Morgunblaðið - 19.05.1994, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.05.1994, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARIMAR Yeljum þá til forystu sem vita hvert þeir ætla! NÁNAST öll stjómmálasamtök álíta að lítill hagvöxtur og vaxandi atvinnuleysi sé eitt alvarlegasta vandamál þjóðarinnar. Þetta mál tekur að sjálfsögðu til Reykvíkinga eins og annarra landsmanna. Það sem veldur mér áhyggjum, og er tilefni þessarar greinar, er að skoð- anakannanir benda til þess að í Reykjavík kunni að komast til valda öfl, sem hafa neikvætt viðhorf til atvinnulífsins og lítinn skilning á atvinnurekstri. ~Það hefur vakið athygli mína að atvinnurekendur eru hikandi í að tjá sig á prenti um málefnastöðu fram- boðslistanna. Ég hef haft það á til- finningunni að menn óttist hefndar- aðgerðir af hálfu R-listans ef hann kemst til valda eða að viðkomandi fyrirtæki verði fyrir aðk asti. Ekki ætla ég að ásaka frambjóðendur R-listans um slíkt, enda má ekki hindra eðlileg skoðanaskipti um málefni sem varðar alla landsmenn. Þeir sem hafa kynnst atvinnurekstri af eigin raun eru meðvitaðir um mikilvægi góðs sam- starfs atvinnufyrir- tækja og borgaryfír- valda. Það er sannfær- ing mín að útrýma megi atvinnuleysi hér á landi, en það mun ekki gerast með þeim aðgerðum sem R-listinn boðar. Látum skynsemi ráða en ekki tilfinningar Tilfínningar og stemning ræður oft miklu um skoðanir al- mennings. Þetta var greinilegt þegar Alþingi ræddi aðild Islands að Evr- ópska efnahagssvæðinu. Þá benti ýmislegt til þess að meirihluti þjóðar- innar vildi ekki aðild að EES. Á þeim tíma var þjóðin ekki nægilega Þorkell Sigurlaugsson vel upplýst- og ætluðu andstæðingar EES að- ildar að notfæra sér það. í lýðræðisþjóðfé- lagi er nauðsynlegt að almenningur sé vel upplýstur, ekki síst þegar leitað er til hans í kosningum. Nú hefur það gest, ef eitthvað er að marka skoðana- kannanir, að meirihluti þjóðarinnar vill jafnvel ganga enn lengra og sækja um aðild að Evr- ópusambandinu (ESB). Þetta segir okkur hvað almenningsálitið getur verið breytilegt og stjómast af tilfínningum og eðli umræðunnar á hveijum tíma. Þetta sama kann að hafa gerst þegar R- listinn ákvað að bjóða fram. Þarna var eitthvað nýtt á ferðinni. En eftir að stefnuskrá listans kom út í síð- ustu viku hefur hins vegar ýmislegt komið í ljós, sem varpar skýrar ljósi á hvað R-listinn er í raun og veru að boða. Þegar nýjar staðreyndir liggja á borðinu eiga menn ekki að hika við að játa að hafa haft á röngu að standa, því þá er sá hinn sami í raun að segja að hann sé skynsam- ari í dag en í gær. Stefnuskrá R-listans er eins og punkturinn sem vildi vera stór, segir Þorkell Sigurlaugs- son, punkturinn sem blés sig-út og varð að núlli. Það sem R-listinn hefur lagt fram er ekki stefnuskrá. heldur saman- safn af hugmyndum og tillögum frá öllum þeim flokkum sem að listanum standa. Allir fá að hafa sitt inni, stór og smá mál og ekki er hirt um það þótt stefnur og leiðir að mark- miðum stangist á. Stefnuskrá R-list- ans er eins og punkturinn sem vildi verða stór, blés sig út og varð að núlli. Við erum að kjósa okkur forystumenn Það varðar miklu, að hugleiða vel sinn gang þegar kosningar eru ann- ars vegar. Þjóðin kýs stjórnmála- menn og borgarfulltrúa til að kynna sér málefni og móta stefnu og taka afstöðu í stórum málum sem smáum. Við gerum eðlilega þá kröfu til full- trúa okkar að þeir hafi þekkingu, reynslu, víðsýni, framtíðarsýn og stefnu, sem getur tryggt sem best hagsmuni einstaklinga og borgar- innar í heild. Oft koma upp mál þar sem samstaða og sterk forysta skipt- ir sköpum. Nægir þar að minna á stofnun lýðveldisins, stækkun land- helginnar, aðild okkar að NATO og fríverslunarsamninginn við EFTA og EES samninginn svo dæmi séu nefnd. Reykvíkingar geta einnig rifj- að upp mikilvæg mál í borginni, svo sem stofnun Hitaveitu Reykjavíkur, öfluga uppbyggingu Reykjavíkur- hafnar og útivistarsvæðisins í Laug- ardal svo dæmi séu nefnd. Þótt 'ýmislegt hafi verið sagt um Perluna, þá er sífellt að koma betur í ljós notagildi hennar á sviði menningar, lista og landkynningar. Erfítt er að meta slíkt til fjár. Það þurfti framtíð- arsýn og kjark til að ráðast í slíka framkvæmd. Við þurfum að vita hvert við ætlum Það sem Reykvíkingar og reyndar allir landsmenn þurfa eru stórhuga aðgerðir í atvinnuuppbyggingu, þar sem allir standa saman í að styrkja íslenskt atvinnulíf, bæði smærri og stærri fyrirtækja. Atvinnuleysi er blettur á okkar þjóðfélagi, en til að útrýma því þarf forystumenn með framtíðarsýn en ekki draumóra. Þeir verða að vera tilbúnir að leiða okkur inn á nýjar brautir, en leysa ekki málin með töfrabrögðum. Þeir verða að sjá skóginn fýrir tijánum. Það má ekki hverfa aftur til tímabils andúðar gegn atvinnulífínu, sun- drungar og stefnuleysis. Við skulum vona að Reykvíkingum beri gæfa til að halda áfram ferð sinni á braut framfara með þeim forystumönnum sem vita hvert þeir ætla að fara. Höfundur er framkvæmdastjóri Þróunarsviðs Eimskipafélags íslands. Sýna þarf aðhald á öllum sviðum ÞAÐ ER samdráttur á öllum sviðum. At- vinnuleysi er daglegur gestur á þúsundum reykvískra heimila. Fá- tæktin sest við borðið með flestöllum fjöl- skyldum á ári fjölskyld- unnar nema fjölskyld- unum fjórtán. Efnun- um er misskipt að ekki sé meira sagt. Og hvað gera stjómvöld þá? Stjómvöld ríkis og borgar eiga að leggja áherslu á að sinna at- vinnumálum. Það finnst okkur reynar að þau hefðu mátt gera betur. Þau hafa haft aðrar áherslur sem nú eru að koma borgarbúum í koll. Því miður. Og um það snýst kosningabaráttan nú — áherslurnar, forgangsverkefnin.. Borgarbúar vita að við hefðum ekki byggt perlu og ekki ráðhús og ekki bílageymsluhús fyrir milljarða eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Skerum niður risnukostnað En borgarbúar þurfa líka að vita Guðrún Ágústsdóttir að við munum sýna að- hald í almennum rekstri borgarinnar. Eins og í risnukostnaði. Þar sem ég hef haft áhrif — í rekstri menntamála- ráðuneytisins — hefur risnukostnaður verið skorinn niður um þriðj- ung. Það sama þarf að eiga sér stað hjá borg- inni og borgarstofnun- um. Risnukostnað á að skera niður. Þannig sýni borgin í verki að hún standi með fólkinu og uni sjálf sömu kjör- um og gerðar eru kröfur um, um þessar mundir. Neytendur borga fyrir Sjálfstæðisflokkinn Þessi orð eru skrifuð til að minna á þetta atriði — að aðhalds er þörf á öllum sviðum. En þau eru líka skrifuð í tilefni þess óhugnanlega fjárausturs sem hefur birst okkur frá Sjálfstæðisflokknum í kosninga- baráttunni. Það er dónaskapur við fátæka Reykvíkinga að hreykja sér Einmitt nú á samdrátt- artímum, segir Guðrún Ágústsdóttir, blöskrar manni að sjá eyðsluna í auglýsing ar á vegum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. á þeirra kostnað með þeim hætti sem gert er nú í kosningabaráttunni af Sjálfstæðisflokknum. Þar er á ferð- inni bruðl með almannafé. Því hver ætli borgi nema fólkið sjálft þegar upp verður staðið? Viðskiptavinir fyrirtækjanna verða látnir borga kosningakostnað Sjálfstæðisflokks- ins. Líka þeir Reykvíkingar sem síst mega við því að bera hærri kostnað í daglegum rekstri sínum. Höfundur skipar annað sætið á R-listanum íReykjavík. rTTXXSTTTTTTTTl Við styðjum D-Ostatm Jóhanna Ág. Sigurðardóttir gjaldkeri HSÍ Eiríkur Þorgeirsson augnlæknir Helga Bachmann leikari/leikstjóri Birgir Arnar framkvæmdastjóri Guðný Hildur Kristinsdóttir verslunarmaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.