistadeild
Háskólans í Salamanca á Spáni og skipulagði
ásamt fjórum spænskum bekkjarsystrum sínum,
myndlistarsýningu í sýningarsal er nefnist „Sala
Lazarillo“ og er í eigu „E1 Servicio Territorial
de Cultura de la Junta de Castilla y León“, sem
mun útleggjast Sameiginleg menningarmiðstöð
Kastallíu og León. Sameiginlegtþema sýningar-
innar, sem lýkur á morgun, 20. maí, er maður-
inn og dró Sigurbjörg upp ýmis tilbrigði við
ástarleiki fólks í verkum sínum með ívafi kimni.
„Gætu valdið hneyksli“
Að morgni þess dags sem sýningin átti að opna,
9. maí sl., settu þær upp alls 39 málverk og
skúlptúra, og brugðu sér síðan frá. Formlegur
opnunartími var klukkan 19. og segir Sigur-
björg að um 40 gestir hafi verið mættir þegar
þær stöllur sneru til baka. Kom þá í Ijós að
búið var að fjarlægja 11 málverk eftir hana af
veggjum salarins og læsa inn í hliðarsal. Kveðst
Sigurbjörg hafa verið afar slegin yfir þessari
ráðstöfun. „Ég gat ekki skilið hvað í verkum
mínum réttlætti að þau væru fjarlægð fyrirvara-
laust. Þetta var svo fáránlegt að við vissum
ekki hvort við ættum að hlæja eða gráta. Við
leituðum til starfsmanns salarins, sem gaf þá
skýringu að forstjóri „E1 Servicio Territorial
de Cultura de la Junta de Castilla y León“,
hefði fyrirskiþað að málverkin yrðu fjarlægð,
þar sem erótískt innihald þeirra gæti skaðað
ímynd salarins og valdið hneyksli," segir Sigur-
björg. Skólasystur hennar mótmæltu þessari
ákvörðun forstjórans með því að taka verk sín
niður, snúa þeim til veggjar og neita að halda
sýningunni áfram án þáttöku Sigurbjargar.
Iðrast ritskoðunar
Næsta dag ræddu þær við forsljórann sem vildi
ekki gefa aðrar skýringar á ákvörðun sinni en
að hann gæti ekki sætt sig við viðfangsefni
myndanna. „Hann tjáði okkur að þessar myndir
MÁLVERK Sigurbjargar Jóhannesdóttur,
Sibbu, voru fjarlægð af samsýningu hennar
og fjögurra annarra ungra listakvenna, sök-
um þess að innihald þeirra þótti of erótískt.
yrðu ekki sýndar í salnum og að þeirri ákvörð-
un yrði ekki haggað," segir Sigurbjörg. „Við
gengum þá á fund aðalforstjóra samtakanna
og skýrðum honum frá vandræðum okkar. Hann
kvaðst ekkert kannast við málið, sem vakti
furðu okkar í ljósi þess embættis sem hann
gegnir, og lofaði okkur engu. Fundurinn hefur
þó borið árangur því síðdegis sama dag var
búið að hengja upp öll verkin, þar með talin
málverkin mín, og er mér sagt að um pólítíska
ákvörðun hafi verið að ræða.“ Dagblaðið „E1
Adelanto" í Salamanca fjallaði um málið næsta
dag á forsíðu undir fyrirsögninni; „La Junta
ritskoðar nemendasýningu og iðrast þess síð-
an,“ ásamtþví að veija heilli síðu inni í blaðinu
í myndir og umfjöllun um sýninguna og ákvörð-
un forsljórans. Aðrir fjölmiðlar fylgdu í kjölfar-
ið, og næstu daga var fjallað ítarlega um þessa
tilraun til ritskoðunar í dagblöðunuin „E1 Tri-
buna“ og „E1 País“, ásamtþví sem útvarpsstöð-
in „Radio de Espana" og ein sjónvarpsstöðvanna
birtu fréttir og umfjöllun um atvik þetta.
Sólartákn og jafndægur
Töfrar úr
hrjúfu fiaueli
MYNPLIST
Stöðlakot
MÁLVERK
Hlif Ásgrímsdóttir
Til 29. maí. Sýningarskrá og aðgang-
ur ókeypis.
ÞAÐ er eðlilegt að birtan fangi
hug manna á okkar breiddargráð-
ura, þar sem hún er munaður
laligra sumardaga og það sem
helst er saknað á dimmum vetrar-
nóttum. Jafnvægi birtunnar hefur
orðið listamönnum mikilvægt til-
efni til verka á ýmsum tímum, og
þeir hafa nálgast þetta viðfangs-
efni út frá ýmsum forsendum.
Hlíf Ásgrímsdóttir vinnur hér
einkum út frá þeim grunni, sem
finna má í táknmynd sólarinnar:
Kross á hring er eitt elsta tákn
sólarinnar sem þekkt er í listasög-
unni og hefur fylgt okkur allt til
þessa dags, jafnframt því sem trú-
arbrögð hafa tekið táknið upp á
sína arma pg gætt það frekari
merkingu. í lítilli sýningarskrá
tengir listakonan þetta saman:
„I fornum trúarbrögðum mætist
tvennt eðli alheimsins í miðjum
krossi, þ.e. hið lárétta og hið lóð-
rétta. Eðli vatnsins er að flæða til
hliðanna og slétta yfirborð þegar
eðli eldsins leitar upp. Yggdrasill,
heimstréð, er askviður en undir
honum er Urðarbrunnur. Sagt er
að örlaganornirnar takj hvern dag
vatn úr brunninum og ausi yfir
askinn. Krossinn merkir samein-
ingu kynjanna, karleðlið og kven-
eðlið, sem fijóvgar
heiminn."
Hin stöðuga leitun
jafnvægis milli þess-
ara andstæðu þátta á
sér fullgilda samsvör-
un í gangi sólarinnar,
þar sem jafndægur
að vori og hausti eru
miðpunktarnir, en sólhvörf veturs
og sumars mynda ystu mörk. Um
þessa leit snúast myndir Hlífar
hér; þetta eru almennt litlar vatns-
litamyndir, dregnar fáum dráttum,
og oftast hugsaðar í pörum eða
flokkum, þannig að til verði heil
hringrás eða jafnvæg myndist.
Þannig falla fyrstu fimm myndirn-
ar saman, frá einum sumarsól-
hvörfum, um hring ársins að hinum
næstu. Aðrir flokkar mynda einnig
jafnvægi, eða bera saman ákveðna
tímapunkta milli ára.
Myndirnar eru dregnar mildum
dráttum og vegna smæðarinnar er
það fyrst þegar áhorfandinn tekur
eftir flokkuninni sem þær vekja
athygli. Á neðri hæð Stöðlakots er
það gangur sólarinnar og ígildi birt-
unnar sem ráða ríkjum, en í mynd-
unum uppi hefur listakonan lagt
meiri áherslu á önnur tákngildi
krossins, hið lárétta og hið lóð-
rétta. Fletirnir eru settir upp á
annan veg og þessum
athugunum þannig
komið til skila með
einföldum hætti.
Hlíf Ásgrímsdóttir
lauk námi frá Mynd-
lista- og handíða-
skóla íslands 1991
og hefur tekið þátt í
ýmsum samsýningum síðustu ár.
Hún er um þessar mundir fulltrúi
íslenskra listamanna á norrænu
samsýningunni Aurora 6, sem er
á ferð um hin Norðurlöndin, en
þetta mun vera fyrsta einkasýning
hennar.
Það er stöðug freisting allra
listamanna að ofgera hlutina, en í
stað stórra átaka í formi og mynd-
gerð hefur Hlíf valið að fjalla um
hið eilífa í tilverunni með einföldum
hætti, rifja upp tákn og minna
okkur á hringrás ljóss og lífs. Þetta
tekst henni ágætlega með þessari
sýningu.
Eiríkur Þorláksson
BOKMENNTIR
Ljóó
NÓTTIN HLUSTAR Á MIG
eftir Þuríði Guðmundsdóttur.
Hörpuútgáfan 1994 - 55 síður.
1.482 krónur
leiksoppur
milli mýktar og hörku
milli veruleika og draums
NIÐURLAGIÐ úr ljóði, sem Þur-
íður nefnir „Milli mýktar og hörku“
er lýsandi fyrir þau átök sem eiga
sér stað í ljóðunum, eða öllu heldur
í því lífi sem ljóðin fjalla um, í þess-
ari nýjustu ljóðabók
hennar.
Bókin er þrískipt.
Fyrst kemur bálkur
sem Þuríður kallar
Tjarnljóð, síðan annar
sem hún nefnir Blóm
þagnarinnar og þriðja
þáttinn nefnir hún
Nóttin hlustar á mig. í
honum er safn ljóða,
sem lúta engu einu
þema, en segja má að
séu hringferð um hug-
arheiminn að nætur-
þeli; þeim tíma sem
skynjunin er viðkvæ-
must. Þau eru eins og
Ijós sem birtist þegar
dagskíman dvínar og
ekkert ónáðar; engin hljóð, engar
myndir. Tilfinningamar - ástin og
hlýjan, sorgin og sársaukinn - verða
nógu áþreifanlegar til að hægt sé
að binda þær í ljóð.
í Tjarnljóðum eru náttúrumyndir,
þar sem hið smáa verður stórt, hið
ósýnilega sýnilegt. Hver hlutur fær
nýja merkingu, þegar hann er tekinn
úr sínu venjulega samhengi. Kirkjut-
umar verða að Guðsvegum, þegar
þeir em losaðir við steinsteypuímynd-
ina og lagðir í tjömina. Þeir verða
gormlaga og hlykkjóttir í vatni.
í dimmum
tjamarspegli
kasta götuljósin
gullmylsnu
fyrir
fugla næturinnar
Vatn verður spegill, götuljós að
gullmylsnu; einhveiju óhöndlanlegu,
eins og skáldið vilji í þessu fyrsta
ljóði bókarinnar leggja áherslu á að
ekki sé allt sem sýnist. Og það er
ekki svo vitlaust að hafa það í huga
þegar lesið er áfram.
Við fyrsta lestur, virðast ljóð Þuríð-
ar einföld og blátt áfram, jafnvel
dálítið angurvær og eins og hún sé
stöðugt að yrkja um óraunveruleik-
ann. En eftir því sem kafað er dýpra
í ljóð hennar, kemur meiri harka í
ljós. Raunveruleiki Ijóðanna er æði
kaldur, rétt eins og ísilögð tjöm og
skáldið veit að það þarf að yrkja sig
áfram í gegnum lífið til að fijósa
ekki í hel:
Eftir ísnum
í átt að vökinni
ég verð
að sjá vatnið
lifandi vatnið
Manneskjan þarf að hafa fyrir því
sjálf að halda sér lífs megin í tilver-
unni. Hún verður að bera sig eftir
þeirri björg sem heldur í henni lífi.
Enginn gerir það fyrir hana.
Tjarnljóðin eru í mínum huga yfir-
lýsing ljóðmælandans um að hann
hafi tekið ákvörðun um að lifa - og
leita eftir því sem gefur lífinu gildi,
þrátt fyrir það sem hann birtir le-
sandanum í því sem eftir er í bókinni.
í Blómum þagnarinnar eru það
ekki orðin sem eru styrkur skáld-
skaparins, heldur þögnin. Þar yrkir
Þuríður um veruleika sem ekki sést
og ekki heyrist. Hann hefur heldur
engar birtingarmyndir. Þar er engin
speglun og hlutirnir heita sínum eig-
in nöfnum þótt þeir séu aldrei nefnd-
ir á nafn. Sársauki og söknuður
verða áþreifanlegir í myndum sem
birtast til þess eins að leysast upp:
Milli
fingra þinna
opnast blóm
sem enginn á
enginn sér
nema þú
Á bak við þennan bálk er missir,
sársauki og söknuður, sem engin orð
geta tjáð. Það er aðeins hægt að tjá
þessar tilfinningar með myndmáli
þagnar. Harkaleg lífsreynslan að
baki þeim, skellur á lesandanum,
nánast eins og svik
vegna þess hvað smiður
ljóðanna hefur mjúkar
hendur. Það sem virtist
svo milt, er það sem
meiðir mest. Reyndar
má segja að strax í þess-
um ljóðum verði Ijóst að
þau eru einvígi milli
mýktar og hörku.
Reynslan er hijúf og
harkaleg en henni er
tekið af ástúð og mildi.
Og það alveg án þess
að til komi væmni, held-
ur kýs ljóðmælandinn
að horfa á lífíð sem hann
tjáir sem eilífa hringrás
dags og nætur, gleði og
sorgar, ljóss og myrk-
urs, ástar og harma, eins og kemur
best fram í ljóði sem Þuríður nefnir
„Sumamótt“:
Hrjúfur
þessi dagur
uns sumarnóttin
breiddi yfir hann
vatnaspegla
og þöp stjúpublóma
úr bláu og rauðu flayeli
Leikur að andstæðum er styrkur
Ijóðanna og þar fer Þuríður ótroðnar
slóðir og nær mjög sérstæðu and-
rúmslofti í heildarmyndina. Um leið
og andstæður takast harkalega á,
eru þær hluti af hvor annarri. Hún
gælir við skynfærin; málar myndir,
sem hún gæðir lykt og hljóði, sem
hún síðan mylur niður og myndin
sáldrast milli fingranna, þar til mað-
ur spyr hvort hún hafi kannski bara
verið blómið, sem skáldið yrkir um:
Milli
fingra þinna
opnast blóm
sem enginn á
enginn sér
nema þú
Og auðvitað er það svo að mynd-
in, sem ég sé, er ekki endilega sama
myndin og þú sérð. Hvert ljóð Þuríð-
ar er gætt þeim töfrum að hver og
einn getur aðlagað myndir þeirra sín-
um eigin reynsluheimi. Þau eru mjúk
og áferðarfalleg á ytra borði, rétt
eins og blátt og rautt flauel stjúpu-
blómanna, en þar undir liggur hinn
óralangi vegur mannlegrar reynslu,
allt til botns. Hvert mannsbarn er
statt einhvers staðar á þeim vegi og
því verða ljóð Þuríðar dýrmæt hveij-
um þeim sem fetar sig eftir þeim og
reynir að fmna sinn eigin stað.
Það er hreinræktuð og góð ljóðlist
í þessari bók. Hvert Ijóð er eins og
jurt, sem hlúð hefur verið að af
umhyggju og visku; engar skemmd-
ir, engir hnökrar; enginn óþarfi.
Aðeins tær lýrík, sem er eins og
skínandi gersemi í þessum glingur-
heimi. Það hefur löngum farið lítið
fyrir Þuríði og Ijóðum hennar ekki
haldið hátt á lofti. Það sætir furðu,
því hún er tvímælalaust eitt af okk-
ar albestu kvenskáldum.
Súsanna Svavarsdóttir
Þuríður
Guðmundsdóttir