Morgunblaðið - 19.05.1994, Síða 52

Morgunblaðið - 19.05.1994, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell Rúnar Kristinsson til vinstri leikur 39. landsleik sinn í kvöld og er landsleikjahæst- ur í íslenska hópnum. Hilmar Björnsson er eini nýliðinn. Morgunblaðið/Þorkell Sigurður Jónsson og Kristján Jónsson klæðast landsliðsbúningnum í 30. sinn. Hér gera þeir að gamni sínu áður en þeir héldu á æfingu í gær. Uð sem sigrar Brasilíu og Uruguay hlýtur að vera gott Sigurður fyrir- liði í fyrsta sinn IÞROTTIR FATLAÐRA ■ FORSALA á leikinn heldur áfram í dag í Eymundsson Kringl- unni, Sportvöruversluninni Spörtu á Laugaveginum og á Laugardalsvelli frá kl. 11.00. Miðaverð fyrir fullorðna í stúku er 1.300 krónur og 900 krónur í stæði. Böm 16 ára og yngri greiða 300 kr. ■ LEIKURINN hefst kl. 20, en Bossanova-bandið mun skapa samba-stemmningu fyrir leikinn eða frá kl. 19.00. ■ LARS Gerner frá Danmörku verður dómari, en línuverðir verða Ari Þórðarson og Gísli Björgvins- son. Aðstoðardómari er Guðmund- ur Stefán Maríason. ■ RÚNAR Kristinsson úr KR er leikjahæstur þeirra sem leika gegn Bólivíu í kvöld með 38 landsleiki. Þorvaldur Orlygsson kemur næst- ur með 31 leik. Hilmar Björnsson er eini nýliðinn í hópnum. ■ KRISTJÁN Jónsson lék með liði sínu, Bodö/Glimt, í norsku deildinni gegn Bjarna Sigurðssyni og félögum í Brann um síðustu helgi og tapaði 4:0. „Það verður að segjast eins og er að þeir voru miklu betri hjá Brann. Okkur hefur gengið illa það sem af er tímabil- inu, en það er mikið sem býr i lið- inu og of snemmt að örvænta," sagði Kristján. ■ BÓLIVIUMENN komu til landsins um miðjan dag í gær og æfðu á Laugardalsveili í gær- kvöldi. Liðið býr á Hótel Sögu og heldur utan strax í fyrramálið. ■ ÍSLENSKA liðið æfði á Tungubakkavelli í Mosfellsbæ í gær og horfði síðan á úrslitaleikinn í Evrópukeppninni milli AC Milan og Barcelona. í dag kl. 10.30 verð- ur svo æft á Valbjarnarvelli. segirÁsgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, um leikinn gegn Bólivíu í kvöld ÍÞRÓTTASAMBAND Fatlaðra hélt upp á 15 ára afmælið í fyrrakvöld og við það tækifæri var afreksskjöldur ÍF, sem er æðsta viðurkenning Sambandsins, afhentur fjórum íþróttamönnum fyrir glæstan árangur á liðnum árum. Þetta er í fyrsta sinn, sem afreksskjöldurinn er veittur, en verðlaunahafarnir eru á myndinni með Ólafi Jenssyni, formanni ÍF. Frá vinstri: Geir Sverrisson, Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ólafur Jensson, Haukur Gunnarsson og Ólafur Eiríksson. Auk þess fengu sjö manns gullmerki ÍF; Hörður Barðdal, Ölöf Ríkharðsdóttir, Erlingur Jóhannsson, Jóhann R. Agústsson, Elsa Stefánsdóttir, Ólafur Ólafsson og Ellert B. Schram. ÁSGEIR Eiíasson, landsliðsþjálf- ari, segir að leikurinn gegn Bólivíu á Laugardalsvelli kl. 20 í kvöld leggist vel í sig, eins og reyndar allir aðrir leikir. „Ég veit nú ósköp lítið um þetta lið, nánast ekkert. Lið sem kemst í úrslitakeppni HM og sigrar Brasilíu og Uruguay í riðla- keppninni hlýtur að vera gott,“ sagði Ásgeir. JW Asgeir sagðist reikna með að Bólivíumenn væru mjög flinkir og fljótir eins og önnur lið frá Suður- Ameríku. „Við reynum að spila okk- ar leik og þurfum að passa okkur á þríhyrningsspili þeirra. Menn mega ekki standa og horfa á boltann, það þarf að vinna vel og loka svæðum. Við höfum áður spilað gegn þjóð frá Súður-Ameríku og því ætti ekkert að koma okkur á óvart í leik þeirra.“ Hann sagði að það yrði að koma í ljós hvernig leikurinn spilaðist í upphafí. „Ég mun vera tilbúinn að breyta og reyna að bæta ef ástæða þykir, en byrja með leikaðferðina 4-3-3. Ég hef það á tilfinningunni að Bólivía leiki með þijá menn í vörn, fímm á miðjunni og tvo frammi, 3-5-2.“ Reiknar þú með að leyfa öllum varamönnunum að spreyta sig? „Það væri auðvitað skemmtilegast ef hægt væri að nota alla. En það verður bara að koma í ljós, það fer alveg eftir því hverning leikurinn þróast. Aðalmálið er að þessi leikur verði góð æfing fyrir liðið og það væri ekki verra að ná hagstæðum úrslitum." Ásgeir sagði að landsliðsmennirnir væru flestir í góðri æfingu og þessir þrír æfmgaleikir sem liðið hefur leik- ið að undanfömu væri góður undir- búningur. „Strákarnir sem leika hér heima eru að vísu að hefja keppnistímabilið og því kannski ekki komnir í sitt besta leikform á grasi. En miðað við aðstæður þá getur ástand þeirra lík- amlega varla verið betra. Þeir eru allir tilbúnir í slaginn og gera örugg- lega sitt besta,“ sagði Ásgeir. Afreksmenn heiðraðir SIGURÐUR Jónsson verðurfyr- irliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn f kvöld. „Það er alltaf viss heiður að vera valinn fyrir- liði landsliðsins. Ég er þó ekki viss um að það breyti einhverju í sambandi við leik minn. Hingað til hef ég reynt að kalla og hvetja menn sem mest og það geri ég áfram þrátt fyrir fyrirliðaband- ið,“ sagði fyrirliðinn. Sigurður sagði að landslið Bólivíu væri hálfgert spurningamerki. „Við vitum ekkert um þetta lið, ann- að en að það var aðeins einu stigi á eftir Brasilíu i undankeppni HM. Það segir okkur einfaldlega það, að liðið er mjög gott. Við hugsum þennan æfingaleik eins og aðra sem góðan undirbúning fyrir komandi átök. Þessi leikur verður erfiður, en við gemm okkar besta. Það er góður andi í liðinu og menn hlakkar til að fá tækifæri að takast á við þetta verkefni. Ég held að þetta geti orðið skemmtilegur leikur á að horfa og veðurútlit er gott. Ég vil hvetja alla til að koma og styðja við bakið á okkur og sjá þetta lið, sem leikur opnunarleik heimsmeistarakeppn- innar í Bandaríkjunum gegn heims- meistumm Þjóðveija 17. júní. Þetta er líka fyrsti alvömleikur sumars- ins,“ sagði fyrirliðinn sem leikur 30. landsleik sinn. Morgunblaðið/Kristinn Bólivíumenn á Laugardalsvelli LANDSLIÐ Bólivíu verður fyrst liða frá Suður-Ameríku til að leika á íslandi. Hópurinn kom til landsins í gær og æfði á aðalleikvanginum í Laugardal í gærkvöldi, þar sem landsleikurinn verður í kvöld. Byrjunarlið íslands Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, tilkynnti byrjunarlið sitt í gærkvöldi. Birkir TCristinsson verður í marki, Rúnar Kristinsson hægri bakvörður, Sigursteinn Gíslason vinstri bakvörður, en Kristján Jónsson og Izudin Daði Dervic miðverð- ir. Á miðjunni verða Arnar Grétarsson, Sigurður Jónsson og Þorvaldur Örlygs- son. Haraldur Ingólfsson verður á vinstri kanti og Eyjólfur Sverrisson og Amar Gunnlaugsson framheijar. Varamenn verða því Kristján Finnbogason, Þormóður Egilsson, Hilmar Björnsson, Ólafur Kristjánsson og Bjarki Gunn- laugsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.