Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 47 BREF TIL BLAÐSIiMS Amalgam tannfyllingar Frá Ævari Jóhannessyni: FYRIR nokkru birtist í Morgun- blaðinu grein um tannfyllingarefnið amalgam sem nokkuð hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu. Nokk- ur atriði í umræddri grein eru mjög umdeild og umdeilanleg og greinin túlkar einvörðungu málið frá ann- arri hliðinni. Því er brýn nauðsyn á að fleiri sjónarmið komi fram, svo að aimenningur fái sem rétt- asta mynd af málinu. Kvikasilfursblanda Amalgam er blanda kvikasilfurs og annarra málma. í tannfyllingum er oftast nálægt 50% kvikasilfur og afgangurinn aðrir málmar, oft- ast silfur, kopar, zink o.fl. Kenning- in hefur verið sú að þessi blanda sé mjög stöðug og lítið sem ekkert kvikasilfur komi úr henni. Einnig sé blandan sterk og endingargóð þannig að ekkert annað tannfyll- ingarefni, að e.t.v. gulli undan- skildu, geti komi í stað amalgams í fyllingar í jöxlum. Vegna þess hversu eitrað kvika- silfur er, sennilega eitraðast af öll- um málmum, hafa oft komið upp raddir um að e.t.v. sé ekki heilsusamlegt að vera með tann- fyllingar úr þessu efni í munninum. Heil- brigðisyfirvöld flestra landa snerust gegn hugmyndum um skaðsemi amalg- ams í fyrstu, en í sumum löndum hefur orðið þar mikil breyting á síðustu árum. Bannað í Svíþjóð Svíar, sem einna fyrstir voru tii að ræða þessi mál í fullri alvöru, skipuðu nefnd sérfræðinga til að fara ofan í saumana á hugsanlegri skaðsemi amalgamfyllinga. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að amalgam væri alls ekki hættulaust. í kjölfar þess voru sett lög, sem bönnuðu að setja amalgamfyllingar í þungaðar konur, og einnig var tannlæknum uppálagt að nota amalgam tannfyllingar því aðeins að ekki væri mögulegt að nota annars konar fyllingar. Á sl. ári voru svo sett lög sem bönnuðu endanlega að nota amalgam í tann- fyllingar í Svíþjóð. Lögin taka gildi á næsta ári. Líka sögu má segja frá Þýska- landi. Þar er nú búið að banna alla notkun amalgams í tannfyllingar. I greinargerð með þýsku lögunum segir að enda þótt ekki sé sannað að amalgam valdi öllu fólki með það í munninum skaða, þá sé full- sannað að hjá sumu fólki valdi það heilsutjóni sem ekki fáist bót á nema það sé tekið úr munninum. Því sé óveijandi að nota þetta efni í tannfyllingar. Deilt um skaðsemina Fyrir rúmum áratug urðu nokk- ur skrif um amalgam í fjölmiðlum, bæði hér heima og erlendis. Því var meðal annars haldið opinberlega fram að alls ekkert kvikasilfur losn- aði úr amalgamfyllingum. Ég ákvað þá að ganga úr skugga um hvort þetta væri rétt með einfaldri tilraun. Ég bjó til mót úr plasti sem rúm- aði nálægt 'h g af amalgami, en það er álíka mikið og „meðalstór" tannfylling. Síðan fékk ég tann- lækni til að steypa nokkrar „fylling- ar“ í þessu móti. Fyllingarnar lét ég svo harðna í 14 daga í stofu- hita. Því næst hengdi ég þær í grönnum nylonþræði niður í 100 ml plastglös með mismunandi vökv- um og lét hanga í tvo sólarhringa í stofuhita. Þá voru fyllingarnar teknar upp úr og vökvinn í glösun- um efnagreindur. Kvikasilfur fannst í öllum vökvunum, jafnvel í afjónuðu vatni sem var í einu glas- inu, en í hinum voru 1% saltvatn, 1% mjólkursýra og Coca Cola. Mest kvikasilfur var í saltupplausn- inni. Greiningarnar voru gerðar á Atomic Absorbtion Spectrophoto- meter hjá Norrænu eldfjallastöð- inni í Reykjavík. Þessar niðurstöður staðfesta svipaðar erlendar rannsóknir og sanna að fullyrðingar um annað eru byggðar á vanþekkingu. Við núning og tyggingu losnar auk þess meira kvikasilfur sem fer út í munnvatnið. Lífrænt kvikasilf- ur er talið til muna skaðlegra en ólifrænt. Ýmsar örverur, sem lifa í munni og meltingarfærum, eru taldar umbreyta ólífrænu kvika- silfri í lífrænt. Kvikasilfurs- gufur, sem losna úr fyllingum t.d. við tyggingu eða við að drekka heita drykki, geta borist upp í nefgöng og kvikasilfrið úr þeim farið beint upp í heila, ann- ars fara gufurn- ar niður í lungu þar sem meiri- hluti eitursins fer út í blóðið. Galvaniskir rafstraumar sem myndast milli fyllinga úr mis- munandi efni, t.d. gulli og amalgami, flýta og mjög fyrir að kvikasiifur losni úr fyllingunum. Algengt er að spennumunur milli fyllinga sé nokkur hundruð milli- volt. Þessi rafspenna getur í vissum tilfellum valdið ýmiss konar vand- kvæðum og vanlíðan, án tillits til þess hvort kvikasilfur losnar eða ekki. Séríslenskt fyrirbæri? í greininni í Morgunblaðinu er talið að ofnæmi gegn kvikasilfri sé nánast óþekkt, aðeins kannske einn einstaklingur af milljón. Þessi tala hefur áður verið nefnd í skrifum hér á íslandi. Ég veit ekki hvaðan hún er upprunnin, en sé hún rétt er hún algerlega séríslenskt fyrir- bæri. Erlendar athuganir benda til að kvikasilfursofnæmi sé algengt og eftir því algengara sem fólk hafi lengur verið með amalgam tannfyllingar. Bandaríska tann- læknafélagið hefur viðurkennt að sennilega séu nálægt 5% fólks með amalgamfyllingar með þannig of- næmi. Ég hef sé miklu hærri tölur annars staðar frá en læt þær liggja milli hluta að sinni. Hér hefur verið stiklað á stóru í sambandi við alvarlegt málefni. Mér virðist að ekki sé lengur þörf á að deila um það hvort kvikasilfur losni úr amalgam tannfyllingum, fyrir því eru ótal sannanir. Við getum aðeins deilt um það, hversu mikið við þolum að fá í okkur af því án þess að það valdi okkur heilsutjóni. Um það kunna að vera deildar meiningar. ÆVAR JÓHANNESSON, starfsmaður Raunvísindastofnunar Háskóla íslands. Kvikasilfur er einn eitraðasti málmurinn sem til er. Hann er að finna í amalgam tann- fyllingarefni. Skiptar skoðan- ir eru um hve hættulegt þetta sé mönnum. Fyrir sjó- manna- daginn Vorum að fá staka jakka og herrabuxur í stórum stærðum □ Herraföt frá kr. 15.800 □ Stakir jakkar frá kr. 10.900 □ Stakar buxur frá kr. 4.900 □ Dömujakkar frá kr. 10.990 □ Dömubuxur frá kr. 4.900 □ l&M tHSj sportfatnaðurinn kominn úlpurnar komnar □ Gallabuxur □ Köflóttar skyrtur □ Bakpokar, svefnpokar o.m.fl. SAUMASTOFA — HEILDVERSLUN tnilliliðalaus viðskipti Nýbýlavegi 4 (Dalbrekkumegin), Kópavogi, sími 45800 BÖRN í UMFERÐ OKKAR ÁBYRGÐ Vátryggingafélag íslands minnir á ráðstefnu um öryggi barna í umferðinni, „Börn í umferð - Okkar ábyrgð“ í samstarfi við Umferðarráð og Áhugahóp um bætta umferðarmenningu. t Ráðstefnan verður haldin 7. júní næstkomandi og hefst klukkan 09:00 í sal 3 í Háskólabíói. Ráðstefnuna sækir áhugafólk um úrbætur í umferðarmálum og allir þeir sem geta haft áhrif á jákvæða þróun þessara mála. Nánari upplýsingar fást hjá Vátryggingafélagi íslands. • Frummælandi: Dr. Claes lingvall, prófessor í umferðaröryggismálum í Svíþjóð og deildarstjóri Öryggis- og forvarnadeiidar Folksam tryggingafélagsins. Hann fjaliar um niðurstöður rannsókna á öryggi barna sem farþega í umferðinni. • Aðrir frummæiendur: Baidnr Kristjánsson, sálfræðingur, um börn í umferðinni og viðhorf foreldra hér á landi til öryggis barna í umferðinni. Esther (iuðmnndsdóltir, framkvæmda- stjóri SVFÍ, um leiksvæði barna. Brynjóifur Mogensson, yfirlæknir, um afleiðingar umferðarslysa og Edda Björgvlnsdóttir, leikkona, um börn, fjölmiðla og umferðarmál. Möguieikhúsið: Umferðarálfurinn Mókollur. Karnakót Soffíu Vagnsdótlur. VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF - þar sem Iryggingar snúast um fólk Ármúla 3, sími: 60 50 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.