Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Búrtíkurbitasamfélagið SÁ VAR háttur heldri húsmæðra í sveit í gamla daga að koma sér upp duglegri búrtík. Til þess var að jafnaði valinn bita- gjamasti og grimm- asti hundurinn á bæn- um. Honum voru að jafnaði gefnir bestu bitamir úr búrinu og átti þar á móti að vama því að aðrir kæmust þar að. Á einni af ferðum sínum kom Bólu- Hjálmar að slíkum bæ, en var ekki kunn- ugur húsaskipan og villtist í búrið, og ekki var að sökum að spyija. Bútíkin birtist urrandi með upp- brett trýnið og beit Hjálmar í kálf- ana. Þá varð Hjálmari að orði: Ólán vex á illum reit ei voru leiðir kunnar. Mig í kálfa báða beit búrtík húsfreyjunnar. Húsfreyja heyrði tiltalið og hót- aði Hjálmari öðm harðara, þó ekki verði það tíundað hér. Nú undanfarin ár hefur þessu gamla kerfi verið beitt við stjórnun fiskveiða á íslandsmiðum þar sem fámennum en harðsnúnum hags- munahópum era afhentir bestu bitamir úr búri þjóðfélagsins og síðan sagt að veija þá með kjafti og klóm, sem best kom fram í umræðunum í þættinum „Á slag- inu“ nýlega. Enginn hefur kom- ist upp með það að láta í ljósi gagnrýni á þetta kerfi án þess að einhver úr hagsmuna- hópnum sé rokinn upp til handa og fóta til varnar kerfinu og eig- in hagsmunum með fullyrðingaflaumi um að viðkomandi hafi ekkert vit á því sem hann sé að segja. Þeir einir viti allt sem vita þarf og öðram sé best að þegja, vilji þeir ekki hafa verra af. Flestir láta sér segjast, minn- ugir þess, sem húsfreyja hótaði Hjálmari. Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur gengið svo á fiskistofnana vegna græðgi þeirra sem veiðileyfin hafa hlotið og eyðilagt hafa fiskislóðina með gengdarlausu álagi allan árs- ins hring svo aldrei verður lát á frekar en hjá bónda sem tengir mjaltavélina við beljuna sína að morgni og lætur hana ganga lotu- laust allan sólarhringinn í stað þess að mjólka hana kvölds og morgna og hvíla hana þess á milli. Ég geri ekki ráð fyrir því að nein- um þeirra bænda sem á þingi sitja þætti það gott búskaparlag. En flestir ef ekki allir munu þeir hafa rétt upp hendina með því að þann- ig skyldi farið með fískislóðina. Annar þáttur þessa máls er það algjörlega siðleysi í viðskiptum sem það hefur leitt af sér. Þar sem veiðileyfíshafar veltast hver um annan þveran við að selja og veð- setja sameiginlegar eignir þjóðar- innar til að efla eigin skyndigróða, á kostnað alls almennings í land- inu. Nú þessa dagana er gangverð á óveiddu þorsktonni í sjónum selt á fimmtíu og sex þúsund krónur. (Þokkalegur búrtíkurbiti það sem fenginn var fyrir ekki neitt úr hendi hagsmunahópanna í stjórn- arráðinu.) Kvótlaus bátur er verðlaus bát- ur, segja útgerðarmenn. En hvað er kvótalaust sjávarpláss? Hvers virði era lífkjör og eignir manna á stöðum eins og á sunnaverðum Vestfjörðum, þar sem kvótinn hef- ur ýmist verið seldur burt frá land- verkafólkinu eða fluttur burt með flutningi skipa án tillits til neins annars en hagsmuna kvótahand- hafans? Hvers virði verða lífskjör og eignir manna hér við Djúp þeg- ar stærsti hluti kvótans á svæðinu hefur verið fluttur út á sjó til frystitogara eins og útlit er fyrir í dag? Hvað verður ef kvótinn verður aukinn aftur, fer aukningin þá öll til þerra sem mestu hafa sankað að sér, eða hvaða háttur verður hafður á úthlutun aukning- arinnar? Það er alveg sama frá hvaða sjónarhóli almennings er litið á kvótakerfíð, á því er aðeins einn flötur og hánn er kerfið sé afglöp og það er ekkei að ófyrirsynju að almenningur hér á Vestfjörðum er farinn að tala um afglapahópinn við_ Austurvöll. Áður fyrr meðan skipin voru Sama er frá hvaða hlið kvótakerfið er skoðað, segir Pétur Bjarnason, á því er aðeins einn flöt- ur, flötur afglapa. smærri og sóknargetan minni skipulagði veðráttan sóknarmun- strið og leiddi af sér svo og svo langa friðunarkafla vegna ógæfta. í seinni tíð hafa skipin stækkað og sóknargeta þeirra aukist svo að frátök vegna veðurs eru fátíð. Það er því lotulaust álag á fiski- slóðinni. Allir sem þekkja til físk- veiða, sérstaklega með togveiðar- færum, vita að á svæðum sem látlaust er togað á önglast allur fiskur upp og endar með ördeyðu, en þegar svæðið hefur hvílt um tíma og fiskur hefur fengið frið til þess að þétta sig aftur í ætinu glæðist afli aftur. Það er því með öllum fiskimönn- um ljóst að vel skipulagt banndagakerfi ásamt með svæða- lokunum er eðlilegasta fyrirkomu- lagið á verndun fiskistofna og fiskislóðar og ef aðgangurinn að auðlindinni er án endurgjalds verð- ur hann að vera öllum fijáls innan þeirra marka, sem ákveðið er hveiju sinni en ekki ætlaður fá- mennum en frekum hagsmuna- hópum eins og nú er. Þá mun útgerð aftur færast til Pétur Bjarnason þeirra staða sem best liggja við og til þeirra útgerðarforma sem hagkvæmust eru á hveijum stað. Þá mun krókaleyfíð og kvótabrask hverfa og má aldeilis missa sig þó fyrr hefði verið. Verð á sjófrystum fiski hefur farið lækkandi að undanförnu en verð á ferskum fiskbitum í lofttæmdum umbúðum hefur farið hækkandi. Það er því margt sem bendirtil þess að frystihúsin breyt- ist í fiskréttaverksmiðjur innan tíðar. En til þeirrar framleiðslu er ekki hægt að nota 7 til 8 daga gamlan togarafisk. Sá fiskur verð- ur að koma að landi daglega sem til þeirrar vinnslu þarf. Þar sem megin hluti botnfiskafl- ans er tekinn innan fimmtíu mílna markanna kæmi vel til greina að skipta kvótanum af því svæði ann- ars vegar til strandveiðiskipa sem væri ætlað að landa til landvinnslu og hins vegar til vinnsluskipa. Báðir flokkarnir lytu sama banndagakerfi á því svæði, en hefðu jafnframt aðgang að svæð- inu utan fimmtíu mílnanna í sam- ræmi við þær reglur sem þar væru settar. Þessa dagana er ástandið á Vestfjarðamiðum líkt því sem verða mun við banndagakerfí. Loðnan flæðir yfir svæðið og fisk- urinn fær frið til þess að þétta sig í ætinu uppi í sjó. Þegar hann hefur étið nægju sína leggst hann á botninn og verður þá auðtekinn í net og botntroll. Við slíkar að- stæður fæst oft mikið meiri afli á togtíma, heldur en ef alltaf er skarkað á slóðinni. Línu- og króka- veiði glæðist aftur þegar fiskur dreifír sér i ætisleit á nýjan leik. Höfundur var fiskimaður í 30 ár. Skapaðu þitt ei FRUIT GARDEN matar- og kaffi- stellið er sumar- gjöfin á heimilið og sumarbústaðinn. sv í Habitat er úrval af nýjum vörum fyrir heimilið og sumar- bústaðinn. Glervara úrendurunnu gleri, umhverfisvæn húsgögn, motturog margt fleira. Habitat - lífstíll að eiginvali! GALVANO felliborð og stólar. Sterk og þægileg húsgögn á góðu veröi. ÞÆR ERU KOMNAR AFTUR! Vinsælu hvítu krukkurnar fyrir kaffi, sykur, hveiti o.fl. eru komnar aftur. Missið ekki af þeim í þetta sinn! habitat ÖLL HELSTU GREIÐSLUKJÖR: ViSA E) --- / munX|.ÁN LAUGAVEGI 13 - SÍIVII (91) 625870 OPIÐ VIRKA DAGA 10.00 - 18.00 OG LAUGARDAGA 10.00 - 14.00 habitat TILBOÐ! ROMANO. Handmálaöar krukkur. 30% afsláttur. ssí JIF átiík ■ matar- og kaffistellið Interni SCRAFFITTO vekur athygli um allan heim fyrir frumlega Habitat hönnun. Diskamottur, hnífapör, glervara úr endurunnu gleri, skálar o.fl. HABITAT ÍSLAND - ENCLAND - FRAKKLAND - SPÁNN - HOLLAND - SINGAPORE - MARTINIQUE - BELGÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.