Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Júlíus JÓHANN ÓIi Hilmarsson skimar eftir dvergmáv við Tjömina. Leitað að dvergmáv við Tjörnina VORIÐ er tími Jóhanns Óla Hilm- arssonar, áhugamanns um fugla- skoðun. Hann veit ekkert betra en að sitja úti með kíkinn og myndavélina og fylgjast með lífi fuglanna. Þetta hefur hann gert á hverju sumri í yfir 20 ár. Sjald- gæfir fuglar á íslandi eru eitt af því sem Jóhann Óli hefur áhuga á í sambandi við fuglaskoðunina, en á hveiju ári bætast að meðal- tali um tvær nýjar tegundir við fuglafánu landsins. Jóhann ÓIi sagði að sjaldgæf- ustu fuglar á Islandi sem hann hefði séð eða heyrt um á þessu vori væru fjallafinka, bókfinka og barrfinka. Hann sagði að fjall- afinka og bókfinka hefðu orpið hér á landi, en sagðist ekki hafa orðið var við finkuhreiður á þessu vori. Hins vegar sagðist hann vita um fimm svartþrastarhreiður í Fossvogi og sagði greinilegt að svartþrestir væm að nema land hér á landi. Þetta er fjórða árið í röð sem svartþrestir verpa hér. Jóhann Óli sagði að kambönd hefði sést við Tjörn í Svarfaðar- dal og sagði að þetta væri í annað skipti sem slíkur fugl sæist hér á landi. Þá hefðu hrókendur sést í Kelduhverfi, við Egilsstaði og Hornafjörð. Hann sagði að brand- endur hefðu verið í Borgarfirði siðastliðin tvö ár og líklega orpið. Frést hefði af taumönd við Mý- vatn, en þessi andartegund er fáséð á íslandi. Jóhann Óli sagðj mest vera um sjaldgæfa fugla á Island á vorin og haustin. Vindáttir ráði miklu um hversu mikið sé um að fuglar villist hingað. Hann sagði að hluti þessara fugla næði áttum og flygi áfram þangað sem ferðinni væri heitið, en þó nokkrir settust hér að um lengri eða skemmri tíma og jafnvel verptu. Hann sagði að á haustin væru þetta aðallega ungir fuglar sem villtust til ís- lands og flestir þeirra lifðu ekki af veruna hér á landi. Jóhann Óli sagðist ekki telja að það væri neitt óvenjulega mik- ið um flækingsfugla hér á landi á þessu vori. Vorið væri svona í meðallagi hvað þetta snertir. Jóhann Óli sagði að Reykvík- ingar sem áhuga hefðu á fugla- skoðun þyrftu ekki að fara lengra en niður að Tjörn til að sjá sjald- gæfa fugla. Hann sagði að meira að segja hefðu þó nokkrar nýjar tegundir á ísiandi sést fyrst á Tjörainni. Dvergmávur, sem er sjaldgæfur fugl á íslandi, sást t.d. á Tjörainni fyrir fáum dögum. Stjórn Lögmannafélagsins Fjallað um ummæli forseta Hæstaréttar STJÓRN Lögmannafélags íslands fjallaði í gær um ummæli sem Hrafn Bragason forseti Hæstaréttar viðhafði á málþingi lögmanna og dómara á Þingvöllum síðastliðinn föstudag, en þar kallaði hann nafngreindan lögmann „sjúkan mann“. Segir Ragnar Aðalsteinsson formaður Lög- mannafélagsins skýrslur staðfesta að forseti Hæstaréttar viðhafði þetta orðalag. Á fundi stjórnar Lögmannafélagsins var málið ekki endanlega afgreitt, og sagði Ragnar að það yrði rætt frekar, en ekki hefði verið tekin ákvörðun um með hvaða hætti framhald málsins verður. „Við viljum ekki vera að gefa út miklar yfirlýsingar núna þegar þetta er til meðferðar hjá stjórn- inni,“ sagði Ragnar. Hann vísaði til bréfs Lögmannafélagsins frá 1. mars sl. til Hæstaréttar, og sagði að í því bréfi hefði nákvæmlega verið fjallað um hliðstætt atriði og átt hefði sér stað á málþinginu. „Afstaða Lögmannafélagsins er sú að þurfi dómstólar að beita lög- menn viðurlögum eða bregðast við háttsemi þeirra, þá geri þeir það sem dómarar við dómstól sam- kvæmt þeim lagaheimildum sem þeim eru tiltækar. Við teljum ekki að það sé eðlilegt að samskiptum lögmanna og dómara sé hagað með öðrum hætti en þar er gert ráð fyrir. Allt þar fyrir utan er auðvitað mjög óheppilegt," sagði Ragnar. Gengis- breyting ræður verði MIÐAÐ við breytingar á gengi og vörugjöldum er 8,37% verð- hækkun á varahlutum frá því í Jóhanna Sigurðardóttir býður sig fram gegn Jóni Baldvin Mundi styrkja Alþýðu- flokkmn að fá mig í Ótímabært að flokksþingið taki afstöðu til Evrópusambandsins eða aðildar að því „MÍN skoðun er sú að flokkurihn ætti að eiga mikið meiri hljómgrunn meðal fólks, miðað við þá stefnu sem hann stendur fyrir og ég vil skerpa áherslur flokksins og ímynd sem jafnaðarmannaflokks," segir Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra um framboð sitt til for- manns i Alþýðuflokknum. Hún telur sig eiga góða möguleika á^að ná kjöri og segist hafa ferðast talsvert um landið að undanfömu og hafi sannfærst um að margir vilji gera breytingu á forystu flokksins. Hún segir að margir hafi hvatt sig til að fara í framboð. „Þetta er ekkert persónulegt í garð Jóns Baldvins eða að ég beri nokkum kala til hans. Ég met það bara svo að það styrki flokkinn að fá mig í brúna," segir Jóhanna. „Það er alveg ljós að flokkurinn stendur ekki vel í skoðanakönnunum og hann hefur átt mjög á brattann að sækja í sveitarstjórnarkosning- um. Ég tel að flokkurinn sé ekki sú fjöldahreyfing sem hann ætti að geta orðið. Það hefur ekki farið fram hjá neinum á umliðnum ámm að það hefur verið skoðana- og áherslu- munur hjá mér og formanni flokks- ins, sérstaklega varðandi efnahags- velferðar- og ríkisfjármálin. Ég tel að það sé rétt að breyta til,“ segir hún. Erfitt en óhjákvæmilegt Jóhanna segir að Jón Baldvin hafí gert sér og öðmm sem hafi hugsanlega viljað bjóða sig fram til formanns mjög erfítt fyrir með því að boða til flokksþings með skömm- um fyrirvara í aðdraganda sveitar- stjórnarkosninga. „Ég hafði út af fyrir sig ekkert val um að gefa þessa yfirlýsingu fyrr en núna en ég hef velt þessu mjög vandlega fyrir mér og þetta er mín niðurstaða eftir að hafa talað við ýmsa í flokknum. Ég veit að það er erfítt fyrir flokkinn að þurfa að velja á milli forystumanna flokksins en ég tel að það verði ekki hjá því komist og að það sé verra fyrir flokkinn að sigla áfram, eins og hann hefur gert, en að þurfa að velja á milli manna á flokksþingi, eins og algengt er í lýðræðislegum flokkum," segir Jóhanna. Hún segir ennfremur að ekkert hafí verið fastsett um það hvort hún brúna muni hafa varaformannsefni sér við hlið í kosningunum og sagði allt eins líklegt að það skýrðist ekki fyrr en á flokksþinginu. Aðspurð hvort hún teldi að flokksþingið ætti að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu svaraði Jóhanna: „Ég tel það alls ótímabært að óska eftir því að flokksþingið taki einhveija afstöðu til Evrópusambandsins eða aðildar að því, það er alveg skýrt í mínum huga. Nefni ég sem dæmi að ríkis- stjórnin hefur falið óháðum aðila að gera úttekt á kostum og göllum aðildr og ég tel það raunar móðgun við þingið að ætla að knýja fram afstöðu í þvi máli á flokksþinginu. Það er alveg ljóst að stefna Evrópu- sambandsins í sjávarútvegsmálum er okkur afar óhagstæð, svo ekki sé meira sagt og af þeim sökum tel ég þetta mál ekki vera á dagskrá." apríl á síðasta ári fremur minni en meiri en reikna mætti með að dómi Jónasar Þórs Steinarssonar framkvæmdastjóra Bílgreina- sambandsins. Niðurstöður verðkönnunar Samkeppnisstofnunar og FÍB gefa m.a. til kynna að verð á varahlutum hafí hækkað um 8,37% skv. framfærsluvísitölu frá því í apríl á síðasta ári. Jónas Þór hafði ekki séð könnunina þegar rætt var við hann. Engu að síður sagði hann ljóst að tveir þættir hefðu haft áhrif á verðlagningu varahluta að und- anfömu. Annar og sá sem vegi þyngra væri gengishækkun. Gengi hefði hækkað á bilinu 10-30% frá því í ársbytjun 1993. Mest væri hækkun á jeni eða rúmlega 30%. Hinn þátturinn sagði Jónas vera breyting á vöru- gjöldum. Vörugjöld hefðu hækk- að þegar á heildina væri litið og hefðu mest hækkað utan Evrópu- sambandsins. Fyrirlestur um sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, stendur að fyrir- lestri í Gerðubergi í kvöld, fímmtudaginn 2. júní kl. 20. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir mun þar fjalla um sorg og sorgar- viðbrögð. Andlát DR. ÁSKELL LÖVE DR. ÁSKELL Löve, grasafræðingur, lést í San José í Kaliforníu 29. maí. Hann fæddist 20. október árið 1916 og var því á 78. aldurs- ári þegar hann lést. Foreldrar hans voru S. Carl Löve, skipstjóri, og Þóra G. Jónsdóttir. Áskell er fæddur í Reykjavík og fluttist með foreldrum sínum til Vestfjarða árið 1920. Þrettán árum síðar fluttist ij'ölskyld- an aftur til Reykjavík- ur og hóf Áskell nám við Mennta- skólann í Reykjavík ári síðar. Hann lauk stúdentsprófi frá skólanum vorið 1937. Um haustið hóf hann nám í grasafræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð og lauk þaðan dokt- orsprófí 1943. Hann var sérfræð- ingur við atvinnudeild Háskóla íslands 1945 til 1951. Síðar var hann prófessor við há- skóla í Winnipeg og Montreal í Kanada og Colorado í Banda- ríkjunum. Á starfsferli sínum vann Áskell við ýmis konar grasa- fræðilegar rannsóknir og eftir hann liggur miki!! fjöldi vísinda- legra tímaritsgreina. Hann samdi bækur um grasafræðileg efni og fslenska flóru. Áskell var elstur sjö alsystkina. Eftirlifandi eiginkona hans er Doris Wahlén frá Svíþjóð og eignuðust þau tvær dætur, Gunnlaugu og Lóu. Mæðgumar eru búsettar í San José í Kalifomíu. Morgunblaðið/Árni Sæbcrg 700 manns á ráðstefnu í Háskólabíói ÞRIGGJA daga ráðstefna Þroskahjálpar, Öryrkja- bandalags, félagsmálaráðuneytis og Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra var sett í Háskóla- bíói í gærmorgun. Frú Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmála- ráðherra, og Guðmundur Árni Stefánsson, heil- brigðisráðherra, voru meðal þeirra sem fiutti ávörp við setningarathöfnina. Leikhópurinn Perl- an, sem skipaður er þroskaheftum, og Táknmál- skórinn komu fram. Ráðstefnan ber yfirskriftina Eitt samfélag fyrir alla og sækja hana um 700 manns. Á meðal umræðuefna í dag verður að- gengi fatlaðra í skólakerfinu. I i i i i| i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.