Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 41 hólahverfi, yngstu dóttur góðra granna, Guðrúnar Þórðardóttur og Elíasar Árnasonar. Við þekktum fólkið og vissum stúlkuna tápmikla, glaðsinna og bjartsýna. Þá skildust leiðir með okkur; Reynir og Guðlaug Bjarney settu bú saman í Reykja- vík, ég hélt ári síðar til útlanda, fósturforeldrar okkar brugðu búi vorið 1956 og settust að á Selfossi. í Reykjavík stóð heimili þeirra Guðlaugar og barna alla tíð; fyrst í leiguhúsnæði á ýmsum stöðum en frá 1963 i eigin íbúð í Álftamýri. Mun það hafa verið mikill léttir aá komast úr ótraustu, oft lélegu, hús- næði í öruggt skjól og vel byggt hús. Reynir stundaði ýmsa verka- mannavinnu í Reykjavík, var í bygg- ingavinnu, við jarðboranir, í malbik- un og fleiru sem til féll. í 15 ár vann hann við húsvörslu í Sjó- mannaskólanum og virtist hveijum manni vel og naut hann þar lipurð- ar sinnar og geðprýði. Síðustu árin sem hann var vinnandi var hann í skjóli sonar síns við ýmis eftirlits- og viðgerðarstörf í steypustöð. Heimili þeirra Guðlaugar var oft þröngsetið, börnin urðu sex að meðtalinni þeirri dóttur sem Guð- laug hafði átt fyrir hjónaband. Framan af var stundum úr litlu að spila en húsmóðirin var verksöm og tókst að halda svo á sem þurfti. Innan hópsins ríkti glaðværð og trúnaðartraust. Þegar börn komust af höndum fór Guðlaug að vinna samfellt utan heimilis og hefur lengi starfað á gæsluvelli hér í borginni. Nú skal gerð nokkur grein fyrir afkomendum Reynis og Guðlaugar. Maður Margrétar dóttur þeirra er Jón Geirsson sölumaður í Reykja- vík, og eiga þau þijú böm, Sonju, Reyni og Geir. Bjarni vélamaður í Hafnarfirði átti fjögur börn í hjóna- bandi, íris, Freydísi, Guðlaugu Ey- dísi og Aldísi Sif. Sambýliskona Bjarna er Ásdís Sigurðardóttir. El- ías sölumaður í Reykjavík býr með Rúnu Björgu Þorsteinsdóttur og eiga þau dótturina Láru Björk. Lára er húsmóðir í Reykjavík og á þijá drengi, Guðmund Jón, Birki og Reyni Magnússyni. Björk býr með Sigurði Magnússyni vélamanni í Reykjavík og eiga þau soninn Magnús Stefán. Þórdís Hreggviðs- dóttir er starfsstúlka í Reykjavík og á soninn Bjarna Þór Jóhanns- son. Öllum þessum börnum var Reynir umhyggjusamur faðir og eftirlátur afi til hinstu stundar. Reynir var að ég held í gerðinni allsterkbyggður maður svo sem verið höfðu foreldrar hans en í barn- æsku hafði hann þurft að vera tals- vert undir læknishendi og mun það hafa dregið nokkuð úr því þreki sem honum var áskapað. Á fullorðinsár- um var hann ekki alltaf heilsu- hraustur sem skyldi en flíkaði því lítt hversdagslega. Með því að beita meðfæddri lagni mátti lengi treina kraftana og alla tíð tamdi hann sér hófsemd í mat og drykk. Fyrir einu ári tók sig upp gömul meinsemd og þurfti hann í skyndingu að gang- ast undir mikinn uppskurð. Sex mánuðum síðar þurfti enn að skera og var þá sýnt að hveiju mundi draga. Hann var tvívegis í sjúkra- húsi nú í vor en komst heim á milli og naut elskulegrar umönnunar konu og barna. Reynir vissi að Jiverju fór en hann var æðrulaus enda búinn að trýggja velferð fólks síns eins og framast var kostur. Reynir og Guðlaug voru alla tíð félagslynd og glöddust við dans í góðra vina hópi. Þegar á leið gátu þau látið það eftir sér að fara í ferðalög, á eigin bíl innanlands og einnig utanlandsferðir, bæði á sól- arstrendur og annað. Stundum lágu þá saman leiðir þeirra og Huldu fóstursystur og manns hennar Alfs, og einu sinni fóru þau saman í or- lofsferð til heimahaga Alfs í Nor- egi. Jafnvel síðastliðið sumar var Reynir það sterkur til heilsunnar að hann gat ekið austur í sveitir, bæði í heimsóknir austur í Flóa og til útilegu á fögrum stöðum. Alls þessa er gott að minnast að leiðar- lokum. Ástvinum hans bið ég bless- unar. _________MIIMNIIMGAR PÁLMAR ÞÓR INGIMARSSON + Pálmar Þór Ingimarsson ráðgjafi var fæddur í Reykjavík 15. desember 1951. Hann lést á Landsjpítalanum 21. maí síðastliðinn. Utför hans fór fram frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 31. maí. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. í hvert skipti sem ég kom af fundi látins vinar og svila, Pálmars Þórs Ingimarssonar, rneðan hann háði veikindastríð sitt, kom mér þessi fallega bæn í huga. Bænin, sem lætur svo lítið yfir sér, inniheld- ur svo mikið, en sem svo fáum er gefið að getað tileinkað sér. Pálmar var einn af þeim sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, sem mér fínnst hafa náð að tileinka sér innihald þesarar bænar og lifa samkvæmt því. Hann var stöðugt að þroska sjálfan sig, leitandi og fordómalaus, jafnframt þvi sem hann sætti sig við örlög sín þó grimm væru og tók því sem verða vildi af fullkomnu æðruleysi. Jafnvel síðustu vikurnar sem hann lifði, farinn að líkamlegum kröftum, naut hann þess að lesa og hlusta á fallega tónlist, sem var hans líf og yndi. Stuttu áður en Pálmar dó, sat ég hjá honum dagstund og við átt- um saman sem oftar notalegt spjall. Þá hafði hann orð á því hve lánsam- ur hann væri að hafa fengið tíma til að kynnast svona miklu af fal- legri tónlist, sem hann hefði aldrei gefið sér tíma til að njóta áður. Honum var einstaklega lagið að sjá fremur jákvæðu hliðamar á lífínu en þær neikvæðu. Pálmar dásamaði mjög ferða- geislaspilara, sem auðvelt er að hlusta á, rúmliggjandi. í anda þess hve mikils virði það var Pálmari að geta gleymt sér við að hlusta á ljúfa tóna úr slíku tæki, hafa aðstand- endur hans ákveðið að minningar- gjöfum verði varið til kaupa á geislaspilurum og hljómplötum handa sjúklingum á Krabbameins- lækningadeild Landspítalans. Við Pálmar kynntumst fyrir rétt sex árum, þegar Hildur mágkona mín kynnti mig fyrir tilvonandi eig- inmanni sínum. Um svipað leyti greindist Pálmar með æxli við heila og nokkrum mánuðum síðar eign- uðust þau Hildur soninn Erling Atla. Það er mikið álag ungu sam- bandi þegar svo alvarlegur sjúk- dómur kemur í ljós. En þeim Pálm- ari og Hildi tókst á aðdáunarverðan hátt að læra að Iifa með erfiðleikun- um og njóta lífsins þegar vel gekk. Um tíma’leit út fyrir að tekist hefði að ráða við sjúkdóminn og Pálmar átti góð tímabil sem hann var þakk- látur fyrir. Hann var rólegur og yfirvegaður maður og honum var eiginlegra að gefa en þiggja. I starfi sínu sem ráðgjafi hjá SAÁ veit ég að hann naut virðingar og elsku, enda hefur persónuleiki hans fengið að njóta sín í slíku starfi. Ég, eins og svo margir aðrir, hafði margt að sækja til Pálmars. Fyrir utan að vera skemmtilegur maður og afburða fróðir og víðles- inn, var honum lagið að koma með spurningar eða athugasemdir, sem fengu mann til að sjá hlutina í nýju ljósi. Ég kom ætíð ríkari af hans fundi og er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessum góða manni. Pálmar átti góða og samheldna fjölskyldu. Foreldrar hans, Matta og Ingimar, sjá nú á eftir einkasyni sínum, og systur hans. Guðrún og Jóhanna, á eftir ástkærum bróður. Þeim öllum vottum við Diddi okkar dýpstu samúð. Elsku Hildur, Erlingur Atli og Ragna. Þeir sem mikið hafa átt, hafa mikið misst. Árin sem þið átt- uð með Pálmari voru alltof fá, en ég veit að þau voru góð og gefandi fyrir ykkur öll. Erlingur Atli, þó ungur sé að árum, mun búa að umhyggjunni og kærleikanum sem faðir hans sýndi honum fyrstu æviárin. Ragna, dóttir Hildar, sér nú á eftir fósturföður, sem reyndist henni eins og besti faðir. Guð gefi að minningin um ástkæran eigin- mann, föður og fósturföður verði ykkur ljós á veginum fyamundan. Ásgerður. t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR, Hryggjum, Mýrdal, verður jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 4. júní kl. 15.30. Sæmundur Þorsteinsson og börn. t Elskulegur bróðir okkar, GUÐNI BJARNASON, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Hjallatúni, Vik f Mýrdal, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 4. júní kl. 13.00. Guðrún Bjarnadóttir Þorgerður Bjarnadóttir, Þorbergur Bjarnason. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA MARTEINSDÓTTIR, Hlíðargötu 21, Neskaupstað, verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 3. júní kl. 14.00. Guðgeir Jónsson, Marteinn Már Guðgeirsson, Guðný Guðgeirsdóttir, Bragi Finnbogason, Jón Grétar Guðgeirsson, Bryndís Helgadóttir og barnabörn. Pálmar vinur minn er látinn. Það er sárt að sjá góðan vin sinn hverfa á braut í blóma lífsins. Ég trúi því að hann fái góðar móttökur þar sem hann er nú kominn. Ég kynntist Pálmari fyrst árið 1984 þegar hann kom í meðferð vestur á Staðarfell. Ég kunni strax vel við þá bjartsýni og jákvæðni sem einnkenndi hann. Árið 1986 fór Pálmar að vinna hjá SÁÁ og kom fljótlega vestur að Staðarfelli til starfa sem ráð- gjafi. Við Nína heitin konan mín og Pálmar urðum fijótt mjög góðir vinir og áttum margar ógleyman- legar ánægjustundir saman. Það var gott að vinna með Pálmari. Hann var alltaf boðinn og búinn að verða að liði hvernig sem á stóð. Pálmar skilaði starfí sínu sem ráðgjafi með mikilli prýði. Þeir eru ótaldir alkóhólistarnir sem Pálmar hjálpaði til að öðlast nýtt og betra líf. Pálmar mun ætíð verða sam- ferðamönnum sínum ógleymanleg- ur. Eiginkonu, syni, foreldrum og öðrum aðstandendum sendi ég mín- ar innilegastar samúðarkveðjur og bið Guð að geyma ykkur öll. Guðmundur Vestmann. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Kæri vinur. Mig langar til að kveðja þig með þessum ljóðlínum borgarskáldsins okkar og þakka þér samfylgdina. Þú barðist drengilega við sjúkdóm- inn í sex ár en vanlst að lokum að lúta í lægra haldi. Ég er mjög þakk- lát fyrir vináttuna öll þessi ár og það er sárt til þess að hugsa að samverustundirnar verði ekki fleiri. Ég gat alltaf leitað til þín með öll mín mál, stór og smá, í leik og starfí. Þú varst ávallt til staðar bæði á gleði- og sorgarstundum í lífí mínu. Þú varst kletturinn sem aldrei bifað- ist. Á þessari stundu er hugur minn hjá Hildi þinni og Erlingi litla, sem sér á eftir pabba sínum aðeins fímm ára gamall. Ég sendi þeim, foreldr- um þínum, systrum, fósturdóttur og öðrum ástvinum mínar samúðar- kveðjur á þessari sorgarstundu. Þig, Palli minn, kveð ég með söknuði og virðingu. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig ávallt, kæri vinur. Guðrún I. Bjarnadóttir. Látinn er langt um aldur fram, vinur minn og samstarfsmaður, Pálmar Þór Ingimarsson. Leiðir okkar Pálmars Þórs lágu fyrst sam- an haustið 1987, þegar ég var að hefja störf hjá SAA. Hann hafði þá starfað sem áfengisráðgjafi hjá SÁÁ um nokkurt skeið og í sam- starfshópnum talinn mjög hæfur sem slíkur. " ✓ Það kom í hans hlut að taka á móti mér og setja mig inn í starfið þegar ég kom vestur að Staðarfelli í Dölum rétt eftir áramót 1988. Það gerði hann af mikilli nákvæmni og alúð og tók ég strax eftir því hve auðvelt var að umgangast þennan hugprúða mann og hvað hann hafði gaman af starfinu sínu. Á þeim árum sem Pálmar Þór starfaði í Staðarfelli tók hann virk- an þátt í uppbyggingu staðarins og má víða sjá merki um handbragð og hugarfar hans enn í dag. Fyrir nokkrum árum greindist Pálmar Þór með mjög alvarlegan sjúkdóm, sem að lokum dró hann til dauða. Þann tíma sem hann glímdi við sjúkdóminn átti hann virðingu mína og aðdáun oft óskipta fyrir þá ró og sátt sem hann vann stöðugt að. Lengst af var haldið í þá von að hægt væri að lækna meinið, en stundum kom þó brestur í. Vænst þótti mér um þann þátt í Pálmari Þór sem jafnframt var afar áberandi í hans fari, sterka löngun til að skilja annað fólk, hegðun þess og hugsunarhátt. Hann gafst ekki upp heldur reyndi áfram. Pálmar Þór var tilfínninganæmur og fallega þenkjandi maður. Bless- uð sé minning ágæts vinar. Fjölskyldu Pálmars, eiginkonu hans Hildi Jónsdóttur og bömum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hjalti Þór Björnsson. Fleiri minningargreinar um Pálmar Þór Ingimarsson bíða birtingar og munu birtast næstu daga. + Elskuleg móðir mín, OKTAVÍA GUÐJÓNSDÓTTIR, Skúlagötu 66, Reykjavík, verður jarðsett frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. júnf kl. 13.30. Anna Gunnlaugsdóttir. + Þökkum sýnda samúð við andlát og útför ÁSLAUGAR LOVfSU GUÐMUNDSDÓTTUR, Droplaugarstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar Droplaugarstaða fyrir góða umönnun og hlýhug. Erla B. Gústafsdóttir og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS KRISTJÁNSSONAR, Dalbraut 25, Reykjavík, áðurtil heimilis á Hrísateigi 15. Margrét Bjarnadóttir, Kristinn Jónsson, Sigríður Garðarsdóttir, Jón Örvar Kristinsson, Hrönn Harðardóttir, Maren Brynja Kristinsdóttir. Hjalti Kristgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.