Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MIEMNINGAR + Reynir Geirsson fæddist í Rúts- staðanorðurkoti í Gaulveijabæjar- hreppi 27. ágúst 1920. Hann lést í Landspítalanum 24. maí 1994. Foreldrar hans voru Ingibjörg Guðmundsdóttir og Geir Vigfússon. Ingibjörg er enn á lífi. Þegar Reynir var þriggja vikna gamall fór hann í fóstur að Klængseli til hjónanna Mar- grétar Tómasdótt- ur og Einars Halldórssonar. Reynir átti tíu hálfsystkini og tvö uppeldissystkini. Eftirlif- andi eiginkona hans er Guðlaug Bjarney Elíasdóttir, f. 13. sept- ember 1928. Þau eignuðust fimm börn saman og Reynir gekk elstu dóttir Guðlaugar í föðurstað þegar þau giftu sig 4. desember 1954. Elst er því dóttirin Þórdís Hulda, f. 8. október 1948, þá Margrét Eyr- ún, f. 18. maí 1955, Bjarni Ómar, f. 15. október 1956, Elías Rúnar, f. 17. apríl 1958, Sólrún Lára, f. 5. mai 1961 og Björk, f. 31. mars 1968. Barnabörnin eru orðin 16. Reynir starfaði framan af sem sjómaður. Þar á eftir vann hann ýmis verka- mannastörf í Iandi, en síðustu 15 árin á starfsferli sínum starfaði hann sem næturvörður í Sjómannaskólanum. Útför Reynis fer fram frá Bústaða- kirkju í dag. “t DAG kveðjum við tengdaföður okkar og afa, Reyni Geirsson, sem lést á 74. aldursári eftir stutt en erfið veikindi. Með þessum fáu lín- um viljum við kveðja hann og auð- sýna virðingu manni sem var okkur öllum kær og ávallt hjálplegur þeg- ar á þurfti að halda. Reynir var einstakt ljúfmenni. Hann var heimakær og hafði unun af lestri góðra bóka, en líklega naut hann sín best hin síðari ár í tjaldúti- legum umkringdur fjölskyldu sinni, börnum, tengdabörnum og barna- börnum. Hann hafði einnig gaman af því að blanda geði við annað fólk, sérstaklega þegar þau hjónin _ fóru út að skemmta sér og dansa gömlu dansana. Reynir var mótaður af uppeldi sínu, þar sem allir þurftu að gera sitt ítrasta til að hafa í sig og á. Hann vann alla tíð mjög mikið, enda með stóra fjöl- skyldu sem þurfti að fæða og klæða. Hann var meðal annars í 18 ár á sjó frá Grindavík, en hin seinni ár vann hann ýmis störf hér í Reykjavík. Þá var vinnudagurinn oft langur og komu þau tímabil að börnin sáu lítið af föður sínum. Reynir var hógvær og kurteis maður og sjálfum sér nógur. Hann var rólegur og stutt í brosið hjá hon- um. Hann' var barn- góður og hjálpsamur, en umframt allt annað var hann einfaldlega góður maður. í dag kveðjum við tengdaföður okkar og afa. Við söknum hans og munum varðveita minningu hans í huga okkar. Jón, Sonja, Reynir og Geir. Elsku pabbi. Nú ertu farinn og eftir sitjum við öll og minnumst þín. Sorg og söknuður hellist yfir og minningarnar streyma fram í hugann. Smáatriði sem hafa gleymst í dagsins önn rifjast upp og veita gleði. Þú varst ekki alltaf margorður en það sem þú sagðir gleymist ekki. Hjá þér var það þín eina hugsun að sjá vel fyrir okkur systkinunum sex og skapa okkur gott og kærleiksríkt heimili með henni mömmu og það tókst ykkur með glæsibrag. Oft varstu farinn til vinnu þegar við vöknuðum að morgni og komst ekki heim fyrr en við vorum sofnuð svo það leið stundum langt á milli samveru- stunda, en þú bættir okkur það svo sannarlega upp þegar þú hafðir tíma. Ljúft er að minnast útilegu- ferðanna með fjölskyldunni. Þá nut- um við samvistanna vel og sýnir það best að það eru gæðin en ekki magn þeirra stunda sem eitt skiptir máli. Elsku pabbi, það verður tóm- legra að kíkja í kaffi í Alftamýrina núna þegar þú ert farinn, en mamma er þar áfram og minningin um þig lifir í hjörtum okkar allra. Takk fyrir allt. Og vertu nú sæll. Það fer vel um þig nú, og vorgyðjan oná þig breiði, og sætt er það þreyttum að sofa eins og þú, með sólskin og minning á leiði. (Þorst. Erl.) Þinn sonur Bjarni Ómar. Fósturbróðir minn, Reynir, var af sunnlenskum ættum og í lág- sveitum Arnessýslu átti hann sinn uppruna, fæddur tveim dögum fyrir höfuðdag sumarið sem ungmennin foreldrar hans urðu tvítug. Móðir hans er Ingibjörg Guðmundsdóttir yngsta dóttir í Norðurkoti í Hrút- staðahverfi í Gaulvetjabæjarhreppi, f. 19. ágúst 1900, síðar húsmóðir í Reykjavík og lifir enn, og faðir var Geir Vigfússon bóndasonur í Suðurkoti í Hrútstaðahverfi, f. 3. júlí 1900, síðar bóndi í Hallanda í Hraungerðishreppi, d. 1975. Þegar ég man fyrst eftir mér í Klængseli austur í Flóa voru þar sex manns í heimili: Hjónin Mar- grét Tómasdóttir og Einar Hall- dórsson, fósturbörn þeirra þrjú, Reynir Geirsson sem nú er kvadd- ur, Hulda Magnúsdóttir (dóttir Láru Ágústsdóttur frá Arnarhóli) og ég (sonur Herborgar og Kristgeirs í Hellahjáleigu); enn fremur var þar vandalaus Sigurður Sigurðsson, áður vinnumaður en þá óvinnufær orðinn, blindur og örvasa. Miseldri nokkurt var á okkur fósturbörnun- um, ég yngstur, Huldá sjö árum eldri en ég og Reynir heilum þrett- án árum eldri. Það var því ekki til- efni til sameiginlegra leikja á minni tíð, en vel fundum við til systkina- tengsla og öllum okkur voru þau Margrét og Einar væntumþykjandi foreldrar, enda kölluðum við þau mömmu og pabba. Öll vorum við upprunnin þar í sveitinni og áttum það sammerkt að foreldrar Okkar höfðu litla sem enga möguleika á að annast okkur. Fóstrið í Klæng- seli var því guðsþakkarvert og látið í té af ósíngirni og heilu hjarta líkt sem við hefðum fæðst þeim og ekki öðrum. Af Margréti í Klængseli, veraldarstríði hennar og annarra Flóamanna, birti ég þátt hér í blað- inu á áttræðisafmæli hennar, 31. janúar 1975. Ingibjörg í Norðurkotinu, dóttir Guðmundar Þorkelssonar hrepp- stjóra og Stefaníu Magnúsdóttur konu hans, var síðast borin 13 systkina, fríð, æskuglöð og haldin útþrá til annarra staða og annarrar framtíðar en heimasveitin bauð. Veturinn 1919-20 hafði hún verið á vist í Reykjavík en fór austur um krossmessuleytið gangandi. Þegar komið var á Bolavelli blasti við krapadjúp í klyftir „og ekki grunaði hann Jón í Kílhrauni að hann væri að bera tvo þegar hann óð með mig yfir í átt að Kolviðarhóli“ hefur Ingibjörg sagt mér. Það var ekki hughreystandi verðandi móður að koma heim í foreldrahús; föður hennar hafði skyndilega daprast mjög sjón og varð að selja jörðina í hendur annarra þá um vorið en mátti þó dvelja þar fram á haustið. Ekki mörgum dögum eftir fæðingu barnsins þá síðsumars bar gesti að garði, nágrannahjónin í Klængseli, og vildu finna ungu stúlkuna og móður hennar að máli út undir vegg. Sögðu sem var að þeim gengi allt í haginn í sínum búskap en eitt skyggði á, þau væru barnlaus, og vildu þau bjóða hinum unga sveini fóstur. Þetta varð að ráði og ólu þau Reyni upp að öllu leyti sem sitt barn. Ingibjörg mun hafa alið með sér þá von að geta tekið Reyni að sér síðar þegar hún ásamt bróð- ur og foreldrum gæti komið fótum undir sig í Reykjavík en úr því varð ekki. Hennar beið ófyrirsjáanlega mikið lífsstarf og langt við fallvalta lukku sem þó féll á farsældarveg. Var þá eins gott að njóta heiman- fylgju að austan í ómældu þreki og góðlyndi. Ævinlega var kunnings- skapur með móður barnsins og heimilisfólkinu í Klængseli; vel féll mömmu Margréti, fóstru okkar Reynis, orð til Ingibjargar, og ekki taldi Ingibjörg eftir sér að eiga hlut að hjúkrun Margrétar þegar hana sótti elli hér syðra. Þar var fagurt dæmi um gagnkvæma hjálp á vor- degi lífs og haustkveldi og skildu áratugir milli. Börn Ingibjargar, hálfsystkini Reynis, eru: Sverrir Kjartansson, f. 1924, Haraldur Þórðarson, f. 1927, Ingibjörg Þórðardóttir, f. 1928, og Gerða Eiríksdóttir, f. 1934, öll í Reykjavík. Þessu góða fólki átti Reynir eftir að kynnast á fullorðinsárum; á ferðum sínum í verið og úr átti hann innhlaup í hús móður sinnar og fyrir kom að hann dvaldi þar þegar hann vann dag- launavinnu í Reykjavík. Til bamsföðurins, Geirs í Suður- kotinu, mun enginn hafa gert nein- ar kröfur. Foreldrar hans, Vigfús Vigfússon og Sigurbjörg Hildi- brandsdóttir, fluttust ári síðar úr Bæjarhreppnum og upp að Hall- anda í Langholtshverfi. Geir var dugandismaður og tók fljótlega við búsforráðum og bjó við barnalán með konu sinni Margréti Þorsteins- dóttur frá Langholti. Böm Geirs, hálfsystkini Reynis, em: Helga, f. 1923, Sólveig, f. 1924, Karitas, f. 1927, Óskar, f. 1928, Sigurbjörg, f. 1932, Margrét, f. 1934. Ennfrem- ur var fóstursonurinn Hörður. Einu sinni man ég eftir að Geir kom í Klængsel, glaður og reifur, og var vel fagnað. Þá sá ég að Reynir sótti talsvert af yfirbragði til hans. Allir erfa eitthvað frá foreldrum þótt fjórðungi bregði til fósturs. Reynir var verklaginn maður, í meðallagi fljótur, en vannst þó bet- REYNIR GEIRSSON t Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur, ÖRN ARNARSON, Litlubæjarvör 1, Álftanesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 3. júní, kl. 15.00. Dagmar Jóhannesdóttir, Hannes Sigurðsson, Anna Arnardóttir, Guðmundur Svavarsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, BJARNI HÓLMGEIR SUMARLIÐASON, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 25. maí. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni f Hafnarfirði föstudaginn 3. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Helga Sigurgeirsdöttir, Sumarliði Birkir Andrésson, Maria Bjarnadóttir, Jóhann Sæmundsson, Ingvar Jóhannsson, Helga Guðlaug Jóhannsdóttir. t Útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FINNDÍSAR FINNBOGADÓTTUR, Sauðafelli, fer fram frá Snóksdalskirkju laugardaginn 4. júní kl. 14.00. Jarðsett verður að Sauðafelli. Ferð verður með Vestfjarðaleið frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.00. Hörður Haraldsson, Kristin Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t BJARNI SIGURÐSSON frá ísafirði, lést á Droplaugarstöðum 22. maí 1994. Útförin hefur þegar verið gerð. Við þökkum auðsýnda samúð. Örn Bjarnason, Áslaug Guðbrandsdóttir, Guðbrandur Örn Arnarson, Björk Gísladóttir, Gísli Örn Guðbrandsson, Herdfs Birna Arnardóttir, Arna Ösp Magnúsardóttir, Edda Björk Arnardóttir, Guðmundur Jóhann Olgeirsson, Jóhann Birkir Guðmundsson, Bjarni Davíð Guðmundsson, Iris Huld Guðmundsdóttir. ur en hvað hann fór sér hratt. Hann rasaði ekki að verkefnum en það fannst á að hann fór skemmstu leið að lausn þeirra. Snyrtimennska var honum eiginleg og hann skilaði verkfærum heilum og hreinum. Reynir var ljúfmenni í viðkynningu, ekki orðmargur að fyrra bragði en þægilegur í viðræðu og hóflega gamansamur. Ég geri ráð fyrir að þetta sem ég nú hefi sagt og mið- ast við ár og störf í Klængseli hafi fylgt honum alla tíð; þá var hann ef til vill allt að því draumlyndur og býst ég við að það hafi snúist í aðgætandi blíðu á eigin heimili síð- ar. íhygli og stillilegt fas hygg ég að hann hafi haft frá Ingibjörgu móður sinni, þrautseigju frá foreldr- um báðum. Ymislegt af verkhygg- indum hafi áunnist í garði fósturfor- eldra. Reynir ólst upp við almenn sveitastörf og vann öll sumur á búinu í Klængseli fram að hjúskap- arstofnun. Ég held það væri of- mælt að segja að hugur Reynis hafi staðið til sveitabúskapar. Hann var góður við skepnur en ekki hneigður fyrir þær. Heyskapur í góðu veðri hygg ég að hafi verið honum nokkurt yndi, enda var Fló- inn þá sem sælureitur. Þess má minnast að Ingibjörg móðir hans hafði ömun af sveitalífi en Geir faðir hans hinsvegar eindregið hneigður til búskapar. Unglingur tók Reynir að sækja sjó á vetrarvertíðum eins og alsiða var að Flóapiltar gerðu á hans tíma. Þegar ég komst á legg hafði svo mjög úr því dregið, að það var ekk- ert ónáttúrulegt við það að ég skyldi aldrei kynnast sjávarsíðunni. Mér var því vertíðarlíf Reynis framandi heimur og get fátt frá því greint sem mun þó hafa átt ríkan þátt í mótun hans. Ég held helst að Reyn- ir hafi farið til sjós í Þorlákshöfn þegar veturinn eftir fermingu, og alls mun hann hafa róið um 20 vertíðir, þar af 18 í Grindavík. Aldr- ei held ég hann hafi verið á togur- um, heldur vetrarvertíðina alltaf á bátum. Meðal báta sem hann reri á mun hafa verið aflaskipið Hrafn Sveinbjarnarson, ég held jafnvel fleiri en einn bátur með því nafni, og bendir það til þess að hann hafi verið stöðugur í skiprúmi hjá hinum farsæla formanni Sigurði Magnús- syni. Segir það sitt um hásetann. Á haustin kom fyrir að Reynir væri á sjó, m.a. einu sinni á rekneta- bát í Grindavík hjá Tómasi Karls- syni í Hafsteini á Stokkseyri, syst- ursyni Margrétar í Klængseli. Það fór ekki hjá því að stundum hafi verið kvíði í Klængseli þegar vetrarveður geisuðu og vitað að bátar höfðu verið á sjó. Man ég sérstaklega eftir einu atviki þegar a.m.k. sumir Grindavíkurbátar komust ekki aftur inn á Hópið úr róðri og Reykjanesröst ólmandi en ekki um annað að gera en að halda í átt til Keflavíkur. Það var hlustað grandgæfilega á útvarpsfréttir og mikill léttir þegar allt fór vel að lokum. Þetta var varla í eina skipt- ið þegar hurð skall nærri hælum, og slysalausar voru þessar vertíðir ekki, fremur en verið hefur fyrr og síðar. Þegar ég var kominn um tvítugt voru fósturforeldrar okkar um sex- tugt og pabbi farinn að finna fyrir sliti af mikilli vinnu. Það var ljóst að ekkert okkar fóstursystkina mundi taka við búinu; Hulda löngu farin að heiman, ég í langskólanámi svonefndu og Reynir hafði tekið aðra stefnu en á búskapinn. Að vísu var hann enn staðfestulaus, kominn yfir þrítugt, og var ekki laust við að mamma minnti hann stöku sinn- um á það, á sinn glettna hátt. Reyn- ir lét lítt yfir og sótti sumarböll út um suðurlandsundirlendið með sín- um félögum og sagði frá hæfilega okkur sem heima sátum. Sumarið 1954 mun hann í síðasta sinn hafa unnið með okkur að heyskapnum og varð þá smám saman ljóst að heima í sveitinni væri kvenmaður sem hann legði hug á og vildi binda trúss sitt við. 4. desember það ár gekk hann að eiga þessa konu, Guðlaugu í Hólshúsum í Gegnis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.