Morgunblaðið - 19.05.1994, Side 53

Morgunblaðið - 19.05.1994, Side 53
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA „Varnarmurinn frá Mílanó" bauð upp á öflugan sóknarleik í úrslitaleiknum FIMMTUDAGUR19. MAÍ 1994 53 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Bestir í Evrópu Reuter LEIKMENN AC Milan fögnuðu vel og lengi eftir stórsignrinn á Barcelona, enda ærin ástæða til. Massaro, sem gerðu tvö markanna, er lengst til hægri. Milan niðuriægði lið Barcelona ÍTALSKA meistaraliðið AC Milan, sem hefur verið gagnrýnt harð- lega i vetur fyrir að leggja ofurkapp á stífan varnarleik, sýndi heldur betur hvað í því býr í gærkvöldi í úrslitaleik Evrópu- keppni meistaraliða. Mótherjinn var spænski meistarinn Barcel- ona, venjulega frábært sóknarlið, en liðsmenn voru hreinlega niðurlægðir á Ólympíuleikvanginum í Aþenu. Milan sigraði 4:0 og hefði sigurinn getað orðið ennþá stærri ef eitthvað var. Knattspyrnuunnendur um alla Evrópu biðu spenntir eftir því að sjá hvernig sóknarmaskínunni frá Spáni vegnaði gegn varnar- múrnum mikla frá Mílanó. En sú barátta fór aldrei fram. ítalirnir settu sóknarleikinn á oddinn, og léku frábærlega. Sá grunur hafði óneitanlega læðst af áhangendum liðsins í vetur að það hefði hreinlega ekki burði til að sýna sömu snilld og þegar liðið var upp á sitt besta fyrir nokkr- um árum, með Hollendinga Gullit, Van Basten og Rijkard í farar- broddi, en það afsannaðist rækilega í gærkvöldi. Milan tætti Barcelona í sig; leikmenn liðsins voru miklu ákveðnari, hreyfanlegri og fljótari. Vömin var reyndar firnasterk að vanda — mikilvægi hennar gleymd- ist ekki, frekar en fyrri daginn — miðjumennirnir duglegir og hug- myndaríkir og fremsta línan stór- hættuleg. Segja má að Capello, þjálfari Milan, hafi fellt Cruyff starfsbróður Aftlir sinn og lærisveina hans á þeirra lu' eigin bragði; hvössum sóknarleik. Capello var enda sigurreifur í leiks- lok og þakkaði stórsigurinn því herbragði hans að gera hina frá- bæru framherja Barcelona, Rom- ario og Stoichkov, nánast óvirka. Þeir voru varla með, enda gætt einstaklega vel og eins var miðju- mönnum Barcelona gert lífið ieitt, þannig að framherjarnir fengu knöttinn ekki oft. „Við þekktum Reuter skipulagt leikinn í smáatriðum, mínútu fyrir mínútu, síðustu 25 dagana. „Sem betur fer gekk það allt eftir.“ Massaro var mjög gagn- rýndur eftir tapið gegn Marseille í úrslitaleik keppninnar í fyrra, en þá fór hann illa með nokkur góð færi. „í fyrra fóru skotin tveimur eða þremur sentímetrum framhjá,“ sagði hann. „Nú skoraði ég tvisvar. Svona er knattspyrnan; stundum er heppnin með manni, stundum ekki.“ Johan Cruyff, þjálfari Barcelona, sagðist illa skilja hvers vegna liði hans gekk ekki að byggja upp þann frábæra sóknarleik sem það er þekkt fyrir. En þeir unnu öll návígi og þess vegna sigruðu þeir í leikn- um,“ sagði Cruyff. „Þeir voru grein- ilga betra liðið. Okkur tókst einfald- lega alls ekki að leika eins og við erum vanir.“ Barcelona - (1) Andoni Zubizarreta, (2) Albert Ferrer, (3) Josep Guardiola, (4) Ron- ald Koeman, (5) Miguel Angel Nadal, (6) Jose Maria Bakero, (7) Sergi (16 Enrique Esteberanz 71.), (8) Hristo Stoichkov, (9) Guillermo Amor, (10) Romario, (11) Aitor Beguiristain (14 Eusebio 54.). AC Milan - (1) Sebastiano Rossi, (2) Mauro Tassotti, (3) Christian Panucci, (4) De- metrio Albertini, (5) Filippo Galli, (6) Paolo Maldini (13 Stefano Nava 83.), (7) Roberto Donadoni, (8) Marcel Desailly, (9) Zvonimir Boban, (10) Dejan Savicevic, (11) Daniele Massaro. FRAKKINN Marcel Desailly varð í gær fyrstur til að fagna sigri í Evrópukeppni meistaraliða tvö ár í röð með tveimur liðum; hann var í sigurliði Marseille í fyrra gegn núverandi samherjum sínum. styrkleika Barcelona og fundum réttu leiðirnar til að mæta þeim,“ sagði Capello. Daniel Massaro, sem gerði tvö fyrstu mörkin, kvað þiálfarann hafa URSLIT Knattspyrna Evrópukeppni meistaraliða Aþena, Grikklandi: AC Milan - Barcelona.............4:0 Daniele Massaro (22., 45.), Dejan Savicevic (47.), Marcel Desailiy (58.). 75.000. Æfingalandsleikur Gyor: Ungveijaland - Króatía...........2:2 Sandor (10.), Kereszturi (76.) - Karic (25.), Miadenovic (64.). 500. Æfingalandsleikur U-21 Lúxemborg - tsland...............0:0 Lið íslands: Eggert Sigmundsson (Atli Knútsson, Lárus Orri Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Auðun Helgason (Ásgeir Hall- dórsson), Hákon Sverrisson (Ivar Bjjwlt- lind), Lárus Huldarson (Pálmi Haraldsson), Kári Steinn Reynisson, Tryggvi Guðmunds- son, Guðmundur Gíslason (Steingrímu rJó- hannesson), Helgi Sigurðsson og Guðmund- ur Benediktsson. Æfingaleikur Seoul, S-Kóreu: S-Kórea - Leverkusen.............3:1 Kim Hyun-seok (44. - vítasp.), Ha Seok-ju (60.), Choi Moon-sik (85.) — Heiko Scholz (81.). 25.000. England Keppni um sætí: 1. deild: Leicester - Tranmere.............2:1 ■Leicester vann 2:1 samaniagt. Millwall - Derby.................1:3 ■Derby vann alis 5:1 og mætir Leicester um sæti í úrvalsdeild á Wembley 30. maí. 2. deild Plymouth - Burnley...............1:3 ■Bumley vann 3:1 samanlagt. Stockport - York.................1:0 ■ Stockport vann 1:0 samanlagt og mætir Bumley 29. maí. 3. deild Preston - Torquay................4:1 ■Preston vann 4:3 samanlagt. Wycombe - Carlisle..;............2:1 ■Wycombe vann 4:1 samanlagt og mætir Preston 28. maí. Fjallahjólakeppni verður haldin sunnudaginn 22. maí við Helga- fell. Keppt verður í mörgum flokkum, bæði í kvenna- og karlaflokki. Mæting er norðan við Kaldársel og eru nánari upplýsingar gefnar í símum 43626 og 678955. Hjólreiðafélag Reykjavíkur. NBA Spennan í hámarki MOOKIE Blaylock náði annarri þrennu sinni í úrslitakeppni NBA þegar Atlanta Hawks lagði ■ndiana Pacers að velli í Atlanta — þannig að heimamenn minnk- uðu muninn í 3-2. Það gerðu leikmenn Denvers Nuggets einnig gegn Utah Jazz, þegar þeir unnu óvæntan sigur á úti- velli, 109:101. Houston Rockets vann sinn þriðja leik í röð gegn Phoenix Suns, 109:86, og hefur tekið forustuna 3-2. Blaylock skoraði 14 stig, tók tíu fráköst og átti þrettán stoð- sendingar fyrir Atlanta, sem lagði Indiana að velli, Frá 88:76, í undanúrslit- Gunnari unum í Austurdeild- Valgeirssyni í inni. Indiana á Bandaríkjunum heimaleik næst og getur þá tryggt sér sæti í úrslitum deildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Craig Ehlo skoraði 22 stig fyrir heimamenn og Danny Manning 20. Reggie Miller skoraði 22 stig fyrir Indiana og McKey 20 og tók þrettán fráköst. Það þurfti að tvíframlengja leik Utah Jazz og Denver Nuggets. Um Riiðja fyrri framlenginguna, þegar Utah hafði skorað fimm stig gegn engu, varð Karl Malone að fara útaf með sex villur og við það hrundi leikur liðsins. Mahmoud Abdul-Rauf, sem hét Chris Jackson áður en hann tók múhameðstrú, skoraði fimm af 22 stigum sínum fyrir Denver í seinni framlengingunni. Karl Malone skoraði 22 stig fyrir heimamenn og John Stockton 18. Bryant Stith skor- aði 22 fyrir Denver, Williams 19 og Pack 17. Hakeem Olajuwon og Otis Thorpe skoruðu sín hvor 20 stigin fyrir Houston Rockets gegn Phoenix Suns, þegar Houston vann þriðja leikinn í röð. Charles Barkley skor- aði 30 stig fyrir Suns, en hann fékk litla hjálp frá meðspilurum sínum. Kevin Johnson skoraði aðeins 10 stig, eftir að hafa skorað 38 stig í tveimur síðustu leikjum liðanna. Dan Majerle fann aldrei fjölina sína — reyndi sex þriggja stiga skot, en ekkert þeirra rataði rétta leið. Olajuwon, sem gat ekki leikið fjórða leikhlutann, tók sex fráköst °g varði fimm skot og Thorpe tók þrettán fráköst fyrir Houston, sem getur tryggt sér rétt til að leika í úrslitum í Vesturdeildinni með sigri í Phoenix í nótt. Þess má geta að í fjórða leik lið- anna kastaði Danny Ainge knettin- um viljandi í höfuðið á einum leik- manni Houston. Hann var sektaður um sem samsvarar um 355 þús. kr. URSLIT Körfuknattleikur NBA Austurdeild: Atlanta - Indiana........... 88: 7 ■indiana er yfir 3-2. Vesturdeild: Houston - Phoenix...........109: 8 ■Houston er yfir 3-2. Utah-Denver.................101:10 ■Utah er yfir 3-2. Ishokkí NHL-deildin Urslitakeppni Austurdeildar: Rangers - New Jersey........4 ■Staðan er jöfn, 1-1. Golf Oið mót Golfvöllurinn 1 Leiru: ■113 kylfingar tóku þátt í mótinu, se íram fór um síðustu helgi. Bústoð var ba njarl þess og gaf verðiaun. Með forgjöf: Hafþór Hilmarsson, GS............C Bjarni Andrésson, GG............í Sigurður Sigurðsson, GS.........( An forgjafar: Sigurður Sigurðsson, GS.........' Arnar Ástþórsson, GS............' Ujfar Oi-marsson, GR............' ■Jón Ólafur Jónsson, GS, var næstur ho i Bergvíkinni — rúma 3,16 m. ■Hafþór Hilmarsson, GS, var næstur hc á 16. braut.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.