Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.06.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ________________MIWWIMGAR KONRÁÐINGIMUNDARSON + Konráð Ingi- mundarson, fyrrverandi lög- reglumaður, var fæddur á Stokks- eyri 3. júlí 1913. Hann lést á Borgarspítalanum að morgni 25. maí síðastliðinn. Kon- ráð var næstelstur barna hjónanna Ingimundar Jóns- sonar, útvegs- bónda frá Strönd á Stokkseyri, og Ingibjargar Þor- steinsdóttur. Eldri var Jó- hanna (látin), en yngri Guð- björg (látin), Jenný, Sigurður og Sigurbjörg. Eftirlifandi eiginkona Konráðs er Þuríður Snorradóttir frá Vestmanna- eyjum. Börn þeirra eru Ingi- gerður, f. 1937, Hrafnhildur, f. 1941, Gylfi, f. 1943, og Ingi- mundur, f. 1946. Hann gerðist lögreglumaður í Reykjavík 1. apríl 1941 og rak um árabil fiskverkun og útgerð frá Reykjavík og síðar Grindavík. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í dag. ÉG KYNNTIST ekki Konráði Ingi- mundarsyni fyrr en hann var kom- inn á miðjan aldur. Samt hafði ég tekið eftir þessum einkennisbúna manni sem drengur í miðbæ Reykjavíkur og svo síðar út um gluggann á Eimskipafélagshúsinu þar sem hann gekk daglega frá Lögreglustöðinni, sem þá var í Pósthússtræti, að bílnum sínum, grannur vexti og unglegur með silfurgrátt hár. Mér datt þá ekki í hug að ég ætti fljótlega eftir að kynnast þessum manni svo náið að í tæpa þrjá áratugi liði varla sá dagur að við ættum ekki eitt- hvað saman að sælda. Konráð var glaður og aðsóps- mikill í góðra vina hópi en hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og lét þær opinskátt og ákveðið í ljós. Þessar skoðanir voru ekki beinlínis stjórnmálalegar en mótuðust meira af eldmóði og sjálfsbjargar- viðleitni þess manns sem ólst upp á fyrri hluta aldarinnar í litlu sunn- lensku sjávarplássi. Hann var því ekki allra og þá ekki allir hans, síst þeir sem honum fannst slá slöku við dagsins önn. Einhvem veginn lánaðist okkur á hljóðlegan hátt að tengjast sterk- um vináttuböndum sem einkennd- ust af vissum trúnaði í sögum frá æskustöðvunum og sjósókninni frá Stokkseyri. Frá tímum aksturs vanbúinna flutningabíla milli- stríðsáranna um vegi Suðurlands og um Hellisheiði til Reykjavíkur. Vertíðarlífi í Vestmannaeyjum. Leigubílaakstri í Reykjavík fyrir stríð. Sögum af því þegar hann hóf störf sem ungur lögreglumað- ur á stríðsárunum. Hvernig hann jafnframt drýgði tekjur sínar með ökukennslu og þegar hann síðar nær því takmarki að snúa sér af krafti að helsta áhugamáli sínu, sjónum og sjósókn, með því að stofna til fiskverkunar og útgerðar frá Reykjavík og síðar frá Grinda- vík. Fyrir mínum hugskotssjónum rennur þetta lífshlaup Konráðs Ingimundarssonar upp sem dæ- migerð mynd af því fólki á íslandi sem ekki fékk neitt sjálfgefíð upp í hendurnar og varð að hefja lífíð með tvær hendur tómar. Hann var hluti þessarar kynslóðar sem nú hefur lokið ævistarfí sínu og varð að beijast fyrir sínum hlut í upp- hafí mesta breytingatíma í sögu þjóðarinnar. Margar þessar sögur voru sagð- ar þegar við vorum einir og út af fyrir okkur, staddir við fallega veiðiá og komnir í hús eftir langan og strangan dag. Ég við matseld- ina og hann að huga að ánamöðk- um, flugum og veiði- stöngum. Veiðin var hans besta skemmtun og ekki var slegið slöku við þar frekar en annars staðar. Það var ekki mikið sagt við ána eftir að sá „stóri“ hafði sloppið en meira var gaman þegar vel veiddist. Stundum svo vel að honum varð það feimnismál að skrifa allan aflann í veiðibók- ina. Það var gaman að fylgjast með áhuga hans á velferð barnanna sinna og dugnaðinum við að veita þeim hjálparhönd þeg- ar taka þurfti til hendinni. Ákafinn var jafn mikill í þessum störfum sem öðrum og þurftu þá hlutirnir gjarnan að ganga hratt og vera gerðir eftir hans höfði. Kvöldsólin mildar jafnan hið daglega vafstur. Skarpari litir hins daglega strits þorna í penslunum og við taka mýkri og umburðar- lyndari litir. Jafnframt þessu lengjast skuggarnir og svo fer að jafnvel vorsólin sest. Þannig var lífshlaup Konráðs Ingimundarssonar lögregluþjóns og útgerðarmanns, sem barðist á tveimur vígstöðvum í þágu þjóðfé- lagsins og sigraði með sóma. Ég mun minnast þín sem sigur- vegara. Halldór Sigurðsson. Konráð Ingimundarson, minn íslenski tengdafaðir. Þegar ég var styrkþegi Fulbrig- ht-stofnunar í Bandaríkjunum við Háskóla íslands 1959 hitti ég Ingi- gerði, greinda og glæsilega dóttur Konráðs. Við gengum í hjónaband á íslandi og þegar við fluttum til Bandaríkjanna þá beið Konráð ekki með okkur úti á Reykjavíkur- flugvelli heldur fór hann upp á Öskjuhlíð og fylgdist með flugvél- inni fara í loftið. Við vorum alltaf undir hans vemdarhendi. Þegar börn Konráðs sóttu til hans þá voru ráð hans gefin af miklum skilningi og hvatningu til að ná hátt, enda setti hann sjálfum sér há markmið. Öll fíögur börn Konráðs Ingimundarssonar og tólf barnabörn hafa staðið sig vel á þeim starfsvettvangi sem þau hafa kosið sér. Hann hafði mikinn áhuga á veiðiskap og ég hef ekki þekkt nokkurn mann sem eyddi jafn miklum tíma í að skipuleggja veiði- ferðirnar, hvort sem það var að fara til veiða á bátskænu með barnabörnunum út frá klettóttum ströndum Maine í Bandaríkjunum, þar sem við fjölskyldan eigum sumarhús, eða renna fyrir lax í Reykjavík. Konráð var mjög góður öku- maður enda reyndur í akstri lög- reglubíla til margra ára og það var mikið mál hjá honum að halda bílunum sínum hreinum og bónuð- um hvað sem á gekk. Umhyggja Konráðs fyrir dóttur sinni sem flutti til Bandaríkjanna og hennar fjölskyldu var mikil. Hann var þegar kominn í símann ef fréttir bárust um að veðurofsi eða uppþot skóku Bandaríkin, til þess að fullvissa sig um að allt væri í lagi hjá okkur. Við höfðum alltaf á tilfínningunni að eftir okk- ur væri litið af elsku og hlýju. Konráð Ingimundarsson var stoltur maður, sem gerði miklar kröfur til sjálfs sín og fjölskyldu sinnar. Við vissum að við yrðum að standa undir væntingum hans og gerðum því okkar besta. Hann er horfinn okkur núna, en honum munum við aldrei gleyma. Malcolm Frank Halliday, tengdasonur í Ameríkú. Hugann grunar, hjartað finnur lögin. Heilinn nemur skemmra en nemur taugin. Heimsins vél er knúð af einu afli, einum segulvilja, er kerfin bindur. Sama vald, sem veldur sólna tafli, veitir sér í gegnum mannsins æðar. Milli lægsta djúps og hæstu hæðar heimssál ein af þáttum strengi vindur. (Einar Benediktsson.) Með kveðju til pabba, Gerður. Okkur langar að minnast afa okkar, Konráðs Ingimundarsson- ar, sem lést í Borgarspítalanum að morgni miðvikudagsins 25. maí. Afi var hress og skemmtilegur maður en jafnfram rólegur og virðulegur. Sniðugur gat hann verið svo um munaði og erfitt var að hemja hláturtaugarnar þegar hann tók sig til. Afí var mjög snyrtilegur maður, ávallt með bindi og aldrei fór hann út án þess að setja upp hatt. Við eigum margar góðar minn- ingar um afa og tengjast þær flest- ar heimsóknum okkar tii afa og ömmu, fyrst í Miðtúnið og síðar á Dalbraut. Það var ávallt gott og hlýlegt að koma til þeirra. Um nóg var að tala, oft var spilað á spil og stundum horft á sjónvarpið. Á Þorláksmessu og jóladag var ávallt veisla hjá afa og öinmu, munu því skötuveisla og hamborgarhryggur minna okkur á skemmtilegar sam- verustundir fjölskyldunnar með þeim. Afí vildi ávallt hafa eitthvað fyrir stafni, gat sjaldan setið að- gerðarlaus. Hann átti sumarbú- stað við Rauðavatn þar sem öll fjölskyldan átti margar góðar stundir. Stundum var grillað þar og farið í leiki. Stangaveiði var afa að skapi. Hann fór í margar veiðiferðir og veiddi oft vel. Þær stundir sem við áttum með honum í veiði voru við Elliðaárnar, þar sem hann undi hag sínum vel, var áhugasamur og ánægður. En eitt var það þó sem afi hafði meiri áhuga á en annað, það var bíllinn hans. Afi keyrði bílinn sinn langt fram eftir aldri og má segja að fáir hafi keyrt eins vel og örugg- lega og hann. Við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum með afa. Við meg- um vera stolt af að hafa þekkt slíkan mann og minningarnar um hann munu seint gleymast. Við biðjum Guð að styrkja elskulega ömmu okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Guðrún, Konráð og Þóra. I ERFI DRYKKJl R Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 29900 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ1994 39 SVANA TEÓDÓRSDÓTTIR + Svana Teódórsdóttir var fædd í Vestmannaeyjum 3. október 1922. Hún lést 16. maí 1994. Móðir hennar var Þuríður Skúladóttir og faðir Theódór Ámason. Svana ólst upp í fæð- ingarbyggð sinni og sótti síðar hússtjórnarskóla í Hveragerði. Útför hennar fór fram 26. maí. MIG LANGAR til að minnast Svönu frænku minnar nokkrum orðum en hún lést eftir stutta sjúkrahúslegu. Svana réðst til vistar sem ráðs- kona á heimili foreidra minna 1949. Faðir minn dó árið 1957 skömmu áður en ég fæddist. Móðir mín var þá eina fyrirvinna heimilisins og hafði fyrir þrem sonum að sjá með mér nýfæddum. Auk þess var fjöl- skyldan rétt flutt inn í nýbyggt hús sem ekki var fullfrágengið. I þess- um miklu vandræðum stóð Svana eins og klettur stuðnings og kær- leika. Hún gerði sáralitlar kröfur til sjálfrar sín en var þeim mun ákveðnari í að styðja fjölskylduna og okkur drengina á heimilinu í einu og öllu. Þegar ég nú lít til baka yfír öll árin á æskuheimilinu þá safnast saman fjöldi margvís- legra minninga tengdum Svönu. Margvíslegar hvað snertir stað, tímasetningu og atburði en einsleit- ar í að alltaf var Svana að hjálpa, leiðbeina og styðja mig, lítinn drengsvein í uppvexti. Svana átti sjálf sínar erfíðu stundir en í stað þess að fyllast beiskju út í lífið nýtti hún þá reynslu til aukinnar næmni á vanda ann- arra. Og smásaman skyldist mér að umhyggjusemi Svönu spratt frá mikilli væntumþykju þroskaðrar konu fyrir öllu því sem gróir og þarfnast skjóls og hlýju. Þessi eigiwf- leiki kom ekki eingöngu skýrt fram í uppeldi okkar drengjanna heldur einnig í ást og umhyggju hennar fyrir öllu fólki, dýrum og náttúr- unni í heild. Svana mátti ekkert aumt sjá. Að alast upp undir henn- ar verndarvæng var ómetanlegt fararnesti. Eftir að ég kvæntist varð Svana fljótlega ein af bestu vinkonum konu minnar, Sólveigar. Þegar eldri dóttir okkar, Jóhanna, fæddist var sú stutta fljót að þtta sig á að það var eftirsóknarvert að komast í smá vist hjá Svönu. „(S)Vana“ og íss!!! voru með fyrstu orðunum sem Jó- hanna lærði. Nú er hún Svana okkar horfín4?r' braut löngu áður en nokkrum tókst að endurgjalda nema að litlum hluta allt það sem hún hafði gert fyrir sitt samferðafólk. En þeirra er auð- urinn sem meira gefa en þiggja. Bandaríkjunum, 23. maí 1994 Jón Jóhannes Jónsson. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, MAGNÚS ÓSKAR GARÐARSSON, Skólagerði 20, Kópavogi, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 31. maí sl. Guðrún Jón Jónas Óskar Magnússon, Alda Júlía Magnúsdóttir, t Eiginmaður minn, faðir, afi og bróðir, dr. ÁSKELL LÖVE, grasafræðingur, 5780 Chandler Court, 95123 San José, Kaliforníu, lést 29. maí. Doris Löve, dætur, barnabörn og systkini hins látna. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, FRIÐBERT PÉTURSSON, Botni, Súgandafirði, verður jarðsunginn frá Suðureyrarkirkju laugardaginn 4. júní kl. 14.00. Kristjana Guörún Jónsdóttir, Birkir Friðbertsson, Guðrún Fanný Björnsdóttir, Kristjana Friðbertsdóttir, Hafsteinn Sigmundsson, Kristín Friðbertsdóttir, Baldur Árnason, Ásta Björk Friöbertsdóttir, Kjartan Þór Kjartansson barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERGUR EYDAL VILHJÁLMSSON, Aöalstræti 71, Patreksfirði, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju 4. maí kl. 14.00. Guðlaug Fjeldsted, > I börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.