Morgunblaðið - 19.05.1994, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Grettir
Tommi og Jenni
I KNOU) TME AN5UJER.!
I KWOU) THE ANSUIER!
THE ANSUJER15, AS WE ALL KNOU)
FROM PREVI0U5 6ENERATI0N5, ANP
PER50NAL EXPERIENCE.ANP CLIMATE
C0NWT10N5, ANP DIA6RAM5, ANP..
YE5.THE AN5WER
15 5IX..
-r
lig veit svarið! Ég veit Svarið er, eins og við vitum öll frá fyrri Sex! Já, svarið er sex...
svarið! kynslóðum, og af persónulegri reynslu,
og veðurfarslegum skilyrðum, og skýr-
ingarmyndum, og...
Opið bréf til Rögn-
valds Hannessonar
hagfræðiprófessors
Frá Birni S. Stefánssyni:
ÞÚ BENTIR mér fyrstur á það
að með veiði mætti bæta lífsskil-
yrði svo að veiði ykist enn frekar
síðar meir. Mér er það enn sterkt
í minni, þegar þú bentir mér á
þetta fyrir 18 árum, þar sem við
hittumst í leikhúsi í Björgvin, þótt
ég gerði mér ekki þá þegar grein
fyrir því, hversu skilningur og
skilningsskortur í þessu efni gæti
orðið örlagaríkur fyrir íslendinga.
Þetta er vissulega sjálfsagt mál
í allri fóðurfræði. Afurðir aukast
nefnilega með því að takmarka
ásetning við fæðuskilyrði. Þess
vegna er svo til öllum lömbum og
folöldum fargað, til þess að tiltæk
næring (fóður og beit) nýtist sem
mest til vaxtar, en sem minnst
fari í arðlaust viðhaldsfóður. Af
sömu ástæðum skilar það mestu
nautakjöti að láta naut ekki verða
gömul.
Hér á landi þykja orð þín um
nýtingu sjávarfiska merkari en orð
annarra hagfræðinga. Eg hef
fylgzt með því, hvort þú snerir
þessum mikilvæga skilningi að
þeim, sem ráða nýtingu sjávar við
Island. Það er fyrst í viðtali við
þig í Morgunblaðinu (í verinu) 13.
apríl síðastliðinn að ég sé slík orð
falla og þá vil ég fá meira að heyra.
Ég vísa fyrst til orða þinna um
þorskinn við Nýfundnaland. Þú
segir að vel geti verið að þar hafi
verið svo lök lífsskilyrði, að engin
ástæða hafi verið til að hlífast við
veiðar hans. Þessi ályktun þín er
andstæð túlkun Jakobs Jakobsson-
ar forstjóra Hafrannsókna-
stofnunar í Morgunblaðinu 2. mars
síðastlíðinn. Þar fullyrðir hann, að
samverkandi áhrif umhverfis og
harðrar veiðisóknar eigi stærstan
þátt í hruni þorskstofna við aust-
urströnd Kanada.
Oft má skýra mál betur með
tveimur orsökum en einni. Það á
þó ekki við, ef orsakimar geta
ekki farið saman. Orsakirnar sem
Jakob skýrir ástand þorsksins við
Nýfundnaland með geta ekki átt
við samtímis. Ef nýta á takmark-
aða næringu hafsins sem bezt á
ekki að hlífast við veiði, meðan
næringarskorts gætir. Það er
fyrst, þegar þorskurinn fær að
njóta sín vegna nægrar næringar
að veiði er sýnilega nægilega mik-
il. Þá eru einstaklingarnir sem
keppa um fæðið, ekki of margir.
Tvöföld skýring Jakobs er því rök-
leysa samkvæmt almennum líf-
fræðilegum skilningi og fram
koma í ábendingum þínum, en
fiskifræðin er vitaskuld líffræði-
grein.
Nú spyr ég: Hefurðu orðið var
við að skilningur Jakobs á lífsskil-
yrðum þorsks við ísland sé meiri
en skilningur hans á lífsskilyrðum
þorsks við Nýfundnaland? Ég
skora á þig að tilgreina dæmi um
það, ef þú veizt það, en mér kæmi
vissulega á óvart ef þú getur rök-
stutt það með tilvísun í greinar-
gerðir hans og Hafrannsóknar-
stofnunar að frekar sé ástæða til
að taka mark á orðum hans um
það hvernig bezt sé að hátta þorsk-
veiðum við ísland en við Nýfundna-
land.
BJÖRN S. STEFÁNSSON,
Kleppsvegi 40, Reykjavík.
Meinatæknadeil-
unni verður að ljúka
Frá Ragnheiði Kristjánsdóttur:
NÚ ER minni siðgæðisvitund svo
ofboðið að ég get ekki orða bund-
ist. Hvers konar villimannaþjóðfé-
lag er það sem við búum í? Hér
er verið að reyna að innræta fólki
frá blautu barnsbeini að það sé
illmennska að kvelja aðrar mann-
eskjur, og svo eru sjúklingar, þjáð-
ir og jafnvel dauðvona, látnir bíða
í margar vikur eftir því að vinnu-
deilur séu leystar. Fyrstu vikurnar
er bara spjallað saman í afslapp-
elsi á margra daga fresti. Mér
hefði fundist nær að samninga-
nefndirnar væru strax lokaðar inni
við kringumstæður þar sem þeir
hefðu ærna ástæðu til ugga um
heilsu sína, væru jafnvel klipnir
óþyrmilega af og til, og sjá til
hvort þeir yrðu ekki sneggri að
komast að samkomulagi.
Þáttur fjölmíðla í þessu máli er
mjög athyglisverður. Ekki hef ég
orðið vör við aðra umfjöllun um
líðan fórnarlambanna en einn þátt
í Dagsljósi og annan í morgunút-
varpi Rásar 2. En dögum saman
var suðað um fáeina kvefaða hesta
í öllum ljósvakamiðlum og blöðin
full af fréttum um þetta ógnarlega
vandamál.
í vetur voru sett lög á verkfall
sjómanna eftir tvær vikur, þá voru
svo miklir peningar í húfi, í meina-
tæknaverkfalli bara fólk.
Það hljóta allir að vera sam-
mála um að svona ástand er þjóð-
arhneisa og það hlýtur að vera
skilyrðislaus krafa almennings að
kjaramálum heilbrigðisstétta sé
komið í það horf að annað eins
geti ekki endurtekið sig. Siðaðar
þjóðir í kringum okkur hafa trú-
lega einhvern slíkan hátt á sem
taka má til fyrirmyndar.
Mér skilst að verið sé að leita
að hæfilega merkilegu máli til að
fjalla um á þingfundi 17. júní á
Þingvöllum. Hvernig væri þetta
hér?
RAGNHILDUR
KRISTJÁNSDÓTTIR
Steinholtsvegi 7, Eskifirði.