Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnurekendur og skólastjórar ath. Fataskáparnir, töskuskáparnir og nemenda- skáparnir fást hjá okkur. íslenskt handverk - einstök gæði Fa^me/(ns£a i 60 ár HROFNASMWJAN Háteigsvegi 7 sími 21220. NYR GLÆSILEGUR! VEISLUSALUR - ájarðhceð ígrónu ogfallegu umhverfi, hefurverið opnaður Hentar við oli tækifæri! • Brúðkaupsveislur • Útskriftarveislur • Stárafmceli • Fermingarveislur • Ráðstefnur • Vörukynningar • Tískusjningar Pantið tímanlega fyrir haustið LISTHUS í LAUGARDAL IISTACAFF Sími 684255 ESÍT INDE5IT INDE5IT INDESÍT INDESIT INDISIT INPESiT Heimilistœkin frá Indesithafa fyrir löngu sannað gildi sitt í Evrópu. Þér bjóðast þessi sterku ítölsku tæki á einstöku verði! u» a z vs m a z Kæliskápur ▲ R 2600 W H-152 B-55 D-60 187 I kælir 67 I frystir Verö kr. 49.664,- 47.181 /* stgr. ▲ Eldavél KN 6043 WY H-85 B-60 D-60 Undir/yfirhiti Grill.Snúningsteinn Ver& kr. 51.492,- 48.917stgr. Þvottavél ▲ WN 802 W Vindingahraði 400-800 sn/mín. Stigalaus hitarofi 14 þvottakerfi Tekur 4,5 kg. Verð kr. 59.876,- 56.882/- stgr. DJORMSSONHF Uppþvottavél D3010 W 7 þvottakerfi Fyri 12 manns Verb kr. 56.544,- 53.717,- stgr. BRÆÐURNIR m D Lágmúla 8, Sími 38820 |jj Umboösmenn um land allt INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDÍSIT INDESIT INDESIT LISTIR Kynning ámynd- verkum fatlaðra VISTARVERUR, bjartar og djúpar, sýning á verk- um fatlaðra, er nú í Háskólabíó. Hún hófst í gær, 1. júní, og lýkur á morgun föstudaginn 3. júní. Á henni eru verk eftir bæði andlega og líkamlega fatlað fólk. Að sögn Öldu Ármönnu Sveinsdóttur, listakennara, er meginmarkmið sýningarinnar að kynna fatlaða sem einstaklinga og hvað er gert til að þeir nái meiri fæmi. Eins og titill ráðstefnunn- ar bendir til er áhersla lögð á að allir búi við sömu hluti og lifi svipuðu lífi. Myndlistin gefur fötluðum tækifæri til að vera þátttakendur í þjóðfélaginu þar sem þeir vinna hluti sem eru metnir af öðrum. FURÐURDÝR úr hugarfylgsnum Ásgeirs Vals Sigurpálssonar. Alda, sem var ráðin til þess að sjá um þessa sýningu, var í óða önn að setja upp myndverk þegar blaða- maður tók hana tali. Að sögn Öldu var í vetur ráðstefna í Gerðubergi um stofnun samtaka um list fatl- aðra og var í tengslum við hana haldin sýning á myndverkum fatl- aðra. Takmark samtakanna er að sjá um sýningar og annað fyrir list fatlaðra, og er nú að störfum nefnd sem er að skipuleggja hvað eigi að gera. Á ráðstefnunni í Gerðubergi var auglýst eftir myndverkum á sýning- una 1.-3. júní. Alda sagði að mjög væri upp og ofan hvort fólk drifí sig til að taka þátt. Fatlaðir væru oft ragir við að vera með og þyrftu hvatningu frá þeim sem væru minna eða ekki fatlaðir. Því væru mörg af þeim verkum sem sýnd hefðu verið í Gerðubergi á sýningunni í Háskólabíói. Sumir af þeim sem sýna hafa sýnt erlendis. Að sögn Öldu voru send verk á sýningu í London árið 1992 sem var á vegum Samtaka fatlaðra í Englandi. Þessi samtök buðu fötluðum alls staðar úr heim- inum að taka þátt og sendu íslend- ingar nokkur verk. Þau fengu at- hygli hvarvetna. Alda sagði að mikil breidd væri í hópnum sem tæki þátt í sýning- unni í Háskólabíói. Verkin væru eftir mismunandi fatlað fólk. Blaða- maður sá t.d. verk eftir Vilhjálm Vilhjálmsson, sem er heyrnarlaus Kyrralíf MYNPLIST Gallcrí cinn cinn LJÓSMYNDIR Eduardo Peres Baca. Opið daglega 14-18 til 9. júní. Aðgangur ókeypis. Á VORIN njótum við náttúrunn- ar í ljósi vaknandi lífs; gróðurinn kviknar og græni liturinn tekur smám saman völdin, farfuglar snúa aftur, heíja hreiðurgerð og koma upp ungum og sauðburður kallar á vökunætur til sveita. Dýralíf er ekki eins fjölbreytt hér á landi og víðast annars staðar, en er þeim mun mikilvæg- ara í hugum manna, eink- um fýrir ung- viðið. Það er því hálf nöturlegt að minna á að þessa nýja lífs vorsins bíður í flest- um tilvikum matarkista mannsins, hvort sem það er með beinum eða óbeinum hætti. Húsdýrin okkar enda þar flest hver, sem og garðagróður, því allt er þetta hluti af þeirri undir- stöðu, sem maðurinn hefur eflt sér til viðurværis. Eduardo Peres Baca er ungur Spánverji sem hefur búið á íslandi í tæpan áratug og með einföldum Ijósmyndum sínum hefur hann kos- ið að minna áhorfendur á þessar staðreyndir lífsins. En hann veltir sér ekki upp úr sorg og sút yfir grimmd örlaganna, heldur gleðst yfír þvi sem gott er í stuttri skýr- ingu með sýningunni: „Hvers vegna húsdýr? Ja, eru við ekki öll hrifin af dýrum þegar á ailt er litið, annað hvort sprækum og skoppandi í því umhverfi sem þau þekkja best, eða þá í því um- hverfi sem við þekkjum þau best í: Löðrandi í sósu umkringd sínum nánustu ættingjum: kartöflum og grænmeti, sem eru óneitanlega best fallnir til að fylgja dýrunum á leið- arenda að lokinni dýrðarstund fórn- arinnar." Hér kemur fram skemmtilegt sjónarhom, sem síðan skýrir efni ljósmyndanna. Þar getur að líta uppstoppuð íslensk dýr, sem ekki hafa fengið að „njóta þeirrar sælu“ að þjóna manninum með eigin lík- ama: „En hin út- völdu dýr hér urðu ekki einu sinni aðnjót- andi þessa dýrðlega and- artaks, né munu þau falla í gleyms- kunnar dá, því áður en að því kom hefur uppstopparinn tekið til við sínar seremóníur, talið æðaslögin og kyrrsett þau í tímanum, til inn- göngu í eilíft líf.“ Það er þetta kyrrsetta líf sem Eduardo hefur ljósmyndað og að nokkru persónugert með myndum af hana, kálfi, hesti, hundi, ketti, lambi o.s.frv. í þessum dýrum er hringrás lífsins rofin og ímynd þeirra fest í dauðanum með varan- legum hætti. í því felst hið sorglega við þessi dýr og þessar ljósmyndir. Hér er vel að verki staðið á fyrstu sýningu listamannsins; Ijósmyndar- inn hefur fundið athyglisvert sjón- arhom á afar hversdagslegt við- fangsefni og nær að koma því með skilmerkilegum hætti til sýningar- gesta. Það telst góð byijun hjá hveijum listamanni. Eiríkur Þorláksson Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Meðal söngvara sem komu fram á listahátíðinni í Eyjum var Anna Mjöll Ólafsdóttir. Dagar lita og tóna í Eyjum Vestmannaeyjum - Dagar lita og tóna voru haldnir í Akógeshúsinu í Eyjum fyrir nokkru. Um var að ræða myndlistarsýningu og jasstón- leika. Listakonan Helga Magnúsdóttir sýndi 28 verk á sýningunni og fjöldi hljóðfæraleikara og söngvara kom fram og má þar nefna tríó Ólafs Stephensen, tríó Ólafs Stolzenvalds, Ólaf Gauk, Einkavini Óla Jóns, Stórsveit FIH, Skósveina og Háeyr- ar-kvintettinn. Meðal söngvara sem komu fram'voru Anna Mjöll Ólafs- dóttir, Friðrik Theodórsson, Ragn- heiður Ólafsdóttir, Einar „Klink“ Sigurfinnsson og Gísli Steingríms- son. Tónleikar voru öll kvöldin en hápunktur þeirra var þó á sunnu- dagskvöldið en þá endaði kvöldið með ,jammsessioni“. Mikill fjöldi sótti dagskrá Lita og tóna á sunnudagskvöldinu og var yfirfullt hús. Það var Listvinafé- lagið í Éyjum sem stóð fyrir þess- ari listahátíð en aðalhvatamaður þess eru Eyjóifur Pálsson, Hermann Einarsson, Guðjón Ólafsson og Rób- ert Sigurmundsson. Dagar lita og tóna eru orðnir árviss viðburður í Eyjum og miðað við undirtektir má búast við að áframhald verði þar á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.