Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR íffémR FOLK ■ SÆNSKI landsliðsmaðurinn Stefan Schwarz gekk til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Arsenai í gær. Arsenal greiddi Benfica 187 milljónir króna fyrir kappann. ■ DICK Advocaat, þjálfari hol- lenska knattspyrnulandsliðsins, •hefur kallað eftir Marco van Bast- en til að fylla skarð það sem Ruud Gullit skyldi eftir sig, þegar hánn ákvað að hætta að spila með lands- liðinu. Basten hefur verið meiddur sl. 18 mánuði og eina skilyrðið sem Advocaat setur er að hann standist læknisskoðun í dag. KNATTSPYRNA EyjóHúr er í við- ræðum við Nice Eyjólfur Sverrisson, landsliðs- maður í knattspyrnu, var í Niee á Miðjarðarhafsströnd Frakk- lands síðustu daga þar sem hann átti í viðræðum við forráðamenn samnefnds félags um hugsanleg samning. Talsmaður félagsins sem Morgunblaðið ræddi við í gær, sagði enn ekki öruggt hvort íslendingur- inn gerðist leikmaður hjá félaginu. Eyjólfur var í liði OGC Nice í æfingaleik gegn Istre á útivelli í fyrrakvöld, þar sem Istre hafði bet- ur, 1:0. Landsliðsmaðurinn hefur leikið með Stuttgart í Þýskalandi síðustu ár, en hafnaði tilboði frá félaginu fyrir skömmu og nánast öruggt er að hann fer þaðan. Nokk- ur félög hafa borið víurnar í hann, bæði í Þýskalandi og Frakklandi. Lið Nice kom upp úr 2. deild frönsku knattspymunnar nú í vor á ný, eftir nokkura ára dvöl þar, en liðið er fornfrægt. Ef samningar takast yerður Eyjólfur Sverrisson annar íslendingurinn til að leika með liði Nice, Albert Guðmundsson lék með því á árum áður við frábær- an orðstír. UBK af botninum Sigursteinn Gfslason, Zoran Miljkovic ÍA. Heimir Guðjónsson, KR. Gunnar Oddsson, Kjartan Einarsson, ÍBK. Friðrik Friðriks- son, ÍBV. Ólafur Pétursson, Þór. Birkir Kristinsson, Fram. BLIKAR tóku sig til og skutust upp af botni fyrstu deildar og upp í sjötta sæti með góðum sigri á ÍBV í Kópavogi í gær- kvöidi; 2:0. Sigur þeirra var sanngjarn og hefði auðveld- lega getað orðið stærri, en þeirra eigin klaufaskapur gerði þeim erfitt fyrir sem og besti maður vallarins; Friðrik Frið- riksson markvörður ÍBV. Fyrri hálfleikur var algjörlega eign Blika. Þeir hreinlega óðu í, færum, og áttu að skora fyrsta ■ WS ,Dæmd var víta- spyrna á Eyjamenn á 46. mínútu eftir að Hermann Hreiðarsson togaði Jón Þóri Jónsson niður í vítateignum. Úr henni skoraði Sigurjón Krist- jánsson með föstu skoti í blá- homið niðri vinstra megin. 2af\Kristófer Sigurgeirs- »^#son gaf fyrir markið frá vinstri á 85. mínútu á Jón Þóri Jónsson sem skallaði knöttinn í markið hægra megin frá markteig. ■■■■■■ markið á 17. mín- Stefán útu, þegar Kristófer Eiriksson Sigurgeirsson sendi boltann framhjá af svo stuttu færi að auðveldara hefði verið að skora. Heiðurinn af færinu átti Raspislav Lasorik sem sendi á Kristófer eftir að hafa leikið vörn Eyjamanna grátt upp við enda- mörk. Færin komu síðan á færi- bandi hjá Blikum; sex vænleg litu dagsins Ijós áður en þeir náðu að skora fyrsta markið; úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks. Eyjamenn voru ögn sprækari til að byija með í fyrri hálfleik. Besta færi þeirra kom á 54. mínútu er Hermann Hreiðarsson þrumaði í þverslá Blikamarksins frá vitateig. Aðeins tveimur mínútum síðar varði Friðrik meistaralega frá Jóni Þóri og tíu mínútum síðar varði hann vítaspyrnu frá Sigutjóni Kristjáns- syni. Eftir þá markvörslu komust Eyjamenn í hættulega skyndisókn en náðu ekki að skora. Friðrik sýndi stórkostlega markvörslu enn og aftur á 67. mínútu, þegar hann varði gott skot Arnars Grétarssonar neðst niðri í vinstra horninu. Leikur- inn dofnaði nokkuð eftir þessa rispu, en Blikar náðu að bæta við Kai Diletto; Opna Diletta kvennamótib verbur haldib á Grafarholtsvelli . júní Leiknar verða 18 holur með forqjöf í tveimur forgjafaflokkum. A-flokkur: forgjöf < 24 B-flokkur: forgjöf 25 - 36 Glæsileg verölaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki og fyrir besta skor mótsins. Aukaverðlaun verða fyrir að vera næst holu ó 2. og 6. braut vallarins. Ræst verður út fró kl. 11:00. Skróninq fer fram í Golfverslun Sigurðar Péturssonar í síma 682215. Skróninq lýkur lauqardaqinn 4. júní kl. 16:00. Þáttökugjald kr. 1,800,- ATH! Framvísa skal félags- og forgiafarskírteini þegar mætt er til keppni. marki eftir snöggt upphlaup flmm mínútum fyrir leikslok. Leikur Blika var lengst af sann- færandi. Siguijón og Arnar léku ágætlega á miðjunni og kantmenn- irnir Kristófer og Jón Þórir áttu góða spretti. Raspislav Lasorik var þeirra besti maður, sýndi oft skemmtilega takta. Friðrik Frið- riksson markvörður Eyjamanna var hins vegar besti maður vallarins og sýndi þrívegis meistaralega mar- kvörslu. Hermann Hreiðarsson lék einnig ágætlega. Ólafur Adolfsson, Haraldur Ingólfsson, ÍA. Goran Micic, Lúðvík Jónasson, Ragnar Gíslason, Stjörnunni. Atli Knútsson, Þor- móður Egilsson, Óskar Hrafn Þorvalddson, Hilmar Bjömsson og Rúnar Kristinsson, KR. Karl Finnbogason, Jakob M. Jónharðs- son, Gestur Gylfason og Marko Tanasic, ÍBK. Hermann Hreiðarsson, ÍBV. Siguqón Kristjánsson, Amar Grétarsson, Jón Þórir Jónsson, Kristófer Sigurgeirsson, Raspislav Lasorik, UBK. Lárus Orri Sigurðsson, Júl- ius Tryggvason, Öm Viðar Amarson, Guð- mundur Benediktsson, Þór. Helgi Sigurðs- son, Ríkharður Daðason, Pétur Marteins- son, Steinar Guðgeirsson, Fram. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Reuter Kenny Smith hjá Houston er við öllu búinn, en Jeff Hornac er með boltann. Houston sigraði „ÉG er mjög ánægður með að vera kominn í úrslit í annað sinn,“ sagði Hakeem Olajuwon, miðherji Houston, eftir að hafa tryggt sér sigur íVesturdeiidinni — vann Utah ífimmta leik liðanna, 94:83. Olajuwon, eini leikmaður liðsins sem lék einnig með fyrir nfu árum er það komst si'ðast í úrslit, átti sannkallaðan stórleik. „Það voru margir sem héldu að við kæmum í þennan leik ekki rétt stefndir með 3:1 forystu. Við stjórnuðum leiknum frá upp- hafi og þetta var aldrei spurning,11 sagði Oljauwon. Olajuwon var allt í öllu. Hann gerði 22 stig í leiknum, tók 10 fráköst, „blokkaði" 7 skot, átti ■■■^■■1 6 stoðsendingar og Frá stal boltanum fjór- Gunnari um sinnum. Robert Valgeirssyni Horry var einnig ÍBandarikjunum mjög góður f fyrri hálfleik og gerði þá 17 stiga af 22 stigum sínum. Heimamenn náðu strax yfírhöndinni í leiknum og mest 26 stiga forskoti í upphafi síðari hálfleiks. Utah náði að minnka muninn niður í 8 stig, en nær komust liðið ekki og 11 stiga sigur Houston var í höfn. Karl Malone var stigahæstur í liði gestanna með 31 stig og 10 fráköst. „Þetta er búið hjá okkur og ég óska Houston til hamingju,“ sagði Malone. Hann var spurður um hvaða lið væri líklegast til að vinna titilinn og svarið var þetta: „Mér er alveg sama hvaða lið vinn- ur. Ég ætla ekki að horfa á úrslita- leikina þeir skipta mig engu máli úr þessu,“ sagði Malone. Houston hefur tvisvar áður leikið til úrslita í NBA-deildinni og í bæði skiptin gegn Boston, 1981 og 1986, og tapaði í bæði skiptin. „Við lékum fyrri hálfleikinn eins og við ætlum að gera í úrslitaleikjunum. Við vor- um ákveðnir í að leggja allt í þetta í fyrri hálfleik og það gerðum við,“ sagði Rudy Tomjanovich, þjálfari Houston. 1.DEILD KARLA Fj . leikja U J T Mörk Stig KR 3 2 1 0 8: 1 7 IA 3 2 1 0 5: 1 7 IBK 3 1 2 0 6: 2 5 VALUR 3 1 2 0 3: 2 5 FH 3 1 1 1 1: 1 4 UBK 3 1 0 2 2: 9 3 FRAM 3 0 2 1 4: 5 2 ÞOR 3 0 2 1 3: 4 2 IBV 3 0 2 1 1:3 2 STJARNAN 3 0 1 2 0: 5 1 Forleikir í bikarkeppni karla Ökkli-BÍ..........................2:3 ■Eftir framlengingu. Staðan var 2:2 eftir 90 mínútur. Smástund - Selfoss...............3:2 VíkingurÓ.-HK.....................0:2 4. deild B Njarðvik - Ármann.................2:0 Hamar - Gk. Grindavíkur...........3:0 Æfingalandsleikir Tel Aviv: ísrael - Argentína...............0:3 - Gabriel Bastistuta 2, Claudio Caniggia. Búkarest: Rúmenía - Slóvenía...............0:0 15.000 Ósló: Noregur - Darimörk...............2:1 Jahn Ivar Jakobsen (35.), Henning Berg (45.) - Flemming Povisen (41.). 22.000 Eindhoven: Iiolland - Ungverjaland..........7:1 Dennis Bergkamp (12., 90.), Bryan Roy (17.), Koeman (23. vsp.), Gaston Taument (46.), Frank Rijkaard (58., 78.) - Bela Illes (9. vsp.) - 27.450 Siglingar Fyrsta þriðjudagskeppni sumarsins á kjöl- bátum fór fram sl. þriðjudag. Úrslit urðu: Leiðréttur tími: Sæstjaman....................... 45,41 Svala........................... 46,19 Evall......................... 49,14 Urta............................ 50,45 Mardöll......................... 50,57 ísold..........................1:06,00 Stjaman........................1:06,14 ■Sjómannadagskeppnin fer fram á sunnu- daginn á Kollafirði kl. 11. Íshokkí Stanley-bikarinn New York Rangers - Vancouver.....2:3 ■Staðan var jöfn 2:2 eftir venjulegan leik- tima og því þurfti að framlengja. Greg Adams gerði sigurmark Vancouver i fram- lengingunni. Kirk Mclean, markvörður Vancouver, varði 52 skot í leiknum og er það aðeins í fjórða sinn í 60 ára sögu úrsli- takeppninnar sem markvörður hefur varið yfir 50 skot í leik. Staðan er 1:0 fyrir Vancouver, en það lið sem fyrr vinnur 4 leiki verður meistari. TEIMNIS Opna franska Atta manna úrslit karla: Magnus Larsson (Svíþjóð) vann Hendrik Dreekmann (Þýskal.) 3-6 6-7 (1-7) 7-6 (7-3) 6-0 6-1. Alberto Berasategui (Spáni) vann 5-Goran Ivanisevic (Króatíu) 6-4 6-3 6-3. ■ Berasategui og Larsson mætast f undan- úrslitum á morgun sem og Jim Courier og Sergi Bruguera. í dag leika i undanúrslitum í einliðaleik kvenna Arantxa Sanchez Vic- ario og Conchita Martinez annarsvegar, og Steffi Graf og Mary Pierce hinsvegar. Hjólreiðar Ítalíumótið Staðan eftir 11 leggi: 1. Evgeny Berzin (Rússl.).41:38.36 klst. 2. A.Cuevas (Frakkl.)..2.16 mín. á eftir 3. Gianni Bugno (ítal.)............2.32 4. Miguel Indurain (Spáni).........3.39 5. Marco Giovannetti (ítal.).......4.58 6. Francesco Casagrande (ítal.)....5.02 7. WladimirBelli (Ital.)...........5.24 8. Pavel Tonkov (Rússí.)...........6.09 9. Massimo Podenzana (ítal.).......6.25 10. Moreno Argentin (ítal.)........6.42 FELAGSLIF Körfuboltakeppni í Laugardalnum Körfuboltakeppni verður haldin á vegum Adidas-umboðsins, Sportmanna hf, í Laug- ardalnum á laugardaginn, 4. júní. Um er að ræða svokallaða „Streetball“-keppni eins og fyrirtækið hélt í fyrra. Þátttökuiið geta orðið allt að 200 og keppt verður í sex ald- ursflokkum. f hveiju liði mega vera fjórir leikmenn en þrír inná í einu; þrír mæta þremur á eina körfu. Leikið er í 10 mínútur eða upp í 30 stig. Síðasti dagur til að skrá lið til þátttöku er í dag, annað hvort á skrifstofu mótsins í Laugardal eða i síma 682420. Þátttöku- gjald er kr. 4.000 á lið. Sigurliði í flokki drengja sem fæddir eru 1975- 78 gefst kostur á að leika um sæti í Evrópukeppni í Streetball, sem fram fer í Berlín í septem- ber. Úrslit milli sigurvegara mótanna á Selfossi, Akureyri, Reykjavík og í Borgar- nesi fer fram við Hard Rock 13. ágúst nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.