Morgunblaðið - 19.05.1994, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ____________________________________________________________________FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1994 43
FRÉTTIR
Morgunblaðið/RAX
Samið um endurhæfingarstöð
UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Reykjavíkurborgar
og Hrafnistu, DAS, um byggingu endurhæfingarstöðvar með sund-
laug á svæði milli Hrafnistu og Norðurbrúnar 1. Árni Sigfússon
borgarsljóri og Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómanna-
dagsráðs takast í hendur er samningurinn hafði verið undirritaður.
Leikfangagjöf
■ FÉLAGAR úr Lionsklúbbnum
Þór í Reykavík færðu nýlega
Barnaspítala Hringsins myndar-
lega leikfangagjöf en þeir hafa
um langt árabil fært Barnaspíta-
lanum slíkar sumargjafir. Þeir
afla upplýsinga á leikmeðferðar-
stofu um þörf fyrir ný leikföng
hveiju sinni og vanda valið. Enn-
fremur hafa klúbbfélagar stutt
við starfsemi listmeðferðarfræð-
ings með góðum gjöfum. „Slíkur
stuðningur er mjög kærkominn
Ungt fólk í
Hafnarfirði
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
efnir til kynningarfundar á Cafe
Royale við Strandgötu fimmtudag-
inn 19. maí kl. 20.30 til 21.30.
Á fundinum gefst ungum Hafn-
firðingum tækifæri til þess að heyra
hvað frambjóðendur flokksins hafa
til málanna að leggja. Á fundinum
munu þau Magnús Gunnarsson,
Valgerður Sigurðardóttir og Þorgils
Óttar Mathiesen flytja stutt erindi
og svara spurningum fundarmanna.
---------♦ ♦ ♦----
og sýnir rausn gefenda og skiln-
ing þeirra á þörfum sjúkra
barna“, segir í frétt frá starfs-
fólki Barnaspítala Hrings-
ins.Myndin er frá afhendingunni
f.v. Björn Guðmundsson, formað-
ur líknarnefndar, Hertha W.
Jónsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri, Ólafur Már Magn-
ússon, ritari, Gunnar Már Hauks-
son, gjaldkeri og Gunnar Bier-
ing, yfirlæknir.
- kjarni málsins!
Væntanlegir
studentar
og aðstandendur - Takið eftir!
Við bjóðum fatnað úr fyrsta flokks
hráefni, framleiddan af fagfólki með
mikla reynslu á verði, sem
er öllum viðráðanlegt.
□
□
□
□
Herraföt
Stakir jakkar
Stakar buxur
Dömujakkar
Dömubuxur
frá kr. 15.800
frá kr. 10.900
frá kr. 4.900
frá kr. 10.990
frá kr. 4.900
Klæðskeraþjónusta.
Einnig nýkomið
Herraskyrtur frá kr. 990
Dömublússur fínnifrá kr. 2.990
Bindi - lindar - siaufur
Dömu- og herrapeysur, bolir
„Big one", gallabuxur, bolir,
sportvörur o.m.fl.
Póstsendum
um land allt.
SNýbýlavegi 4
j 1 ! 1 (Dalbrekkumegin)
SAUMASTOFA-HEILDVERSLUN^Ppd VOjf/,
milliliöalaus vióskipti SIITIÍ 45800
Breiðholts-
skóli 25 ára
í TILEFNI af 25 ára afmæli Breið-
holtsskóla á þessu ári, verður hald-
in hátíð í skólanum fimmtudaginn
19. maí kl. 17-20. Þar verður sýn-
ing á verkum nemenda, leiksýning,
leikir og seldar grillaðar pylsur.
Hátíðin er opin öllum núverandi og
fyrrverandi nemendum og foreldr-
um.
-----♦—♦—♦----
■ KYNFRÆÐIFÉLAG íslands,
heldur fræðslu- og félagsfund í
kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30
í fundarsal Heilsuverndarstöðvar
Reylqavíkur (gengið inn Baróns-
stígsmeginn). Jóna Ingibjörg
Jónsdóttir, formaður, flytur erindi
um hugmyndir bandaríska prófess-
orsins Dr. David Schnareh.
Kjósið réttu plönturnar!
Limgerðisplöntur, skógarplöntur, tré,
áburður, trjákurl og margt fleira.
Nýtt: Lífmold, ljúf til ræktunar.
stoft^o 1946
Opið 8-19 - um helgar 9-17
SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVÍKUR
Fossvogsbletti 1, fyrir neðan Borgarspitalann, simi 641770. Beinn simi söludeildar 641777
■ Á AÐALFUNDI Félags opin-
berra starfsmanna á Austurlandi
sem haldinn var á Reyðarfirði laug-
ardaginn 14. maí var gerð eftirfar-
andi bókun: „Aðalfundur opinberra
starfsmanna á Austurlandi haldinn
á Reyðarfirði 14. maí beinir því til
ríkisstjórnar íslands að taka fyrir
og samþykkja hækkun á persónuaf-
slætti launafólks á fundi Alþingis
sem haldinn verður á Þingvöllum 17.
júní nk. Félagið telur að allir þing-
menn hljóti að samþykkja að taka
það mál til afgreiðslu á Þingvöllum,
enda besta þjóðhátíðargjöfin til
launafóiks og almennings á landinu,
sem með þjóðarsáttarsamningum og
síðan hóflegum launakröfum hefur
lagt grunninn að þeim stQðugleika
sem náðst hefur í efnahagsmálum
íslensku þjóðarinnar."
■ RÚMLEGA 14.000 heimili tóku þátt í skíðapakkaleik Burton’s
kex og Skátabúðarinnar sem fram fór í mars og apríl. I verðlaun
voru 5 skiðapakkar frá Skátabúðinni að verðmæti 30.000 kr. hver.
Nýlega voru afhent verðlaun og þau hlutu: Eva Mjöll Ágústsdóttir,
Sólfrið Joensen, Anna S. Þórðardóttir, Andri Sveinn Jónsson og
Guðrún M. Jóhannsdóttir. Vinningshafa taka við verðlaunum sínum.