Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Samfelldur sex stunda skóla- daffur er gullnáma! NÚ VIRÐAST loksins allir sam- mála um að einsetinn grunnskóli eigi að verða forgangsverkefni á næsta kjörtímabili borgarstjómar Reykja- víkur, og ber að fagna því. Einsetinn grunnskóli hefur lengi verið forgang- .slpafa foreldra jafnt sem skólafólks. Við hlið hans hefur hins vegar jafnan verið sett fram krafan um lengdan skóladag. Þessi krafa var kröftug- lega ítrekuð á fundi sem SAMFOK hélt þann 13. apríl sl. Lengdur skóla- dagur er forsenda þess að svigrúm fáist til að auka fjölbreytni í skóla- starfínu, þ.e. að rétta hlut verk- og listgreina án þess að draga úr móður- málskennslu eða öðrum grunngrein- um. Lengdur skóladagur er jafn- framt mjög arðbær fyrir þjóðarbúið, og skilar þjóðartekjum sem eru langt umfram þann kostnað sem af honum hlýst. Rökin fyrir lengingu skóladags eru afar sterk. Allir eru sammála um nauðsyn þess að auka vægi tónlist- dr, myndmenntar, handavinnu, mat- reiðslu og margra annarra greina sem nú verða útundan, og með því að lengja frímínútur væri hægt að auka hreyfíngu og útivist og bæta inn matartíma. Erlendis hefur sýnt sig að lengdur skóladagur skilar ekki aðeins fjölhæfari nemendum, heldur batnar einnig árangur þeirra í sjálfu bóknáminu. Athyglisvert er, að þeir „lökustu" bæta sig mest. Fjölbreytt- ara námsstarf skilar ánægðari nem- endum og minnkar hættuna á að námsleiði geri vart við sig hjá þeim sem mesta hafa hreyfi- og athafna- þörfína. Þeir sem í núverandi kerfí fá stimpilinn „órólegir" hafa flestir fullt eins mikla hæfíleika og hinir, en oft á sviðum sem núverandi grunnnám sinnir verr en skyldi. Til að hægt sé að lengja skóladaginn verða skólar að vera einsetnir. Til þess þarf að fjölga stofum, og sú framkvæmd kostar sitt. Húsnæðiskostnaður vó hlutfallslega fremur þungt í heildarútgjöld- um til kennslu á árum áður, sem er líklega meginástæða þess að við einsettum ekki skóla um leið og nágranna- þjóðirnar. Nú vegur launakostnaður mun þyngra, og því löngu tímabært að endur- skoða dæmið m.t.t. hugsanlegra ábata- þátta. Það hefur þegar verið gert, og niðurstaðan er afdráttarlaus; í skýrslu, sem Hagfræðistofnun Há- skólans gerði fyrir menntamálaráðu- neytið 1991, kemur skýrt í ljós, að einsetinn grunnskóli með 6 klst. skóladegi er afar arðbær fyrir þjóðfé- lagið. Arðsemi getur numið 20%, sem er með því hæsta sem þekkist hjá nokkru fyrirtæki. Lítum nánar á þessar niðurstöður. Kostnaður við skólahald er greidd- ur af ríki og sveitarfélögum. í skýrslu Hagfræðistofnunar er honum skipt í þrennt: (1) fjárfestingarkostnað (v. húsbygginga og kaupa á kennslu- búnaði), (2) kostnað vegna kennslu og skólastjórnunar, og (3) ýmsan annan rekstrarkostnað vegna skóla- halds, t.d. vegna rafmagns, hita, og ræstingar. Arlegur kostnaður er tal- inn vera á bilinu 1.264 - 1.591 millj- ónir króna fyrir landið í heild. Aukin kennsla kostar þar af einungis 468 milljónir króna, en liðir (1) og (3) Guðmundur Arason MfiRKAbSDACíAR. í iparsteik ................kr. 995,-kg autakótelettur ...........kr. 890,- kg autabógsteik .............kr. 695,- kg amborgarar m/brauði .......kr. 47,- stk vínasíða................kr. 390,-kg vínabógsneiðar..........kr. 389,- kg Frón matarkex ...............kr. 109, Súper kaffi 500 g ..........kr. 199,- frísgrjón 1 kg .............kr. 59,- LÖSE hrísgrjón 1/2 kg .......kr. 45,- Hveíti 2 kg.................kr. 59,- Sykur2kg ...................kr. 119,- Sólkjarnabrauð .............kr. 105,- Qilalengja..................kr. 190,- AFGREIÐSLUTÍMI Mánudaga - föstudaga kl. 9 - 21 Laugardaga og sunnudaga kl. 10 -16 KJÖT 0G FISKUR MATVÖRUMARKAÐUR BREIÐHOLTSBÚA 558-741 m. kr. 238-381 m. kr. Þessi kostnaður skil- ar sér hins vegar aftur og vel það, a.m.k. ef viðverutími nemenda er aukinn í 6 klst. á dag eins og gert er ráð fyrir í skýrslunni. Margir telja að einsetning geti einnig skilað ávinningi ein og sér, t.d. með því að stuðla að samfelldum skóladegi, sem sparar foreldrum umstang, snúninga og áhyggjur af aðstöðu barnanna. En erfítt er að meta þennan ávinning til fjár, og er því sá kostur val- inn í skýrslu Hagfræðistofnunar að glíma við mun auðveldara dæmi, þ.e. að reikna út ávinninginn af lengdum skóladegi. Að vísu er vandi að meta þennan ávinning til fulls, en eins og segir í skýrslu Hagfræðistofnunar: „Fullnægjandi er að kanna kostnað- inn, og síðan þá ábataþætti sem auðmælanlegri eru, uns niðurstaða fæst.“ í þessu dæmi eru þrír ábata- þættir mældir, þ.e.: (1) aukinn ráð- stöfunartími foreldra (2.285 - 3.428 m. kr.), (2) lægri kostnaður vegna snúninga með börn (170 m. kr.) og (3) færri umferðarslys (42 m. kr.). Samtals gerir þetta 2.497 - 3.640 milljónir króna, og þegar búið er að draga kostnaðinn frá, reiknast árleg- ur þjóðhagslegur ábati af lengingu skóladags í grunnskóla 906 - 2.376 milljónir króna! Athyglisvert er að kostnaður í þessu dæmi fellur einkum til vegna einsetningar, en tekjumar eru nær alfarið til komnar vegna lengdrar viðveru nemenda. Fram- bjóðendum til borgarstjómar væri hollt að gá að þessu áður en þeir ákveða að einsetja skóla án þess að lengja skóladag nemenda. °s Tvísetningu skóla þarf að afnema, segir Guð- mundur Arason, því hún er ekkert annað en vaktavinna bama. í þeirri aðferð sem hér er beitt er kostnaðurinn reiknaður til fulls, en ávinningur af menntunarlegu og uppeldislegu gildi þessara endurbóta er ekki metinn til fjár. Með þessu verður, eins og skýrslan segir, . mæling okkar á þjóðhagslegum ábata við lengingu skóladags nánast ömgglega vanmat.“ Einnig er ótal- inn ýmiss konar óbeinn ávinningur foreldra, s.s. hærri laun vegna stöð- ugri viðveru á vinnustað. Vert er að benda á, að Hagfræði- stofnun telur ekki kostnaðinn vegna byggingar skólahúsnæðis til gjalda; liður (1) í kostnaðarútreikningum eru vaxtagjöld (6.8% árið 1991) að viðbættum afskriftum húsnæðis (2%). Gert er ráð fyrir lántöku í gegnum verðtryggð ríkisskuldabréf. Verulegur hagnaður yrði af fram- kvæmdinni, og því fullkomlega rétt- lætanlegt að gera ráð fyrir lántöku. Framkvæmdin sjálf kostar einungis 5.3 milljarða króna sem gert er ráð fyrir að dreifíst á 4-6 ár; lántaka mundi því hafa óveruleg áhrif til vaxtahækkunar. Ofanskráð reikningsdæmi segir ekki alla söguna um áhrif á þjóðar- tekjur. Útgjöld hins opinbera reikn- ast öðrum til tekna. Skapast myndu 500 ný störf við kennslu og fjöldi starfa yrði til í byggingariðnaði (þ.m.t. malarnámi og sements- vinnslu), húsgagnaiðnaði, ræstingu, umsjón og viðhaldi, og þannig má lengi telja. Afkoma rafmagns- og hitaveitna mundi batna, og sparifjár- eigendur fengju í sinn hlut megnið af kostnaðarlið (1). Lánsfé þeirra væri varið í þjóðarþágu þar sem vinnulaun vega langtum þyngra en efniskaup, og efnið nánast allt feng- ið innanlands. Á hinn bóginn er ekki hægt að reikna ávinning vegna auk- ins ráðstöfunartíma foreldra til fulls ef í landinu er ríkjandi atvinnuleysi. Þegar tekið er tillit til þessara þátta, svo og áhrifa á slysatíðni o.fl. kemur í ljós að þjóðarframleiðsla mundi vaxa um 627-928 milljónir króna á ári ef grunnskólinn væri einsetinn og lengdur í 6 klst. á dag, jafnvel við þau skilyrði atvinnuleysis sem nú ríkja. Þessi tala færi upp í 1.323- 1.742 milljónir króna á ári um leið og atvinnuleysi yrði útrýmt. Af þessum tölum má ljóst vera að það væri óskynsamlegt að ein- setja skóla án þess að lengja um leið skóladaginn. Að öllu óbreyttu verða skólastofur yngstu nemend- anna einungis nýttar í 4 klst. á dag í einsetnum skóla. Við höfum haft skólann tvísetinn til að nýta skóla- húsnæði betur en ella. Tvísetningu skóla þarf áð afnema, - hún er ekk- ert annað en vaktavinna barna. Hins vegar má líka auka nýtingu hús- næðis með því að lengja skóladag- inn. Það er að öllu leyti hagkvæmt fyrir skólastarfið, eins og erlend dæmi sýna, og á næsta kjörtímabili borgarstjórnar verður boðið upp á lengri vistunarkosti en 4 klst. fyrir enn yngri börn. Höfum við höndlað einhvern stórasannleik um hæfílega lengd skóladags sem aðrar þjóðir hafa misst af? Svarið er augljóst; lengd skóladags hefur frá upphafí tekið mið af því að við höfum frest- að að taka ákvörðun. Augljóst var frá upphafi að þetta kostar peninga, og það óx okkur í augum á þeim árum sem við vorum að fóta okkur sem þjóð. Nú eru þjóðartekjur á mann nánast hvergi hærri en hér á landi, en enn í dag verjum við mun minna fé til skólamála en aðrar þjóð- ir Evrópu. Okkur hefur einfaldlega láðst að horfa á hagnaðinn. Höfundur er formaður Foreldra- og kennarafélags Vogaskóla. Frelsi til að skerða kjör Hin hliðin á nýsjálensku vinnulöggjöfinni Nýja-Sjáland er ekki I MORGUNBLAÐ- INU 31. maí sl. er að fínna grein eftir Hann- es G. Sigurðsson, að- stoðarframkvæmda- stjóra VSÍ. í greininni hampar Hannes því sem hann kallar „til- raun Nýsjálendinga til að virkja markaðsöflin til aukins sveigjanleika og samkeppnishæfni". Honum þykir sann- gjarnt að þetta lofs- verða framtak hljóti fordómalausa umijöll- un af hálfu þeirra sem búa við svipuð skilyrði og á hann þar líklega við okkur íslendinga. Nýja-Sjáland kært til ILO Fyrirmynd aðstoðarfram- kvæmdastjórans hefur aðrar hliðar en hann stillir upp í grein sinni. Hannes veit það líklega jafn vel og ég að tilraunin góða í Nýja-Sjálandi hefur verið kærð til ILO, Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar, og lítur út fyrir að þar fari eitt af stærstu málum sem ILO hefur fengið til umfjöllunar. Brot gegn félagafrelsi Nefnd ILO um félagafrelsi hefur komist að bráðabirgðaniðurstöðu í málinu og veitt ríkisstjórn Nýja-Sjá- lands harða áminningu fyrir brot á helstu grundvallarsamþykktum ILO, m.a. samþykktinni um félagafrelsi, þrátt fyrir að breytingarnar hafí verið gerðar í nafni félagafrelsis. Raunin varð bara önnur og undrar það engan. Það eru því fleiri en verkalýðsfé- Bryndís Hlöðversdóttir lög sem hafa mótmælt aðgerðunum á Nýja- Sjálandi, en VSÍ tekur reyndar þátt í störfum ILO og á fulltrúa á þingi stofnunarinnar. Sá getur væntanlega frætt Hannes frekar um draumalandið, því það verður að öllum lík- indum til umfjöllunar á þingi ILO i júní. Aðför að atvinnulausum Áhrif nýsjálenska módelsins má greina víðar á síðustu misser- um, en í grein Hannes- ar. Fyrir skömmu lýsti Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, því yfir að 50-70% atvinnu- lausra á íslandi væru ekki í leit að vinnu. I fljótu bragði má ætla að í þessu felist miklir fordómar og þekk- ingarleysi á aðstæðum atvinnu- lausra, en auðvitað veit Þórarinn betur. Áður en Nýsjálendingar hófu aðgerðir á vinnumarkaði og breyttu vinnulöggjöfinni fór fram „hreinsun" í tengslum við atvinnuleysisbóta- kerfið. Biðtími var lengdur upp í allt að sex mánuði og bætur lækkað- ar. I slíkri aðstöðu er eftirleikurinn auðveldur fyrir atvinnurekendur og hann getur notið alls þess „frelsis" sem hann vill. Þetta veit Þórarinn. Frelsi atvinnurekanda og kúgun launafólks Staðreyndin er sú að Nýja-Sjáland er ekki draumaland launafólks. í nafni „frelsis einstaklingsins til að velja“ hefur launafólk verið svipt samtakamætti sínum og atvinnurek- draumaland fólksins, segir Bryndís Hlöð- versdóttir, þar hefur launafólk verið svipt samtakamætti sínum. endur hafa trompin á hendi. Val launafólks stendur á milli þess að ganga úr stéttarfélögum og semja á einstaklingsgrunni, eða missa vinn- una. Það er beinlínis hlægilegt að tala um frelsi til að velja í svona ástandi. Hver heilvita maður sér að atvinnurekandi, t.d. Eimskip, og verkamaður við uppskipun ganga ekki jafnirtil leiks að samningaborð- inu. Hlutverk verkalýðsfélaga Hannes lætur að því liggja í grein sinni að ástæðan fyrir andstöðu verkalýðsfélaganna sé byggð á hagsmunum þeirra sjálfra en ekki launafólks, sem baði sig nú upp úr valdi sínu til að semja fyrir sig sjálft. Það er rétt að minna Hannes á það í lokin að verkalýðsfélög hafa það hlutverk að gæta hagsmuna launa- fólks. Það þarf því ekki að koma á óvart að þau skuli mótmæla harka- lega aðgerðum sem þessum, enda hefur ILO þegar staðfest að launa- fólk í Nýja-Sjálandi býr við kúgun en ekki frelsi. Höfundur er lögfræðingur ASI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.