Morgunblaðið - 19.05.1994, Síða 38

Morgunblaðið - 19.05.1994, Síða 38
38; FIMMTUDAGL'R 19, MAÍ 1994_______________________ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t SIGBJÖRN ÞÓRÐARSON frá Einarsstöðum, Stöðvarfirði, Háaleitisbraut 107, lést að morgni 18. maí. Aðstandendur. t Ástkær eiginmaður minn, LÁRUS M. K. GUÐMUNDSSON, Mávahlfð 6, Reykjavfk, andaðist 17. maí. Jónína Nieljohníusdóttir. t Maðurinn minn, GRÍMUR JÓN GESTSSON frá Grfmsstöðum, Kjós, Vesturbergi 78, andaðist 17. maí. Útförin fer fram frá Reynivallakirkju laugardaginn 21. maí kl. 14.00. Kristfn Steinadóttir. t Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, amma og langamma, INGIBJÖRG ODDSDÓTTIR, lést þann 8. maí sl. á heimili sínu Barónsstíg 33. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þorsteinn Hermannsson, Kristín Eirfksdóttir, Helgi Eirfksson, Guðleif Kristjánsdóttir, Sigurður Eirfksson, Elfn Eirfksdóttir, ömmubörn og langömmubörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og systir, MARGRÉT GUÐFINNSDÓTTIR, Vitastfg 13, Bolungarvfk, lést á heimill sínu 10. maí. Jarðarförinferframfrá Hólskirkju, laugardaginn 21. maíkl. 14.00. Rúnar Þórðarson, börn og systkini. t Stjúpmóðir okkar, SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju, föstu- daginn 20. maí, kl. 13.30. Ingibjörg Ólafsdóttir, Bára Ólafsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, BJÖRN MATTHlASSON, Grasarima 24, Reykjavfk, veröur jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 20. maí kl. 16.00. Ragnheiður Gísladóttir, börn, foreldrar, systur og tengdaforeldrar. ALFREÐ D. JÓNSSON + Alfreð D. Jóns- son ljósmynd- ari fæddist að Fellseli í Suður- Þingeyjarsýslu 25. júlí 1906. Hann lést á heimili sínu 11. maí 1994. Foreldr- ar hans voru hjón- in Herdís Krislj- ánsdóttir, f. 11. apríl 1886 í Fosss- eli í S-Þingeyj- arsýslu, og Jón Jónsson, f. 14. febrúar 1883 í Hjallanesi í Land- sveit í Rangárvallasýslu. Alfreð var elstur fimm barna þeirra hjóna. Einn sonur lést í barn- æsku, en upp komust, auk Al- freðs: Bára, f. 1908 sem nú dvelst á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu, Krisfján, kaupmaður í Reykjavík, f. 1911, d. 1979, og Jón, verkstjóri í Reykjavík, f. 1914, d. 1993. Þau Herdís og Jón slitu samvistum. Herdís giftist síðar Bjargmundi Sveinssyni, f. 30. ágúst 1883, rafvirkja frá Efriey í Meðal- landi. Þau eignuðust þijú börn, tvíburana Karítas og Hafstein, f. 1924, og Krisfjönu, f. 1925. Alfreðlærði ljósmyndun og rak eigin ljósmyndastofu til 1952, en starfaði síðan sem verkstjóri í sælgætisgerð. Alfreð kvæntist 4. febrúar 1939 eftirlifandi eig- inkonu sinni, Elínu Guðjóns- dóttur, f. 19. des. 1914, kjóla- meistara frá Reykjavík, og eignuðust þau fjög- ur börn. Þau eru: Hörður læknir, f. 1943, Hilmar, f. 1946, en hann lést 1950, Herdís hjúkr- unarfræðingur, f. 1954, og Hilmar Al- freð, löggiltur end- urskoðandi, f. 1959. Hörður er kvæntur Jónu Margréti Krisfjánsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þijú börn, Frey, Alfreð og Kristínu Sigriði. Herdís er gift Jóhanni G. Ás- grímssyni viðskiptafræðingi og eiga þau tvo syni. Tryggva Þór og Tómas Þór. Útför Alfreðs fer fram frá Fossvogskirkju í dag. TENGDAFAÐIR minn lifði langa ævi og naut þeirra forréttinda að búa við gott líkamlegt og andlegt atgervi til hinstu stundar. Yfir 25 ára kynni mín af honum skilja eftir margar kærar minningar. Hann var um margt sérstakur maður og minnisstæður þeim sem honum kynntust. Alfreð var fæddur Þingeyingur og stoltur af uppruna sínum, en móðurætt hans er öll þingeysk. Hann fluttist þriggja ára gamall til Reykjavíkur. Þó að þessi landshluti væri honum afar hjartfólginn fór hann þangað aðeins einu sinni á fullorðinsárum. Á þeim árum þegar Alfreð var að alast upp var lífsbar- áttan hörð, engar tryggingar, bamabætur eða styrkir handa fá- tæku fólki eða einstæðum mæðrum. Alfreð var aðeins níu ára gamall sendur austur í sveitir og þurfti að alast upp við misjafnt atlæti, uns hann kom aftur til móður sinnar sautján ára gamall. Sem ungur maður stundaði hann ýmis störf til sjós og lands, en lærði síðan ljósmyndun hjá Óskari Gísla- syni og opnaði eigin ljósmyndastofu í kringum 1930 á Laugavegi 23 sem hann rak í um tuttugu ár. Síðar vann hann sem verkstjóri í Lakkrís- gerðinni Krumma, sem þá var að hluta í eigu bróður hans Kristjáns sem kenndur var við Kiddabúð. Alfreð var greindur maður og fróður. Skólagangan varð ekki löng, en hann var vel lesinn og hafsjór fróðleiks um menn og málefni. Minni hans var einstakt og hélst það að mestu óskert fram í andlát- ið. Hann var mikill listunnandi, sótti tónleika og hlustaði löngum á sí- gilda tónlist. Hann eignaðist tals- vert safn bóka og dijúgan fjölda málverka sem hann naut að hafa í kringum sig. Hann lifði tímana tvenna og tal- aði oft um þær miklu og öru breyt- ingar sem orðið hafa á íslandi á lífsskeiði hans. Hann lifði lengstan aldur sinn i Reykjavík og naut þess að ganga um götur hennar og fylgj- ast með hvernig þessi lágreisti kaupstaður breyttist í fagra borg. Alfreð var orðheppinn maður og hafði ríka kímnigáfu, en tilfinninga- næmur og auðsærður ef honum fannst gert á hlut sinn. Áhugamál Alfreðs voru mörg, hann fór mikið í gönguferðir og einn af föstum þáttum í lífi hans hin síðari ár og jafnframt sá ánægjulegasti voru morgunferðir hans í Sundlaugar Reykjavíkur. Kynni hans af öðrum laugargestum voru honum til mikillar ánægju og eignaðist hann þar marga góða kunningja sem sýndu honum mikla ræktarsemi, sem hann var afar þakklátur fyrir. Ég vil þakka tengdaföður mínum fyrir góðar stundir. Hann var óþreytandi að rekja fyrir mér ættir fólks og minnast löngu liðinna daga. Sérstaklega voru ánægjulegar heimsóknir þeirra hjónanna til okk- ar árin sem við bjuggum í Svíþjóð og ómetanlegt fyrir bömin okicar að fá að kynnast og tengjast afa sínum og ömmu þá. Haust. Og garðflatir grænar við sjóinn fram. En reyniviðarhríslur rauðar, í gulu ljósi. Samtímis deyja ekki sumarsins grös og lauf. Allt deyr að eigin hætti. Allt deyr en óviss er dauðans tími. Dauðinn er regla sem reglur ná ekki til. (Hannes Pétursson.) Blessuð sé minning Alfreðs D. Jónssonar. Jóna Margrét Kristjánsdóttir. Erfldrykkjur Glæsileg kalfi- hlaðlK)rð fallegir síilir og mjög gcið þjómistíL Upplýsingar í síma 2 23 22 FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIÐIR t Maðurinn minn, HARRÝ S. UCKERMAN, Brekkustíg 29b, Njar&vfk, verður jarðsettur frá Innri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 20. maí kl. 15.00. Sveinbjörg E. Rasmusdóttir. t Minningarathöfn um elskulegan son okkar og bróður, SIGURÐ HELGA SVEINSSON, Foldahrauni 40D, Vestmannaeyjum, sem lést af slysförum þann 14. apríl sl„ verður haldin í Landa- kirkju, Vestmannaeyjum laugardaginn 21. maí kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Sveinn Einarsson, Þorleif Lúthersdóttir, Elín Dórothea Sveinsdóttir, Svandfs Ósk Sveinsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, GYÐRÍÐUR ÞÁLSDÓTTIR, Seglbúðum, andaðist á Hrafnistu 15. maí. Minningarathöfn verður í Dómkirkjunni föstudaginn 20. maí kl. 15.00. Útför hennar verður gerð frá Prestbakkakirkju á S(ðu laugardag- inn 21. maí kl. 14.00. Margrét Helgadóttir, Erlendur Einarsson, Ásdfs Helgadóttir, Rodger Hodgson, Jón Helgason, Guðrún Þorkelsdóttir. t Útför elskulegrar móður okkar og tengdamóður, KRISTÍNAR A. JÓNSDÓ1TUR frá Bfldudal, fer fram frá Bíldudalskirkju, laugardaginn 21. maí kl. 14.00. Börn og tengdabörn hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.